Morgunblaðið - 06.12.1983, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.12.1983, Blaðsíða 10
58 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1983 Nýkjörin stjórn og varastjórn SUS. Á myndina vantar nokkra stjórnarmenn. ,,Afl nýrra tímau „í Sjálfstæðisflokknum er hinraunveru- lega gróska í stjórnmálum á íslandi“ Rætt við Geir H. Haarde, formann Sambands ungra sjálfstæðismanna JjBenda má á svokallað ávísanakerfí, sem felst í því að hverjum nemanda í skólakerfínu er úthlutað föstu fjárframlagi frá hinu opinbera, sem hann síðan getur notað til greiðslu þeirrar menntunar sem hann kýs. Þrennt vinnst. Valfrelsi nemenda er tryggt, samkeppni milli skóla vex og gæði kennslu og menntunar aukast.££ (Úr áljktun um menntamál.) O »v» lausn á vanda sjáv- arútvegsins vill 27. þing SUS m.a. benda á eftirfar- andi: Að fleiri stoðum sé rennt undir útflutningsat- vinnuvegina, en þá má vænta minni opinberra af- skipta af sjávarútvegi. Rannsóknar- og þróunar- starfsemi sé stórefld og verði á ábyrgð einstakra fyrirtækja og hagsmuna- aðila. Ákvarðanir um stjórnun fískveiða og upp- byggingu fískveiðiflotans séu teknar af hagsmuna- aðilum í sjávarútvegi. Fiskverð endurspegli raunverulegt verðmæti afla og beinum opinberum afskiptum af ákvörðunum um fiskverð sé hætt. Ekki verði tekinn gengismunur af birgðum fískvinnslufyr- irtækja. Skattlagning á að- föng sjávarútvegs- fyrirtækja verði lögð niður. Frelsi verði komið á í útflutningi sjávaraf- urða.^4 (Úr áljktun um sjávarútvegflmál.) O >*Sá efnahagslegi sam- dráttur, sem við Islend- ingar búum nú við, hlýtur að knýja á um endurskoð- un fjármögnunar heil- brigðis- og tryggingakerf- isins með það í huga að bæði einstaklingar og fé- lagasamtök þeirra axli hluta þeirra byrða sem skattborgarinn nú ber. SUS teiur eðlilegt að not- endur heilbrigðisþjónust- unnar taki aukinn þátt í greiðslu fyrir þá þjónustu er þeir njóta. Hvetja verð- ur til þess með skatta- breytingum, að fýsilegt verði fyrir einstaklinga að kaupa sér sjúkra- og slysa- tryggingar á hinum al- menna tryggingamark- aði-íi (Úr áljktun um heilbrigðismál.) Geir H. Haarde hefur verið for- maður SUS, Sambands ungra sjílf- stæðismanna, frá 1981 og var hann endurkjörinn á þingi SUS í haust til næstu tveggja ára. Hann lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík vorið 1971 og stundaði síðan nám í hagfræði og alþjóða- stjórnmálafræðum í Bandaríkjunum í sex ár. Frá 1977 starfaði hann sem hagfræðingur í Seðlabankanum, en sl. vor tók hann við starfi aðstoðar- manns fjármálaráðherra. í eftirfar- andi viðtali við Geir er fjallað um málefni SUS og fleira. — Hvert er hlutverk samtaka eins og SUS? — Hlutverk sambandsins er einkum tvíþætt. I fyrsta lagi að vekja með ungu fólki áhuga og skilning á Sjalfstæðisflokknum og stefnu hans, m.