Morgunblaðið - 08.12.1983, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.12.1983, Blaðsíða 1
64 SIÐUR STOFNAÐ 1913 282. tbl. 70. árg. FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1983 Prentsmiðja Morgunblaðsins 93 létu lffið í árekstri tveggja þota á Barajas-flugvelli í Madrid í gærmorgun: Skortur á ratsjárbún- aði ein orsök slyssins Madrid. 7. HrsemtM-r Frá lleltru Jnnsdnttur. Madrid. 7. desember. Frá Helgu Jónsdnttur, fréturitara Morgunblaosins, og AP. SVO virdist sem skortur á nauðsyn- legum tækjabúnaði flugumferðar- stjóra í Madrid hafí ein veriö meg- inorsökin fyrir árekstri tveggja flug- véla i Barajas-flugvellinum í Madrid kl. 9.45 í morgun. Að sögn AP-frétta- stofunnar létu 93 lífið er áreksturinn varð. Tækjabúnaðurinn sem hér um ræðir er svonefnd yfirborðsratsjá, sem gerir flugturninum kleift að fylgjast með ferðum flugvéla á vellinum sjálfum í slæmu skyggni. Slík tæki eru á flestum stærstu flugvöllum heimsins, en ekki í Madrid. Dimm þoka var er slysið varð og þykir aðdragandi þess minna mjög á sambærilegt slys er varð á flug- vellinum í Tenerife á Kanaríeyjum fyrir 6 árum. Þá létu hátt á sjötta hundrað manns lífið er tvær þotur af gerðinni 13oeing 747 rákust sam- an þegar önnur sveigði fyrir hina, sem var um það bil að hefja sig til flugs. Að sögn flugumferðarstjóra hafði DC-9-þota Aviaco-flugfélags- ins ekki fengið leyfi til flugtaks er hún ók þvert í veg fyrir Boeing- 727-þotuna í eigu Iberia, spænska ríkisflugfélagsins. Þegar vélarnar rákust sama var Boeing-þotan komin á fulla ferð. Allir um borð í Aviaco-vélinni, 37 farþegar og 5 manna áhöfn, létust. Úr hinni vélinni fórust 50 farþegar og einn úr áhöfninni. Meira en helmingur þeirra 43, sem lifðu slys- ið af, var lagður inn á sjúkrahús. Ekki eru nema 10 dagar siðan alvarlegt flugslys varð skammt frá Barajas-flugvellinum í Madrid. Þá fórst þota af gerðinni Boeing-747 frá kólombíska flugfélaginu Avi- anca og með henni 181 maður. Sjá nánar á bls. 14: „Vélin brotnaði í sundur og eldur varð strax laus." Slökkviliðsmenn koma á slysstað á Barajas- - flugvelli eftir árekstur flugvélanna tveggja í gærmorgun. Fremst á myndinni má sjá breitt yfir lík nokkurra fórn- arlambanna. Simamynd AP. Jafntefli London, 7. desember. AP. ÁTTUNDU einvigisskák Smyslov og Ribli lauk með jafntefli í 41 lelk í gærkvöldi. Sjá nánar á bls. 18. Jbktjf" ^m Kosningar ekki tald- ar munu breyta neinu KaupmannahöTn, 7. desember. Frá Ib Björn bak, frétUriUra Morgunblaoxiiui. Minnihlutastjórn Paul Schliiters stendur nú frammi fyrir aivarlegustu vandamálunum í sinni tíð. Stjórninni gengur svo illa við að afla stuðnings við fjárlagafrumvarp næsta árs, að kosningar þann 10. janúar virðast á þessu augnabliki vera óumflýjanleg- Svo virðist sem deilur um sparn- að í fjárlagafrumvarpinu fyrir næsta ár ætli að verða banabiti stjórnarinnar. Deilan nú snýst um kröfu Framfaraflokksins um 10 milljarða danskra króna sparnað í umfram -10 milljarða, fjarlagafrumvarpinu, gjaldaliði upp á 8- sem stjórnin hefur þegar ákveðið að fella úr frumvarpinu. Schlúter segir kröfu þessa vera óraunhæfa með öllu. Schluter og Henning Christoph- ersen, fjármála- og varaforsætis- ráðherra, eiga enn í viðræðum við róttæka vinstriflokkinn um