Morgunblaðið - 06.12.1983, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 06.12.1983, Qupperneq 22
70 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1983 Hundrað ár frá stofiiun Framfarafélags Seltirninga Gamli Mýrarhúsaskólinn, byggöur 1906, sem nú hýsir bæjarskrifstofurnar og póststofuna. Eftir Heimi Þorieifsson Hinn 6. desember 1883 komu 28 Seltirningar saman til þess að stofna félag í þeim tilgangi „að æfa menn í ræðuhaldi", eins og segir í fundargerð. Félag þetta, Framfarafélag Seltirninga, átti eftir að starfa í 60 ár, en lestrarfé- lag, sem stofnað var innan þess, varð vísir að bókasafni því sem nú er starfrækt á Seltjarnarnesi. Stofnfundur Framfarafélagsins var haldinn í nýreistu barnaskóla- húsi Seltirninga, en það var gert af steini og tekið formlega í notk- un í janúar 1883. Má gera ráð fyrir, að þessi nýreista bygging hafi orðið mönnum hvatning til átaks í félagsmálum, enda átti nær öll starfsemi félagsins eftir að fara fram þar. Fyrstu félagar Framfarafélagsins voru einkum útvegsbændur og skipstjórar á Seltjarnarnesi, og því bar ákaf- lega mikið á umræðu um sjávar- útvegsmál fyrstu tvo áratugina, sem félagið starfaði. Félagslífið mótaðist líka af lífsháttum Nesbúa á þessum árum, en þeim gafst helzt tími til félagsstarfa milli vertíða. Fundir voru haldnir á tímabilinu október til febrúar eða frá því að haustvertíð lauk og fram að vetrarvertíð, sem hófst í marzbyrjun. Umræður um útvegsmál Þegar Framfarafélagið var stofnað, voru Seltirningar að hefja útgerð þilskipa og voru bjartsýnir á, að þau mundu verða skip framtíðarinnar. Einn ræðu- manna í félaginu sagði t.d. árið 1884, „að í því byggðarlagi, sem nokkur þiljuskip væru til, mundi seint koma hallæri“. Fyrsti for- maður félagsins, Jón Jónsson í Melshúsum, tók undir þetta og sagðist „af lítilli reynslu“ vita, að þilskip væru „arðberandi eign“. Hann hvatti menn til samstöðu um að eignast þilskip til dæmis „með agxíum". En Seltirningar ræddu líka um útgerð opinna skipa, en þeir áttu um þessar mundir 40 sexæringa og 9 áttær- inga. Þeim var illa við þær höml- ur, sem settar voru á notkun þorskaneta og línu á opnum skip- um í Faxaflóa og ræddu þau mál oft í félagi sínu. Þar lögðu þeir á ráð um að fá breytt fiskveiðisam- þykktum við Faxaflóa, en varð raunar lítið ágengt í þeim efnum. Þeir ræddu einnig um beitu, lifr- arbræðslu, vitann á Valhúsinu og margt fleira, er að sjósókn laut. Lestrarfélag stofnað Framfarafélag Seltirninga hafði aðeins starfað í tæpt ár, þeg- ar raddir heyrðust um það, að fé- lagsmenn þyrftu á bókakosti að halda til þess að geta rætt af þekkingu um hin ýmsu mál, sem á góma bar á fundum. í október 1884 sagði einn ræðumaðurinn, að það væri rétt að koma upp lestrar- félagi, t.d. til þess að eignast Al- þingistíðindi; „það æfði menn í að tala líka, þegar þeir heyrðu ræður eftir töluga þingmenn". Lestrarfé- lagsmálinu var hrint í fram- kvæmd haustið 1885, og voru fyrstu lög Lestrarfélags Seltirn- inga samþykkt 31. október 1885. í þeim sagði, að allt að 30 kr. úr félagssjóði skyldi varið til bók- akaupa. Þá skyldu félagsmenn lána bækur, er þeir ættu sjálfir, og svo útsjónarsamir voru Seltirn- ingar árið 1885, að þeir settu í fyrstu lög lestrarfélags síns, að