Morgunblaðið - 24.11.1983, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.11.1983, Blaðsíða 16
64 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1983 í jóreyk og sveitasælu Bókmenntir Erlendur Jónsson GÖNGIJR OG RÉTTIR I. 405 bls. Bragi Sigurjónsson bjó til pr. Skjaldborg. Akureyri, 1983. Fá rit, sem komu hér fyrir al- mennings sjónir á fimmta ára- tugnum, vöktu ljúfari kenndir í brjósti en Göngur og réttir sem komu út í fimm stórum bindum á árunum 1948—’53, og hélt margt til þess. Fjöldi þéttbýlisbúa var þá tiltölulega nýfluttur úr sveitinni á mölina. Margir þeirra höfðu alist upp í sveit og átt heima þar fram yfir tvítugt og síðan kvatt heima- haga með söknuði. í meðvitund þeirra bar rit þetta með sér ilm frá liðnum dögum. En einnig hin- ir, sem heima sátu í sveitinni, áttu líka sínar sælu minningar um göngur og réttir sem verið höfðu um langan aldur helsta tilbreyting og skemmtun ungra sem gamalla í öllum landsins héruðum. Fólk hreyfði sig svo lítið og naut svo takmarkaðra samvista hvert við annað að göngurnar voru hrein skemmtun í augum ungra — og jafnvel fullorðinna — þó svo að þær væru farnar af nauðsyn og þeim gæti fylgt bæði erfiði og vosbúð. Þá má nefna að áratugina áður en þættirnir í riti þessu voru saman teknir hafði veðrátta á landi hér verið með því allra besta sem um getur í gervallri íslands- sögunni svo göngur höfðu oft verið farnar í sumarveðri og sólskini og afréttirnir skartað sínu fegursta fyrir augum gangnamanna. Marg- ur átti því í bókstaflegasta skiln- ingi orðanna bjartar endurminn- ingar úr göngunum. Og réttardag- urinn, þegar menn og skepnur skiluðu sér aftur til byggða, varð — þegar vel áraði og vel viðraði — að sannkallaðri stórhátíð þar sem öll sveitin koma saman, allt frá hinum yngsta til hins elsta, konur og karlar, og flestir undu við glað- værð auk þess sem fjáreigendur fögnuðu viðgangi bústofnsins. Þegar Bragi Sigurjónsson tók að viða að sér efni í þetta mikla rit þótti ekki lengur við hæfi að fylla skáldverk með rósrauðri sveita- rómantík, það var liðin tíð, en mannraunasögur og sannsögu- legar minningar úr sveitinni voru á hinn bóginn að ryðja sér til rúms í bókaútgáfunni og áttu ærnu gengi að fagna næstu ára- tugina — og eiga að sumu leyti enn. Ég held ég hafi lesið allt þetta mikla ritsafn nýútkomið. Og hafði skemmtun af eins og fleiri. Auk sveitarómantíkurinnar í Göngum og réttum, sem mörgum yljaði, var þetta auðvitað fræðirit. Þarna var heilmikil landlýsing saman dregin. Og þjóðfræðigildi hafði þetta auðvitað geysimikið. Þarna mátti fræðast um svo margt fleira en beinlínis það efni sem ritið kenndi sig við: landslag, ferðabúnað, matarvenjur, skemmtanir, málfar, almenna þjóðhætti — svo fátt eitt sé nefnt. Hins minnist ég einnig frá þess- um fyrra lestri að mér þótti ritið gloppótt og víða hallast á um vægi frásagna og lýsinga. Sumum af- réttum og göngum var svo gerla Bragi Sigurjónsson lýst að á betra varð naumast kos- ið. Annars staðar var farið yfir á hundavaði — nánast til mála- mynda. Þegar ritið fer nú af stað öðru sinni undir ritstjórn sama manns og áður tel ég sjálfsagt að úr því verði bætt. Að vísu lýsir hann því yfir í formála að ritið verði að mestu leyti endurprentað og verulegar breytingar séu ekki fyrirhugaðar. En þá ber að hafa í huga að hér er um undirstöðurit að ræða. Annað slíkt verður aldrei saman tekið, að minnsta kosti ekki með sama heimildamagn og gildi á bak við sig. Göngur með gamla laginu eru vafalaust úr sögunni, að minnsta kosti víðast hvar. All- tént er vafasamt að þær veki sömu kenndir og fyrrum — nú á bíla- og þotuöld! Hins vegar er enn lifandi fjöldi manna sem muna tímana tvenna og eru nógu kunnugir hvoru tveggja: landsháttum og ör- nefnum til að geta lýst gömlu göngunum skýrt og skilmerkilega. En þeir verða farnir á undan næstu útgáfu því svona lagað rit verður varla endurprentað oftar en á þrjátíu ára fresti. Þegar það verður