ö.o. að laða ungt fólk til fylgis við flokkinn með virku starfi sem vekur áhuga þessa hóps. Það er gert með kynn- ingar- og fræðslustarfi á vegum sambandsins sjálfs annars vegar og hins vegar starfi félaganna innan SUS. I öðru lagi hefur sam- bandið hlutverki að gegna í innra starfi í flokknum. Það er annars vegar að stuðla að eðlilegri endur- nýjun á vettvangi flokksins og tryggja að til staðar sé yngra fólk sem getur tekið að sér trúnaðar- störf og hefur til þess reynslu og þekkingu. Hins vegar að halda uppi vökulu hugsjónastarfi og vera í fararbroddi í því að kanna og kynna sér hugmyndir og jafn- framt með því starfi að eggja for- ystumenn flokksins til þess að halda sér við efnið, ef svo má segja, — halda sér við stefnuna. — Er starf sambandsin.s virkt? — Já, það tel ég. Það er mis- virkt í þeim skilningi að starfið er mismunandi mikið í hinum ýmsu félögum innan SUS. Virknin fer líka eftir því hvað er að gerast í þjóðfélaginu á hverjum tíma. Starfið er meira t.d. fyrir kosn- ingar og fyrir landsfund en á öðr- um tímum. En bæði málefnalegt starf inn á við og útbreiðslustarf út á við er blómlegt á vegum sam- bandsins og í hinum mörgu félög- um ungra sjálfstæðismanna um allt land. SUS gefur að auki út afar vandað tímarit um þjóðmál, Stefni, sem Hreinn Loftsson lög- fræðingur hefur ritstýrt sl. tvö ár með miklum glæsibrag. „Afl nýrra tíma“ — Þú hefur verið formaður SUS sl. tvö ár og ert nýkjörinn til næstu tveggja ára, — hver eru heistu stefnumál sambandsins? — Ungir sjálfstæðismenn hafa undanfarið unnið mikið starf í stefnumótun t.d. í húsnæðismál- um og öðrum málum er varða ungt fólk svo sem atvinnumálum. Á siðasta SUS-þingi tók sam- bandið frumkvæði í pólitískri stefnumótun varðandi örtölvu- byltinguna og hinn nýja hátækni- iðnað undir forystu Önnu K. Jóns- dóttur, nú 2. varaformanns sam- bandsins. Ég tel að þar hafi mjög þarft verk verið unnið. Af öðrum ályktunum SUS- þingsins vil ég nefna sérstaklega ályktanir um efnahags- og við- skiptamál, sjávarútvegsmál og heilbrigðis- og tryggingamál. En margar af þeim hugmyndum, sem þar komu fram áttu síðan greiðan aðgang að álitsgerðum landsfund- ar Sjálfstæðisflokksins og stjóm- málaályktun fundarins. Það hefur sýnt sig, að flokkur- inn hlustar á það sem yngri menn hafa að segja. Sambandið er ekki einangrað, heldur skipað fólki sem nýtur trúnaðar og trausts innan flokksins til að vinna að ýmsum verkefnum og er það mjög jákvætt fyrir báða aðila. — Þing SUS var haldið undir kjör- orðinu „afl nýrra tíma“ ... — Þetta kjörorð sem við völd- um okkur fyrir SUS-þingið táknar tvennt. Annars vegar snýr kjör- orðið að hlutverki sambandsins sjálfs og er hugsað sem hvatning til félagsmanna og ábending um það, að afl til breytinga komi frá ungu fólki. Hins vegar víkur það að einu meginefni þingsins þ.e.a.s. örtölvumálum og áhrifum tölvu- byltingarinnar á atvinnulífið, en um það mál var fjallað sérstak- lega m.a. með fyrirlestrum sér- fróðra manna. — í leiðara síðasta Stefnis segir að menn þurfi ekki að fara í neinar grafgötur um það hvert ungir sjálf- stæðismenn sæki hugmyndafræði- legt afl sitt og í þeim skilningi sé auðsætt að frjálshyggjan verði „afl nýrra tíma“ í Sjálfstæðisflokknum. Boða þessi orð að ungir sjálfstæðis- menn fylgi róttækari hægri stefnu en flokkurinn hefur haft hingað til? — Nei, ég tel það ekki. Það er alveg ljóst, að ályktanir SUS- þingsins eru flestar hverjar mjög í anda frjálslyndis í þeim skilningi að menn vilja auka frelsi og svig- rúm einstaklinganna. Þessar ályktanir eru m.