Morgunblaðið - 24.11.1983, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.11.1983, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1983 63 Hæstiréttur: Kröfur ríkissaksóknara sam- rýmast ekki réttarfarsreglum HÆSTIRÉTTUR hafnaði í vikunni sýknukröfu ríkissaksóknara til handa skipstjóranum á togaranum Einari Benediktssyni. Hæstiréttur taldi kröfur ríkissaksóknara ekki samrýmast almennum réttarfars- reglum. Aó meðferö ríkissaksóknara fæli ekki í sér grundvöll fyrir áfrýj- un og var málinu vísað frá dómi. Mál þetta á sér ekki fordæmi í sögu Hæstaréttar. Efnisniðurstaða liggur því ekki fyrir og áfram ríkir fullkom- Saga fyrsta mynd- listarstyrkþegans BÓKAÚTGÁFAN Skjaldborg á Ak- ureyri hefur gefið út fyrstu bók Val- garðs Stefánssonar, myndlistar- manns, og heitir bókin: Eitt rótslitið blóm — Söguleg skáldsaga um Skúla Skúlason hinn oddhaga. I frétt frá útgefanda segir m.a.: „Valgarður hefur unnið að gerð bókarinnar undanfarin ár og mik- ill tími hefur farið í gagnasöfnun, því lítið hafði verið skrifað um Skúla og verk eftir hann er ekki að finna í sýningarsölum listasafna. Skúli var Akureyringur og fyrsti íslendingurinn, sem Alþingi veitti myndlistarstyrk, en það var árið 1893. Skúli dvaldi sex löng ár í Kaupmannahöfn og var samtíma þeim Einari Jónssyni, Ásgrími Jónssyni og Þórarni B. Þorláks- syni. í sögunni birtist skemmtileg lýsing á tíðarandanum um alda- mót, og gamla Akureyri lifnar við á síðum bókarinnar. Nokkrar myndir eru í bókinni." Valgarður Stefánsson • Eitt rótslitið blóm er 155 blað- síður, unnin í Prentsmiðju Björns Jónssonar, Akureyri. Völuskrín 10 ára Leikfangaverslunin Völuskrín á 10 ára afmæli um þessar mundir. f frétt frá versluninni segir m.a. að hún sé fyrsta og eina leikfangaversl- unin hér á landi sem frá upphafi hafi verið starfrækt í þeim tilgangi að hafa á boðstólum góö leikföng handa börnum á öllum aldri. í sömu frétt segir ennfremur: „Völuskrín er rekin sem þjónustu- fyrirtæki fyrir foreldra, dagvist- arstofnanir, fyrir börn, skóla og alla þá sem hafa afskipti af börn- um. Haldnar eru leikfangasýn- ingar fyrir dagmæður, sem starfa í Reykjavík og í nálægum bæjar- félögum. Barnavinafélagið Sumargjöf festi kaup á versluninni Völuskrín árið 1977 og hefur rekið hana síð- an.“ Verslunin er til húsa að Klapp- arstíg 26, Reykjavík. in óvissa um heimild nokkurra minni skuttogara til veiða þar sem skipum með 1000 hestafla vélarafl eða minna er heimilt að veiða. Þrjú sams konar mál hafa geng- ið fyrir dómstólana. Tveir skip- stjórar, sem hlutu áfellisdóma í undirrétti, hafa áfrýjað til Hæsta- réttar en ákvörðun liggur ekki fyrir um mál þess þriðja, sem var sýknaður. Þórður Björnsson, ríkissaksókn- ar, gerði þá kröfu fyrir réttinum þegar munnlegur máiflutningur fór fram, að sýknað yrði í málinu, en hann hafði sjálfur áfrýjað því til sakar. Aðeins tvívegis áður hafði slíkt gerst í sögu Hæstarétt- ar; að ákæruvaldið hafi við mál- flutning krafist staðfestingar á dómi undirréttar, sem gekk því í óhag. Tildrög þessa máls eru, að í mars á síðastliðnu ári var skip- stjóri togarans Einars Benedikts- sonar sýknaður í Vestmannaeyj- um af ákæru um ólöglegar veiðar. Ákæran byggði á því að vélar- stærð skipsins hefði verið yfir 1000 hestöflum og að skipið hefði verið að veiðum þar sem aðeins skipum með vélar undir 1000 hest- öflum var ætlað að veiða. Skip- stjóri hélt því fram að raunveru- legt vélarafl væri aðeins 910 hest- öfl. í dómi Hæstaréttar segir m.a. svo: „Ríkissaksóknari féll eigi frá áfrýjun málsins eftir að hann tók þá afstöðu að héraðsdómarinn hefði réttilega leyst úr ákæruefn- inu. Hefur