gefið út næst verður runn- in upp ný öld. Og hver veit hversu margir hafa þá áhuga á löngu lið- inni sveitasælu? Umsjónarmaður útgáfunnar segist munu fjölga myndum og uppdráttum. Það er út af fyrir sig gott. Einnig mætti að skaðlausu sleppa nokkrum myndum úr gömlu útgáfunni. Ljósmyndun — svo og prentun misjafnlega góðra mynda— var ekki á marga fiska fyrir þrjátíu, fjörtíu árum. Og ljósmynd er ekki bókarprýði nema hún sé skýr. Sem dæmi um heldur veigalitla mynd í þessu bindi nefni ég mynd af Breiðamerkurfjalli á bls. 116 — grámygluleg lands- lagsmynd, ein af mörgum. Fjöllin hafa varla breyst svo mikið á fjörtíu árum að ekki megi notast við nýrri og skýrari myndir af þeim nú. Örugglega fagna margir þessari nýju útgáfu Gangna og rétta. Einokun og stöðnun Gísli Gunnarsson: MONOPOLY TRADE AND ECONOMIC STAGN- ATION. 190 bls. Útg. Ekonomisk- historiska föreningen. Lund. 1983. Gísli Gunnarsson hefur lag á að einfalda hluti sem eru í eðli sínu flóknir en það er vægast sagt sjaldgæft nú á tímum. Bók hans, Einokunarverslun og efnahags- stöðnun, er meiri en blaðsíðutalið gefur til kynna því hún er þétt- prentuð og letur smátt. Þar er því enginn smáræðis fróðleikur sam- an dreginn. Eins og vænta má eru þar bæði talnadálkar og línurit, öðru vísi verða viðskipti naumast skýrð né skilgreind. Hvort tveggja er þó í hófi, mest er þetta saga — saga einokunarverslunarinnar, drungalegasta kapítulans í ís- landssögunni, segja sumir. Þá sögu rekur Gísli skýrt og skil- merkilega, og sundurgreinir og gegnlýsir býsna ljóslega þetta margþætta viðfangsefni eins og fyrr segir. Sérhver sæmilega upplýstur ís- lendingur veit hvað vélt er um þegar nefnd er einokun, veit hvaða afleiðingar hún hafði fyrir vesæla, einangraða og fullkomlega varn- arlausa þjóð. Við sjáum fyrir okkur snauða bændur, dreissuga kaupmenn og maðkað mjöl. Það er sú mynd sem íslandssagan hefur innrætt okkur. Og víst er hún í flestum greinum sönn. Hins vegar hættir okkur til að lfta svo á að einokuninni hafi vcrið þröngvað upp á íslendinga, þjóðin hafi allar götur þolað hana nauðug. Gísli Gunnarsson skoðar þetta ekki gegnum rómantísk gleraugu sjálfstæðisbaráttunnar heldur virðir hann fyrirbærið út frá sjón- arhóli síns tíma. Og þá kemur á daginn að einokunin var ekki óhapp og slys heldur partur af pólitík síns tíma. íslenskir emb- ættismenn voru henni því ekki svo fráhverfir, allir saman, sem ætla mætti af sögum þeim sem sagðar eru af viðskiptum Skúla fógeta og danskra kaupmanna. Það var meðal annars verkefni sagnfræð- ingsins að greina þjóðsögurnar frá sagnfræðinni, meta og virða hlut- ina eins og þeir blöstu við á hverj- um tíma. Og það hefur honum að mínum dómi tekist vel. Gísli Gunnarsson bendir á þann stórmikla ábata sem Kaupmanna- Gísli GunnarSvSon höfn hafði af íslandsversluninni og íslandssiglingum, einkum framan af. Hann minnir líka á að sennilega hefði einokuninni verið létt af okkur fyrr en raun varð á ef íslenskir embættismenn hefðu lagt á það áherslu. Kaupmenn græddu að sjálfsögðu, ella hefðu þeir ekki sóst eftir viðskiptunum. Þó komu tímabil sem þeir töpuðu. Einokunarsinnar óttuðust að með verslunarfrelsi færi allt úr bönd- unum! Einokunarverslunin var þung í vöfum eins og allt sem þróast und- ir einveldi. Því voru íslensk mat- væli flutt út í stórum stíl í Móðu- harðindunum — þrátt fyrir bjarg- arskortinn hér heima! Þannig var kerfið, í eðli sínu ómennskt, til- finningalaust og stirt. Gísli Gunnarsson hefur að miklu leyti unnið þetta verk er- lendis. Það er kannski meðal ann- ars vegna langdvalar á Norður- löndum að hann horfir út yfir efn- ið af nokkuð háum kögunarhóli og hefur jafnan hliðsjón af ástandi mála í Skandinavíu og Evrópu á hverjum tíma. En þar skiptist á stríð og friður, hagsæld og kreppa eins og gengur og hafði stórmikil áhrif á ástandið i Danmörku og þar með á skipti Dana og íslend- Krossinn og sprengjan Björn Bjarnason í umræðum um stríð