Morgunblaðið - 25.11.1983, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 25.11.1983, Blaðsíða 22
62 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1983 Maiabu a rY\.k. eymalokkana.« |peir kostuðu mig £>o XrC’ ást er... ... að leyfa henni að eiga síðasta höggið. TM Rgq U S Pat Off. — all riQhts reserved ®1983Los AnQeies Times Syndicate Sjáðu viðbrögðin — ég ætla að blása í flautuna! Með morgunkaffinu Ég hafði mig ekkert í frammi, ekki við því að búast þegar maður er bundinn í stól hjá skólasálfræð ingnum! HÖGNI HREKKVÍSI Þér ber skylda til að fylgj- ast með námi barns þíns Barnaskólakcnnari í Kópavogi skrifar: „Kæri Velvakandi. Vegna skrifa Haralds Blöndals og Sighvats Björgvinssonar í DV 18. þ.m., um nýtt kennsluefni í ís- landssögu, langar mig að leggja orð í belg. Undanfarin ár hafa orðið mikl- ar breytingar á námsefni því, sem kennt er í grunnskólum landsins. Sumt hefur breyst til hins betra, svo sem námsefni í kristnum fræðum, annað hefur gjörsamlega mistekist, svo sem landafræði, sem er grein innan samfélags- fræðinnar. Ég býst við að foreldrar ætlist til þess af skólum landsins, að þar fari fram kennsla um landið og þjóðina. Þeir Haraldur Blöndal og Sig- hvatur Björgvinsson fjölluðu í blaðagreinum sínum um það sem koma skal í íslandssögu, en ég ætla að tíunda dæmi um það, sem nemendum í 4. bekk grunnskóla er nú ætlað að læra í stað ágætrar bókar Erlings Tómassonar um landafræði íslands. Efnið er eftirfarandi: I. „Samskipti" 1. eining. a) „Ulfabörn" 22 bls. um börn, sem sagt er a hafi alist upp meðal dýra. b) „Sinn er siður í landi hverju" 44 bís. Frásögn af japanskri fjöl- skyldu í Tokyo. c) „Til hvers eru reglur?" 50 bls. Þessu efni er ætlað að auka skiln- ing nemenda á gildi laga og reglna. II. „Með mönnum og dýrum" 2. eining. a) „í árdaga" 30 bls. Ýmis fróð- leikur um fyrstu menn. b) „Bavíanar" 20 bls. Lýsing á samfélagi bavíana. c) „Náttúrufólk" 50 bls. Lýsing á þremur samfélögum „náttúru- fólks"; jasödum á Filippseyjum, búskmönnum í Kalahari og eipum á Nýju Guineu. Nú skyldi maður ætla að eitt- hvað kæmi í stað landafræðinnar hans Erlings Tómassonar um ís- land, en ekki hefi ég spurnir af því. Mér er nær að halda að víða um land séu nú starfandi barnaskólar, þar sem landafræði íslands er ekki á dagskrá, þ.e.a.s. þar sem kennarar hafa tekið fræðsluyfir- völd alvarlega. Margir kennarar kenna þó enn gamla námsefnið, sem enn er fáanlegt. Nú kann einhver að spyrja: Geta kennarar ráðið því hvaða námsefni þeir kenna? Svarið er já, það geta þeir og ástæðan er einfaldlega skortur á samræmdum prófum. Samræmd próf (t.d. fullnað- arpróf, sem nú er fallið niður) voru ekki aðeins tæki til að kanna þekkingu nemenda, þau tryggðu það líka að nemendum var kennt nokkurn veginn sama námsefni. Grunnskólakennari á íslandi get- ur nú til dags átölulaust ráðið námsefni nemenda sinna, ákveðið kennsluaðferðir sínar og metið stöðu nemenda sinna að eigin geð- þótta. Þetta taidi ég ókost, en tel nú kost. Þú sem lest þessar línur átt e.t.v. barn í grunnskóla. Sé svo, þá vil ég segja við þig: Þér ber skylda til að fylgjast með námi barns þíns. Athugaðu bækurnar sem eru í skólatöksunni. Kannaðu al- menna þekkingu barnsins. Láttu engan telja þér trú um, að þú hafi ekkert vit á menntun." Löngu tímabær- ar breytingar Georg Georgsson hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Til- laga sú, er komið hefur fram á Alþingi, um að bifreiðir skuli bera sama númer frá upphafi til enda ferils síns, ásamt öðrum tillögum um breytingu á tilhögun bifreiða- eftirlits, hefur fallið í góðan jarð- veg, enda breytingar þessar löngu tímabærar. Nái númerabreytingin fram að ganga, langar mig til að legga til, að þessu gamaldags og drungalega útliti og gerð númer- anna verði breytt þannig, að þau líti t.d. eins út og bílnúmer á Norðurlöndum, gul með svörtum stöfum eða hvít með svörtum stöf- um. Það myndi bæði auðvelda á- lestur og létta yfirbragð númer- anna. Framkvæmdir við Völvufell: Varanlegur frágangur í vor Ingi Ú. Magnússon, gatnamálastjóri skrifar 23. nóv.: „í dálknum „Velvakanda" nýlega spyrst húseigandi við Völvufell fyrir um hvað líði framkvæmdum við veggstubb er loki bili frá Völvufelli 50 að Völvufelli 13. Það er rétt með farið að þetta verkefni hefir dregist úr hömlu, það lagar aftur á móti ekki þann ann- marka, sem bréfritari er argur út af, að bílar leggi síður í innkeyrsl- una hjá húseigendum, sé hann gerð- ur. Þetta svæði þarna í kring er meira og minna í vinnslu og hafa verslunareigendur sýnt mikið fram- tak upp á síðkastið við að ganga frá því. Sunnan megin við verslunar- húsið er verið að jafna undir bifreiðastæði, sem ráðgert er að verði malbikað næsta vor. Mun borgin stefna að því að umræddur veggur og annað sem vantar upp á varanlegan frágang þarna í kring fylgi þeim framkvæmdum, enda þarf að samræma þessar aðgerðir. Núna í haust verður sett þarna bráðabirgða trégrindverk til að fyrirbyggja slysahættu vegna hæð- armunar, sem er á götu og gangstíg. Kemur það væntanlega að sömu notum og steyptur veggur. Viróingarfyllst." GÆTUM TUNGUNNAR Sagt var: Ég kann illa við þannig málflutning. Rétt væri: Ég kann illa við slíkan málflutning. Hins vegar væri rétt: Ég kann illa við að þannig sé á málum haldið. (Þannig er atviksorð en ekki lýsingarorð).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.