Morgunblaðið - 06.12.1983, Page 31

Morgunblaðið - 06.12.1983, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1983 79 Stórleikarar villast inní berbossamynd Kvíkmyndír Ólafur M. Jóhannesson Nafn á frummáli: Fanny Hill. Tónlist: Paul Hoffert. Leikstjóri: Gerry O’Hara. Sýnd í Austurbæjarbíói. Nú þegar skammdegið lokar sýn manna til ljóssins veit ég fátt betra en skjótast á bíó að sjá létta og hressilega mynd, þar sem sólin skín og brýtur niður múr myrkursins. Þessvegna skil ég ekki það smekkleysi að bjóða borgarbúum uppá kvikmynda- viku gegn kjamavopnum, þar sem endalok mannkynsins eru útmáluð svo gráum litum, sem mögulegt er. Eg freistast til að álíta að slík ragnarök beri frem- ur að leiða fram á hvíta tjaldið þegar fer að vora og sáiartetrið þolir að standa andspænis vánni miklu sem kannski dynur yfir og kannski ekki. Getur annars nokkur svarað þeirri spurningu, fremur en hvort sálin lifi af lík- amsdauðann? Persónulega álít ég hollara fyrir menn að velta fyrir sér spursmálum sem verð- ur svarað en hinum sem aðeins valda höfuðverk og þunglyndi. Samt var það nú er ég skoðaði nýjustu mynd Austurbæjarbíós, myndina um Fanny Hill, að þá leitaði á huga minn spurning sem ég hef enn ekki fengið svar við og býst ekki við að verði nokkurntíma svarað. Sum sé hvernig í ósköpunum standi á því að afburðaleikarar á borð við Shelley Winters og Oliver Reed leggi nafn sitt við slíka mynd- gerð. Hlutur þessa afburðafólks er að vísu ósköp smár, nema helst í auglýsingu bíósins, en Winter leikur hér hressa hórumömmu sem birtist andartak undir lok myndarinnar, en Oliver Reed kemur fram í þrem stuttum at- riðum sem lögfræðingurinn Widdlescombe. Annars er mynd- in ósköp venjuleg þriðja flokks berbossamynd þar sem sætar stelpur og strákar líkja eftir samförum, slíkum sem sjá má í nærmynd í alvöru pornómynd- um, og er ekkert við slíku að segja svona í svartasta skamm- deginu. Hitt er öllu verra þegar slíkar berbossamyndir eru aug- lýstar á fölskum forsendum, því haldið á loft að þar leiki stórleik- arar nánast aðalhlutverk. Hvað var annars blessað fólkið að leggja nafn sitt við slíka fram- leiðslu? Það hlýtur að vita að enn eru áhrif Viktoríu drottn- ingar slík á Vesturlöndum að leikarar sem koma fram í ber- bossamynd eru umsvifalaust sviptir geislabaugnum sem límd- ist á stórlistamenn í kjölfar endurreisnarinnar. Hitt er svo aftur annað mál að Oliver Reed tekst hér einkar vel upp í hlutverki Widdlescombe og næsta ævintýralegt hversu vel hann nær að breyta rödd sinni í samræmi við persónutúlkunina. Annars held ég að menn stormi ekki á mynd sem þessa til að hlusta á Oliver Reed umsnúa raddböndunum, heldur miklu fremur til að sjá sæta stelpu- bossa. Ég fagna því að kvik- myndaeftirlitið hefir hætt ofsókn á hendur saklausum berbossamyndum á borð við Fanny Hill, en snúið sér þess i stað að kvikmyndum þar sem einkum er fengist við skoðun kynfæra, slíka sem aðeins ætti að stunda á læknastofum. Frels- ið til ills er verra en frelsisskerð- ing og hvað er ömurlegra en frelsi sem er notað til að svívirða helgustu dóma manneskjunnar. I klámmyndum er