Morgunblaðið - 06.12.1983, Síða 14

Morgunblaðið - 06.12.1983, Síða 14
62 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1983 Vestmannaeyjar: Nýtt fyrirtæki — Vilberg-kökuhús Vestmannaeyjum, 26. nóvember. FYRIR ÞREMUR mánuðum tók hér til starfa nýtt fyrirtæki sem nefnist Vilberg-kökuhús og er til húsa að Vestmannabraut 36. Eigendur fyrir- tækisins eru hjónin Bergur M. Sigmundsson bakarameistari og Vilborg Gísladóttir sem af sameiginlegum áhuga og dugnaöi hafa komið þessu fyrirtæki sínu í góðan farveg. Alls eru starfsmenn fyrirtækisins fimm að tölu og Vilberg-kökuhús hefur sent á markað nokkrar tegundir af kökum og kexi auk kleinuhringja og ýmsar nýjungar eru væntanlegar. Það var ekki rasað um ráð fram við stofnun þessa fyrirtækis því áður en fyrsta framleiðslan kom á borð neytenda lá að baki ársvinna þeirra hjóna við undirbúning og markaðskönnun og að auki sótti Bergur sérstakt námskeið hjá Iðntæknistofnun sem nefndist „Viltu taka þér tak“. Fréttaritari heimsótti fyrirtækið fyrir skðmmu og ræddi stuttlega við Berg M. Sigmundsson bakara- meistara. Sagði Bergur að þau hefðu byrjað á að kanna hver eft- irspurnin væri á þessu sviði. „Niðurstaðan varð sú að við ákváðum að fara út í framleiðslu á fíkjubitum og döðlubitum. Einnig ætlum við að bjóða rúg- og hafra- bita. Þetta þótti okkur álitlegustu kostirnir til að byrja með og erum við ánægð með móttökurnar og hefur varan selst jafnóðum." Bergur sagði að ekki yrði hér látið staðar numið heldur væru ýmsar aðrar hugmyndir uppi og möguleikarnir nær ótæmandi. „Við munum nú á næstu dögum senda frá okkur á markaðinn fros- ið smákökudeig sem ekki hefur fyrr verið á boðstólum hér á Iandi. Þetta ætti að geta létt undir með Mor{unblaAíÓ/Si{iir(eir. Eigendurnir, hjónin Vilborg Gísladóttir og Bergur M. Sigmundsson. Hvítir postulínsvasar, mynstraðir. Kertaljósakrónur í úrvali. Jólahjartað frá B & G er komið Hvítir postulínsvasar, sléttir. Hvítir postulínsblómapott- ar. B6STECKE Lítið við í verslun okkar — Gjafaúrvalið hefur aldrei verið glæsilegra. RAMMAGERÐIN HAFNARSTRÆTI 19 Þýskur kristall: Listilega handskorinn kristall í ótal mynstrum. Silfurplett hitaföt. Fleiri geröir. Stálborðbúnaður: Hinn marg eftirspurði þýski stálborðbúnaður 18/8 stál pólerað með harðgljáa. nim 30 stk. í gjafakassa. - Góð verð* húsmæðrum í jólabakstrinum. Deigið er mótað og pakkað í hent- ugar umbúðir og meðan ofninn er að hitna er deigið sneitt niður og því síðan skellt í ofninn. Við buð- um svona deig hér fyrir síðustu jól og líkaði það mjög vel. Þá eru nú að fæðast hugmyndir um sérstakt heilsukex sem ætti að eiga góða möguleika nú á þessum heilsu- ræktar- og heilsufæðutímum. Þetta heilsukex okkar verður framleitt eftir ævagömlum ís- lenskum uppskriftum og ætti að geta komið á markaðinn í byrjun næsta árs.“ Aðspurður um verð og gæði framleiðslunnar sagðist Bergur vonast til að geta lækkað verðið á sínum vörum á næstunni því hon- um hefði tekist að ná mjög hag- stæðum viðskiptasamningi í Tyrklandi þaðan sem hann kaupir fíkjur, döðlur og aðra þá ávexti sem hann notar í vörur sínar. „Annars er það reynsla mín að ís- lendingar vilja fyrst og fremst fá góða vöru, gæðin skipta fólk mestu máli og á gæðin leggjum við mesta áherslu." Bergur M. Sigmundsson sagðist vera mjög ánægður með þær und- irtektir sem framleiðslan frá Vilberg-kökuhúsi hefði hlotið. Vörur fyrirtækisins væru á boð- stólum í verslunum um allt land og annast óskar Axelsson heild- sali í Reykjavík dreifingu á lands- byggðina. Bergur gat þess að lok- um að á næstunni yrðu vörur fyrirtækisins kynntar sérstaklega í Færeyjum ásamt fleiri iðnaðar- vörum frá íslandi. -hkj. BÖRNIN Á HVUTTAIHjUJM KOMA í BÆINN Mauri Kunnas Iðunn: „Börnin á Hvutta- hólum“ IÐUNN hefur gefið út bókina Börn- in á Hvuttahólum koma í bæinn eftir fínnsku höfundana Mauri Kunnas og Tarja Kunnas. Álfhildur Álf- þórsdóttir þýddi söguna. Eftir sömu höfunda er Jóla- sveinninn, sagan af jólasveininum og búálfum hans á Korvafjalli, sem út kom í fyrra. Börnin í Hvuttahólum koma í bs- inn er myndasaga í litum og segir frá því þegar Elsa og Kalli fá að fara í sína fyrstu löngu heimsókn til frændfólksins í bænum. Þetta gerist á öldinni sem leið. f kaup- staðnum býr Lappi bakarameist- ari og bðrnin hans, María, Jóhann og Karólína. í ys og þys bæjarins er margt að sjá sem er nýstárlegt og skrýtið í augum barnanna frá Hvuttahólum. Mauri Kunnas er kunnur höfundur myndasagna af þessu tagi en hann býr bæði til myndirnar og semur textann í fé- lagi við konu sína. Börnin á Hvutta- hólum er 40 síður í stóru broti. Ásetning annaðist setningu. TJöfóar til X -Lfólksíöllum starfsgreinum!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.