Morgunblaðið - 25.11.1983, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 25.11.1983, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1983 51 Flashdance í Súlnasal Dansflokkur frá J.B.S. sýnir á laugardagskvöld danssýningu sem byggö er á kvikmyndinni Flashdance. í sýningunni, sem fjallar um líf og baráttu dansara úti í hinum stóra heimi, fléttast saman söngur, dans og leikur. Aö lokinni danssýningunni leikur hljómsveit Magnúsar Kjartans- sonar fyrir dansi, en hljómsveitin annast tónlistina í verkinu. Síðustu sýningar á Tröllaleikjum Leikbrúöuland sýnir Tröllaleiki í lönó á sunnudag kl. 15 og á mánu- dag kl. 20.30. Veröa þaö síöustu sýningar fyrir jól. Leikfélag Kópavogs: Gúmmí-Tarsan Leikfélag Kópavogs sýnir nú um helgina tvær sýningar á söngleikn- um Gúmmí-Tarsan. Veröa þær báöar á sunnudag. Revían á Hótel Borg Revíuleikhúsiö sýnir „islensku revíuna" í Gyllta salnum á Hótel Borg föstudags- og laugardags- kvöld kl. 20.30. Höfundur er Geir- haröur markgreifi, en leikstjóri er Gísli Rúnar Jónsson. Leikarar eru Þórhallur Sigurösson (Laddi), Guö- rún Þóröardóttir, Örn Árnason, Saga Jónsdóttir, Pálmi Gestsson, Guörún Alfreösdóttir og Kjartan Bjargmundsson. Magnús Kjart- ansson útsetti tónlistina, en Guö- mundur Haukur Jónsson sér um undirleikinn. Lýsingu annast Ingvar Björnsson. Sérstakur Reviumat- seðill er á boöstólum og dansað á eftir. SAMKOMUR Aöventkirkjan: Lúthersminning Minningarsamkoma um Martin Lúther veröur í Aðventkirkjunni Ingólfsstræti 19 á sunnudaginn kl. 17.00. Þar syngur Ólafur Ólafsson, bassi, einsöng og tvísögn meö Jóni Hjörleifi Jónssyni. Kvikmynd, litskyggnur og veggmyndir úr lífi Lúthers veröa sýndar. Um andlega vakningu sem Lúther skóp flytur Jón Hjörleifur Jónsson stutta hug- leiöingu. Norræna félagið: Ýlisvaka í Kópavogi Norræna félagiö í Kópavogi efn- ir til haustvöku sunnudaginn 27. nóvember nk. kl. 20.30 í Þinghóli viö Álfhólsveg. Kór Kársnes- og Þinghólsskóla syngur undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur. Minnst veröur Norræna bók- menntaársins sem stendur fram á næsta ár. Hjörtur Pálsson dag- skrárstjóri flytur norræn Ijóö í eigin þýöingu. Þá veröur minnst 75 ára afmæl- is Klakksvíkur sem er vinabær Kópavogs. Kolbrún á Heygum syngur færeysk lög. Axel Jónsson fyrrum alþingis- maður, einn aöalhvatamaöur tengslanna viö Klakksvík, flytur þankabrot úr byggöinni þar. Kristján Guðmundsson bæjar- stjóri bregöur upp nokkrum lit- skyggnum frá hátíðahöldunum í Klakksvík í sumar. Loks veröur stiginn færeyskur dans, félagar úr Færeyingafélaginu stjórna. Torfan: Fundur um kyn- fræðslu, getnað- arvarnir og fóstureyðingar Torfan, aöildarfélag aö Banda- lagi jafnaöarmanna, heldur á morgun fund í Norræna húsinu um „kynfræöslumál, getnaöarvarnir og fóstureyöingar". Fundurinn hefst kl. 13.00 og veröa þar flutt sjö framsöguerindi, m.a. um starf- semi kynfræösludeildar Heilsu- verndarstöövarinnar, fóstureyö- ingar á Kvennadeild Landspítal- ans, kynfræöslu í skólum, undir- búning tilvonandi kennara undir kynfræöarahlutverkið, námskeiö Sjálfsbjargar um kynlíf fatlaöra og þverpólitískan hóp kvenna, sem starfaö hefur aö þessum málum undanfarna mánuöi. Þá veröur flutt erindi um starfsemi stofnunar í Lundúnum, sem veitir konum fræöslu og aöstoö varöandl kynlíf, getnaöarvarnir, kynsjúkdóma og fóstureyöingar. Aö framsöguerindum loknum munu frummælendur sitja fyrir svörum. Fundarstjóri veröur Arnar Björnsson, háskólanemi. Aðventuhátíð KFUM og K Fjölskyldusamvera, sem ber yf- irskriftina „Aöventuhátíö fjölskyld- unnar", veröur í húsi KFUM og K á Amtmannsstíg 2b á sunnudag. Húsiö veröur opnaö kl. 15.00. Á dagskrá veröa leikir, spil, aöventu- föndur fyrir börn og fulloröna, veit- ingasala og fjölskyldusamkoma kl. 16.30. Um kvöldiö kl. 20.30 veröur síö- an aöventustund á sama staö. Blóm og ávextir: Aðventu- skreytingar Verslunin Blóm og ávextir efnir aö vanda, fyrsta sunnudag í aö- ventu, til kynningar á aöventu- krönsum og aöventuskreytingum. Veröur í tilefni dagsins boðiö upp á heitt súkkulaði og meölæti. Norræna húsið: Fárödokument Kvikmyndaklúbburinn Noröur- Ijós sýnir Fárödokument 1979 í Norræna húsinu, laugard. 