hæðst að því er einkum gefur lífinu tilgang og viðheldur stofninum. Þar er manneskjunum beitt sem til- finningalausum vélum sem hafa það eitt að markmiði að skrölta hver á annarri. í berbossamynd- um er kynlífið hins vegar gert að leik þar sem aðeins er líkt eftir raunveruleikanum svipað og í kábojmyndum þar sem menn falla í plati. Ég álít slíkar mynd- ir með leikjum fullorðinna létta okkur skammdegið en að hinar sem fjalla um endalok lífsins dragi okkur enn dýpra inní svartnættið. Það er annars merkilegt til þess að hugsa, hvers þeir, sem ráða fjöregginu mikla, eru megnugir á andlega sviðinu. Þeir virðast nánast að vild geta ráðið því birtumagni sem streymir inní sálartetur ein- staklinganna. Er ekki kominn tími til fyrir frjálsborið fólk að skoða hversu litlu það ræður um eigin hugsun og tilfinningar á þessum válegu tímum? Zorro & Zorrow Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Bíóhöllin: Zorro og hýra sverðið („Zorrow, the Gay Blade“) Leikstjóri: Peter Medak. Fram- leiðandi og handritshöfundur: George Hamilton. Kvikmynda- taka: John A. Alonzo. Tónlist: Max Steiner. Aðalhlutverk: George Hamilton, Lauren Hutton, Ron Leibman, Brenda Vaccari, Dono- van Scott. James Botth. Banda- rísk, gerð 1981 af Melvin Simon Prods. / 20th Century-Fox. Sýn- ingartími 93 mín. Illa er nú komið fyrir þeim kunna garpi, Zorro, sem áður hrelldi aurasjúka landeigendur í Kaliforníu vestur og var leigu- liðum huggun í harmi. Var þetta lýðum ljóst af mergð kvikmynda með ekki ómerkari hjartaknús- urum fyrri ára en þeim Douglas Fairbanks sr. og Tyrone Power, í hinu sögulega hlutverki. En nú, í takt við tíðarandann, er súkku- laðidrengurinn George Hamil- ton búinn að gera homma (að hálfu leyti) úr þessum Hróa hetti kalifornískra smábænda. Allt er í heiminum hverfult! Zorro og hýra sverðið, þessi oft bráðfyndna skopstæling á hinni þekktu hetjuímynd hvíta tjaldsins fjallar semsé um tvo „Zorróa". Tviburabræðurna Don Diegovega sem tekið hafa upp merki garpsins. Sá „eðlilegi" fær bróður sinn, sem forframast hef- ur í sjóher hans hátignar og kallar sig nú Bunny Wiggle- worth, í lið með sér í baráttunni gegn landeigandanum illa. George Hamilton sem hinn hýri Zorro. Þessi uppsetning virkar með miklum ágætum á áhorfendur lengst af og eru uppákomurnar oft bráðsmellnar. Sama má segja um orðaleiki, látæði þjóns- ins mállausa og hina spánsk- bornu ensku sem aðalleikurun- um er lögð í munn. Hamilton hefur nú sannað og sýnt að hann er ekki bara frítt fés, heldur og með tveimur síðustu myndum sínum, að hann er einnig dágóð- ur gamanleikari og handritshöf- undur með prýðilegt skopskyn, einkum næmt auga fyrir farsan- um í hersdagsleikanum. Zorro..., er ekki mynd sem ætlað hefur verið að setja mark- ið hátt, en það hefur tekist sem fyrir höfundum hefur vakað — að skemmta áhorfendum ágæt- lega í hálfan annan tíma. Leikendur sýna velflestir ágætan farsaleik, enginn þó betri en Ron Leibman (sem stóð sig svo ágætlega hérna um árið í Slaughterhouse Five), sem hefur auðsjáanlega bráðgaman af að taka þátt í allri vitleysunni. Lítilfjörleg, en samt sú besta