ö.o. gerðar af frjálshuga ungu fólki. Ég vil leggja áherslu á, að ungir sjálf- stæðismenn grundvalla sín sjón- armið á frjálslyndri og víðsýnni umbótastefnu, sem þróast hefur frá stofnun flokksins. Og ég vek jafnframt athygli á því, að ungir sjálfstæðismenn höfðu mjög hönd í bagga við meðferð stjórnmála- ályktunar landsfundarins, sem samþykkt var einróma á fundin- um. — Einn forystumanna flokksins sagði í sjónvarpsviðtali sl. vetur að eina áhugamál ungra sjálfstæð- ismanna virtist vera það — og hefði verið lengi, að leggja Framkvæmda- stofnun niður ...? — Það hefur lengi verið okkar baráttumál að útrýma pólitískri skömmtun á fjármagni. Um það hélt ég að allir sjálfstæðismenn gætu verið sammála. — Heldurðu að stofnunin verði lögð niður í næstu framtíð? — Já, ég hef trú á að gerðar verði verulegar breytingar á nú- verandi skipan. Um það er reynd- ar samið í stjórnarsáttmála ríkis- stjórnarinnar. Er „báknið“ á leið „burt“? — Má nú með stefnu ríkisstjórnar- innar eygja árangur af baráttu ungra sjálfstæðismanna síðustu árin fyrir „báknið burt“? — Fyrir nokkrum árum beittu ungir sjálfstæðismenn sér fyrir miklum umræðum um hlutverk ríkisins, sem náðu hámarki sínu með „báknið burt“. Þó að þær hugmyndir hafi kannski á sínum tíma þótt nokkuð djarfar, þá voru þær byggðar á grundvallarstefnu flokksins um verkefnaskiptingu ríkis, sveitarfélaga og einstakl- inga og það er mjög ánægjulegt, að núverandi ríkisstjórn virðist ætla að gera alvöru úr mörgu því sem þá var fjallað um. Ég nefni sérstaklega þær fyrirætlanir, sem fram koma í fjárlagafrumvarpi næsta árs um minnkun heildar- skattheimtu ríkisins, minnkun ríkisumsvifa og áform um sölu ríkisfyrirtækja. Þannig að svarið við spurningunni er jákvætt. Við höfum þróað þessar hug- myndir áfram á vegum SUS og nýlegt fylgirit Stefnis, sem þeir Ólafur ísleifsson hagfræðingur og Hreinn Loftsson ritstýrðu, hefur að geyma greinar, sem fjalla nán- ar um þessi mál, eftir ýmsa veltil- bæra aðila innan sambandsins. Hugmyndaleg starfsemi á veg- um SUS snýr þá ekki eingöngu að efnahagsmálum eða hagfræði. Við gerðum t.d. á síðasta vetri afar ítarlega samþykkt um stjórnar- skrármálið þar sem farið var nákvæmlega í saumana á hug- myndum stjórnarskrárnefndar. Þessi samþykkt var send öllum flokksráðsmönnum. Á síðasta SUS-þingi var í stuttri ályktun hvatt til þess, að áfram væri unnið að málinu og okkar tillögur í því efni liggja sem sé fyrir. — Hverjar eru hugmyndir SUS um valddreifingu? — Valddreifing er auðvitað eitt af grundvallaratriðunum í sjálf- stæðisstefnunni. Það er mikill misskilningur, að hún hafi verið fundin upp af stjórnmálasamtök- um, sem orðið hafa til á síðustu misserum. í mínum huga er aðal- atriði í þessu að dreifa hinu efna- hagslega valdi sem víðast f sam- félaginu. Það hafa sum þessara nýju samtaka misskilið. En við er- um ekki eingöngu að tala um þetta efnahagslega vald heldur líka stjórnskipulegt vald og hvernig því er skipt milli stjórnvaldsaðila svo og réttarstöðu einstaklinga og samtaka gagnvart hinu opinbera valdi. — Teluröu stjórnmálalífid hér á landi vera frjótt, — sumir telja það næsta staðnað? — Mér sýnist það vera býsna frjótt. — í hverju kemur það helst fram? — Á yfirborðinu mætti halda að starfsemi nýrra samtaka á stjórnmálasviðinu bæri vott um frjótt stjórnmálalíf, en það er nú samt staðreynd að a.m.k. hluti af því sem þar fer fram er mulningur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.