Morgunblaðið - 25.11.1983, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.11.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1983 63 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS -u ir Hrapalleg mistök Séra Halldór S. Gröndal skrifar: „„Látum oss biðja." Þessi orð eru úr messu kirkj- unnar og sennilega þau orð sem prestar nota mest. Bænin er lang- stærsti þátturinn í mínu starfi, „Látum oss biðja" og svo er beðið, oftast fyrir sjúkum og sorgmædd- um og þeim sem eiga í erfiðleik- um. „Látum oss hlæja" er niðrandi skopstæling á þessum helga texta messunnar og bænarinnar. Annar stór þáttur starfsins er að fræða og kenna fólki, börnum og unglingum. Í slíku starfi þarf bæði aga og virðingu. Titill og kápumynd bókarinnar er lúmskur áróður, sem dregur úr aga og virð- ingu fyrir starfi prestsins og kirkjunnar í heild. Það getur því ekki samrýmst til- gangi kristlega útgáfufyrirtækis- ins Salts að gefa svona bók út. Eða Hamingja og líf margra er í veði Fyrirspurn til dómsmálaráðherra Faðir skrifar: „Velvakandi. Mig langar að gera svohljóðandi fyrirspum tl dómsmálaráðherra: Fíkniefnafaraldurinn eykst stöðugt og lítið virðist unnt að gera til varnar. f því sambandi spyr ég: 1. Er ekki unnt að beita dóms- kerfinu hraðar og ákveðnar, þegar um alvarleg brot er að ræða, s.s. sönnun fyrir dreif- ingu og sölu? 2. Eru sektir og dómar fyrir brot af þessu tagi, einkum ítrekuð brot, ekki alltof vægir, og þarf ekki að beita harðari viðurlög- um? 3. Er ekki unnt að koma á fljót- virkara og nánara sambandi milli hinna einstöku rann- sóknaaðila, hvort sem er úti á landi eða á höfuðborgarsvæð- inu? Mér virðist sambandsleysið í þessum máium milli umdæma og deilda innan lögreglunnar vera al- veg ótrúlega mikið. Askorun mín, sem faðir, til ráð- herra, er sú, að hann bregði hart við, því hamingja og líf margra er í veði.“ Skrifiö eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til aó skrifa þættinum um hvaóeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 11 og 12, mánudaga til fostudaga, ef þeir koma því ekki vió að skrifa. Meóal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fvrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki aó vera vélrituó, en nöfn, nafnnúmcr og heimilisföng verða aö fylgja öllu efni til þátt- arins, þó aó höfundar óski nafn- leyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaösins utan höfuöborgarsvæöisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. mun bókin hjálpa okkur prestum við að boða fagnaðarerindið um Jesúm Krist eða i bænastarfi okkar? Hér hafa orðið hrapalleg mistök. Ég bið enn að auglýsingin verði tekin niður. Og ég vil áminna stjórn Salts með orðum ritningar- innar þar sem hún talar um for- stöðumenn (presta) kristinna safnaða: Guöjón frá Hofi skrifar: „Velvakandi góður. Hinn 9. nóv. sl. birtist grein í dálkum þínum undir yfirskrift- inni „Látum rjúpuna lifa“, eftir Rósu B. Blöndals. Ég vil þakka henni þennan pistil, sem var þörf hugvekja, svona rétt fyrir jólin. Ég er undrandi á því, að ekki skuli vera búið að alfriða rjúpuna fyrir löngu. Hún er ein- hver indælasti fugl sem ég hefi kynnst. Þegar ég byrjaði búskap árið 1928, komu rjúpnahjón upp 8 ungum í heygarðinum hjá mér. Og alltaf fór hópurinn stækk- andi eftir því sem árin liðu. Þetta var orðið eins og alifuglar, enda alltaf látnir í friði. Síðan kom minkurinn og fór að valsa um allar jarðir. Eftir það áttu ýmsar fuglategundir mjög í vök að verjast. Ásókn veiðimanna í rjúpu um fjöll og heiðar hefur stundum orðið dýrkeypt, þegar þurft hef- ur að gera út leitarflokka þeim til bjargar. Og er mál að linni. Að endingu ætla ég að biðja þig að birta eftirfarandi erindi um rjúpuna eftir Sólveigu frá Niku: „Vér biðjum yður, bræður, að sýna þeim viðurkenningu, sem erf- iða á meðal yðar og veita yður for- stöðu f Drottni og áminna yður. Auðsýnið þeim sérstaka virðingu og kærleika fyrir verk þeirra.“ 1. Þess. 5.12. Látum oss biðja að svo megi verða í Jesú nafni." Rjúpan Hann er svo fallegur fuglinn sem fæddist í hreiðrinu og bjó og undi þar einnig á vetrum, þó allt væri þakið í snjó. Á vorin er laufblöðin lifna og lyngið er grænt undan snjó, þá er svo ljómandi að lifa og lífsbjörg á heiðinni nóg. Á haustin er heiðin er fögur, hún heillar mann til sín og knýr. Sá ætti ekki að ganga um þær grundir, sem grandar því lífi er þar býr. Fyrsti snjórinn er fallinn, á fönnina glitrar og skín. Það má ekki flekka þá fegurð, það fjallanna drifhvita lin. En ef þú átt ferð yfir fjöllin, þá farðu ekki annarra slóð. Hún er kannski blettuð af blóði; þeir brenna sem logandi glóð. Svo höldum við hátíð því Frelsarinn fæddist; menn fagna og birtan er skær. Á borðinu frammi er bringa af rjúpu, sem barðist við dauðann í gær. Með þökk fyrir birtinguna. HEILRÆÐI Rjúpnaveiðimenn Á þessum árstíma skipast veður oft skjótt í íofti. Kynnið ykkur því veðurútlitið áður en lagt er upp í veiðiferðina. Klæðist ávallt ullarfötum og hafið meðferðis léttan hlífðar- fatnað í áberandi lit. Grandskoðið allan búnað ykkar og vand- ið hann af stakri umhyggju. Sýnið forsjálni og gætni á öllum leiðum og tillitssemi við þau er heima bíða. Rjúpan einhver indælasti fugl sem ég hefi kynnst Vdrumarkaöurinnhf. J Ávallt á undan ÁRMÚLA 1a EOSTORG111

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.