Morgunblaðið - 06.12.1983, Page 6
54
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1983
halda að særður fiskur, maðka-
gleyptur lax, myndi heldur láta
undan sverfast en að sækja á.
— En Matthías teygði sig eftir
línunni og lyfti henni upp úr og
sáum við þá, að þetta var langur
spotti, svona 10—15 metrar. Hann
fór svo að mjólka inn línuna og
fann þá strax að laxinn var á
þarna úti á flúðunum. Hann hróp-
aði þá eins og þegar honum er
mikið niðri fyrir, svo undirtók í
fjöllunum, orgaði upp að hann
væri með línuna hans ólafs og
laxinn væri enn á. Og Ólafur
brölti yfir og hnýtti saman, dró
fiskinn svo á land, 10 punda
hrygnu. Öngullinn stóð blýfastur í
maganum á henni og hún hafði
gengið með alla dræsuna á eftir
sér á milli veiðistaðanna.
— Sumir menn eru fisknir, á
því er enginn vafi, og skiptir þá
litlu máli hvernig þeir standa að
veiðunum, alltaf skal vera kominn
lax á hjá þeim. Ég hef enga for-
dóma um hvort á að veiða á maðk
eða flugu, menn verða að gera
sjálfir upp við sig hvað þeir vilja
veiða á. Maðkveiði þarf alls ekki
að vera eitthvert dorg, það er
hægt að veiða faglega á maðk.
Nefni ég sem dæmi Barða vin
minn Friðriksson, sem er ótrúlega
andskoti laginn maðkveiðimaður.
Hann kann á flugu líka, en hann
hefur svo góðan útbúnað að hann
„dirikerar" maðkveiði sinni langt
uppi á bökkum. Hann er með svo-
leiðis hjól og stöng, að hann sveifl-
ar þessu þingmannaleið og er ein-
hver alfisknasti maður sem ég
man á maðk. Eins og ég segi, hann
„dirikerar" þessu svo fallega. Það
er ekki dorg hjá honum, hann
bara sveiflar fljótið upp úr og ofan
úr. Alveg einstaklega andskoti
fagmannlega að öllu staðið hjá
honum.
— En það verð ég að segja
sama um Matthías Johannessen
að hann er mjög fiskinn maður,
alveg einkennilega fiskinn. Eins
og hann gengur að þessu, allt að
því hroðvirknislega. Hann bara
hendir beitunni þvers á, beint af
augum, svo fer hann bara að
hnussa út í loftið. Og svo skal bara
vera kominn lax á, og er kominn á.
Það er einhvern veginn þannig, að
það virðist skipta máli hvernig
menn standa að veiðum sínum, en
Matti virðist vera svo innilega
kærulaus um allt framhaldið. Á
ólíklegustu stöðum byrjar Matti
að kasta og fá fisk. Einu sinni fór
hann niður fyrir húsið í Hrúta-
fjarðará, þar sem enginn átti von
á laxi, og þar tók hann tvo ný-
runna laxa í beit. Þá orgaði hann
svoleiðis að það drundi í öllu: „Það
er ganga, það er ganga."
— Eins og ég segi, maðurinn er
ákaflega fiskinn, ótrúlega fiskinn.
Hann stendur ótrúlega kæruleys-
islega að verki, en þetta er bara
„hans máde at være pá“, hann
skálmar þetta meðfram ánni, er
allt annað að tala og hugsa en um
lax, dregur klofstígvélin og allt á
eftir sér, óbúinn og húfulaus.
Hann er alveg merkilegur og
óskaplega skemmtilegur að hafa
með sér. Sko, það er ekki til fiskur
ef Matthías setur ekki í hann.
Hann fer allar öfugar leiðir að
þessu. Um daginn var hann til
dæmis með mér í Hrútunni og við
vorum að veiða í Snasahyl. Þá
sagði ég við hann, „Heyrðu, ég
ætla að skreppa niður í veiðistað
hérna rétt fyrir neðan sem heitir
Einbúinn, eða „swirly green" eins
og hann hét í gamla daga er Stew-
art major hafði ána á leigu.“ Ég
taldi víst að þar væri lax og það
var ekkert annað en að hann tók
strax í mína Blue Charm flugu, en
síðan var ekki meiri hreyfing. Þá
sagði ég við Matta, „Komdu nú og
renndu með maðkinum" og hann
kom skálmandi með allt í einni
bendu, krókinn, maðkinn, sökkuna
og flotholtið, það var engu líkara
en að hann væri búinn að beita
flotholtinu. Mér er svo illa við
þessi helvítis flotholt og var að
segja við hann, „vertu ekki með
þetta djöfulsins flotholt, taktu
þetta af maður", en hann sagði að
það væri svo mikið bölvað stell að
taka það af og slengdi öllu dótinu
út í á. Og hann setti auðvitað í
Sverrir er slunginn fluguveiðimaður. Hér hefur hann
sett í sprækan smálax í Hrútafjarðará og viðureigninni
lýkur með yfirburðasigri veiðimannsins.
