Morgunblaðið - 24.11.1983, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.11.1983, Blaðsíða 12
60 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1983 Heimur firamliðinna Bókmenntír Ævar R. Kvaran Gudmundur Kristinsson: Heimur framliðinna, Arnesútgifan, Selfossi, 1983. Skömmu eftir lát Einars H. Kvarans, skálds, 1938, átti sá sem þessari línur hripar rabb við einn af góðvinum hins látna skálds og meðal annars barst í tal hvers vegna Einar hefði aldrei skrifað æviminningar sínar. Vinur skálds- ins sagðist eitt sinn einmitt hafa fært þetta í tal við það. Þá svaraði Einar Kvaran því, að hann hefði lesið hinar frægu endurminningar sænska læknisins og rithöfundar- ins Axels Munthes og þótt það svo dýrlegar bókmenntir, að hann vildi ekki varpa skugga á þá ánægju sína með því að fara að rekja eigin æviminningar, sem aldrei gætu staðist samanburð við minningar hins sænska rithöfund- ar. Ef dæma má eftir þeim aragrúa, sem út hefur komið af slíkum æviminningum íslendinga, láta þeir ekki vel skrifaðar bækur ann- arra hindra sig að neinu leyti í að segja frá sjálfum sér og eru það æði misjafnar bókmenntir, bæði að stíl og efni. Sumir skrifa sjálfir bækur sínar og tekst mjög mis- jafnlega, eins og eðlilegt er. Aðrir fela góðum rithöfundum að skrifa fyrir sig og verða það að sjálf- sögðu miklu betri bækur og sumar jafnvel frábærar. Aðrar eru svo efnisrýrar og hversdagslegar, að maður furðar sig á því hverjum muni ætlað að njóta þess að lesa þær. Meðal slíkra bóka má telja at- hyglisverðar bækur um ævi og störf sálrænna íslendinga og miðla. Þær eru að því leyti áhuga- verðari, að þær segja frá sjaldgæf- um og óvenjulegum hæfileikum og beitingu þeirra til heilla fyrir aðra. Bækur um dulræn efni eru mikið lesnar á íslandi og hafa ýmsir útgefendur orðið við mikilli eftirspurn um slíkar bækur með því að láta þýða þær úr öðrum málum eftir erlenda höfunda. Bók sú, sem hér verður aðallega minnzt á, er þó alíslenzk, skrifuð af íslenzkum manni um íslenzka konu. Það er bókin Heimur fram- liðinna eftir Guðmund Kristins- son á Selfossi, sem er skrifuð í tilefni af 43 ára miðilsþjónustu Bjargar S. Ólafsdóttur í Reykja- vík. Bók þessi er vel skrifuð og er sá sem þetta hripar sammála séra Jóni Thorarensen um það, að hún skipi góðan sess meðal íslenzkra bóka um dulræn efni. Guðmundur Kristinsson hefur unnið gott verk með því að skrifa þessa bók, því ekki er líklegt að Björg hefði ráð- izt í það sjálf, enda komin á átt- ræðisaldur. En miðilshæfileikar eru það sjaldgæfir meðal okkar, eins og annarra þjóða, að gott er að eiga góðar bækur um það efni, hver sem afstaða manna kann að vera gagnvart slíkum hæfileikum. Guðmundur mun hafa kynnzt Björgu og hæfileikum hennar í heimabæ sínum á Selfossi, því þar hefur hún starfað talsvert sem miðill samkvæmt óskum áhuga- fólks þar um sálræn málefni. Bók hans hefst á ferðasögu, sem er öðrum frásögnum um slík efni ólík að því leyti, að þeim hjónum tókst að fá Björgu miðil til þess að taka þátt í ferðalagi þessu, sem var á vegum Útsýnar um ein sex lönd. Ferðasagan er ágætlega skrifuð, en það sem gefur henni sérstakan blæ eru vitanlega frásagnir Bjarg- ar af ýmsum sýnum sem fyrir hana ber á sögufrægum stöðum. Þótt frásagnir hennar séu að sjálfsögðu ekki langt mál, gera þær ferðasögu Guðmundar miklu litríkari en ella hefði orðið. Því sá er einn hæfileiki sálræns fólks, að geta séð ljóslega fyrir sér atvik og atburði, sem gerzt hafa fyrir óra- löngu. Það sem gerzt hefur virðist þannig með einhverjum hætti geymast og vera aðgengilegt þeim sem til þess hafa rétta