og frið hefur undanfarið verið látið í veðri vaka að kirkjunnar menn á Vesturlöndum séu upp til hópa andvígir því að varnir vestrænna ríkja séu efldar í samræmi við þá kenningu að einungis með öflug- um viðbúnaði sé unnt að halda hugsanlegum árásaraðila í skefj- um. Hér á landi hefur það meira að segja gerst að prestar á Vest- fjörðum hafa ályktað gegn hug- myndum um að ratsjárstöð sé endurreist þar um slóðir til að auka eftirlit með ferðum sov- éskra flugvéla í nágrenni lands- ins. Dr. Gunnar Kristjánsson, sá íslenskra presta sem einna mest hefur rætt um einstaka þætti vígbúnaðarmála síðustu misseri, sagði í nýlegri ræðu á ráðstefnu samtakanna Líf og land, að heimsfriðnum stafaði nú orðið hætta af ógnarjafnvæginu, það er að segja hinu gagnkvæma fæl- ingarkerfi sem hefur myndast vegna kjarnorkuvopnanna. Það er prestum í mörgum vestrænum löndum þyrnir í augum, að frið- urinn skuli styðjast við kjarna- odda, hugsanlegum árásaraðila sé haldið niðri með því að hóta honum gagnárás með kjarnorku- vopnum láti hann til skarar skríða. Hinn 8. nóvember síðastliðinn var birt yfirlýsing frá ráðstefnu kaþólskra biskupa í Frakklandi þar sem fram kemur það álit að fælingarmáttur kjarnorkuvopna sé mikilvægur í þágu friðar. Biskuparnir lýsa að sjálfsögðu andúð á stríði en þeir eru einnig á móti því að látið sé undan hót- unum árásargjarns andstæðings. „Þess vegna," segja frönsku bisk- uparnir „er réttmætt að þjóðir búist til varnar til að fæla and- stæðinga sína frá hættulegum áformum þeirra, jafnvel með því að hóta þeim með kjarnorku- vopnum." , Þetta sjónarmið að eignarhald á kjarnorkuvopnum sé réttlæt- anlegt og jafnvel hótun um beit- ingu vopnanna ef fælingarkerfið brotnar niður er rækilega rök- rætt frá siðferðilegum og guð- fræðilegum sjónarhóli í bókinni The Cross and the Bomb, Christi- an Ethics and the Nuclear Deb- ate — Krossinn og sprengjan, kristin siðfræði og kjarnorku- umræðan — sem nýlega var gef- in út í Bretlandi. Þar rita átta höfundar um þetta brennandi umræðuefni undir ritstjórn dr. Francis Bridger, kennara í fé- lagslegri guðfræði og siðfræði við St. John’s College í Notting- ham. Flestir höfundanna eru há- skólakennarar en í hópi þeirra eru einnig Graham Leonard, biskup í London, og Sir Hugh Be- ach, hershöfðingi. Meginefni bókarinnar er siðfræðilegur og guðfræðilegur rökstuðningur fyrir því að það stangist ekki á við kristilega siðfræði að vilja standa traustan vörð um varnir Vesturlanda og vera því fylgj- "Ihe CT CROSS 4 ANDTHE ^ BONB Pro*Htbr L andi að stuðst sé við fælingar- mátt kjarnorkuvopna eins og málum er nú háttað. Útgáfu bók- arinnar má rekja til þess að starfshópur innan ensku kirkj- unnar gaf á sínum tíma út bók- ina The Church and the Bomb — Kirkjan og sprengjan — þar sem einhliða afvopnun Vesturlanda er rökstudd. Fyrir þann sem er vanur því að hlusta á eða lesa herfræðilegar og pólitískar rökræður um stríð og frið er í senn forvitnilegt og ánægjulegt að kynnast kristi- legum og siðfræðilegum viðhorf- um til þessara mála eins og þau eru kynnt í þessari bók. Er ekki nokkur vafi á því að þau grund- vallarrök sem þarna eru reifuð eru að mörgu leyti auðskiljan- legri fyrir Islendinga en mat á flóknum vopnakerfum. Keith Ward, prófessor, rök- styður nauðsyn þess að menn verði að vera undir það búnir að vinna illvirki til að koma í veg fyrir að eitthvað verra sé gert með þessu dæmi: „Maður gengur af göflunum með vélbyssu í stór- markaði og eina leiðin til að koma í veg fyrir að hann drepi alla sem hann nær til er að skjóta hann, ef þú hefðir byssu, hvað myndir þú gera? Mér virð- ist ljóst að það ætti að skjóta manninn. Þar með væru settar skorður við meiri harmleik, kvöl- um og dauða. Þar með væru sak- lausir verndaðir og árásar- grimmdin bæld niður. Með því að drepa einn mann frem ég minna ranglæti en með því að leyfa árásarmanninum að drepa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.