Út af fyrir sig eru allir
veiðitúrar ævintýri
fiskinn eins og skot. Hann bara
„fíraði" út og hnussaði svo út í
loftið og laxinn var á.
Sérkennileg reynsla
— Það var sannkallað ævintýri
þegar Matthías kom upp með lín-
una hans Ólafs á önglinum sínum.
En ég hef átt aðra reynslu sem er
mjög sérkennileg og nú skal ég
segja frá því. Það var við Hrúta-
fjarðará árið 1981, við vorum þar
þrír miklir vinir mínir og ég. Einn
þeirra var ráðuneytisstjóri í
danska menntamálaráðuneytinu,
hann heitir Ole Perch-Nielsen og
er nú stiftamtmaður á Suður-
Jótlandi. Hinn var maður sem nú
er kominn á eftirlaun, en hann var
ráðuneytisstjóri í kirkju- og
menntamálaráðuneytinu í Osló.
Heitir hann Olav Hove. Hann er
töluvert vanur laxveiði, því hann
hafði alist upp á vesturlandinu
þar sem laxveiðar Norðmanna eru
mest stundaðar. Við vorum þarna
þrír að veiðum ásamt Matthíasi Á.
Mathiesen, ég stytti mér leið með
nöfnin, sá danski var kallaður
Chef í heimalandi sínu, en sá
norski „rád“, þannig að ég kallaði
þá bara sjeffinn og roðið og
Mathiesen.
— Þeir höfðu fengið laxa
Mathiesen og Perch-Nielsen en
þeir eru gamlir vinir. Þeir voru í
Klapparhyl niður undan Melum og
laxarnir nýrunnir og fallegir.
Þetta var 14. júlí og lítið gengið af
laxi í ána eins og venjulega á þess-
um tíma. En milli brúarinnar og
Mela er helvíta mikill hylur sem
heitir Hamarshylur. Á þessum
tíma sumars er oft tregfiski á
flugu, áin er köld og oft vill svo
verða að mikill hluti árinnar er
snjóbráð úr Tröllakirkju sem
kemur með á sem heitir Miklagil
og fellur mjög framarlega í
Hrútafjarðará.
— En við vorum að reyna í
Hamarshyl og Hove var búinn að
fá 7 punda lax á flugu, hann kunni
með hana að fara, hafði lært það
heima í Noregi. Svo var ég byrjað-
ur að kasta Blue Charm númer 10,
stóð framanhallt við hylinn, uppi
á landi, utan í svolitlum hallandi
ægissandsbakka. Ég kastaði ská-
hallt niður á hylinn og þá skeði
það allt í einu, að það var tekinn
þessi rosalegi hálfhringur úti í
ánni, það braut á laxi um leið og
hann þreif fluguna. En þá stóð ég
svo einkennilega og óskaplega illa
að verki, að ég hrataði til og steig
í flugulínuna. Það þurfti ekkert að
spyrja að þeim leikslokum, girnið
brann auðvitað í sundur og laxinn
fór með fluguna.
Ég dró til mín línuna og var al-
veg um leið lamaður á þessu, mað-
ur fékk andlegt áfall af öllum
þessum ósköpum. Ég dró fram
aðra Blue Charm og beitti henni,
ég nota þá flugu 90 prósent, og
yfirleitt númer 10. Þá sagði Hove
við mig: „Skal jeg ikke hjælpe dig,
du skælver sá mye, min ven,“ en ég
vildi enga hjálp, var laxlaus og
niðurbrotinn, enda hafði þetta
sýnilega verið stórlax.
