Morgunblaðið - 24.11.1983, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 24.11.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1983 71 félk í fréttum Margaret Thatcher í megrunarkúr + Margaret Thatcher, forsætisráöherra Breta, er komin í megrun. Hún er hætt að fé sér fisk og franskar ( vínnunni og meira að segja vískísjússinn, sem hún var vön aö fé sér á kvöldin, fékk að sigla sinn sjó. Árangur- inn lét heldur ekki 6 sér standa. Á fjórum mánuðum missti hún aöra hökuna, þ.e.a.s. undirhökuna, og sam- tals 6,3 kíló. Thatcher er náttúrulega alltaf í eilífum boðum og í bresku blöðunum segir, að hún hafi séö hvert stefndi ef hún gripi ekki í taumana. Þegar aðstoö- armenn Thatchers voru inntir eftir megrunarkúrnum svöruöu þeir því til, að þeir myndu aldrei í lífinu þora að spyrja Járnfrúna þess konar spurningar. Mandy Rice-Davies: „Profumo-hneykslið hjálpaði mér“ + Tuttugu ér í l(fi Mandy Rice-Davies. Á myndinni til vinstri er hún að skéla fyrir „Mandy-skýrslunni“ þar sem hún sagöi allt af létta um Profumo-mélið og haföi stórfé fyrir, en é þeirri hægri Mandy eins og hún lítur út (dag. + Breskir ráðherrar viröast meö því markinu brenndir aö vera veikari fyrir hinu fagra kyni en starfsbræöur þeirra í öörum löndum. Eins og alkunna er varö Cecil Parkinson, ráöherra í bresku ríkisstjórninni, að segja af sér embætti nú fyrir skömmu, jjegar upp komst, aö hann átti barn í vændum meö einkaritara sínum, en fyrir 20 árum var það Profumo-hneykslið, sem var næstum því búiö aö fella stjórn- ina. Máliö snerist um John Pro- fumo, ráöherra, og raunar fleiri starfsbræöur hans, sem uröu uppvísir aö því aö hafa átt vin- gott viö tvær vændiskonur, Christine Keeler og Mandy Rice- Davies. Profumo varö aö sjálf- sögöu aö segja af sér og varö brátt gleymskunni aö bráö en þeim mun betur hefur veriö fylgst meö lífi vændiskvennanna. Christine Keeler naut í fyrstu frægöarinnar og barst mikiö á en síöan snerist allt á verri veg og nú er svo komiö, aö hún á rótt til hnífs og skeiöar. Mandy Rice- Davies hefur hins vegar vegnað betur. „Ég hef sagt Dönu dóttur minni allt um fortíö mina til aö hana hendi ekki sömu heimsku- pörin og mig,“ segir Mandy, sem nú er 38 ára gömul. „Þegar ég kom fyrst til London var óg bara 16 ára gömul og alveg reynslu- laus. Fyrir mór var lífiö bara leik- ur. Kampavíniö flóöi og ég kynnt- ist mörgum háttsettum og vel- megandi mönnum. Þeir jusu yfir mig dýrum gjöfum og áöur en ég áttaöi míg raunverulega var óg oröin aö símavændiskonu." Nokkrum árum eftir aö hneyksliö komst upp giftist Mandy ísraelskum flugmanni og átti meö honum Dönu, sem nú er 14 ára gömul. Þegar Dana var tveggja ára yfirgaf Mandy mann sinn, hélt til London og fór að reyna fyrir sér sem leikkona. Áriö 1981 giftist Mandy frönskum milljónamæringi, skildi viö hann eftir nokkra mánuöi og býr nú meö eldri manni, sem hún vill ekki upplýsa hver er. Mandy hefur smám saman veriö aö geta sór betra og betra orö sem leikkona og hún leikur t.d. í sjónvarpsmyndaflokki, sem Christine Keeler é meðan allt lék ( lyndi. nú er verið aö sýna víöa um lönd, mikilli spennumynd, sem heitir „Ránfuglinn". „Ég verö þó aö viðurkenna, aö Profumo-hneyksliö hjálpaöi mór. Vegna þess er óg bæöi þekkt og rík," segir Mandy. SnFÍR -ZL, Hárgreiðslustofa, Nóatúni 17, sími 25480. Opið: Mánud.-föstud. kl. 9.00—17.00 fimmtud. kl. 9.00—20.00 laugard. kl. 9.00—12.00 KER4SWSE T0Y0TA-VARAHLUTAUMB0ÐIÐ ÁRMÚLA 23 — SÍMI S1733 Gefið henni fallegt gull Kjartan Ásmundsson gullsmiður, Aðalstræti 8.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.