Morgunblaðið - 24.11.1983, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1983
69
Æfinga- og félagsheimilið.
Oflugt starf Lögreglu-
félags Gullbringusýslu
Vojfum, 7. nóv.
ÞANN 15. aprfl á síðasta ári var
stofnað Lögreglufélag Gullbringu-
sýslu. í því eru 36 félagar, starfandi
lögregluþjónar í Keflavík og Grinda-
vík. A því eina og hálfa ári, sem liðið
er frá stofnun félagsins, hefur starf-
ið verið öflugt.
í samtali við formann Lögreglu-
félagsins, Rúnar Lúðvíksson, kom
fram að 10. ágúst 1982 hóf félagið
framkvæmdir við byggingu æf-
inga- og félagsheimilis, á lóð Lög-
reglustöðvarinnar við Hringbraut
í Keflavík. Húsið sem er 170 m2 að
stærð er teiknað af Sigurði Thor-
oddsen arkitekt, þeim sama og
teiknaði hús Lögreglustöðv-
arinnar, og var reynt að hafa sem
mest samræmi í útliti beggja hús-
anna.
Rúnar sagði að þegar menn
kæmu úr Lögregluskólanum, væri
þjálfun lögreglumanna lokið. Þeir
fengju þó aukaæfingu eftir 10 ára
starf. f skólanum læra menn
margt, sem ekki er notað nema í
undantekningartilfellum. Þannig
væri háttað í Keflavík, að sjúkra-
bíll væri staðsettur á Slökkvistöð-
inni, en þar er ekki vakt allan sól-
arhringinn. Þarf þá að byrja á því
að vekja bílstjóra, til að boða
sjúkrabíl á slysstað, en á
Lögreglustöðinni er vakt allan sól-
arhringinn. Getur því liðið langur
tími, þar til sjúkrabíll kemur. Þess
vegna þurfa lögreglumenn að vera
í góðri þjálfun og verður reynt að
bæta hana með tilkomu hússins.
Þar er stefnt að þvi að haldnir
verði fyrirlestrar og námskeið, til
Rúnar Lúðviksson
að gera lögreglumenn hæfari til
að sinna sínum störfum.
Það hefur lengi staðið til að
lögreglumennirnir kæmu sér upp
aðstöðu fyrir líkamsrækt og fé-
lagsaðstöðu. Áhuginn fyrir bygg-
ingu þessa húss vaknaði, eftir að
nýja Lögreglustöðin var tekin í
notkun árið 1979. Á lóðinni var
nægjanlegt rými og dómsmála-
ráðuneytið samþykkti að húsið
yrði byggt þar.
Þegar byrjað var að teikna
bygginguna hafði Jón Eysteinsson
lögreglustjóri samband við for-
svarsmenn félagsins vegna þess að
við Lögreglustöðina vantaði til-
finnanlega geymsluhúsnæði, en
embættið leigði bílskúr úti í bæ í
þeim tilgangi. Var þá ákveðið að
stækka bygginguna með það í
huga að embættið ætti kost á að fá
hluta þess á leigu fyrir geymslu.
Reynsla undanfarinna ára er sú
að lögreglumenn hafa átt í erfið-
leikum að stunda félagsstarfsemi
s.s. íþróttir, klúbbastarf og t.d. að
vera í kór. Að sögn Rúnars er
hugmyndin þegar húsið verður
komið upp, að auka félagsstarf
innan lögreglufélagsins. Þá væri
kominn fastur samastaður, svo
auðveldara yrði að samræma
tíma.
Byggingasaga hússins er í aðal-
atriðum þannig, að byrjað var eins
og áður segir 10. ágúst ’82 og var
sökkul- og plötuvinnu lokið um
haustið. Áfram var haldið 30. maí
sl. og er húsið nú fullbúið að utan,
nema að eftir er að steypa stéttir.
Byggingameistari er Sigurður
Herbertsson. Vinna við bygging-
una er sjálfboðaliðavinna lög-
reglumanna, nema smíði er að-
keypt. Rúnar sagði að án sjálf-
boðavinnunnar hefði félagið aldrei
getað komið byggingunni jafn
langt og orðið er. Áhugi félags-
manna fyrir málinu væri mikill,
og samvinna góð.
/■'“.. "■^“^"■■■■■■■■■"■“^^^"■■■N
Opinn fundur á Hótel Heklu í kvöld:
Sala ríkisfyrirtækja
Frummælendur veröa Albert Guömundsson
fjármálaráöherra og Alfreð Þorsteinsson for-
stjóri.
Albert Alfreö
Fundarstjóri: Indriöi G. Þorsteinsson.
Fundurinn verður haldinn á Hótel Heklu, Rauðarárstíg 18, og
hefst klukkan 20.30.
Allt áhugafólk velkomiö.
Framsóknarfélag Reykjavíkur.
Kostnaður við bygginguna er
kominn í eina milljón kr. Að sögn
Rúnars fara félagsgjöld lögreglu-
félagsins sem eru frekar há til
byggingarinnar. Þá leggja félags-
menn kr. 500,- á mánuði í bygg-
ingarsjóð, auk þess sem þeir hafa
tekið að sér sjálfboðavinnu til að
afla fjár. Hefur félagið notið vel-
vilja og skilnings fyrirtækja og
lánastofnana. Þegar byrjað var á
byggingunni héldum við að lán til
lengri tíma fengist til fram-
kvæmda sem þessara, en svo væri
ekki. Það virðist sem svona félaga-
samtök fái enga slíka fyrir-
greiðslu.
Þá sagði Rúnar að menn vissu
að þessu yrði ekki lokið á skömm-
um tíma, en menn væru fullir
bjartsýni, og stefndu að því að
taka einhvern hluta hússins í
notkun næsta haust.
Lögreglufélagið gerir fleira en
að byggja. Fyrr á þessu ári gaf
félagið út bókina Umferðin — við
sjálf, fræðslurit um umferðarmál,
sem var framlag félagsins vegna
norræns umferðaröryggisárs. Fé-
lagsmenn öfluðu efnis í bókina í
sjálfboðavinnu, auk auglýsinga-
söfnunar. Vel gekk að safna aug-
lýsingum, sérstaklega vegna þess
að það þótti athyglisverð nýjung
að lögreglan gæfi út fræðslurit.
Dómsmálaráðuneyti og Umferð-
arráð hafa þakkað þetta framlag
og það talið vera til fyrirmyndar.
Innan félagsins er áhugi á að
halda áfram á sömu braut.
Þegar blm. Mbl. var á Lögreglu-
stöðinni í Keflavík að ræða við
formann Lögreglufélagsins lágu
nokkur bréf á borði formannsins
þar sem verið var að þakka lög-
reglumönnum fyrir veitta aðstoð,
t.d. frá bæjarstjórn Njarðvíkur, -
þar sem þökkuð voru „framúr-
skarandi og ómetanleg störf“ við
að aðstoða fólk vegna veðurs.
Sagði Rúnar Lúðvíksson formaður
félagsins algengt að lögreglunni
bærust slíkar kveðjur, sérstaklega
um jól. E.G.
HITTVAR
HUGSÝN,
GIFTIST ÞU
Allt verk Heióreks er könnun og
lýsing mannheima í einhverjum
skilningi:
umhveríi mannsins, mannlegt
íélag og allra helst
hugarheimur mannsins,
reynsla hans og tilfinningalíí
.Gísli Jónsson mennta
skólakennari valdi
ljóóin í bókina.
Heiðrekur er i hópi
bestu skálda og
heíur eílst meó hverri
(k\
Indriói