Morgunblaðið - 25.11.1983, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 25.11.1983, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1983 45 styrktar meö gipsspelku handar- baksmegin Spelkan náði upp undir handarkrika. Olnboga var haldiö nokkuö krepptum svo hendin hálf- reis og var haldiö nokkru ofan viö hjartahæð. Sjúklingurinn þoldi aö- gerðina ágætlega, enda þótt hún tæki tæpar 14 klst. Allt þar til aöfærsluklemman var tekin af fyrstu slagæöinni eftir teng- ingu, var haföur ís í sótthreinsuðum umbúöum undir blóölausa hluta handarinnar. Sjúklingur fékk þegar í upphafi fúkalyf, og í því skyni aö draga úr storkuhættu, var henni gefin acet- ylsalicilsýra og Macrodex meðan á aögerö stóö og í framhaldi af því eina viku. Engar truflanir uröu á blóörás í hendinni eftir aö hún var á komin. Engin ígeröareinkenni komu heldur í Ijós, og heita mátti aö afturbati væri tíöindalaus. Skipt var á um- búöum 10 dögum eftir aðgerðina. Lófasáriö greri án frekari ráöstaf- ana, en ofurlítill drepblettur kom í húöina handarbaksmegin, framan sársins. Þjálfun handarinnar hófst um þaö bil einum mánuöi eftir aögerö og hefur sjúklingur notiö þeirrar meöferöar meira og minna síöan. Tiltölulega góö tilfinning kom á eöli- legum tíma á svæöi þaö, sem miö- taugargreinarnar annast og seinna nokkuö lakari, en þó merkilega góö tilfinning, í svæöi, er ölnartaugin annast, enda þótt þær taugagreinar væru aldrei tengdar. Sama gilti um tilfinningu í handarbaki framan sársins. Þar er nú, 1V4 ári eftir ágræösluna, komin all góö vernd- artilfinning og viröist batnandi. Engar taugagreinar voru tengdar handarbaksmegin. Sjúklingur hefur tiltölulega næmt skyn fyrir hita og kulda í ágrædda hlutanum og sama gildir um snert- iskyn. Hún hefur og aö hluta til þekkiskyn í svæöi, sem miötauga- greinarnar annast. Svitaframleiösla í fingrunum er langt til eölileg. Eng- in ofurviökvæmni er á miötauga- svæöinu en væg viökvæmni er á ölnarsvæöinu. Sjúklingur kveöst ekki hafa tekiö eftir aö höndin væri kulvís." í tengslum viö sparakstur Vikunnar og DV á hringveginum í sumar fylgdi Suzuki Fox jeppi keppendum eftir sem eftirlitsbíll. Fylgst var með eyöslu bílsins og reyndist hún vera 7,9 I. pr. 100 km að meðaltali. Þessa tölu staðfestir dómari keppninnar, Sigurður Tómasson, starfsmaður orkusparnaðarnefndar. Suzuki Fox er sterkbyggður og lipur japanskur jeppi, sem hentar sérstaklega vel fyrir íslenzkar aðstæður. Sparneytni í fyrirrúmi Byggður á sjálfstæðri grind. Eyösla 8—10 I. pr. 100 km. Hjólbarðar 195x15 — Sportfelgur. Hæð undir lægsta punkt 23 cm. Stórar hleðsludyr að aftan. Aftursæti sem hægt er að velta fram. 4ra strokka vél 45 hestöfl. Hátt og lágt drif. Beygjuradius 4,9 m. Þyngd 855 kg. Rúmgott farþegarými með sætum fyrir 4. Verð kr. 000. (gengi 15/11 '83) SÖLUUMBOÐ: Akranes: Borgarnes: isafjöróur: Sauöárkrókur: Akureyri: Húsavík: Reyöarfjöröur: Egilsstaöir: Höfn i Hornafiröi: Selfoss: Hafnarfjöröur: Ólafur G. Ólafsson, Suöurgötu 62, Bílasala Vesturlands, Bílaverkstæöi isafjaröar, Bilaverkstæöi Kaupf. Skagfiröinga, Bílasalan hf., Strandgötu 53, Bilaverkstæöi Jóns Þorgrímssonar, Bílaverkstæðiö Lykill, Véltækni hf., Lyngási 6—8, Ragnar Imsland, Miötúni 7, Árni Sigursteinsson, Austurvegi 29, Bílav. Guövaröar Elíass., Drangahraun 2, sími 93-2000 sími 93-7577 sími 94-3837 sími 95-5200 sími 96-21666 sími 96-41515 sími 97-4199 sími 97-1455 sími 97-8249 simi 99-1332 sími 91-52310 £ Sveinn Egi/sson hf. Cl/aif on 1 7 OT4 AA 8UZUKI Skeifan17. Sími 85100 „Ég skrifa mjög líkt meó vinstri hendinni og óg skrifaöi áöur meö þeirri hægri, en í dag er skriftin meö þeirri hægri stærri og kloss- aöri.