26. nóv. kl. 17.15. Þetta er heimildarkvikmynd, önnur í rööinni, um sænsku eyjuna Fárö, sem Ingmar Bergman geröi 1979. Fyrri myndin um Fárö var tekin 1969. Myndin fjallar um íbúa eyjarinn- ar, smábændur, sjómenn og fjöl- skyldur þeirra, en einyrkinn Valter Broman á áttræöisaldri er miö- punktur myndarinnar. i sýningarsölum Norræna húss- ins er sýningin „100 sessur í 100 ár“, frá finnska heimilisiönaöarfé- laginu. Opin daglega kl. 14—19. í anddyri Norræna hússins er Ijósmyndasýning sænska Ijós- myndarans Hans Hammarskiöld sem sýnir Ijósmyndir frá Gotlandi. Aðventuhátíð í Skálholtsskóla Aventuhátíö veröur haldin í Skálholtsskóla á morgun kl. 20.30. Þar kemur m.a. fram Wilma Young og flytur írsk og skosk þjóölög á fiðlu og nemendur sjá um skemmtiatriöi. Týrólakvöld Flugleiöir, Samvinnuferðir — Landsýn og feröaskrifstofan Úrval halda í kvöld Týrólakvöld í Súlna- sal Hótel Sögu. Á dagskrá kvölds- ins eru m.a. ferðakynning, bingó, óperusöngur, tískusýning og fleira. Kynnir á Týrólakvöldi er Magnús Axelsson. TÓNLIST Tónleikar Tón- listarskólans í Reykjavík Tónlistarskólinn í Reykjavik heldur tónleika í Austurbæjarbíói mánudaginn 28. nóvember kl. 7 síðdegis. Sigrún Eövaldsdóttir leikur einleik á fiölu og er þaö fyrri hluti einleikaraprófs hennar frá skólanum. Snorri Sigfús Birgisson leikur með á píanó. Á efnisskrá eru verk eftir J.S. Bach, Áskel Másson, Ysaýe, Fauró og Ravel. Ábending Að gefnu tilefni þykir rétt aö benda þeim aðilum sem hyggj- ast senda fréttatilkynningar í þáttinn „Hvaö er aö gerast um helgina“ á aö fréttatilkynning- um veröur aö skila í síöasta lagi fyrir kl. 10.00 á fimmtudögum. Fréttatilkynningar eiga aö ber- ast skriflega. Undantekningar eru aðeins geröar fyrir aöila á landsbyggöinni ef svo ber und- ir. Söngskemmtun í Fríkirkjunni Söngskemmtun verður haldin í Fríkirkjunni á sunnudag til styrktar orgelsjóði. Á skemmtuninni koma fram þær Dóra Reyndal, sópran- söngkona, og Hólmfríöur Sigurö- ardóttir, píanóleikari. Á efnisskrá eru meöal annars „Söngvar úr Ljóöaljóöum" eftir dr. Pál ísólfsson og „Exultate Jubilate" eftir W.A. Mozart. Söngskemmtunin hefst kl. 17.00: FEROIR Útivist: Aðventuganga um Miðdalsheiði Austan Reykjavíkur eru heiöa- lönd meö fjölbreyttu vatnasvæði sem nefnast einu nafni Miödals- heiöi. Þangaö ætlar Utivist í aö- ventugöngu á sunnudaginn kl. 13. Gönguferöin er öll á láglendi. Brottför er frá bensínsölu BSÍ. Kl. 20 í kvöld fer Útivist í aðventuferð í Þórsmörk. Feröafélag íslands: Gengið um Reykjanes- fólkvang Feröafélagiö fer á sunnudag í gönguferö um Reykjanesfólkvang. Brottför frá Umferðarmiöstöðinni kl. 13. Ekið veröur aö Kaldárseli og gengið þaöan á Helgafell (338 m), Valahnúka aö Valabóli. Valaból er hellir sem Farfuglar í Reykjavík höföu sem gististaö lengi vel. íslenska óperan: La Traviata íslenska óperan sýnir La Travi- ata á föstudags- og sunnudags- kvöld kl. 20.00. Sú breyting verður á aö í staö Ölafar Kolbrúnar Harö- ardóttur syngur óperusöngkona frá Italíu aö nafni Jean Bennett. Hún hefur sungiö í óperum og á hljómleikum víöa um heim. Leikfélag Rangæinga: Skjaldhamrar I tilefni 60 ára afmælis Jónasar Árnasonar mun Leikfélag Rang- æinga frumsýna leikrit hans Skjaldhamra 25. nóv. í Hellubíói kl. 21. Leikstjóri er Arnór Egilsson. 2. sýning er í Hellubíói 26. nóv. kl. 21. Áætlað er aö sýna á eftirtöldum stööum: Hvoli, Árnesi, Heimalandi og Gunnarshólma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.