Morgunblaðið - 24.11.1983, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 24.11.1983, Blaðsíða 28
76 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1983 nt&hhm „ Mc5^ir ln.erur&.r Lét jctuma a íkon^pel* og /ét 6»o t i/eiri v/oka c*Z> í-korAar Vdfru o&> deyja út /* HÖGNI HREKKVÍSI //NÓ EF þAE\.KE|LUSPlLSKUÖLC>|£> HAMS.* Þegar menn greina ekki liti tilver- unnar er eitthvað að H. Kr. skrifar: „Velvakandi sæll. Dr. Jón Óttar Ragnarsson gerir grein fyrir hugmyndum sinum um vínmenningu í dálkum þínum 16. nóvember. Daginn eftir er svo skoðana- bróðir hans á ferð í Mbl., Ás- geir hinn bjórglaði, sem kallar sig hvítaskáld. Jón óttar kallar skynsam- lega notkun áfengis vínmenn- ingu og segist þá eiga við „að áfengi sé notað í hófi sem vímugjafi við sérstök tækifæri til að auka félagslega samloð- un og krydda annars (oft) lit- lausa tilveru". Hér er Jón Óttar að tala um áhrif sem eru hugarburður og menn í nálægum löndum verða fyrir þegar þeir halda sig neyta áfengis þó svo sé ekki en lítið verður vart þó menn dreypi á léttu áfengi, ef þeir halda að það sé óáfengt. Hann talar um að krydda litlausa tilveru. Hvers vegna er tilveran honum litlaus? Hér er komið að kjarna málsins. Hví er doktornum svo áfátt að hann greinir ekki liti tilverunnar? Ekki ætla ég mér að svara því enda veit ég ekki hvort um er að ræða meðfædda van- sköpun eða veilu í uppeldi. En þegar ég var ungur var ég samtímis tveimur öldruðum mönnum. Annar var mislynd- ur þannig að stundum stríddi hann fálæti svo að hann mælti naumast orð frá vörum, en ekki lagði hann illt til nokkurs manns. Stundum lék þessi maður svo við hvern sinn fingur. Þessu skaplyndi hans lýsti hinn öldungurinn með þessum orðum: „Hann er aumingi til skapsmunanna." Þegar menn eru aumingjar til skapsmunanna og þegar menn greina ekki liti tilver- unnar er eitthvað að. Sú vönt- un verður ekki bætt með vímuefnum. Það breytir engu hverjar áfengistegundir þeir velja sér vopnabræðurnir, Jón óttar og Ásgeir hvítaskáld." Unnið að reglugerð um einkennisfatnað starfsmanna Landhelgisgæslunnar Gunnar Bergsteinsson, forstjóri Landhelgisgæslunnar skrifar 21. nóv.: „Til Velvakanda Morgunblaðs- ins. I dálkum yðar 19. þ.m. er fyrir- spurn beint til mín um það hvers vegna undirmenn á varðskipum ríkisins hafi ekki einkennisfatnað til afnota einir íslenskra löggæslu- manna. Þótt starfsmenn Landhelgis- gæslunnar teljist til lögreglu- manna ríkisins lögum samkvæmt, eru þeir ekki ráðnir til starfa sem slíkir, heldur samkvæmt gildandi kjarasamningum 10 mismunandi stéttarfélaga. I sumum þessara samninga eru engin ákvæði um fatnað, i öðrum um einkennisfatn- að og enn öðrum um vinnufatnað. Vegna stutts starfstíma lausráð- inna starfsmanna, t.d. sjómanna, hefur verið reynt að stilla fata- kaupum í hóf og þá innan ramma gildandi kjarasamninga. Hinsvegar er ég fyrirspyrjanda sammála um, að ástand þessara mála hafi verið og sé okkur til van- virðu og má þar einnig að nokkru um kenna að engin regiugerð er til um einkennisfatnað starfsmanna Landhelgisgæslunnar. Verið er að vinna að þeirri reglugerð og vonast ég til að með útgáfu hennar verði málið