“ (Llósmyndir RAX.) morgni, en óg var búin aö vinna þarna á staðnum í átta mánuði. Ég var meö fulla meðvitund þar til ég var svæfö á skuröstofunni, en eftir aö höndin kubbaöist í sundur fór ég beint inn á kontor og fékk mér sígarettu meöan vinnufélagi minn stöövaði blóörásina. Verkstjórinn hljóp til og náöi í lækni, meöan aöstoöarverkstjórinn hringdi á sjúkrabíl. Þaö voru settar sára- umbúöir um hendina og hún sett í plastspelkur, en síöan var óg keyrö í sjúkrabílnum á Borgarspítalann." — Fannstu ekki mikiö til? „Nei, þaö var svo undarlegt aö ég fann ekki fyrir neinu. Ég man þó ekki til þess aö mér hafi veriö gefin nein verkjastillandi lyf, en eflaust hef ég verið í hálfgerðu „sjokki". Aögeröin hófst svo um hádegiö og stóö eins og fram kemur í grein Rögnvaldar í 14 klukkustundir. „Ég held aö Rögnvaldur hafi veriö aö fara af vakt er ég kom á spítalann, en áöur en ég sofnaöi var yfirlækn- irinn búin aö segja mér aö ég skyldi ekki búast viö aö hendin yröi á mér er ég vaknaöi.” Hún segist hafa vaknaö um fimmleytiö aö nóttu aöfararnótt þriöjudags, „þá var búiö aö búa um hendina og þaö sást í alla fingur nema litla- fingur, ég prófaöi aö hreyfa þá þótt mér heföi verið bannaö þaö, og það hreyföust allir fingur sem ég sá.“ Næstu daga var hún aö von- um mest í móki, en þaö var þó ekki fyrr en aö viku til 10 dögum liönum sem greinilegt var aö aögeröin heföi tekist og hún fengi haldiö hendinni. „Þarna var ég í gjör- gæslu fram á fimmtudag, en alls var ég í 17 daga á spítalanum. Fyrstu þrjár vikurnar mátti ég ekk- ert hreyfa fingurna, en var send í æfingar á Grensás aö mig minnir í júlí eöa ágúst. Og svo kom styrkur- inn smám sarnan." Ragnhildur segist hafa fariö aö skrifa meö vinstri hendinni strax á spítalanum og hún skrifar fyrir mig nafniö sitt meö hægri og vinstri hendi. „Ég skrifa mjög líkt meö vinstri hendinni og ég skrifaöi áöur meö þeirri hægri, en í dag er skrift- in meö þeirri hægri stærri og klossaðri.“ i dag er hún metin á 40% örorkubætur, hún segist ekk- ert hafa unniö utan heimilis eftir aö þetta geröist, en passaö börn fyrir bróöur sinn og systur. „Þetta hefur gengiö mjög vel, ég get unniö öll venjuleg heimilisstörf, þaö eru aö- allega fínni hreyfingar sem óg hef ekki getað gert, en ég hef ekkert þurft að fá aöstoö í sambandi viö son minn eöa viö heimilisstörfin, eldri strákurinn er svo rólegur og hann er lítiö gefinn fyrir aö láta halda á sér." — Hvaö af heimilisstörfunum áttu erfiöast meö aö vinna? „Flysja kartöflur," svarar hún aö bragöi, „mér gengur enn erfiölega aö halda á gafflinum i hægri hendi og flysja meö þeirri vinstri." Ragnhildur segist hafa fariö í þrjár smáaögerðir á hendinni eftir handarágræösluna, sú síöasta var gerö á handarbakinu nú í vor. „Sinarnar eru grónar fastar í lófan- um,“ segir hún og sýnir mér hend- ina, „meö aögerð gæti ég fengiö meiri hreyfingu í hendina, en um leiö er möguleiki á aö ég missi ein- hverja tilfinningu í lófanum, svo ég er ekki búin aö ákveöa hvaö ég geri í því.“ Á handarbakinu er nokkuð áberandi ör, en þaö segir hún vera auðvelt aö fjarlægja meö plastskuröaögerö, þegar ákveöiö hefur veriö aö skera ekki oftar í hendina. Rögnvaldur Helgason, maöur Ragnhildar, er nú kominn frá Keflavík til aö flytja móöur og barn suðureftir, og meöan þau eru aö feröbúast spyr ég Ragnhildi hvort hún ætli aö eiga fleiri börn. „Alveg áreiöanlega,“ svarar þessi rólega og æörulausa stúlka sem enn er ekki fullra 19 ára. „En ætli ég hafi ekki lengri tíma á milli barnanna næst.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.