Morgunblaðið - 24.11.1983, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.11.1983, Blaðsíða 6
54 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1983 | Kirkjuþingi lauk fyrir nokkru.Hér birtastþrjú samtöl,sem tekin voru í tengslum við þingið Hvað ætlarðu að verða, þegar þú ert orðinn sóknarprestur? Eftir aö búið er að vígja guðfræð- ing til sóknarprestsþjónustu, þá er oft spurningin sú. „Hvað ætlaröu að veröa?“ Bóndi, kennari endurskoð- andi, fréttamaður, múrari eða bara hundahreinsunarmaður. Menn hafa réttlætt það, að jafnhliða sóknar- prestsembættinu, verði þeir að vinna eitthvað annað til að láta enda ná saman, nýkomnir úr námi með námsskuldir á herðunum og þurfi að kynda stóra prestsbústaði. Þeir segja að launin, sem sóknarprestur- inn fái frá ríkinu, nægi engan veginn til, því þurfi þeir nauðsynlega aö vinna eitthvað annað með. í frumvarpi til laga um starfs- menn Þjóðkirkjunnar, og biskup var framsögumaður fyrir, er i 13. gr. kveðið svo á um, að sóknar- presti sé ekki heimilt að hafa með höndum aðra atvinnustarfsemi en þá, sem samfara sé nytjum ábýlis- jarðar hans, ef hún er til staðar, né stunda aðra atvinnu eða taka að sér launuð störf nema prófast- ur leyfi. Skjóta megi úrskurði til biskups. Pétur Sigurgeirsson biskup var spurður að því hvort þetta nýmæli væri sett, vegna þess að sóknar- prestar væru í annarri launaðri vinnu og hlytu ámæli fyrir það hjá alþýðunni. Hvort sóknarprestar væru að gera lítið úr starfinu, sem slíku, ef þeir með þúsundir sókn- arbarna gætu verið í öðrum störf- um jafnhliða. Menn spyrðu gjarn- an, hvort þetta starf væri þá nokkuð annað en að messa á sunnudögum fyrir utan hefð- bundnar þjónustuathafnir sókn- arprestanna. — Þetta ákvæði er ekki nýmæli nema að nokkru leyti. Ég lít á þessa grein aðallega sem árétt- ingu á því, að sóknarprestur hafi samráð við prófast sinn, ef starfið heyrir ekki beint undir verksvett- vang sóknarprests. Það má segja hins vegar, að verksvettvangur þeirra sé fjarska- lega víður eins og fram kemur í vígsluheitinu. Hann á að upp- fræða æskulýðinn með kostgæfni skv. víglsuheitinu. Ég bendi á, að mjög algengt er að þetta heyri undir kristnifræðikennslu í grunnskólum. Það verður hreinlega að játa, að margir sóknarprestar í dag geta ekki lifað af launum sínum eins og búið er að þeim. Þá er ekki nema eðlilegt, að ef þeir vilja leggja á sig aukastörf — svo sem kennslu — þá geri þeir það. Alla mína prestsskapartíð kenndi ég nokkrar stundir á viku í 2 skólum á Akur- eyri. Þar var og um að ræða sam- félag við kennara og nemendur, sem var dýrmætt. Komst ég þann- ig í betri tengsl við mitt safnaðar- Pétur Sigurgeirsson. fólk. Einnig er það víðar í sérstök- um störfum en í kennslu, sem sóknarprestur getur komið á framfæri boðun, sem hann er vígður til og á að rækja. Takmark þessarar greinar er að Kirkjunni bezt treyst- andi í friðarumræðunni 3 tillögur á Kirkjuþingi fjölluðu um friðarmál. Er þar tekið undir niðurstöður alheimsráðstefnunnar „Líf og friður“, sem haldin var í Uppsölum í Svíþjóð í vor. Farið er fram á í þessum tillögum, að kjam- orkuvopnum verði útrýmt innan 5 ára og stuðlað verði að kjarnorku- vopnalausum Norðurlöndum og frið- lýsingu Norður-Atlantshafsins, ásamt því að útgjöldum til hernaðar verði beint að friðsamlegri fram- leiðslu og þá sérstaklega með þarfir fátæks fólks í huga. Flutningsmaður þessara til- lagna var Lárus Guðmundsson prófastur í Holti í Önundarfirði og flutningsmenn með honum vígslu- biskupar og biskup fslands. Hvers vegna flytur þú þessar tillögur um friðarmál Lárus? — Við tókum þetta upp á Prestafélagsfundi Vestfjarða i sumar og sendum tillögur til ríkis- stjórnarinnar, sem byggjast að verulegu leyti á þessum tillögum frá Uppsalaráðstefnunni. En bisk- up fslands var einmitt einn boð- enda til þessarar ráðstefnu. Fyrir mér eru það meginatriðin, Lárus Guömundsson að kirkjan verður að vera leiðandi afl til þess að umræðan verði á kristnum grundvelli en ekki af- vegaleidd af pólitískum öfgum. Sáttahlutverk kirkjunnar í heim- inum og sú ábyrgð, sem við berum á sköpunarverkinu, beinir kristn- um manni inn á það að vera ár- vökull ráðsmaður Guðs og gæta þess að berjast gegn öllu því, sem ógnar lífinu. Tölfræðilegar staðreyndir sýna, að það er unnt að brauðfæða þrisvar sinnum fleiri íbúa á jörð- inni, en nú búa á henni og það er hrikalegt að hugsa til þess, að það skuli