Finnbogi Marinósson Shakatak. Out of this World. Ploydor / Fálkinn. Eftir því sem helst er hermt þá er hljómsveitin Shakatak einn helsti keppinautur Mezzo- forte erlendis. Ekki nóg með það, heldur hefur Mezzo verið sökuð um að stæla fyrrnefnda sveit, og ekki þótt takast vel upp. Hvað um það. Báðar spila þær „jass- fusion“ og gera það vel. Nýlega fékk ég nýjustu breið- skífu Shakatak og heitir hún Out of this World". Eg hafði aldrei heyrt frá þessum flokki fyrr og veit nú að ég var ekki að missa af miklu. Fyrsta lag plötunnar mun hafa náð einhverjum vinsældum „Dark is the Night". Þýtt' lag, en mikið leiðist mér sögnurinn. Næsta lag „Don’t Say that again" sannfærði mig endanlega um að hljómsveitin lætur mun betur í eyrum án söngs. Annars er þetta lag ótrúlega líkt tónlist Mezzo og mér er spurn: Hver ap- ar eftir hverjum? En hvert lagið rekur annað án þess að ástæða sé til að standa upp og veina. Samkvæmt bestu heimildum mun „Out of this World" vera besta plata Shakatak til þessa. Platan er vel unnin, góður hljóðfæraleikur og augljóst að drengirnir kunna sitt fag. En séu þeir bornir saman við Mezzo- forte þá verða þeir heldur kot- ungslegir. Það er þó líf og fjör hjá Mezzo, nokkuð sem ekki finnst hjá Shakatak þó vel sé gáð. FC/AM. Dýrheimar Bókmenntir Jenna Jensdóttir Svona eru dýrin mál og myndir eftir Joe Kaufman íslensk þýðing Örnólfur Thorlacius Setberg Reykjavík 1983 Þetta er fjórða bókin í Svona er ... bókaflokki Setbergs. Allt eru þetta fræðslubækur þar sem myndir skipa sessinn en textar fylgja hverri mynd. Fyrsta bókin heitir Svona erum við. Með hverri bók fylgja formáls- orð til foreldra, þar er þeim kynnt efnið og rætt lítilsháttar um það. Svona eru dýrin byrjar á kafla um steinaldarmenn. Sagt er lítil- lega frá lifnaðarháttum þeirra og viðhorfi þeirra til óþektra dýra, sem varð oft ærið skrýtið sökum þekkingarleysis. Síðan er bókin byggð á þeirri þekkingu sem vísindamenn nútím- ans hafa aflað með því að rann- saka láð og lög og hvers kyns dýr og lifnaðarhætti þeirra um heim allan. Bók þessi er ætluð sex til tólf ára börnum að því er segir í formálsorðum. Þess er líka getið að hún höfði til dýravina á öllum aldri. Ég held að það sé rétt að fólk á öllum aldri hafi gaman af svona fræðslubókum, ef þær eru á aðgengilegu og góðu máli. Og fyrir þá kosti finnst mér ástæða til að vekja athygli á Svona eru dýrin sem handbók fyrir börn í skóla og utan. í seinasta kafla hennar, Fram- tíðin, er vikið að þeirri ógn sem vofir yfir sumum dýrastofnum, að þeir séu dæmdir til útrýmingar af öðrum ástæðum en í fornöld. „Nær öllum þeim dýrum sem nú eru í hættu er ógnað af veldi mann- anna.“ En er ekki dýrategundin Homo Sapiens líka í hættu tortímingar? Frágangur bókarinnar er góður. Höfóar til .fólksíöllum starfsgreinum! JXturjjtmliIníi ifo Að vera padda Bókmenntir Sveinbjörn I. Baldvinsson Franz Kafka: HAMSKIPTIN, saga. Þýð.: Hannes Pétursson. 