hæfileika. Þótt ekki standi til í þessari um- sögn að fara að rökstyðja eitt eða annað í þessum efnum, þá vil ég benda efasemdamönnum á það, að ýmislegu, sem sálrænt fólk tók telur sig hafa séð úr fortíðinni, hefur upphaflega verið hafnað af fornleifafræðingum, en síðar kom- ið fram við fornleifafundi að rétt hefur reynzt. Þótt frásagnir Bjargar í þessu ferðalagi af ýmsu séu stuttar og misjafnlega ítarlegar, þá minntu þær undirritaðan vissulega á hin- ar stórkostlegu sýnir Hafsteins heitins Björnssonar miðils, sem fyrir hann bar, þegar hann heim- sótti Katakombur Rómaborgar í fyrsta sinn, en sem betur fer er til eftir hann löng og ítarleg frásögn af þeim, þar sem hann lýsir í ein- stökum atriðum árás rómverskra hermanna á kristinn söfnuð, sem þarna var í felum með guðsþjón- ustur sínar. Þótt ríkjandi hugmyndir okkar um tímann kunni að henta okkur hér á jörðinni, þá er löngu búið að sýna okkur fram á að þær stand- ast ekki vissar staðreyndir, eins og til dæmis hæfileik sumra manna til þess að geta séð fyrir sér það sem ókomið er. í þeim efnum höf- um við íslendingar einnig átt stór- merkan miðil, sem Elínborg rit- höfundur Lárusdóttir bjargaði frá gleymsku með því að skrifa um stórkostlega hæfiieika hans. Þessi miðill var Kristín Kristjánsson, sem bæði hafði hæfileika til þess að sjá fram í tímann og einnig atburði — oft stórslys — þegar þeir voru að gerast. Þannig lýsti hún nákvæmlega fyrir vitnum heima í stofu sinni í Reykjavík, hvernig franska rannsóknaskipið Pourquoi Pas fórst við Mýrar, löngu áður en af því bárust nokkr- ar fréttir til höfuðstaðarins. Á þetta er einungis minnzt hér til þess að vara efasemdamenn við því að vera of fljótir að hrista höf- uðið, þegar þeir lesa þessa bók um Björgu S. Ólafsdóttur. Ég skil efasemdir um slíka dul- arfulla hæfileika mjög vel, en vil aðeins ráðleggja mönnum að dæma ekki það, sem þeir hafa ekki sjálfir rannsakað, hvort sem slíkir fordómar stafa af trúarbrögðum þeirra eða af öðrum ástæðum. „Varúð skal höfð í nærveru sálar," var áminning skáldspekingsins Einars Benediktssonar til okkar, og væri okkur hollt að minnast þess oftar en raun sýnir. Spíritista vil ég vara við að gera skoðanir sínar að trúarbrögðum og afsala sér dómgreindinni. Þótt til hafi verið sannir og merkir miðlar, þá megum við ekki gleyma því, að ósvífnir menn og sam- viskulausir víða um heim færa sér í gróðaskyni í nyt hina miklu þörf manna fyrir andlega fæðu á tím- um ríkjandi efnishyggju. Hér ber því jafnan að sýna ýtrustu varúð. Það er að starfa í anda forystu- manna spíritismans á íslandi, þeirra Einars H. Kvaran og Har- alds Níelssonar. Ég vil einnig ráðleggja lesend- um að lesa þessa bók án fordóma, án þess að afsala sér dómgreind- inni. Mikill hluti hennar er lýsing á lífinu eftir dauðann og kann mönnum að finnasat misjafnt um það. En ekki ætti það þó að geta sært nokkurn mann, því almennt einkenni þessara lýsinga ber með sér birtu góðvildar og undirstrikar mikilvægi kærleikans. Sérstaklega ætti einhverjum að þykja forvitni- legt það, sem haft er eftir tveim látnum prestum, sem báðir störf- uðu hér í höfuðborginni, því annar þeirra varð sannfærður um líf að þessu loknu en hinn ekki, nema að menn risu úr gröfum sínum á dómsdegi o.s.frv. Þessi menn eru séra Kristinn Daníelsson og séra Jóhann Þorkelsson, dómkirkju- prestur, sem starfaði aðallega um og eftir aldamótin, þótt hann næði háaldraður að skíra þann, sem þessar línur hripar áður en hann hafði vistaskipti. Miðilshæfileikar og aðrar sál- rænar gáfur ganga mjög í ættir. Dulargáfur sínar telur Björg S. Ólafsdóttir