— I öðru kasti skeði það sama,
það voru þessi djöfuls læti í hyln-
um, röst af laxi, þrifið í og lax á,
greinilega vænn lax. Ég byrjaði að
þreyta fiskinn og Hove sagði mér
til. Hann hrópaði aftur og aftur
„hold ham op í strömmen, hol ham
op í strömmen," en nú stjórnar
maður engum stórlaxi hvorki á
móti straumi eða undan með flugu
númer 10. En ég tók eftir því, að
Hove karlkenndi laxinn eins og við
gerum, sagði hann, en fiskur á
norsku er hvorugkynsorð og þótti
mér þetta virðulegra. Svo náði ég
laxinum á land eftir 40 mínútna
baráttu, hann var 16 pund og
gullfallegur. Flugan sat ágætlega í
kjaftvikinu. Ég var mikið miður
mín að hafa misst hinn fiskinn,
sem mér fannst hafa verið gríð-
arstór, a.m.k. miðað við umsvifin í
hylnum er hann tók fluguna.
Við fórum svo heim í veiðihús
rétt fyrir klukkan tólf og ég fór í
mitt matarstell, ég man ekki hvort
ég hafði til, nautalundir eða ham-
borgarhrygg, en að mat loknum
fóru Mathiesen og Perch-Nielsen
að þvo upp, ég lagðist hins vegar
upp í koju. Og ég gat ekki um ann-
að hugsað en laxinn sem ég missti
og þau fádæmi að láta Norðmann-
inn horfa á mig stíga eins og belju
á flugulinuna og missa laxinn.
Þetta voru ódæmi og það veit eng-
inn hvílík skömm svona er fyrir
íslenskan laxveiðimann sem hafði
ekki látið ljós sitt undir mæliker
og sagði mönnunum þarna að
hann hefði laxveiðiá á leigu og
bauð þeim í hana, en reyndist svo
ekki kunna meira fyrir sér. En það
var kannski ekki aðalatriðið að
verða sér til skammar gagnvart
öðrum þjóðum, heldur þótti mér
verra að hafa misst fiskinn. Og ég
hugsaði um þetta fram og aftur.
Svo datt mér allt í einu í hug:
Þessi fiskur tók alveg eins, þessi
sem ég náði. Alveg nákvæmlega
eins og á nákvæmlega sama
punktinum! Ég stökk fram úr
beddanum, æddi norður fyrir hús
út í laxageymslurnar, tók upp 16
punda laxinn minn og leit upp í
kjaftinn á honum. Og sjá! — Inn-
an í kinninni gat að líta Blue
Charm fluguna mína. Ég þaut því
næst inn í hús með laxinn gapandi
og sýndi félögunum. Ég hef þrjú
vitni að þessu, sem er eins gott,
tvo fyrrverandi ráðuneytisstjóra,
auk fyrrverandi fjármálaráðherra
og núverandi viðskiptamálaráð-
herra íslands.
Það er með ólíkindum að fiskur
með vopnið í sér, leiki sama leik-
inn nær samstundis og hann hefur
slitið línuna. Þó sagði Steingrímur
Hermannsson forsætisráðherra
mér að þetta hefði hent hjá föður
hans, Hermanni Jónassyni og
skýringin væri sú, að flugan sæti
einungis föst í roði innan í kinn-
inni og því hefði hún hvorki sært
fiskinn né styggt. Hann hélt því
tökuskapinu og þaut á næstu flugu
sem til hans barst. Það má svo
rétt ímynda sér hvað ég sofnaði
sæll og glaður og hversu vel ég
svaf miðdegisiúrinn minn eftir
þetta ævintýri.
— Ég er búinn að eiga ótrúlega
margar ánægjustundir á bökkum
laxveiðiáa og ég ætla ekki að lýsa
því hve miklu fleiri þær hafa verið
eftir að ég fór alveg að sveifla
flugu. Til dæmis get ég nefnt, að
ég var nyrðra fyrir nokkru. Það
rigndi gífurlega um nóttina og það
var auðséð að hverju stefndi, áin
er afar fljót að taka við sér og vex
með ódæmum. Ég var með fjöl-
skyldu mína með mér og fór með
dóttur minni fram í Réttarfoss.
Áin var rétt að byrja að vaxa, en
hún er svo fljót að því, að um há-
degið var hún gersamlega ófær.
— Stelpan renndi sínum maðki
niður endilangan hylinn og gerði
það ágætlega, en það var engin
hreyfing. Ég fór þá að reyna flug-
una og var með mikla eftirlætis-