Morgunblaðið - 25.11.1983, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.11.1983, Blaðsíða 6
46 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1983 „Það er óskaplega hvimleitt, þegar bráðókunnugt fólk tekur upp á því að glápa á mann í lyitu. Við vorum vanir að sýna fram á þetta með því að fá stúdenta okkar til að taka að sér það rannsóknarverkefni að stara á einhvern, sem þeir áttu leið með í lyftu, en urðum svo brátt að láta þær tilraunir niður falla, af því það reyndist svo óþægilegt og jafnvel ógnvænlegt fyrir alla aðíla," segir bandaríski félagsfræðingurinn Allan Mazur m.a. um það sem lesa má úr merkjamáli líkamans. Félagsfræði Sjálfstraust, öryggisleysi — eöa viröing og viröingarleysi — allt þetta kemur fram í líkamshreyfingum manns, segir sérfræöingur, sem út- skýrir í eftirfarandi viötali, hvernig framkoma manns getur haft enn meiri áhrif á fólk en orðin sjálf. Sp. Prófessor Mazur, hversu miklu hlutverki gegnir líkamleg tjáning í samskiptum manna? Sv. Hún gegnir mjög þýöingar- miklu hlutverki, og þá alveg sérstak- lega viö fyrstu kynni. Hún er reyndar ein af ástæöunum til þess, aö kaup- sýslumenn koma fljúgandi alls staö- ar aö af landinu til þess eins aö geta komiö saman til fundar í einn klukkutíma á einhverju hóteli og rætt þýöingarmikil viöskipti. Þetta er líka ástæöa þess, aö fólk finnur svo oft til einskonar tómleika, þegar talaó er i síma; þá er eins og maöur fari einhvers á mis. Þaö er mun auö- veldara aó hafa áhrif á viömælanda sinn og færa sér i nyt áhrifamátt stööu sinnar og uppheföar, ef mað- ur stendur augliti til auglitis viö þann, sem talaö er viö. Annars eru flest orövana boö, sem viö látum berast til annarra, okkur ómeóvituó. Sp. Gefur merkjamál líkamans oft eitthvaö þaö til kynna, sem orð okkar leyna? Sv. Já, aö vissu marki, og þaö stafar af því, aó táknmál líkamans er i nánum tengslum viö taugaspenn- una hjá manni. Lygamælingar byggjast í grundvallaratriöum ein- mitt á taugaspennu þeirri, sem kem- ur fram hjá mönnum, þegar þeir segja ósatt; en hins vegar geta menn svo sem líka logið, án þess aö sýna hin minnstu ummerki tauga- spennu, en aörir aftur á móti veriö gripnir miklum taugaóstyrk, þó að þeir séu jafnvel aö segja sannleik- ann. Þá er líka til sú útbreidda trú hjá mönnum, aö augun séu gluggar sál- arinnar, sem hægt sé aö skyggnast inn um. Ég man, hve Lyndon B. Johnson, Bandaríkjaforseti, lagði mikið kapp á aö fljúga til Hawaii til þess aö hitta aö máli einn af leiötog- um Víetnama, geta um leiö skyggnst í augu hans og þannig gert sér að vissu marki einhverja grein fyrir hans innri manni. Þaö felast vissu- lega ákveöin sannindi í því, sem lesa má út úr slíkum táknmyndum líkam- ans, en þaö má hins vegar ekki taka öll slík tákn góö og gild, án undan- tekninga. Sp. Að hve miklu leyti segir per- sónuleíki manns fremur til sín í geröum en í oröum? Sv. Sjálfsöryggi manna eða óör- yggi endurspeglast mjög í orðvana framkomu manns. Tökum venjulegt handaband sem dæmi: Sé hönd einhvers, sem maöur er aö heilsa, rök og þvöl, þá eru mikil líkindi á því að hún eöa hann sé í mikilli tauga- spennu og skorti öryggi. Maöur sem býr yfir miklu sjálfsöryggi, hreyfir sig meö vissum stööugleika, en hinn óöruggi eöa taugaóstyrki einkennist af hrööum hreyfingum. Fólk, sem stendur beint, er sennilega örugg- ara meö sjálft sig en þeir, sem híma álútir eóa stjákla í sífellu. Jafnvel þær stellingar, sem augabrúnir manns eru í, þegar hann eöa hún talar eöa veröur litið til annars manns, geta gefiö sitthvaö í skyn um skapferli viökomandi og tilfinn- ingar þá stundina. Ef maöur segir einhverja algjörlega meinlausa setn- ingu viö einhvern, án nokkurs minnsta votts af brosi og hleypir um leiö brúnum, þá er maöur þar meö aö láta í Ijós óvingjarnlega afstööu sína. Hvasst, starandi augnaráö ásamt hnykluöum brúnum gefa reiöi í skyn, árásarhug eða ósveigjan- leika, en sperrtar brúnir sýna fremur ótta, undrun, spurnarhug eöa und- anlátssemi. Sp. Getið þér nefnt dæmi um, að merkjamál líkamans sé notað til þess aö hafa bein áhrif á aðra? Sv. Algengasta dæmiö um þetta er ef til vill