sig hafa úr ætt móður- afa síns, Sigmundar á Hrauni, sem var skyggn og mjög dulrænn og voru fleiri skyggnir í hans ætt. Þá var móðir Bjargar einnig mjög dulræn og mun fátt hafa komið henni á óvart. Snemma tók að bera á því að Björg sá ýmislegt, sem aðrir sáu ekki og mun hún því hafa erft þessa dulrænu hæfileika. Margir hafa um ævina leitað til Bjargar og hefur hún með hæfi- leikum sínum getað hjálpað mörg- um í raunum og sorg, því hún er einlæg kona og góð manneskja. Ég hygg að margir muni vilja kynna sér efni þessarar bókar, því hvort sem menn telja að lýsingar hennar séu sannaðar eða ekki, er efni hennar vissulega vert um- hugsunar. Betra gerist það varla Hljóm- plotur Finnbogi Marinósson Joe Jackson. Kvikmyndatónlist úr myndinni Mike’s Murder. A&M/Steinar. Segja má að tónlistarferill Joe Jackson samanstandi af fjórum „hit“-plötum og nokkrum litlum sem flestar hafa komist inn á vinsældalistann. Ekki svo slæmt. Fyrsta platan kom út vorið 1978 og heitir „Look Sharp". Góð plata og dæmigerð fyrir þá tón- list sem þá naut mestra vin- sælda. Síðan komu „I’ the Man“, „Beat Crasy“ og hin óviðjafnan- lega „Jumpin’ Jive“. Á henni spilar Joe gömul lög sem voru vinsæl þegar faðir hans var upp á sitt besta. En sú var aðeins hliðarspor og Joe lofaði að næsta plata yrði á sömu línu og fyrstu þrjár. Ekki er hægt að segja að pilturinn hafi staðið við orð sín. „Day and Night“ kom út í fyrra og ekki á hún mikið skylt tónlist- arlega við áður útkomnar plötur. Samt er hún án nokkurs efa langbesta plata Joe. Tónlistin er róleg, popp blandað djassi og „reggae". Éftir að hafa heillast af slíkum kostagrip, þá beið ég spenntur eftir næstu plötu, sem nú er komin út. Þegar ég renndi augunum yfir umslagið sá ég mér til sárra vonbrigða að tónlistin var fyrir kvikmynd. Samt átti ég erfitt með að trúa því að Joe félli í þá gryfju að senda frá sér sam- hengislausa plötu, eftir „Day and Night". Það henti ekki verri mann en Mark Knofler. En það er innihald umslagsins sem segir til um gæðin og eftir að hafa rennt plötunni í gegn, efaðist ég ekki um gæði þessarar breið- skífu. Hún gefur „DAN“ lítið eft- ir. Tónlistin er jafn róleg og af- slöppuð. Enginn að flýta sér, engin streita. Fyrsta lag plötunnar minnir á „DAN“. Þéttur bassi vinnur með einföldum trommuieik. Hljóm- borðið spilar laglínuna og klingj- andi píanóið setur punktinn yfir i-ið, ásamt látlausum söng drengsins. Hann er ekki tilþrifa- mikill í söng sínum en röddin er mjög aðlaðandi, þýð og tilfinn- inganæm. „1-2-3 Go“ heitir næsta lag. Takturinn er örlítið hraðari en annað eins og áður, bara gott. Söngurinn hefur feng- ið á sig örlítið annan blæ og má líkja honum við frekju-nöldur. f þriðja laginu „Laundromat Monday" hægir hann aftur ferð- ina og nú leiðir hann örlítil djass-áhrif. Fallegt og ljúft lag með glimrandi píanóleik ásamt smekklegri notkun víbrafóns „memphis" er hrjúft, frekar stíft. Hljómborðið er nú meira notað og Joe sýnir getu sína sem söngvari. „Moonlight" er rólegt meiriháttar gott lag. Söngurinn er í senn angurvær og þróttmik- ill og píanóið slær með af næmni. Fyrri hliðinni lýkur þar. Góður vissi ég að hann væri en við þessu bjóst ég ekki. Fyrsta lag seinni hliðarinnar er það lengsta sem Joe hefur sent frá sér hingað til, ellefu mínútur. Það heitir „Zemeo" og er að mestu leyti hljóðfæraleik- ur. f því nýtur Joe aðstoðar blásturshljóðfæra og gefur það laginu djassað yfirbragð. Ekki reynir hann að draga úr þeim áhrifum því allur annar undir- leikur er mjög í anda djassins. Það einkennist miklu fremur af frjálsum hljóðfæraleik