leyst svo að allir megi við Hvort væri skynsamlegra? Halldór Halldórsson skrifar: „Velvakandi. I ágætu viðtali við Björn Bjarm- an um reynslu hans af kransæða- þrengslum og aðgerð í London við þeim sjúkdómi, sem birtist í DV 5. nóv. sl., voru þessar athyglisverðu setningar: „Já, þú ert frá íslandi. Hafið þið nóg af seðlum á íslandi? Það er dýrt að ferðast yfir hafið og spítal- inn hér er nú engin fátækrastofnun á ríkisframfæri. Nei, aldeilis ekki. Hér liggja bara arabar og milljón- erar.“ „Ég er gamall reykingahundur. En á einhvern dularfullan hátt gerðist það í einni ferðinni upp á spítala á árunum á undan, að ég fór með sígarettupakka fullan — sem aldrei var opnaður. — Læknirinn (þ.e. dr. Celaland, sem skar Björn Fyrirmyndarskóli Höskuldur skrifar 21. nóv.: Skagfjörð „Herra Velvakandi. Ég hafði hugsað mér að koma til þín smáfrétt sem ég svo kalla. Ég var á ferð nú fyrir stuttu og kom í Laugargerðisskóla í Eyja- hreppi, Hnappadal. Þessi skóli er bæði gagnfræða- og grunnskóli og eru í honum að mig minnir 120 nemend- ur. Vissulega skóli til fyrir- myndar. Krakkarnir eru þar hressir og kátir og al- veg víst að þeim líður vel og hafa það gott. Það sem vakti alveg sér- staklega athygli mína var þetta: Ekki einn einasti nemandi reykir í skólanum (og ekki úti) og flestir á staðnum heldur ekki. Þetta er nú það sem ég kalla frétt og það fremur góða Megi aðrir taka þennan skóla sér til fyrirmyndar. Með kveðju til kennara og nemenda." upp) sagði að það væri allt annað að skera þá sem ekki reyktu og ætti ekki að eyða kröftum í það að slægja reykingamenn." „Það var ósköp ömurlegt að heyra stundum á næturnar stórreyk- ingamenn frá Saudi-Arabíu hóst- andi og grátandi af kvölum því að það tók svo í skurðinn." Hvort væri skynsamlegra og hag- kvæmara að gera stórátak i reyk- ingavörnum, svo að draga mætti úr tíðni sjúkdóma sem stafa af reyk- ingum eða láta reykingar afskipta- lausar, jafnvel mæla með þeim, svo að hjartaskurðlæknar okkar fái næg verkefni við „framhjáleiðslu- aðgerðir", æðaskurðlæknar við hliðstæðar aðgerðir við þrengslum í æðum ganglima, lungnaskurðlækn- ar við aðgerðir við lungnakrabba, lungnalæknar við umönnun sjúkl- inga með lungnaþan og öndunarbil- un, krabbameinslæknar við lyfja- gjöf og geislameðferð, bæklunar- læknar og öldrunarlæknar við brot og aðrar afleiðingar stökkra beina o.s.frv.? í síðastliðnum mánuði komst sænskur tryggingadómstóll að þeirri niðurstöðu, að fengnu áliti sérfræðinga, að tryggingabætur bæri að greiða fjölskyldu konu nokkurrar, sem dó 55 ára gömul úr lungnakrabba (þeirrar tegundar sem nær eingöngu myndast hjá reykingamönnum), þó að hún hefði aldrei reykt sjálf. Bótarétturinn byggðist á því, að talið var lfkleg- ast, að krabbameinið hefði orsakast af miklum reykingum vinnufélaga hennar á illa loftræstum vinnustað. Var svo ekki einhver að tala um skerðingu á persónufrelsi í umræð- um á Alþingi um frumvarp að lög- um um reykingavarnir? Er það ekki skerðing á persónufrelsi okkar, sem ekki reykjum, að verða að anda að okkur reykmenguðu lofti svo víða sem raun ber vitni?" I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.