skipuð skyldi fimm manna nefnd til þess að fá lánaðar bækur í Landsbókasafni og skyldu þær síð- Sigurður Jónsson. Formaður 1934—1943. an lánaðar öðrum félagsmönnum til lesturs. Ekki mun þó þessi hag- sýni hafa enzt lengi, því að skaða- bætur fyrir skemmdar bækur úr Landsbókasafni þóttu of miklar. Fyrsti fundur Framfarafélags- ins, þar sem menn gátu notið bók- lesturs, var 21. nóvember 1885. Var þá lesið í tvær stundir — frá sex til átta — og síðan hófst venjulegur málfundur. Sérstakur bókavörður, Þórarinn Arnórsson skipstjóri, hafði þá verið kosinn úr hópi félagsmanna, og bækurnar voru geymdar í skólastofunni. Fyrstu umræður, sem skráðar eru um einstök bókakaup, fóru fram í nóvember 1887. Þá var fellt að kaupa Egils sögu Skallagrímsson- ar, af því að fundarmenn álitu, að hún væri „flestum kunn“. Árið eft- ir ákváðu félagsmenn að taka 200 kr. lán til bókakaupa og lofuðu all- ir að ganga í ábyrgð. Ekki fékkst þó nema 150 kr. lán og með 4% vöxtum. Af þessu má ráða, að áfram var haldið við að stækka safnið og ekki fór mikið fyrir opinberum styrkjum á þeim árum, því að landshöfðingi synjaði félag- inu um styrk 1890 og ekki vildu félagsmenn þá leita til hrepps- nefndar. Árið 1895 var safnið orð- ið það stórt, að rétt þótti að veita öðrum hreppsbúum en félögum Framfarafélagsins aðgang að því. Skyldu menn greiða 45 aura á mánuði fyrir afnotin. Með þessari ráðstöfun var safnið orðið al- menningsbókasafn. Jón Jónsson, skipstjóri. Formaður 1883 og 1886—1888. Um aldamótin varð nokkurt hlé á starfsemi Framfarafélagsins, en lífseigasta grein þess reyndist vera lestrarfélagið, og var Fram- farafélagið endurreist 21. janúar 1903 undir nafninu Lestrarfélag Seltirninga. Að endurreisninni stóðu 38 Seltirningar og voru 4 konur í þeim hópi. Rann nú upp blómaskeið í félaginu, sem bezt kom fram í því, að það greiddi nær 2/5 af kostnaði við byggingu nýs Mýrarhúsaskóla, sem tekinn var í notkun haustið 1906. Þar fékk Framfarafélagið (nafninu var aft- ur breytt í Framfarafélag 26. janúar 1907) eitt herbergi á efri hæð fyrir bókasafn sitt og afnot af sal til samkomuhalds. Hélt bóka- safnið nú mjög áfram að stækka og segir Þorsteinn G. Sigurðsson kennari og bókavörður árið 1917, að það sé „eitt hið mesta hér á landi í sinni röð“. Þessi ummæli eru í grein, sem Þorsteinn skrifaði í Skólann, handskrifað blað Fram- faraféiagsins, sem út kom á þess- um árum. Hann bætir því við, að í safninu sé „flestar góðar bækur, sem til eru á íslenzkri tungu", en á hinn bóginn séu þar einnig „ósköpin öll af andlegu léttmeti eftir einlæga útlenda blaðrara og bullara". Sem dæmi um þá nefnir Þorsteinn „sorphöfunda" eins og Cylvanus Cobb og Charles Gar- vice, en þeir hafa lengi notið vin- sælda á landi hér. Árið 1921 voru bækur Fram- farafélagsins orðnar 1700 og veitti Guðmundur Ólafsson í Nýjabæ. Formaður 1892, 1894—1895, 1897, 1899. ekki af, því að útlánum fór fjölg- andi, m.a. vegna fjölgunar fólks í Viðey, en þar var risið upp þorp innan hreppsins. í skýrslu Sigurð- ar Jónssonar skólastjóra og bóka- varðar fyrir árið 1924 kemur fram, að útlán voru 923 og var mest lán- að af útlendum skáldsögum, eða 250. Útlán á íslenzkum skáldsög- um voru 200, fræðibókum 78 og af ljóðum 71 bók. Við