Morgunblaðið - 24.11.1983, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.11.1983, Blaðsíða 10
58 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1983 Böðullinn atvinnulaus > í Bretlandi Hinn 13. júlí síðastliðinn fór fram atkvæðagreiðsla í neðri málstofu breska þingsins um það, hvort lögleiða skyldi dauðarefsingu á nýjan leik í Bretlandi, og var dauðarefsingu hafnað með litlum atkvæðamun. Frá því að dauðarefsing fyrir morð að yfirlögðu ráði var afnumin með lögum árið 1965 í Bretlandi, hefur spurningin um það, hvort hún skyldi lögleidd á ný verið að skjóta upp koliinum öðru hverju í breska þinginu. Umræður um þessi mál hafa jafnan vakið athygli langt út fyrir landsteina Bretlands, þar sem raunverulega er um siðræn grundvallarsjónarmið að ræða. A Vesturlöndum skiptast menn mjög í tvo hópa í afstöðu sinni til þeirra fjölmörgu siðgæðislegu spurninga, sem tengjast slíku lífláti í nafni þjóðarinnar í refsingarskyni gegn einstökum misindis- mönnum samfélagsins. Skipting Evrópu með tilliti til dauðarefsingar. Aldrei höfðu jafn háværar, al- mennar umræður og deilur átt sér stað í Bretlandi um réttmæti dauðarefsingar fyrir morð og hermdarverk eins og síðustu vik- urnar fyrir þessa atkvæðagreiðslu í neðri deildinni — aldrei áður höfðu hinar tvær andstæðu fylk- ingar í þessu máli brynjað sig jafn rækilega, hvor um sig með rök- semdum með og móti dauðarefs- ingu, með upplýsingum um ein- staka þætti, sem að þessum mál- um lúta, með fjöldafundum mál- stað sínum til framdráttar og skoðanakönnunum meðal almenn- ings. í afstöðu sinni til lögleið- ingar dauðarefsingar fyrir morð í Bretlandi á ný riðluðust pólitískar fylkingar og hefðbundinn flokks- agi gufaði upp um sinn. Nokkrir breskir þingmenn flugu heim í skyndi frá ráðstefnu í Tókýó, til þess að vera til staðar í breska þinginu, þegar atkvæðagreiðslan færi fram, þótt þingflokkarnir hefðu alls ekki lagt þingmönnum sínum neinar kvaðir á herðar í sambandi við atkvæðagreiðsluna í þessu máli. En þar sem fyrirfram var vitað, að mjög yrði mjótt á mununum, vildi enginn þingmað- ur verða fyrir þeim ásökunum síð- ar, að hann hefði látið sig vanta við atkvæðagreiðsluna um þetta brennandi deilumál hinna al- mennu bresku kjósenda. Tveir þingmenn létu meira að segja fara fram gaumgæfilegar skoðana- kannanir í kjördæmum sínum um álit kjósenda í þessu máli, þótt ekki væri nema tæplega einn og hálfur mánuður liðinn frá bresku þingkosningunum, þar sem lög- leiðing dauðarefsingar fyrir morð og hermdarverk var einmitt eitt þeirra mála, sem efst var á baugi í kosningabaráttunni. En á þeim fáu vikum, er liðu frá sigri breska íhaldsflokksins undir forystu Margaret Thatchers í þingkosningunum 5. júní sl. og fram undir atkvæðagreiðsluna í þinginu 13. júlí, fengu kjósendur íhaldsflokksins að heyra alveg nýja og heldur óvænta tóna frá flokksforystunni, sem óneitanlega komu þeim á óvart. Frá Downing Street 10 tóku að berast yfirlýs- ingar og tilkynningar, sem báru til baka fullyrðingar um stuðning flokksforystunnar við lagafrum- varpið um lögleiðingu dauðarefs- ingar í Bretlandi. Svo mátti virð- ast sem breska ríkisstjórnin væri ekkert allt of hrifin af kosninga- loforði sínu um að láta gera gálg- ann kláran til brúks á ný. Þá vaknaði spurningin um það, hvers vegna neðri málstofan ætti endi- lega að greiða atkvæði um þetta viðkvæma mál með svo tiltölulega stuttum fyrirvara. Tímaskorti var borið við: þetta þrúgandi mál yrði að taka á dagskrá og hljóta af- greiðslu áður en sumarleyfi þing- manna hæfust hinn 15. júlí. Skiptar