Morgunblaðið - 24.11.1983, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 24.11.1983, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1983 77 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MÁNUDEGI Ct, „ TIL FÖSTUDAGS n h? usni'iJYi Fullkomin falsspámennska Sóley Jónsdóttir, Akureyri, skrifar: „f ágætri „Hugvekju", er nefn- ist „Varist falsspámenn", eftir sr. Jón Dalbú Hróbjartsson, í Mbl. 24. júlí, má lesa eftirfarandi orð, sem eru í niðurlagi hugvekj- unnar: „Það er engin önnur leið inn í himininn en einmitt þessi, Jesús Kristur." Vissulega fer sr. Jón Dalbú með rétt mál, þar sem þetta er kenning Heilagrar ritningar. En því miður er þetta ekki kenning kirkjunnar, sem hann þjónar, þ.e. íslensku þjóðkirkjunnar. Kenning hinnar íslensku þjóð- kirkju er sú, að barnaskírnin sé hjálpræðisleið. Til staðfestingar fullyrðingu minni vísa ég til hinnar nýju kirkjuhandbókar; þar segir svo í kaflanum um skírnina: „Almátt- ugur Guð, faðir Drottins vors Jesú Krists, sem nú hefur endur- fætt þig fyrir vatn og heilagan anda, tekið þig í ríki síns elskaða sonar, þar sem er fyrirgefning syndanna, líf og sáluhjálp ...“ Þessi orð úr handbókinni eru höfð yfir eftir að barnið hefur verið skírt. Þarna kennir kirkjan greinilega að endurfæðingin sé fólgin í barnaskírninni. Þegar Drottinn Jesús var að útskýra endurfæðinguna fyrir Nikódem- usi (sjá Jóh. 3.1.—19.), sagði hann honum í hverju endurfæð- ingin væri fólgin, þ.e. að trúa á þann sem Guð sendi í heiminn. „Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn til þess að hver, sem á hann trúir, glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.“ Jóh. 3.16. Að fæðast „af vatni og anda“ (Jóh. 3.5.) er því að trúa á Guðs eingetinn son. Orð Guðs og andi Guðs koma þessu til leiðar í mannshjartanu. Orði Guðs er oft líkt við vatn í hreinsun í Biblí- unni, sbr. „Þér eruð þegar hreinir vegna Orðsins...“ (Jóh. 15.3.). Um hreinsandi mátt Guðs Orðs getum við líka lesið í Sálm. 119.9. „Með hverju getur ungur maður haldið vegi sínum hreinum? Með því að gefa gaum að Orði þínu.“ I Efesus-bréfi 5.25.—26. lesum við: „... Kristur elskaði söfnuðinn og lagði sjálfan sig í sölurnar fyrir hann, til þess fyrir vatnslaugina, með Orðinu, að hreinsa hann og helga hann síðan ...“ Og í Títus- Þessir hringdu . . . Mætti endur- sýna þennan þátt Helga Guðmundsdóttir hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Mig langar til að koma á framfæri þakklæti til Sigurveigar Jónsdóttur fréttamanns og Sjónvarpsins fyrir fíkniefnaþáttinn á föstudagskvöld, í Kastljósi. Það veitir ekki af að láta unglingana sjá hlutina eins og þeir eru. Gjarna mætti endursýna þennan þátt og það oftar en einu sinni. arbréfi 3.5.: „Þá frelsaði hann (Kristur) oss, ekki vegna réttlæt- isverkanna, sem vér höfðum unn- ið, heldur samkvæmt miskunn sinni fyrir laug endurfæðingar og endurnýjunar heilags anda...“ Báðir þessir textar svara til þess, sem við lesum um í Jóh. 3.5. Það er alrangt á álykta að þarna sé um skírn að ræða, laug endur- fæðingar er ekki skírnarlaug. Við lesum einnig í Jakobsbréfi 1.18.: Eftir ráðsályktun sjálfs sín fæddi hann oss með sannleiks- orði...