Morgunblaðið - 25.11.1983, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.11.1983, Blaðsíða 1
mttuiittbifrtfe Föstudagur 25. nóvember Handa rág raedsla Þann 4. maí 1981 var gerð á Borg- arspítalanum fyrsta handar- ágræðslan hér á landi. Aögeröin var gerð á 16 ára gamalli stúlku, Ragnhildi Guðmundsdóttur, en hún hafði fest hægri höndina í hausingarvél, með þeim afleið- ingum að höndina tók af, að því undan- skildu að hún hékk á húðbrú í greipinni milli þumalfingurs og vísifingurs, eins og sjá má á stóru myndinni hér að ofan. Ragnhildur var strax flutt á slysadeild Borgarspítalans. Þangað kom hún um klukkustund eftir slysið, en Rögnvaldur Þorleifsson, læknir, var um 14 klukku- stundir að græða höndina á aftur. Aðgerð- inni er lýst í máli og myndum í nýútkomnu tölublaði Læknablaðsins og fékk Mbl. leyfi Rögnvalds og Ragnhildar til að birta lýsingu á þessari einstöku aögerö. í dag, um tveimur og hálfu ári eftir aögerðina, er Ragnhildur fær um að vinna öll venjuleg heimilisstörf, en hún er gift og tveggja barna móðir, búsett í Keflavík. Við hittum hana í síðustu viku en þá var hún stödd á Fæðingardeild Landspítalans, nýbúin að eiga 17 marka son. I næsta föstudagsblaöi Heilaaögerö á Borgarspítalanum í næata föstudagsbíaói Morgun- blaósins mun birtast trásögn at heimsókn blaóamanns og Ijóa- myndara blaóaina á heila- og taugaskurölækningadeild Borg- arspítalana. Fylgduat þeir meö starfi Bjarna Hanneaaonar og Kriatina Guömundssonar, yfirlækna deildarinnar, og voru viðataddir aögeröir Bjarna og Ragnara Jónaaonat aöatoöar læknis. Aögeröirnar i akurödeild voru tvær. Hin tyrri vegna æxlia í heila en hin aíöari vegna brjóak- loaa. KRÓKÖ PÓKÓ „ Kannski segi ég börnunum sögur vegna þess aö ég kann ekki aö leika viö þau. Ég hef reyndar aldrei kunnaö aö leika mér, þegar ég var litil þýddi ekkert að hafa mig meö í leikjum, mér leiddust allir leikir. Ég sagöi þvi eins og Krókó-Pókó segir ein- hvers staöar: „Aö fara i eltingaleik? Til hvers?“,“ segir Helga Ágústsdóttir, höf- undur sögunnar um Krókó-Pókó m.a. í spjalli i blaöinu í dag. Nagaröu á þér neglurnar? Eöa lang- ar þig til aö vera meö lengri neglur? Viö fórum í heimsókn til ungrar konu af íslenskum ættum sem er stödd hér á landi m.a. til aö búa til nýjar neglur á okkur íslendingal Félagsfræði 46 Siðnvarp 52/53 Myndasögur og fólk 56/57 Viðtal 48 Útvarp 54 Dans, leikhús, bíó 58/61 Hvað er að gerast 50 Frímerki 55 Velvakandi 62/63

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.