Morgunblaðið - 25.11.1983, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 25.11.1983, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1983 57 fclk í fréttum + Paul Newman og Charlton Heston eru kallaöir „óvinir ársins" í Hollywood. Ástæöan er sú, aö þeir leikararnir háöu nú nýlega einvígi í sjónvarpssal um afvopnun og eldflaugar, þar sem Heston var á móti því fyrrnefnda, en hlynntur því síöarnefnda. Newman var aö sjálfsögöu á öndveröum meiöi og svo heitt varö í kolunum á milli þeirra aö viö borö lá aö þeir slægjust. Nokkrum dögum síöar fékk Newman að vita, aö Heston ætti aö stjórna mikilli fjáröflunarsamkomu í þágu ungra eiturlyfjaneytenda og þá trylltist hann alveg. Sjóðurinn, sem safna átti fé til, ber nefnilega nafn Scott Newmans, sonar Pauls, sem lést af of stórum eiturlyfjaskammti, og á síöustu stundu neyddist Heston til aö vikja fyrir Donald Sutherland. Blöskraði byssuleikurínn + Fulltrúi bandarískrar feguröar í feguröarkeppninni í London á dögunum heitir Lisa Allred, 22 ára gömul stúlka frá Fort Worth í Texas. M.a. sem stúlkunum var uppálagt var aö koma fram í þjóö- búningum landa sinna og ungfrú Bandaríkin skartaöi nokkurs konar kúrekabúningi í kvenlegum stíl, meö byssubelti og tvær skamm- byssur. Lisa þótti fara dálitiö frjálslega meö byssurnar, miöaöi þeim bæöi á Ijós og Ijósmyndara og aö lokum sáu starfsmenn keppninnar sig tilneydda til að biöja hana um aö hætta vopnaskakinu. + Stefanía af Mónakó stundar nú nám í frönskum tískuskóla í París og eyöir deginum hjá Dior og öörum álíka þekktum tískufyrirtækjum. Sumum finnst þaö þó dálítiö skrýtiö, aö það er eins og öll tískukennsl- an hafi ekki haft nein áhrif á Stefaníu, sem er næstum því alltaf í strigaskóm, gallabux- um, peysu og meö hárið í hnút í hnakkanum. VESTFIRÐINGA KVÖLD á Hótel Loftleiðum 26. nóvember í Víkingasal Heiðursgestur: Hannibal Valdimarsson Veislustjóri: Jóhann Líndal Jóhannsson SKEMMTIA TRIÐI: Frá Flateyri: Sara Vilbergsdóttir, Björgvin Þórðarson, Emil Hjartarson, James Haughton Frá Suðureyri: Páll Jónas Þórðarson, Hermann Guðmundsson Sérstakt aukaskemmtiatriði frá Austurríki: Zillertal Duo. Stuðlatríó leikur fyrir dansi til kl. 2. Fjölbreyttur matseðill. Athugið sérverð á flugi og gistingu. Það ódýrasta fyrir jól. VELKOMIN Á VESTFIRÐINGAKVÖLD. Borðapantanir í síma 22322 HÓTEL LOFTLEIÐIR FLUGLEIDA /MT HOTEL LEIKHÚSSQESTIR — ÓPERUQESTIR Lengið ferðina og eigið ánægjulegri kvöldstund. Arnarhóll býður upp á stórkostlegan t matseðil, fyrir eða eftir sýningu. Húsið opnar kl. 18.00. Borðpantanir í síma: 91 — 18833. MATSEÐILL Rœkjumús með kaldri kryddjurtasósu og þriggja korna brauðhleif Létt steikt rjúpa með lyngsósu. Pina-Colada sorbet.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.