Morgunblaðið - 24.11.1983, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.11.1983, Blaðsíða 4
52 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1983 Þjódbúningurinn — hluti af íslenskri menningarsögu — eftir Ragnheiði Brynjólfsdóttur í Morgunblaðinu 20. júlí var grein í Velvakanda skrifuð af Dóru Jónsdóttur, gullsmið, sem hún nefnir „Væri ekki æskilegt að kenna eitthvað um íslenska þjóð- búninga sem menningararf". Þetta eru orð sannarlega í tíma töluð, því vanþekking er á svo háu stigi að margir gera ekki grein- arraun á, hvað eru peysuföt eða upphlutur, samfella eða kyrtill. Stúlkur hafa komið til mín með glóandi fallegt víravirki og beðið mig að sauma peysuföt fyrir sig. Sumir halda að það sé afar dýrt að koma sér upp peysufötum af því að beltið sé svo ógnar dýrt, og það er oft erfitt að koma því inn í koll- inn á þeim að það eigi alls ekki að hafa belti við peysuföt. Beltið til- heyrir upphlutnum en alls ekki peysufötum. Þannig er hægt að koma sér upp ódýrum sparibún- ingi þar sem ekkert víravirki þarf að nota nema brjóstnál, fallegan hnapp eða svuntupör og skatt- húfuhólk. Peysuföt þykja fínni en upphluturinn með öllu víravirkinu en víravirkið kostar frá 12 þúsund kr. og allt uppí 25 þús kr., og er þó ekki talið með stokkabelti heldur doppur og krækjur. Það er ekki sama hvar hlutirnir eru keyptir því verð er afar mis- munandi. Til dæmis er hægt að fá ofið efni í svuntu í einni verslun sem kostar 1.825 kr., í annarri kostar samskonar efni um 600 kr. „Við verðum að viðhalda þjóðbúningnum okkar í því formi sem hann er nú. Þjóðinni er gert skylt að klæðast honum, hafa hann í heiðri og kynna sögu hans, því þekkingin má ekki glatast.“ og í þriðju versluninni er hægt að fá mjög fallegt röndótt efni og ein- litt hvítt með bekk að neðan á 200 kr. í svuntuna. Konur þurfa að kynna sér hvar hagstæðast er að versla. Fyrir nokkrum árum höfðum við 4 eða 5 verslanir sem höfðu efni og allt til búningsgerðar. Þá var enginn vandi að velja fallegar vörur og fá góð ráð og ráðleggingar. Á fyrri árum var verslunin Baldursbrá oftast nefnd af því þar fékk maður alltaf góða vöru, góð ráð og leið- beiningar. Nú er þessi verslun oft lokuð tímunum saman og konur halda að ekki sé í annað hús að venda. Kom þessi lokun sér sérstaklega illa í sumar sem leið, því þá komu blessaðar íslensku stúlkurnar frá Noregi, Svíþjóð og Ameríku sér- staklega til að fá saumaðan þjóð- búning, annað hvort upphlut, peysuföt eða kirtil. í sumar var það Dömu- og herrabúðin sem bjargaði hlutunum og útvegaði allt sem með þurfti. Það má líka víða finna góð efni, sérstalega hef ég rekist á þau sums staðar úti á landi. Það liggur í augum uppi að við þurfum að hafa fleiri en eina eða tvær verslanir, sem versla með efni í íslenska þjóðbúninga. Við verðum að viðhalda þjóðbún- ingnum okkar í því formi sem hann er nú. Þjóðinni er gert skylt að klæðast honum, hafa hann í heiðri og kynna sögu hans, því þekkingin má ekki glatast. Sigurður málari málaði þessa búninga af svo mikilli smekkvísi á sínum tíma, höfuðbúning og rósa- mynstur í kyrtla og samfellur, að því má ekki breyta. Vonandi við- halda komandi kynslóðir honum, meta hann og virða í því formi sem hann er nú. Ég get ekki að því gert að ég held meira uppá kyrtil- inn en samfelluna, einfaldlega af því að kyrtillinn er ódýrari og létt- ari en samfellan. Ég hef oft reynt að brýna það fyrir ungum stúlk- um, hvað það er auðvelt fyrir þær að sauma sjálfar út í kyrtilinn, þar sem þær hafa ylinn heima hjá sér, björt og góð ljós. Þær þurfa ekki að hafa það eins og heima- sæturnar um og fyrir aldamótin, sem bróderuðu í samfelluna sína eða kyrtil sitjandi úti í fjósi svo þær hefðu ylinn af kúnum og við Kvenfélag Grindavíkur 60 ára: ______efla samúð milli kvenna, leggja einstaklingum lið, og stuðla að kirkjulífi______ Spjallað við Jóhönnu Sigurðardóttur, í FYRSTU fundargerð Kvenfélags Grindavíkur þann 24. nóvember 1923 segir að til fundarins hafi boðað „húsfrú Guðrún Þorvarðardóttir í barnaskóla hreppsins". Eftir að taldir hafa verið upp stofnfélagar sem voru 23 segir: „stjórninni var falið að leggja fyrir næsta fund frumvarp til laga fyrir fjelagið. Kaus hún húsfrú Katrínu Gísladóttur á Hrauni sjer til aðstoðar. Guðrún Þorvarðardóttir kvað æskilegt að fundarkonur gæfu eina krónu hver, til þess að mynda orlítinn stofnsjóð fyrir fjelagið. Var því mjög vel tekið og greiddu fundarkonur flestar þegar á fundinum eina og sumar tvær krónur. í fundarlok var sungið „Son guðs ertu með sanni.