vera nægur matur til í heim- inum til að brauðfæða alla, en það vanti peninga til að flytja matinn Ný stjóm Útflutningsmiðstöðvarinnar skipuð til fjögurra ára: Steinar Berg Björnsson verður stjórnarformaður Hafís úti af Vestfjörðum NOKKUR hafís er á svæðinu vestur og norður af Vestfjörðum í um 50 til 100 sjómflna fjarlægð frá landi. Landhelgisgæslan flaug ískönnunarflug yfir svæðið á sunnudaginn og reyndist ísinn næst landi norðvestur af Straums- nesi, í um 46 sjómflna fjarlægð. Þéttleiki íssins er frá 1/10 til 3/10 af yfirborði hafs þar sem ísinn er næst landi, en þykkri utar, allt upp í 8/10 af yfirborðinu. NÝ STJÓRN Útflutningsmiðstöðvar iðnaðarins hefur verið skipuð til næstu fjögurra ára og kom stjórnin saman til síns fyrsta fundar 21. nóv- ember til að skipuleggja starfsemina á næsta ári. Stjórn Útflutningsmiðstöðvar iðnaðarins skipa þeir Steinar Berg Björnsson og Þráinn Þorvaldsson, tilnefndir af Félagi íslenzkra iðn- rekenda, en Steinar verður jafn- framt formaður stjórnarinnar. Þórleifur Jónsson er tilefndur af Landssambandi iðnaðarmanna, Hjörtur Eiríksson tilnefndur af Sambandi íslenzkra samvinnufé- laga, Sveinn Björnsson tilnefndur af viðskiptaráðherra, og Árni Þ. Árnason tilefndur af iðnaðarráð- herra. Varamenn þeirra eru Ágúst Ág- ústsson, Magnús Gústafsson, Sig- mar Ármannsson, Jón Sigurðar- son, Atli Freyr Guðmundsson og Jafet ólafsson. í frétt frá Útflutningsmiðstöð- inni segir, að á fyrsta fundi stjórnarinnar hafi verið rætt um skipulag starfseminnar á næsta ári, en vaxandi þörf sé fyrir aukna útflutningsþjónustu samfara auknum útflutningi iðnaðarvara og auknum fjölda útflytjenda iðn- aðarvara. Frjálsræðid skilar beztum árangri — segir Davíð Ólafsson um vaxtaákvarðanir „MÍN grundvallarafstaða er sú, að frjálsræði skili bestum árangri," sagði Davíð ólafsson, Seðlabanka- stjóri, á almennum fundi Verslun- arráðs íslands í fyrradag, er hann var spurður hver afstaða hans væri til þess, að viðskiptabankar fengju frelsi til að taka ákvarð- anir um vaxtamál. Davíð ólafsson bætti því við, að menn gætu ekki búið við algert frelsi í þessum efn- þessu sviði, en hins vegar auknu frelsi bankanna til þess að ákveða vexti af innlánum og útlánum. Da- víð Ólafsson sagði, að bankastjórn Seðlabankans hefði ekki fjallað um þetta mál fyrir sitt leyti, en hún mundi ræða það með opnum huga. Þorsteinn Pálsson, sagði að ekki mætti vænta tillagna frá bank- anefndinni um algert frelsi á Heyrnleysingjakennarar útskrifaðir SEXTÁN heyrnleysingjakennarar, sem lokið höfðu sérnámi á vegum Kennaraháskólans í Stokkhólmi, hafa nú verið brautskráðir. í frétt frá menntamálaráðu- neytinu segir að snemma á ár- inu 1982 hafi tekist samkomulag við Kennaraháskólann í Stokk- hólmi um að hann stæði að námi fyrir kennara, sem starfað höfðu við Heyrnleysingjaskól- ann í Reykjavík án fullra rétt- inda á þessu sviði sérkennslu. í sömu frétt segir ennfremur: „Skyldi námið miðast við þær kröfur sem Kennaraháskólinn í Stokkhólmi gerir til menntunar heyrnleysingjakennara en snið- ið að íslenskum aðstæðum." Námið fór að mestu fram hérlendis, en hingað komu lekt- orar frá Kennaraháskólanum í Stokkhólmi og störfuðu að kennslunni í lengri eða skemmri tíma. íslenskir sérfræðingar önnuðust þann þátt kennslunn- ar er sérstaklega laut að ís- lenskum aðstæðum. Jafnframt náminu sinntu nemendurnir kennslu við Heyrnleysingjaskól- ann. Við brautskráningu afhenti vararektor Kennaraháskólans í Stokkhólmi, Ingemar Korsell, hinum nýju heyrnleysingja- kennurum prófskírteini. Birg- itta Lindahl, kennslustjóri, flutti árnaðaróskir og kveðjur frá menntamálaráðherra Sví- þjóðar, Lenu Hjelm-Wallén. Ragnhildur Helgadóttir, menntamálaráðherra, færði þakkir fyrir þann atbeina sem veittur var af sænskri hálfu til að leysa af hendi óvenjulegt og árangursríkt samstarfsverkefni. 2000 manns sóttu vöru- sýningu llúsavík, 22. nóvember. JGKLÚBBURINN á Húsavík gekkst fyrir sýningu um síðast- liðna helgi í félagsheimilinu hér, sem nefnd var „JC og neytand- inn“. Þar sýndu 30 aðilar fram- leiðslu vöru og þjónustu hjá fyrir- tækjum á Húsavík og nágrenni. Þeir sem voru með matvæli eða sælgæti gáfu mönnum kost á að smakka. Sýning þessi var um margt fróðleg og var sérstaklega vel sótt, því forráðamenn telja að um 2000 manns hafl sótt sýning- una og eru börn þá meðtalin. Fréttaritari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.