Morgunblaðið - 06.12.1983, Side 15

Morgunblaðið - 06.12.1983, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1983 63 Félagsheimilisbyggingin fánum prýdd daginn sem lokið var við að reisa. Morpinbi»éið/Bj#rB GuAmundason. Lokið við að reisa nýja félagsheimilið í Ólafsvík Ólafsyík, 22. nóv. SÍÐASTLIÐINN laugardag var lok- ið við að reisa hið nýja félagsheimili Ólafsvíkinga á Klifi. Miklum áfanga er náð en margt handtakið er eftir og mörg krónan á eftir að skipta um hand- hafa áður en fullgert verður. Menn hafa gælt við að stefna að víslu þess árið 1987 en þá á Ólafsvík 300 ára afmæli sem löggiltur verslunarstaður, sá elsti á Islandi. Verkið er i höndum Sig- urðar Elinbergssonar í Ólafsvík. Arkitekt hússins er Róbert Pét- ursson. Helgi Nýja Philips maxim er ekki aðeins hrærivél heldur einnig grænmetiskvörn, hakkavél og blandari * Philips maxim er frábær hönnun. Með fáeinum handtökum breytir þú hrærivél- inni í grænmetishvörn, hakkavél eða blandara. Allt sem til þarf eru fáeinir Philips maxim kostar aðeins 5.694 krónur! Það er leit að ódýrari hrærivél! fylgihlutir, sem allir eru innifaldir i verðinu. Philips maxim fylgir stór skál, þeytari, hnoðari, lítil skál, grænmetishvörn, hakkavél, blandari og sleikja. heimilistæki hf Hafnarstræti 3 — Sætúni 8. Iðunn: Barnagaman - úrvalssög- ur frá ýmsum löndum IÐUNN hefur gefið út bókina Barna- gaman — Spennandi sögur. Bók þessi sem er norsk að uppruna er hin fyrsta á íslensku í flokki úrvalsefnis handa börnum. Einar Bragi þýddi bókina sem út er gefin í samvinnu við Cappelens Forlag í Noregi. Bókin er prýdd fjölda mynda eftir norska mynd- listarmenn, margar þeirra í litum. í bókinni Barnagaman eru tíu sögur og sjálfstæðir sögukaflar. Margt af efninu tilheyrir kiassísk- um skemmtibókmenntum, annað er eftir seinni tíma höfunda. I formála er kveðið svo að orði m.a. að þessar úrvalssögur segi frá „áhættusömum" atburðum handan við grámósku hversdagslífsins, sem gefa hugmyndafluginu byr undir vængi." Fyrirhugað er að gefa út á næst- unni fleiri bindi i safni þessu. Báfna gaman Spennandisögur Barnagaman er 160 blaðsiður. Prentrún annaðist setningu. Banki fcir Bústaða-, QKnsásqg fössvcgs- hvafi Réttarholtsútibú Iðnaðarbankans á mótum Sogavegarog Réttarholtsvegar. Aukin þjónusta við íbúa nærliggjandi hverfa og þá sem leið eiga hjá. í Réttarholtsútibúinu fara fram öll almenn bankaviðskipti. Við leggjum sérstaka áherslu á persónulega þjónustu og ráðgjöf; - t.d. um þau mismunandi inn- og útlánsform sem henta hverju sinni. Verið velkomin á nýja staðinn og reynið þjónustuna. Mnaðaibankinn Réttarholtsútibú, Réttarholtsvegi 3, sími 85799

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.