Morgunblaðið - 25.11.1983, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 25.11.1983, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1983 í daglegu lífi eru margskonar reglur um samskipti manna, reglur sem stundum hafa verið nefndar óskráð lög. Þessar reglur eru mismunandi eftir hópum, það gilda aörar reglur meðal unglinga en meöal fullorö- inna svo dæmi séu nefnd, og ólíkar reglur gilda milli mis- munandi þjóöfélaga. Flestir sem sótt hafa heim önnur lönd hafa veitt athygli mis- munandi borösiðum og ýms- um almennum kurteisisregl- um, sem eru gjarnan ólíkar því sem við- komandi feröalangur á aö venjast í sínu heimalandi. Félagsfræöingar hafa veitt þessum óskráöu lögum veröskuldaöa athygli, og skrifaö um þær bækur. Viö rákumst á viötal viö Allan Mazur prófess- or í félagsfræöi viö Syracuse-háskólann í Bandaríkjunum, þar sem hann segir frá nokkrum þessara reglna, svo sem hvern- ig einstaklingar, sem þekkj- ast lítiö eöa ekki, eiga aö haga sér í lyftu, en jafnframt segir hann frá táknmáli lík- amans, eöa því sem lesa má út úr líkamshreyfingum manna. Framkoma fólks getur því haft meiri áhrif á fólk en oröin sjálf, segja sér- fræöingar um þessi málefni. Allan Mazur var viö nám í verkfræöi og eölisfræöi auk náms í félagslegum tengslum, og hefur skrifaö fjölda greina um fjölmiöla og__ einnig um tæknifræöileg efni. sem tekinn er tali, er handabandiö einasta leyfilega snertingin milli manna innan okkar menningar- svæöis, þegar fundum manna ber saman. Hvers konar önnur snerting viö slík tækifæri er þá annaö hvort álitin gefa kynferöislegan áhuga í skyn eöa þá vissa löngun til þess aö sýna fram á mismun á viröingarstigi milli aöila. Sp. Af hvaða rótum eru slíkar venjur sprottnar? Er hægt að rekja þ»r til siðvenja í einhverri menn- ingu — eða eiga þær sér ef til vill líffræðilega skýringu? Sv. Þaö reynist oft á tíöum erfitt aö henda reiöur á uppruna slíkra venja. Þeir siðir, sem viðteknir eru, þegar menn t.d. eiga samleiö í lyftu og minnst var á hér aö framan, eiga greinilega rætur sínar aö rekja til ákveðinna menningarheföa. Hins vegar má telja, aö viss beiting manna á augnatillitum sé mjög svip- aös eðlis og sést í hegöun dýra merkurinnar. Þegar um er aö ræöa kringumstæöur, sem virka ógnandi eöa bælandi, grípa menn oft til þess ráös aö stara meö hvössu augna- ráöi á viömælanda sinn í því skyni aö valda honum óróa og streitu. Þessi hegöun líkist mjög þvi atferli, sem menn hafa veitt athygli hjá apa- köttum og mannöpum. Þá má nefna enn aöra þætti í hegöun manna, sem erfitt reynist aö flokka undir eölislæga eöa áunna hegöun, en tíökast almennt um all- an heim. Þegar tveir aöilar, sem ekki hafa sameiginlegt tungumál, eru aö reyna aö ná sambandi hvor viö annan, grípa þeir oft til dálítiö broslegs látæöis. Þar sem þeir eru því vanastir aö beita tungumáli sínu til aö tjá sig, halda þeir áfram aö tala, og þaö jafnvel í hærra lagi, þótt oröin hafa enga merkingu fyrir hinn aðilann. En það, sem athyglisverö- ast veröur aö teljast, er aö tal þeirra er undirstrikaö með stórlega ýktu táknrænu látæöi og svipbreyting- um, sem leiöa til furöugóöra tjá- skipta eftir ástæöum. Sp. Hvað er aö segja um þau boð, sem felast í svipbrigöum manna? Sv. Viö höfum gert nokkrar at- hyglisverðar athuganir á þeim atriö- um meö því að fylgjast meö for- ingjaefnum viö West Point herskól- ann. Þau foringjaefni, sem utanaö- komandi fólki finnst hafa á sór yfir- bragö myndugleika og stjórnsemi, jafnvel þótt það sjái ekki nema Ijósmyndir af þeim, hafa yfirleitt skarpleit andlit meö sterklegri kjálkalínu, þéttum augabrúnum og eyrum, sem leggjast fast aö höföinu — geröarleg andlit en ekki fríö. Eitt- hvaö í átt viö yfirbragð Gregory Pecks. Þeir ungu mannanna, sem höföu á sér yfirbragö af ofangreindu tagi, voru líka í reynd einna líkleg- astir