aö finna í merkjamáli ungs fólks í partýjum og á börum, þegar þaö ætlar aö húkka sér ein- hvern til fylgilags við sig. Þær augnagotur, sem við slík tækifæri eru undanfari oröaskiptanna, falla allt aö því undir heföbundið helgi- siöahald. Þegar menn líta í kringum sig á staðnum, og ákveöinn karl- maöur og kona kom auga hvort á annað og finna um leið til löngunar, þá fara þau aö skiptast á merkja- sendingum meö augnatillitinu. Kon- an svarar þá augnatilliti karlmanns- ins, lítur því næst undan en svo aft- ur einu sinni eöa tvisvar til hans á ný. Karlmaöurinn skilur boöin frá henni um aö hún hafi áhuga, færir sig í talfæri viö hana og tekur aö fitja upp á samtali. Á svipaðan hátt getur aö líta „daður-merkiö”, hvar sem er í heim- inum — skyndilega er brosaö, svo drúpt höfði og litiö undan. Þetta á ekki aöeins viö um ungt fólk eins og ástleitnar fullorönar stúlkur, heldur líka almennt um fólk á förnum vegi, þegar vingjarnlegir ókunnugir skjóta upp kollinum á leiö þeirra. Sp. Hvað er að segja um atferli manna í viöskiptalífinu? Sv. Þegar viröulegur fram- kvæmdastjóri situr á tali viö undir- mann sinn, hlustar hinn lægra setti meö ákefö og hefur ekki augun af andliti forstjórans. Þaö væri merki um viröingarleysi, ef undirmaöurinn færi aö líta í kringum sig. Þegar undirtyllan hins vegur tekur til máls, er þaö álitió fullkomlega viöeigandi fyrir yfirmanninn aö svipast um á meöan eöa líta snöggvast á úrið sitt. Hinn hærra setti maöur getur líka leyft sér aö klappa á öxlina á undir- manni sínum eöa á bakió á honum, sem hinum lægra setta myndi aldrei koma til hugar aö gera viö yfirmann- inn. Hinn hærra setti tekur alltaf for- ystuna. Ef hann stendur, meðan samtaliö fer fram, stendur hinn lika. Sitji yfirmaöurinn, kann hinn lægra setti ef til vill aö álíta, aö hann megi líka setjast. Vitanlega er það hinn hærra setti, sem ræður vali umræðuefnisins og eins, hve lengi samtaliö stendur. Hiö sama gildir um innlit á skrif- stofum. Hinn hærra setti getur sýnt fram á áhrifavald sltt meö því aö líta rétt sem snöggvast inn á skrifstofu undirmanns síns, án þess að til- kynna komu sína áöur. Undirmaður- inn biöur hins vegar um ákveðinn viötalstíma, þegar hann ætlar að hitta yfirmann sinn að máli á skrif- stofu hans. Sp. Hvað ber að telja viðeigandi, þegar skipt er á augnatilliti við ókunnuga? Sv. í okkar menningu höfum viö þá reglu aö stara ekki á annan mann, nema þá annar hvor aöilanna sé aö tala. Það er allt í lagi aö skipt- ast á augnatilliti viö einhvern, sem er í nokkurra skrefa fjarlægö úti á götu, en þegar nær er komiö, er litiö undan. Ef maöur brýtur þetta óskráöa lögmál umgengninnar, er einkar líklegt, aö maöur móögi hinn aðilann — og aö maöur komi sér sjálfur svolítiö spánskt fyrir sjónir um leiö. Sé fariö í lyftu, er þaö föst regla í sæmilegri umgengni, nema maður sé meö vinum sínum eöa kunningj- um, aö horfa beint fram til dyranna, en alls ekki á annað fólk, sem er á leiö með mannl í lyftunni. Þaö er óskaplega hvimleitt, þegar bráö- ókunnugt fólk tekur upp á þvi aó glápa á mann í lyftu. Viö vorum van- ir að sýna fram á þetta meö því að fá stúdentum frá okkur þaö rann- sóknarverkefni að stara á einhvern, sem þeir áttu leiö meö í lyftu, en svo urðum viö Prátt að láta þær tilraunir niöur falla, af þvi aö þaö reyndist svo óþægilegt og jafnvel ógnvæn- legt fyrir alla aöila. Sp. Eru önnur dæmi um orðvana merkjamál, sem geta skapaö spennu í umgengni viö aðra? Sv. Já, eitt af þeim atriöum er sú fjarlægó, sem menn halda milli sín, þegar þeir ræöast viö. Venjulega á samtal sér staó í um þaö bil tveggja til þriggja feta fjar- lægð milli viömælenda — þ.e.a.s. þetta 60—90 sm. Komi einhver nær en þetta, jafnvel þótt hann nálgist mjög hóflega, þá fer hinum aöilan- um aö líöa heldur illa. Þetta er viss aöferð, sem sumt fólk beitir til þess beinlínis aö bæla viömælanda sinn eöa til þess að gefa hinum í skyn áhrifamátt sinn. Það er einnig viss aðferö hjá fólki, sem er i kynferöis- legum sóknarhug. Þess ber og aö geta, aö hafi maö- ur ekki mjög náin kynni af þeim,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.