skoóanir Ýmsir skoðanahópar og stétta- samtök reyndust óspör á viljayfir- lýsingar um málið, jafnt þeir sem voru fylgjandi því að dauðarefsing yrði lögleidd að nýju fyrir alvar- legustu glæpi og eins þeir, sem eru eindregið á móti dauðarefsingu. Margt af því, sem þá var látið í ljós, kom mönnum mjög á óvart. Ýfirlýsing samtaka brezkra lög- reglumanna um, að þeir væru ein- róma fylgjandi lögleiðingu dauða- refsingar fyrir morð og hermdar- verk, var þó engum neitt nýnæmi. En þegar yfirfangelsisverðir breskra fangelsa lýstu því yfir einum rómi, að þeir væru í sjálfu sér ekki andvígir aftökum í gálga, ef þær aftökur færu aðeins fram langt utan veggja fangelsanna, þá þótti mönnum skörin tekin að fær- ast upp á bekkinn, og þó alveg sér- staklega breska innanríkisráð- herranum, Leon Brittan, sem þessari yfirlýsingu forstöðumanna fangelsanna var fyrst og fremst beint til. Á Norður-frlandi greiddu þing- menn Ulster-þingsins atkvæði um vilja sinn í þessu máli. Allir kaþ- ólskir þingmenn voru fjarverandi í samræmi við yfirlýsta stefnu kaþólsku kirkjunnar gegn dauða- refsingu; mótmælendur voru því einir um hituna i þessari atkvæða- greiðslu um vilja þingsins og sam- þykktu svo með 35 atkvæðum gegn 11, að þeir væru fylgjandi lögleið- ingu dauðarefsingar í Bretlandi. Sú niðurstaða kom víst fáum á óvart, sem fylgst hafa með þróun mála á Norður-írlandi undanfarin ár. Hitt kom þeim mun meir á óvart, að yfirmenn norður-írsku lögreglunnar, Royal Ulster Con- stabulary, hreyfðu engum mót- mælum, þegar Ulster-ráðherrann James Prior vitnaði til eindreg- innar andúðar norður-írsku lög- reglunnar á dauðarefsingu og rökstuddi þessa afstöðu lögregl- unnar með því að menn óttuðust nýja og öflugri öldu hryðjuverka í landinu, ef dauðarefsing yrði tekin upp að nýju við morði og hermdar- verkum. Þá vakti það ekki síður furðu í Englandi, að frú Thatcher skyldi leyfa James Prior, sem ekki er tal- inn njóta neinna sérlegra vin- sælda sem ráðherra málefna Norður-írlands, að birta aðvaran- ir sínar gegn dauðadómum á Norður-írlandi opinberlega, það er að segja í opnu bréfi til kjós- enda sinna. Öflug andstarta Skömmu áður en hin örlagaríka atkvæðagreiðsla í breska þinginu átti sér stað, barst bresku stjórn- inni orðsending frá forseta Evr- ópuþingsins í Strasbourg, þar sem hann varaði við þeim áhrifum, sem lögleiðing dauðarefsingar fyrir morð og hermdarverk í Bretlandi hefði á álit Breta er- lendis í sambandi við baráttu vestrænna ríkja fyrir auknum mannréttindum víða um heim, og þá ekki síst í ríkjum Austur- Evrópu. Það hefði raunar einnig orðið svolítið neyðarlegt fyrir Breta, eftir að fyrstu dauðadóm- unum samkvæmt nýju lögunum hefði verið fullnægt, að London er aðsetur hinna alþjóðlegu samtaka til hjálpar föngum um allan heim, Amnesty International, og hefði um leið orðið raunverulegur starfsvettvangur fangahjálpar- innar til aðstoðar við dauða- dæmda breska fanga. Við nánari íhugun mun frú Margaret Thatcher forsætisráð- herra heldur ekki hafa þótt það beinlínis álitlegur vegsauki sér til handa, ef dauðarefsing hefði aftur verið lögleidd í landinu í stjórnar- tíð hennar. Frú Thatcher nýtur nú víða um lönd þess álits að vera talin einn merkasti stjórnmála- skörungur Evrópu hin síðari árin, á sama tíma og flestir aðrir helstu leiðtogar Vestur-Evrópu fá frem- ur en hitt orð fyrir að reynast reikulir í stefnu sinni og oftast heldur úrræðalitlir andspænis margháttuðum pólitískum vanda- málum sinna ríkja. Ekki gekk breski forsætisráðherrann þess heldur dulin, að lávarðarnir í efri