en fast- mótaðri uppbyggingu. Blandan er þó á þann eina hátt sem Joe Jackson er lagið. Ekki má yfir- gefa þetta lag án þess að minn- ast á ásláttinn. Honum er bland- að skemmtilega inn í og minnir á gott Afríku-„reggae“. „Breakdown" er næstsíðasta lag plötunnar. Stöðugur „hi-hat“ og snögg bassatromma ganga tilbreytingarlaust í gegnum lag- ið, með er spilað draumkennt á hljómborð eða slegið á klingj- andi píanó. Einfalt, eins og sagt er „allt í lagi“. Síðasta lagið er hins vegar dálítið meira en allt í lagi. Einfaldur hljómborðsleikur gefur tóninn, en ferðinni ræður frábær, einfaldur píanóleikur Joes. „Moonlight Theme" heitir það og rekur smiðshöggið á plöt- una. Með þessari plötu hefur Joe Jackson, að mínu viti, gulltryggt sig sem einn af þeim bestu. Hvort heldur litið er á lagasmíð- arnar, úrvinnslu þeirra eða hljóðfæraleik. Með þessa vitn- eskju ætti enginn að láta það berast að hann hafi ekki að minnsta kosti hlustað á „Mike’s Murder“. Já, hvað þá á „Day and Night". FM/AM ... sem aðeins var stundarhlátur Bókmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir ÞESS BERA MENN SÁR eftir Ragnar Þorsteinsson, skáldsaga. Útg. Hörpuútgáfan 1983. Ragnar Þorsteinsson mun hafa ritað allmargar skáldsögur, en þetta er hin fyrsta hans sem ég les, og fjallar um ást og örlög svo að minna hefði nú mátt gagn gera. Aðalpersónan Haraldur er dug- legur ungur piltur frá Eystri-Vík, sonur fátækrar ekkju. Hann á sér bernskuvininn Karl sem er sonur ríka kaupmannsins Hólmbergs og vinkona þeirra er Svandís. Þau léku sér saman í bernsku öll þrjú í ást og eindrægni. Þegar sagan hefst hefur Karl allt í einu söðlað yfir: hann ber heiftarhug til Har- aldar og það svo að hann lætur ekkert tækifæri ónotað til að kvelja hann og pína. Og hver er ástæðan að baki þessara snöggu umskipta? Elskar hann Dísu og óttast að Haraldur hreppi hana? Hefur hann grun um að Hólm- berg sé hinn raunveruleg faðir Haraldar? Óttast hann að Harald- ur sé duglegri að sigla? Eða er hann bara vondur að upplagi? Þetta skýrist — sem betur fer síð- ar. Haraldur er ákveðinn í að spjara sig í lífinu og ræður sig á togara og lendir í mannraunum. En það er bót í máli að Dísa hefur lofað að giftast honum. Sú vissa ornar honum á köldum stundum úti á sjó. En svo bregður Dísa allt f einu á það ráð að giftast Karli erkióvini, og eru nú góð ráð dýr. Haraldur verður mjög sorgmædd- ur en heldur þó áfram á sjónum og sýnir þar mikla hreysti. Meira að segja tekst honum að bjarga fé- iaga sínum Greipi, þegar skipið ferst. Greipur er illa farinn, en Haraldur lætur sig ekki muna um að gera á honum nauðsynlegan uppskurð, hvar þeir fljóta á ísjaka lengst norður i höfum. Sker af honum eyðilagt eista og saumar allt saman aftur svo að Greipur er jafngóður eftir (!) Undir lokin og eftir mikið sál- arstríð ná Dísa og Haraldur sam- an. Þá er Karl hinn vondi dauður og það kemur í ljós að Dísa hafði gifst honum til að bjarga lífi Har- aldar, eina mannsins sem hún hef- ur unnað. Hér er farið fljótt yfir sögu og mörgu dramatísku sleppt. Persón- urnar eru yfirleitt ansi vondar eða mjög góðar og bera þau Haraldur og Dísa þó af öðrum, hvað gæzku og gjörvuleika snertir. Frásögnin er vægast sagt afar laus við að vera gagnorð, en höf- undurinn virðist hafa ákveðinn metnað til að segja áhrifamikla sögu og hlífir sér hvergi í þeirri viðleitni. Um hana sem afþreyingabók má sjálfsagt segja ýmislegt með og á móti. Én ég held ég sleppi því að lesa samleðe verker eftir höfund- inn í bili eftir að hafa kynnt mér þetta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.