félagsslit í Framfarafélaginu árið 1943 átti safnið um 2500 bindi bóka. Skólahald Þegar Framfarafélagið var stofnað árið 1883, hafði barnaskóli starfað á Seltjarnarnesi í 8 ár, en þar eins og víðar á landinu var erfitt að afla sér framhaldsmennt- unar eftir barnaskólanám. Einnig var margt fullorðið fólk, sem lítill- ar menntunar hafði notið í æsku. Framfarafélagið taldi það í sínum verkahring að gefa þessu fólki kost á frekara námi. Það byrjaði fræðslustarfsemi vorið 1884 með kennslu fyrir stúlkur á aldrinum 15—25 ára. Þetta var þriggja mánaða námskeið, haldið á Lambastöðum og voru kennslu- greinar þessar: „fatasaumur og lérepta", krosssaumur, hekl og söngur. Einn félagsmanna lét þó í ljós áhyggjur af því, „að engin vinnukind fengist", ef farið yrði að kenna kvenfólki. Útvegsbændur á Nesinu fundu fyrir því, að menn skorti til þess að „færa skip“ eins og það var orðað að stýra skipi á þeim árum. Því var ákveðið á Framfarafélags- fundi haustið 1884 að efna til námskeiðs í sjómannafræðum og skyldi Jón í Melshúsum kenna siglingafræðina. Þar sem greiða þurfti kennslueyri, ákvað Fram- farafélagið að styrkja þrjá unga menn til þess náms gegn því, að þeir yrðu í „forþjenustu á dekk- skipum í hreppnum" að námi loknu. „Öldungadeild" Merkasta framlag Framfarafé- lagsins til alþýðufræðslu á Sel- tjarnarnesi var sunnudagaskóla- hald, sem stóð í sex ár, 1886—1892. Þetta var ekki kennsla í kristnum fræðum eins og nafnið gæti bent til, heldur „frískóli fyrir unglinga og vinnufólk" í byggðarlaginu. Kennslugreinar voru skrift, rétt- ritun og reikningur og aðalkenn- ari var Sigurður Sigurðsson, fyrsti skólastjóri Mýrarhúsaskóla, en ýmsir félagar úr Framfarafélag- inu kenndu með honum. Nemend- ur voru 20—30 ár hvert og kennt var á sunnudögum, tvær stundir í senn. Fyrsta árið, 1886—1887, var kennt 16 sunnudaga á tímabilinu Eyjólfur Kolbeinsson. Formaður 1920—1921, 1923, 1925. 21. nóvember til 6. marz, en þá varð að hætta vegna þess að vertíð var að hefjast. Þennan vetur kenndu þeir Pétur Sigurðsson í Hrólfsskála og Guðmundur Ólafs, síðar í Nýjabæ, með Sigurði skóla- stjóra. Síðasta árið, sem sunnu- dagaskólinn starfaði, var kvartað undan því, að í hann sækti fólk úr Reykjavík, „sem ekki gerir annað en glápa og tekur ekkert eftir og þetta er fólk, sem hvergi fær að- göngu annars staðar". Þessi síð- asta athugasemd bendir til þess, að Reykvíkingar hafi ekki átt völ á betri „öldungadeild" en þeirri sem þá var á Seltjarnarnesi. Seltjarnarnesdansarnir Auk hefðbundinna mál- og lestrarfunda hafði Framfarafélag- ið alla tíð margskonar samkomu- hald fyrir félagsmenn sína og aðra. Það hélt böll, bæði „boðs- böll“ og „söluböll", tombólur, jóla- trésskemmtanir og stóð fyrir messuhaldi á Seltjarnarnesi. Afmælisfagnaður, sem síðar nefndist árshátíð, var fyrst hald- inn á ársafmæli félagsins og síðan nokkurn veginn reglulega á hverju ári og yfirleitt í desember. Fyrsta „gildið" stóð frá klukkan fjögur síðdegis til ellefu á laugardags- kvöldi og máttu félagsmenn „hafa með sjer karlmann og kvenmann en ekki tvo karlmenn". Ekki er getið um dans á þessari fyrstu árshátíð, en fjórum árum seinna var greinilega byrjað að dansa, því

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.