til aö hljóta liösforingjastööur, á meðan þeir voru enn í West Point. Þessi niöurstaða er alveg í fullu samræmi viö almenna vitneskju manna í félagsfræöi: Komi fólk fram viö mann eins og hann hafl mynd- ugleika til aö bera, af því einu, aö hann hafi á sér yfirbragö myndug- leika, þá mun sá maöur líka koma fram eins og hann væri i rauninni hærra settur í þjóöfélaginu, og þaö eru raunar mikil líkindi á, aö sú skoðun taki brátt að ryöja sér al- mennt til rúms, aö slíkur maöur ætti aö skipa helstu ábyrgöarstööuna í félagssamtökum. Mér finnst þó rétt aö láta þess getiö, aö mér hefur ekki tekist aö hafa upp á neinum athugunum á þessu sviði, sem sýna greinilega fram á, aö aðrir líkamlegir eiginleik- ar eins og til dæmis líkamsstærð, stuðli aö félagslegri velgengni manns eða frama í starfi. Við höfum samt sem áöur komist aö raun um viö athuganir okkar á nemunum í herskólanum West Point, aö hæfni í íþróttum stóö í beinu hlutfalli viö frama og velgengni manna síðar á ævinni. Þeir, sem léku í fótboltaliöi skólans voru mun liklegri til þess aö veröa síðar hershöfðingjar aö tign en aörir skólabræöur þeirra. Sp. Hefur téknmál líkamans tek- iö miklum breytingum í rás tím- ans? Sv. Já, það er víst óhætt að segja, því þaö eru stööugar breyt- ingar aö gerast á því sviöi, alveg eins og talmáliö er sífelldum breyt- ingum undirorpið. Þaö er oröið fátt fólk, sem notar nú til dags „ókei“- merkiö — aö mynda hring meö því aö styöja saman gómum vísifingurs og þumalfingurs. Hér áöur fyrr voru krakkar stundum aö reyna aö galdra hver annan með því að mynda v-merki meö krosslögöum vísifingrum beggja handa, og svo átti aö horfa gegnum glufuna, sem myndaöist milli handanna, á þann, sem galdurinn skyldi hrína á. Þá mætti einnig nefna merki, sem menn sýndu áður um vandlætingu sína yfir einhverju svíviröilegu — en þaö er nú oröiö sjaldgæft meöal yngra fólks, þaö er aö segja aö benda á þann eöa þaö, sem hneyksluninni veldur, meö vísifingri annarrar handar en strjúka svo hin- um vísifingrinum í sífellu yfir hinn fyrri. Þetta táknaöi sem sagt áöur fyrr „þvílík forsmánl". „V fyrir victoria", merki, sem Winston Churchill notaöi sem sigur- tákn i seinni heimsstyrjöldinni, varö á 7. áratugnum aö friöartákni. Þær stellingar, sem tískusýningastúlkur setja sig i nú á dögum, eru afar ólík- ar þeim stellingum, sem áöur þóttu best við hæfi fyrir svo sem 30 árum eöa meira. Núna stilla tískusýn- ingastúlkur sér gjarnan upp í gleiöstööu meö einhvers konar frjálsræðisfasi og hafa á sér atorku- blæ. Sp. Hvaö er að segja um ailar þessar bækur, sem eiga aö kenna fólki aö nota merkjamál líkamans á gagnlegan hátt? Sv. Ég verö nú aö segja, aö ég hef ekki allt of mikið álit á þeim. Þær byggjast flestar á einhvers konar al- þýöuvísdómi í þessum efnum, en þaö er speki, sem hefur ekki alltaf viö rök aö styöjast. Ég hef annars fundið í þeim fáeinar hagnýtar brell- ur eins og til dæmis, hvernig maður fær hirðulausa veitingaþjóna til aö veita sér meiri athygli, meö því aö líta ekki á þá, þegar þeir koma aö boröinu til þess aö tala viö mann; en þetta er ein af aðferðunum til aö sýna fram á, að maöur sé nú ekki hver sem er. En ég foröast annars yfirleitt aö láta aðra ráöleggja mór, hvernig nota eigi merkjamál líkamans, af því aö það er reglulega erfitt aö hag- nýta sér slík ráð. Hver sá sem er taugaóstyrkur og óframfærinn í ver- unni, mun sennilega ekki taka nein- um stakkaskiptum og veröa fullur sjálfsöryggis, þótt endalaust sé ver- iö aö gefa honum ráöleggingar um, hvernig hann eigi aö bera sig aö viö að taka festulega í höndina á við- mælanda sínum og horfa þráöbeint í augu hans. Þaö þarf hæfileikamikinn leikara til að dylja sínar raunverulegu til- finningar bak • viö látæöi merkja- málsins. § i vfl í&IObl _ „ „

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.