“ Tilgangur félagsins var skil- greindur svo að hann ætti að efla samúð meðal kvenna, leggja ein- staklingum lið og stuðla að kirkju- lífi. Fyrstu skemmti- og ágóða- fundirnir voru haldnir í vöru- skemmum Einars G. Einarssonar í Garðhúsum. Kvenfélagið stóð fyrir jólatrésskemmtun fyrir börnin og árið eftir héldu konurn- ar fyrstu útisamkomu sína á kvenréttindadaginn 19. júní og urðu Baðsvellir fyrir valinu. Fyrsti sjóðurinn sem var stofnað- ur á vegum félagsins var kirkju- sjóður. Átti að nota fé úr honum til að girða kringum kirkjuna, en sæmileg girðing kostaði þá eitt þúsund krónur, sem var mikið fé. Var því ákveðið að kaupa frekar ofn til upphitunar kirkjunnar. Fyrsti formaður kvenfélagsins var Guðrún Þorvarðardóttir sem var hinn mesti skörungur á sínum tíma og henni var sérstaklega hugleikið að hlú að kirkju staðar- ins. Núverandi formaður er Jóhanna Sigurðardóttir. Hún sagði að enda þótt starfsemin hefði að sjálf- sögðu orðið að fylgja tíma og tíð- aranda væri í raun byggt á sömu grundvallaratriðum, þ.e. að hlú að kirkjulífi, menningar- og mannúð- armálum. Því hefur starfið beinzt mjög að fjáröflun og kvenfélagið hefur lagt lið ýmsum málum í samræmi við upphaflegan tilgang þess. Jó- hanna sagði, að nú þegar mynd- arleg kirkja hefði risið af grunni í Grindavík, hefði Kvenfélagið snú- ið sér að því að styrkja byggingu dvalarheimilis aldraðra í plássinu og væri raunar ekki eitt um það, hin ýmsu félagasamtök á staðnum væru með það á stefnuskrá sinni. — Eg flutti til Grindavíkur fyrir tuttugu árum, segir hún — og gekk þá strax í Kvenfélagið. Því er ekki að neita að félagsandi hef- ur breytzt. Áður var konum það kappsmál að mæta á fundi og allt sem gert var á vegum félagsins. Nú er það meiriháttar átak að fá fólk til að koma. En á þessum tíma hafa einnig sprottið upp önnur fé- lög og því hafa kraftarnir kannski formann Jóhanna Sigurðardóttir, form. Kven- félags Grindavíkur. dreifzt meira en æskilegt hefði verið. Nú er Iíka eins og’enginn hafi tíma til neins. Við höfum velt því fyrir okkur hvort þessi minnk- andi áhugi hefði eitthvað með það að gera, að kvenfélagið hefði ekki fylgt tímanum. Við höfum fitjað upp á ýmsu, en það er eins og það dugi ekki alveg til. Eg veit að vísu, að við erum ekki einar á báti, hvað þetta snertir, maður heyrir þessar raddir úr öllum áttum. Frá því í september og fram í maí hefur kvenfélagið fundi eða opið hús annan mánudag I hverj- um mánuði. Byrjað er með fundi Á fyrri ánim fóru félagskonur oft í ferðalög og hér er gömul mynd úr ferð til Víkur, tekin f garðinum í Múlakoti. og síðan tekur kaffinefndin við, skemmtiatriði ýmiss konar eru á boðstólum, stundum fyrirlestrar eða við höfum haldið námskeið og fleira. Og víst er áhugi að vissu marki, en það er auðvitað ekki nóg að hafa áhuga, ef hann birtist ekki í verki og á því er nokkur mis- brestur, segir Jóhanna. Eins og áður hefur komið fram voru 23 stofnfélagar Kvenfélags- ins. Nú eru félagar um tvö hundr- uð. Félagið hefur ágæta aðstöðu fyrir fundi og er 8 prósent eignar- aðili að samkomuhúsinu Festi. Jóhanna bendir á ýmsa fasta þætti í starfsemi Kvenfélagsins, svo sem að það selur jafnan kaffi og meðlæti á sjómannadaginn, það stóð fyrir að koma á fót gæzluvelli í plássinu og það heldur sínar árshátíðir. Félagið hefur lagt fé í minnisvarða um drukknaða og það hefur lagt lið málefnum þroska- heftra, svo að nokkuð sé nefnt. Jó- hanna segir að hvað sem öllu tali líði um „sérkynjafélög" telji hún að starfsemi Kvenfélaga eigi enn fullan rétt á sér. Margt væri skemmra á veg komið í Grindavík sem annars staðar ef ekki hefði komið til starfsemi þessara félaga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.