ríkissaksóknari mark- að sér þá afstöðu, að um ákæru- efnið verði dæmt hér fyrir dómi, en þó svo að hvorki viðurlög né sakarkostnaður verði dæmdur á hendur ákærða. f þessu felst efn- islega að óskað er eftir álitsgerð Hæstaréttar um ákæruefnið. Áfrýjun máls á þessum grundvelli samrýmist ekki almennum rétt- arfarsreglum, sbr. meginregluna í 67. gr. laga nr. 85/1936, sbr. 58. gr. laga nr. 75/1973, sem gildir einnig f opinberum málum. Eins og kröfugerð og máiflutningi hér fyrir dómi er háttað, felur ákvæði 2. tl. 175. gr. laga nr. 74/1974 eigi í sér grundvöll undir áfrýjun máls- ins. Ber því að vísa málinu frá Hæstarétti..." Málsvarnarlaun skipaðs verj- anda, Benedikts Blöndal hrl., voru ákveðin 15 þúsund krónur. Hæsta- réttardómararnir Ármann Snæv- arr, Guðmundur Jónsson, Halldór Þorbjörnsson og Magnús Thorodd- sen og Jónatan Þórmundsson, prófessor, dæmdu í málinu. Anna Bjarnadóttir skrifar frá Sviss Þetta magn af undirstöðumat á mann á ávallt að vera til á hverju heimili. Gott að við öllu Það þótti alveg agalegt í Banda- ríkjunum fyrir nokkrum árum, þegar einn starfsmanna ríkis- stjórnar Ronald Reagans lét það út úr sér að Bandaríkjamenn þyrftu að byggja upp loftvarnabyrgi og undirbúa þjóðina betur fyrir styrj- öld. Hann taldi rétt að fólk vissi hvert það ætti að fara ef styrjöld brytist út og að nokkur matarforði yrði fyrir í byrgjunum. Þetta þótti benda til að ríkisstjórnin væri reiðubúin að leggja í styrjöld og stæði í þeirri meiningu að einhver myndi lifa hana af. Hugsunarhátturinn í Sviss er gjörólíkur þessu. Þjóðin er hlut- laus og býr yfir öflugum her, sem er tilbúinn að loka landinu hvenær sem til óeirða kemur í nágrannalöndunum. Ný loft- varnabyrgi eru ávallt í byggingu og brátt verður pláss fyrir alla þjóðina á öruggum stað. En það er ekki nóg að vera á öruggum stað, fólk þarf líka að nærast. Svisslendingar flytja mjög stóran hluta fæðunnar inn. Sú verslun mun stöðvast ef stríð brýst út og því verður hver fjöl- skylda að gera sitt til að nógur matur verði til í landinu. í október var farin herferð og fólki bent á þessar staðreyndir. Upplýsingabæklingum var út- býtt í verslunum og auglýs- vera búinn ingaspjöld skreyttu veggi til að minna fólk á að eiga alltaf nógan mat heima í forðabúrinu. Mér var einu sinni sagt að lögreglan í Genf gerði einstaka sinnum könnun á hvort fólk ætti nógan mat og því væri refsivert að vera smjörlaus, en það er víst ekki rétt. En alla vega ættu flestir að vita núna hvað á að hafa ósnert í eldhússkápunum: 2 kg af sykri, 2 kg af hrísgrjónum eða einhverjum hveitivörum og 2 kg af olíu eða feiti á mann. Síðan þykir rétt að búa yfir þurrkuðum baunum, þurrkuðum ávöxtum, pakkasúpum og súkkulaði og einhverju til að drekka með. Það þótti lítið athugavert við þessa herferð. Hún var kannski ekki annað en vinahót við versl- unina. Margir keyptu örugglega nokkur aukakíló af sykri, spag- ettíi og sólblómaolíu til að setja í skápana en yfirleitt er eitthvað til af hinu dótinu á heimilum. En flestir hljóta þó að hafa vonað að þeir væru að kaupa þetta til einskis. Nýju kjarnorkusprengj- urnar, sem von er á til Vestur- Þýskalands í lok nóvember, eiga | jú fyrst og fremst að koma í veg fyrir að til styrjaldar komi í Evrópu og hver þorir að berjast þegar gjöreyðing heimsins ligg- ur við? ab. PnSTFAX ■ w mm ■ ■ ■■ ■■ nýjng sem flllum nftist Þá er fullkomið afrit tilbúið til afhendingar úr Nú eru íslensku Póstfaxstöðvarnar fjórar; í Póstfaxtæki á Akureyri. Reykjavík, á ísafirði, Akureyri og Egilsstöðum - í beinu sambandi við allan heiminn. Póstfax

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.