“ Þ.e. andleg fæðing fyrir Guðs Orð. Og í 1. Pétursbréfi 1.23. standa þessi orð: „... Þér eruð endurfæddir ekkí af forgengilegu sæði, heldur óforgengilegu, fyrir Orð Guðs, hans sem lifir og var- ir.“ íslenska þjóðkirkjan kennir að skírnin (barnaskírnin) sé inn- gönguathöfn í söfnuð Guðs. Guðs Orð, Biblían, kennir að við verðum börn Guðs með því að trúa á Drottin Jesúm. „En öllum þeim sem tóku við honum (Jesú) gaf hann rétt til að verða Guðs börn, þeim sem trúa á nafn hans ...“ (Jóh. 1.12.). Ekki eitt orð um skírn í sambandi við Guðs barna rétt. Jesús lýsti því yfir (sjá Matt. 19.14., Mark. 10.14. og Lúk. 18.16.) að börnunum tilheyrði Guðs ríki. Þessi börn hljóta að hafa verið óskírð, vegna þess að hvergi í Bibl- íunni er boðið að skíra börn. Margir kirkjunnar þjónar hafa að engu orð Drottins Jesú, en treysta á athöfn, sem menn hafa fundið upp og ekki getur hjálpað neinum í andlegum málum. Það er biblíulegt að færa börnin Drottni í helgri athöfn og biðja hann að blessa þau, en það á ^kki að skíra þau. Kirkjan kennir að barnaskírn- in sé til synda fyrirgefningar. Biblían kennir aftur á móti að fyrir trú á Drottin Jesú fáist syndafyrirgefning. „Honum bera allir spámennirnir vitni, að sér- hver, sem á hann (Jesú) trúir, fái fyrir hans nafn syndafyrirgefn- ingu.“ Post. 10.43. Trú þú á Drott- in Jesúm, og þú munt verða hólp- inn.“ Post. 16.31. «Ég er vegurinn ...“ (Jóh. 14.6.) sagði Drottinn Jesú. Takið eftir, ekki bara vegur, heldur „... vegurinn ...“, eini vegurinn. Guði sé lof fyrir það. Að boða barnaskírn sem hjálp- ræðisleið, eins og lútherska kirkjan gerir, er því ekkert ann- að en fullkomin falsspá- mennska." Bandslípivélar! Eigum fyrirliggjandi ýmsar stærðir af bandslípivélum. Ætlar reyk- ingavarna- nefnd ekki að standa við það sem hún lofaði? JÓ.JÓ. skrifar: ,;Kæri Velvakandi. I janúar sl. var efnt til samkeppni milli skóla- barna á vegum reykinga- varnanefndar og voru veitt peningaverðlaun fyrir 12 veggmyndir og 6 mynda- sögur. Ástæðan fyrir því að ég skrifa þér er sú, að í öllum auglýsingum, sem reyk- ingavarnanefnd sendi frá sér, stóð: Allir þátttakend- ur í samkeppninni eiga að fá viðurkenningarskjal. Nú er ég búinn að bíða í næstum eitt ár eftir þessu skjali, og svo er um fleiri, sem ég veit um. Og því er mér spurn: Ætlar reyk- ingavarnanefnd ekki að standa við það, sem hún lofaði. Og önnur spurning: Fá börnin myndirnar sínar aftur? Virðingarfyllst." -H VéLAVERSLUN Grensásvegur 12, 108 Reykjavík, s. 91 85840 Bladburðarfólk óskast! I' 1 Austurbær Ingólfsstræti og Neöstaleiti Ármúli Þingholtsstræti GÆTUM TUNGUNNAR Sagt var: Hvorugt er gott, og ég er andvígur báðu. Rétt væri:... ég er andvígur hvorutveggja. G3P SIGGA V/öGA £ A/LVtRAU unga fólki biður um! l0- «6 86Fy'0,f'" Kr* bls ss 45 Gu □ Hvað segja popp- stjörnurnar? □ Hvaða plotur eru ■ bestar? /I ai S " Tor» ■ r 8°ÍU " 1 QHvað er skaHapopp^^r . Þessum spurnmgum og ót£ Poppbókin - í fyrsta sæti. ÆSKAN í3- 55, Sg J?'' b Gur<narr( 1S>, OG HVTO VIKU- DflGUR ER ÞflD RFTUR; SlGGfl VIGGR? OG BÚÐIR ERU EKKERT OPNRR fl SUNNIUDÖGUM.ER ÞRD NOKKUR SI6GR VI6GR'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.