111 bls. Iðunn. Ævi Franz Kafka var einmana- leg og stutt, svo sem títt er um mikil skáld. Hann lést meira að segja úr tæringu á heilsuhæli nærri Vínarborg aðeins rúmlega fertugur að aldri. Dæmigerð leið- arlok snillings. Hann reit margar smásögur og einar þrjár skáldsög- ur, en margt af þessum verkum kom ekki fyrir almennings sjónir fyrr en að höfundinum látnum. Sjálfur hafði hann beðið um að óbirt handrit sín yrðu brennd að sér látnum. Skáldbróðir hans, Max Brod, sem var frá Prag eins og Kafka, treysti sér ekki til að verða við þeirri ósk vinar síns. Ekki er ósennilegt að Kafka væri flestum gleymdur, hefi Brod ekki svikist um að láta þessi blöð á eld- inn. „Hamskiptin" er ein þeirra sagna sem komu út á meðan Kafka var á lífi. Hann skrifaði söguna árið 1912 og hún var prent- uð þremur árum síðar. Þetta er stutt skáldsga, eða löng smásaga, eftir því við hvað er miðað. Ég hallast að hinu síðara. Sagan fjall- ar um heldur ómerkilegan mann sem er leiksoppur óskaplegra ör- laga og kemst í ákaflega hryllilega aðstöðu án þess að fá nokkuð að gert, en reynir þó í lengstu lög að aðlagast þessum nýju aðstæðum. Upphafssetning sögunnar er dæmigerð fyrir stíl Kafka. Hún er ósköp blátt áfram, en innihaldið er ekki beint hversdagslegt: „Einn morgunn þegar Gregor Samsa vaknaði heima í rúmi sínu eftir órólegar draumfarir, hafði hann breytzt í risavaxna bjöllu." I sögunni er því síðan lýst hvernig Gregor Samsa bregst við hinum nýja líkamsvexti sínum og reynir að takast á við vandann af hinni marglofuðu mannlegu skyn- semi. En líkt og í öðrum sögum Kafka verður smám saman ljóst, að þessi ágæta skynsemi sem dýrategundin maður er kennd við á fræðimáli, má sín harla lítils gegn duttlungum tilverunnar. Þótt þeir duttlungar hennar sem Gregor Samsa fær að kenna á, séu kannski ívið ólíkindalegri en það sem flestir eiga á hættu, eru möguleikar hans og okkar álíka miklir, hvað varðar lausn vandans. Sem sagt engir. í sögunni kynnumst við, auk Gregors Samsa, fjölskyldu hans, sem hann hefur reyndar séð fyrir fram að þessu. Faðirinn bregst við af fullri hörku, þegar sonurinn breytist í risapöddu og kemur ekki nærri honum nema til að reka hann inn í herbergi það sem hon- um er ætlað. Systir ólánsmanns- ins sér honum fyrir mat, en forð- ast skiljanlega að hafa mikið sam- neyti við hann. Móðirin er hrædd við að sjá hann og lætur sér lengst af nægja lýsingar dótturinnar. Hagur heimilisins versnar mikið. Loks deyr risabjallan Gregor og allir anda léttar. Margir eru þeir fræðimenn sem ritað hafa um Kafka og eru bæk- urnar um verk hans sjálfsagt orðnar mun fleiri en ritsafn hans sjálfs. Það vill oft verða svo. Enda innsta eðli skáldverka fremur spurn en svar og því óhætt um vik að reikna þau út. Ef einhver svör eru til við þeim spurnum sem fel- ast í skáldverki, þá er það í verka- hring hins almenna lesanda að leita þeirra í eigin huga. Lesendur „Hamskiptanna" hafa nóg að gera. Ekki hef ég lesið „Hamskiptin" á frummálinu, sem er þýska, og treysti ég mér því ekki til að fjöl- yrða um þýðingu Hannesar Pét- urssonar, en hún virðist ágæt. Því ber að fagna, að þetta verk skuli nú hafa verið gefið út að nýju, en það kom upphaflega út hjá Menn- ingarsjóði árið 1960 og hefur verið ófáanlegt um skeið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.