Morgunblaðið - 25.11.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.11.1983, Blaðsíða 2
42 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1983 SNYRTING Nagarðu á þér neglurnar? Eða finnst þér þú vera með of stuttar neglur og gefur þér ekki tíma til að safna? Hér á landi er nú stödd hand- snyrtingar- og hár- greiðsludama að nafni Rachel Rose, en hún hefur sér- hæft sig í því að búa til nýjar neglur á þá sem þess óska. Okkur langði til að forvitnastum hvernig hún fer að þessu, og mæltum okkur mót við hana á hárgreiðslustof- unni á Lækjartorgi, en þar hefur verið boðið upp á þessa þjónustu undanfar- ið. Rachel Rose tekur vel á móti okkur og spyr hvort viö viljum ekki sjá hvernig þetta er gert. Víst erum viö til f þaö, en þar sem enginn er tiltækur nema viö Friöþjófur Ijósmyndari og hann verður aö hafa báöar hendur á myndavólinni, fórna ég höndunum á vinstri hönd í þessa tilraunastarfsemi. „Hvaö viltu hafa þær lang- ar,“ spyr Rachel, er hún viröir fyrir sér stuttklipptar neglurnar á borðinu fyrir framan hana. „Bara aöeins lengri,“ er svarið og þar meö hefst hún handa. Hún tekur fram kassa með ein- hverju í, sem viröist ískyggi- lega iikt venjulegum nögl- um, á kassanum stendur reyndar „Instant nails“. Ein nöglin er þvf næst tekin upp úr kassanum, borin viö nöglina á litlafingri, því næst er hún límd meö sérstöku lími á nöglina miöja, klippt þar til hún er hæfilega löng, og löguö til meö naglaþjöl. Þá hefst hin raunverulega smíöi naglarinnar, en viö þaö eru ýmis efni notuö, svo sem silkibútur, margar lím- tegundir, og ótal efni sem leikmaður kann engin skil á. Enda lærist þetta ekki á ein- um degi. Rachel er útlærö hárgreiöslu- og snyrtidama og hefur sérhæft sig í því aö búa til neglur. Á meöan þessu fer fram, ræöum viö um allt milli himins og jarö- ar, hún segir mér frá því aö hún sé búsett f Wash- ington, en hafi mikinn áhuga á þvf aö vera hér lengur, jafnvel eitthvaö fram á sumar, enda íslensk í aöra ættina. „Mamma er íslensk, en hefur veriö búsett í Bandaríkjunum f fjölda ára, og ég á heilmikið af ættingj- um hórna." Sjálf er Rachel meö langar neglur og ég spyr hvort þær sóu ekta. „Nei, ég hef alltaf verið í miklum vandræðum með neglurnar á mér, og þess Nýja nöglin mátuö á. Þá er silkibútur klipptur til og látinn otan á nöglina... Límd niður og löguö til. ...og klipptur til. vegna finnst mér ef til vlll enn ánægjulegra aö geta boðiö upp á þessa þjónustu fyrir þá sem eru f svipuðum sporum og ég.“ Neglurnar á vinstri hendinni lengjast hver á fætur annarri fyrir augum mér og Friöþjófur myndar undriö. Þetta er nokkuö tímafrekt, þvf engar tvær neglur eru eins, og atl- ar veröa aö vera módel- smíðaöar. Þegar neglurnar eru fullgeröar, eru þær lakk- aöar og á nöglina á litla fingri setur Rachel smá- skraut, sjálf er hún meö lít- inn demant festann í eina nöglina, en þetta segir hún vera aö ryöja sér til rúms í Nýju neglurnar komnar á sinn stað, u.þ.b. tveim millimetrum lengri en þær voru ádur. Bandaríkjunum. Neglurnar eiga aö endast í hálfan mánuö, hægt er aö skipta um naglalakk meö þvf aö nota acetonlausan nagla- lakkseyöi, en þeir sem vilja af einhverjum ástæöum losna viö þær fyrr geta tekiö þær af meö acetoni. „Jú, jú, þær geta brotnaö eins og aörar neglur," svarar hún spurningu þar aö lútandi. „Ég hef yfirleitt reynt aö laga þær neglur sem hafa brotnaö, aö vísu hef ég ekki spurt konurnar hvaö þær hafi verið aö gera þegar nöglin brotnaöi, þó aö þess- ar neglur séu um þrisvar sinnum sterkari en venju- legar neglur er t.d. ekki hægt aö nota þær sem verkfæri, þaö þýöir t.d. ekk- ert aö nota þær til aö bora gat í vegginn með þeiml Vinstri höndin er nú aö veröa hin glæsilegasta. Ég spyr Rachel hvort karlmenn noti sér ekkert þessa þjón- ustu. „Jú, þeir sem naga mikiö á sér neglurnar og eru í þannig starfi, t.d. sölu- menn, notfæra sér gjarnan aö geta komiö nöglunum í þokkalegt ástand, því þaö er ekki beint traustvekjandi f því starfi aö vera meö nag- aðar neglur langt upp í kviku." Heimsókninni til nagla- smiðsins er lokiö. Eitthvaö finnst Rachel ég klaufaleg með nýju neglurnar, því hún telur ástæöu til aö sýna mér hvernig ég eigi aö hreyfa fingurnar með nýju nöglun- um og ég gegn út alsæl meö glæsineglur á annarri og hvunndags á hinni. og avo ar sett einhvers konar plaathúö ofan á sitkiö.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.