deild breska þingsins hefðu í lengstu lög þybbast við að leggja blessun sína yfir þetta frumvarp. í atkvæðagreiðslunni var það framar öðru afstaða hins fjöl- menna hóps nýkjörinna þing- manna íhaldsflokksins, 101 tals- ins, sem úrslitum réði. En alveg fram á síðustu stundu ríkti full- komin óvissa um það, hvernig at- kvæði um það bil helmings þess- ara nýkjörnu þingmanna myndu falla. Jafnvel einn helsti gagnrýn- andi stjórnarstefnu frú Thatchers, fyrrverandi utanríkisráðherra, Pym, sem ekki hafði á árum áður greitt frumvarpi um lögleiðingu dauðarefsingar sitt atkvæði eins og ráðherrarnir tveir, James Prior og Leon Brittan, var sagður á báð- um áttum í þetta sinn. Dauðarefsing ekki með öllu afnumin í öllu því fjaðrafoki og öllum þeim áköfu umræðum, sem að undanförnu hafa farið fram í Bretlandi um það, hvort böðullinn skyldi fá að hefjast handa á nýjan leik eða ekki, virðist eitt mikils- vert atriði hafa farið meira eða minna fyrir ofan garð og neðan: Sú staðreynd, að dauðarefsing hef- ur aldrei verið afnumin að fullu í Bretlandi; strangt til tekið var því ekki hægt að tala um að innleiða hana á nýjan leik. Hinum smá- vaxna, silfurhærða breska þing- manni, Sidney Silverman, tókst árið 1965 einungis að fá dauða- refsingu fyrir morð numda úr gildi. Líflátsdómur vofir ennþá yf- ir þeim, sem fremur föðurlands- svik, gerist sekur um sjórán, svo og fyrir að kveikja í skipum The Royal Navy. Fræðilega séð hefði því hinn alræmdi njósnari, An- thony Blunt, getað endað líf sitt í gálganum, ef málinu á hendur honum hefði verið haldið til streitu. í kringum 1970 var laga- greininni um líflát fyrir íkveikjur á breska herskipaflotanum breytt í mildara form. En sá, sem gerist svo djarfur að fara um borð í breskan tundurduflaslæðara og sigla af stað, svona öllum á óvart, sá hinn sami má enn þann dag í dag búast við að enda líf sitt i hæsta gálga Bretlands. Hins vegar yrði það þá ekki lengur hinn gamli, þrautþjálfaði meistaraböð ull Bretlands, Albert Pierrepoint, sem hagræddi snörunni um háls hins brotlega. í athyglisverðum æviminningum sínum, „Execu- tioner: Pierrepoint", sem út komu árið 1974, segist þessi fyrrverandi böðull líta núna öðrum og raun- særri augum á þau 25 ár sem hann vann við aftöku afbrotamanna í breskum gálgum. „Ég hef komist að þeirri niðurstöðu," skrifar Pierrepoint, „að líflát sé tilgangs- laus refsing. Svo er látið heita, að dauðarefsingin eigi að vekia ótta og sé öðrum til varnaðar. A þetta get ég ekki fallist. Þá byrði ætti ekki að leggja á neinn," segir Al- bert Pierrepoint núna, „að þurfa að deyða annan mann í refs- ingarskyni. Hvaða maður myndi svo sem vilja láta son sinn verða böðul?“ Árið 1955 var ensk kona tekin af lífi í gálganum í síðasta sinn. Nafn hennar var Ruth Ellis. Níu árum síðar var síðustu líflátsdómum fullnægt í Bretlandi — það voru Peter Allen og Gwyne Evans, sem létu þar líf sín. Árið 1965 var dauðarefsing fyrir morð svo num- in úr gildi í refsilöggjöf Bretlands. Eins og til að réttlæta það skref fékk maður nokkur, Timothy Evans að nafni, skömmu síðar uppreisn æru, en hann hafði verið borinn röngum sakargiftum, dæmdur til lífláts og hengdur. Mál hans hafði verið tekið fyrir á nýj- an leik, og hafði þá sannast, að vitnisburðurinn gegn honum, sem leitt hafði til dauðadómsins, hafði ekki við nein rök að styðjast, og var málið því dæmt ómerkt. Það var þó ekki hlutaðeiganda til ýkja mikillar hjálpar: Hann hafði verið líflátinn 17 árum áður í nafni réttvísinnar. (K.H. Wocker)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.