fjár- lagafrumvarpið. Flokkurinn hefur veitt stjórninni stuðning í ýmsum málum þegar á hefur bjátað, en jafnvel þótt samkomulag náist við hann að þessu sinni er líf stjórnar- innar ekki úr hættu. Til þess að svo verði þarf stjórnin að tryggja sér stuðning annaðhvort þingmanna Framfaraflokksins eða sósíaldemó- kratanna. Þingmenn Framfara- flokksins hafa einnig stutt stjórn- ina í ýmsum málum, en ekkert bendir til þess að samkomulag ná- ist við nokkurn þessara þriggja flokka að þessu sinni. Náist ekki meirihlutastuðningur við fjárlagafrumvarpið stendur ríkissjóður frammi fyrir því um áramótin að mega hvorki greiða út laun né almannabætur. Slíkt ástand getur að sjálfsögðu ekki við- gengist og verður því að samþykkja bráðabirgðalög þar til meirihluti þingsins samþykkir frumvarpið. Þótt efnt verði til kosninga í janúar, eins og allt bendir til nú, er hætt við að ekki verði neinar rót- tækar breytingar á fyigi flokkanna. f skoðanakönnun, sem Gallup- stofnunin gekkst fyrir um helgina, kom fram, að stjórnarandstöðu- flokkarnir gætu ekki vænst fylgis- aukningar kæmi til kosninga eftir mánuð. Vilja flaugarnar brott frá Evrópu Briissel, 7. desember. AP. CASPAR Weinberger, varnarmála- ráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag, að Bandaríkjamenn væru reiðubúnir til viðræðna við Sovétmenn „hvar sem er í heiminum, hvenær sem er". Yfir lýsing Weinbergers kom í kjölfar fund- ar varnarmálaráðherra NATO-ríkj- anna, sem lauk í Briissel í dag. Utanríkisráðherrar NATO funda á morgun og á föstudag. Weinberger sagði ennfremur við fréttamenn, að hann efaðist um að það breytti stöðu mála mikið þótt START-viðræður stórveldanna yrðu sameinaðar viðræðunum um meðal- drægar flaugar í Genf. „Það myndi aðeins flækja málið enn frekar," sagði hann. Þá sagði Weinberger, að eftir tveggja ara samningaþóf við Sov- étmenn hefði það komið berlega í ljós, að þeir virtust ekki hafa áhuga á samningum af einu eða neinu tagi. Josef Luns, framkvæmdastjóri NATO, sagði að í sameiginlegri yfir- Weinberger Luns lýsingu varnarmálaráðherranna vonuðust þeir eindregið eftir að Sov- étmenn sneru aftur að samninga- borðinu í Genf. „Æskilegt væri að fækka flaugunum að því marki að hvorugur aðilinn hefði meðaldrægar flaugar i Mið- og Vestur-Evrópu," sagði í niðurlagi yfirlýsingar ráð- herranna. Ók steinsofandi 43 km vegalengd Portsmouth, Knglandi, 7. desrmher. AP. ÞAÐ er gömul saga og ný, að menn gangi í svefni. Hitt er þó öllu sjaldgæfara að svefngenglar setjist undir stýri og aki af stað. Þetta átti sér þó stað í Portsmouth fyrir skemmstu. Málavextir eru þeir, að fimm- tán ára gamall drengur gerði sér lítið fyrir nótt eina í síðustu viku er hann var í fastasvefni, reis úr rekkju, tók bifreið föður síns traustataki og ók henni alla leið til Southampton, sem er 43 kíló- metra í burtu. Það var ekki fyrr en inn í miðri Southampton-borg, að hann rankaði við sér og brá þá skelfi- lega. Er hann gerði sér grein fyrir hvað gerst hafði fór hann á náttfötunum og hankuði upp á í nærliggjandi húsi um miðja nótt. Fékk að hringja heim til sín og faðir hans kallaði þegar til lög- reglu. Var bílnum ekið aftur til Portsmouth — í þetta sinnið af lögreglunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.