Morgunblaðið - 08.12.1983, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 08.12.1983, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1983 19 Meðalskattbyrði óbreytt milli ára: Skattbyrði hinna tekjulægri lækkar „Mest verður lækkun skatta hjá einstæðum foreldrum,“ sagði fjármálaráðherra í framsögu með skattlagafrumvarpi Verulega hefur miðað í ítt að því meginmarki ríkisstjórnarinnar að koma verðbólgu á næsta íri niður á sambærilegt stig og í nágrannalönd- um. Þegar skyndilega dregur úr verðbólgu er nauðsynlegt að grípa til breytinga í álagningarkerfí tekju- skatts til að koma í veg fyrir að raunbyrði skatta hækki ekki 1984 frá 1983. Meðalskattbyrði eykst ekki á komandi ári og skattar af lægri tekjum lækka. Þetta var megininntak í framsögu Alberts Guðmundssonar, fjármálaráðherra, er hann mælti fyrir frumvarpi til breytinga á lögum um tekju- og eignaskatt á Alþingi í gær. Meðal efnispunkta í ræðu fjár- málaráðherra vóru þessir: • 1) Skattbyrði tekjuskatta í heild verður hin sama, sem hlut- fall af tekjum greiðsluárs, 1984 og Albert Guðmundsson, fjármálaráðherra. • 9) Fyrirframgreiðsluhlutfall skatta verður lækkað (hefur verið 70% af sköttum fyrra árs á fyrri helmingi nýs árs), en sú lækkun hefur ekki verið ákveðin. Fjármálaráðherra sagði tekju- skattinn einan ekki segja allt um skattbyrði fólks. Þar komi skattar sveitarfélaga einnig við sögu. Fé- lagsmálaráðherra hefur lýst því yfir að hann muni ekki leyfa álag á 11% hámarksálagningu á gjald- stofn nema sérstakar aðstæður knýi á um slíkt. Ég hefði gjarnan viljað ganga lengra í skattalækkun, sagði fjár- málaráðherra efnislega, en við nú- verandi aðstæður í ríkisfjármál- um og efnahagsmálum þjóðarinn- ar er það ekki unnt að sinni. Strax og rofar til á nýjan leik verður þó að vinda enn ofan af skattbyrði almennings. Hvers vegna fékk Birgir Bragason ekki bókmennta- verðlaun Nobels? 1983. • 2) Þetta þýðir að skattalækkan- ir 1983 frá sköttum 1982, skv. bráðabirgðalögunum, haldast áfram. • 3) Skattalækkun, miðað við skatttekjur að óbreyttu skattkerfi, þýðir 600 m.kr. tekjutap ríkissjóðs 1984. • 4) Auk skattvísitöluhækkunar er lagt til að skatthlutföll lækki, skattþrep lengist umfram skatt- vísitöluhækkun, persónuafsláttur hækki umfram hækkun skattvísi- tölu og verulega umfram verð- lagshækkun milli ára. Barnabæt- ur hækka að meðaltali í hlutfalli við áætlaða tekjuhækkun milli ár- anna 1983 og 1984, nema barna- bætur til einstæðra foreldra, sem hækka töluvert meira. • 5) Þó skattbyrði haldist að með- altali óbreytt sem hlutfall af tekj- um greiðsluárs milli ára gildir það þó ekki um lægri tekjur. Skatt- byrði hinna tekjulægstu verður minni á næsta ári, á sama grund- velli reiknuð, og skattbyrði hinna tekjuhæstu þyngist nokkuð. Skattbyrði 75% hjóna í landinu annað tveggja lækkar eða stendur í stað en skattbyrði 25% eykst nokkuð. Skattar 85% einhleypinga lækka eða standa í stað. Hjá ein- stæðum foreldrum lækkar skatt- byrðin hjá 90% hópsins. • 6) Lækkun skattstiga verður samkvæmt frumvarpin úr 50 í 45%, 35 í 32% og 25 í 23%.- Skattur af tekjum barna lækkar úr 7% af stofni í 5%. ••7) Skattfrjáls eign einstaklinga er hækkuð um 57%, sem er nokk- uð umfram meðalhækkun fast- eignamats, og eignaskattshlutfall lækkað úr 1,2% í 0,95%. • 8) Til að halda skattbyrði fé- laga óbreyttri milli ára, eins og hjá einstaklingum, er tekjuskatt- ur félaga lækkaður úr 65% í 51% af stofni. Norskir dagar í Norræna húsinu ÞANN 9.-11. desember 1983 stendur Nordmannslaget fyrir norskum dög- um í samvinnu við Norrena húsiö, Hótel Loftleiðir og norska sendiráöið. Þann 10. desember verður haldin afmælisveisla á Hótel Loftleiðum og sunnudaginn 11. desember verður kveikt á norska jólatrénu við Austurvöll. Þess má einnig geta, að hinn kunni vísnasöngvari Finn Kalvik kemur frá Noregi til þess að skemmta. Núverandi formaður er Jan Erik Wiken. Þann 10. desember 1933 var Árið 1947 var reist minnismerki Nordmannslaget stofnað. Fyrsti formaður þess var L.H. Múller. Aðrir í stjórn voru: Reidar Sör- ensen, Tomas Haarde, Ottar Ell- ingsen og Lousi Skaugsteinholt Frá upphafi hefur félagið gegnt þýðingarmiklu hlutverki fyrir Norðmenn á íslandi. Á stríðsárun- um nutu margir norskir sjómenn og hermenn stuðnings félagsins. Félagið stóð fyrir fjáröflun til styrktar þessum aðilum og greiddi götu þeirra á marga vegu. Eftir stríð styrkti félagið hjálparstarf- semi í Noregi. í Fossvogskirkjugarði yfir 36 Norðmenn sem fallið höfðu í stríð- inu við íslandsstrendur. Nordmannslaget hefur haft góða samvinnu við skógræktarfé- lögin á íslandi. Árið 1953 var fé- laginu úthlutað svæði í Heiðmörk til gróðursetningar. Með dyggum stuðningi þáverandi sendiherra, Torgeir Andersen Ryst, reisti fé- lagið sér bústað þar. Árlega hefur félagið haldið þjóðhátíðarsamkomu 17. maí og jólaskemmtun. Einnig hefur það staðið fyrir ýmiss konar menning- arstarfsemi. VK> KLETTÓTTA STRÖND Mannlífsbættir undan Jökli._____________ Stórbrotin viðtalsbók eftir vinsæla blaða- og útvarpsmann- inn Eðvarð Ingólfsson. Bókin hefur hlotið frábærar umsagnir gagnrýnenda. „...undarlegt hve vel Siguröur Sveinn Sigurjónsson nær því andrúmslofti sem einkennir lítil pláss... þáttur af Jóhönnu Vigfúsdóttur er líka góður hjá Eðvarð. ...Það er ekki ónýtt að kynnast frásögnum Guðlaugar Pétursdóttur... hljóðláta frásögn Sigurbjörns Hanssonarog að mörgu leyti merkilega skýrslu Péturs B. Guðmundssonar. Finnbogi G. Lárusson úr Breiðuvík... hefur góða frásagnargáfu. Skúli Alexanders- son, alþingismaður og Einar Bergmann, kaupmaður hafa báðir komið við sögu atvinnumála á Sandi. Kristjón Jónsson var um margt merkilegur maður... Sonur Kristjóns, Grétar... fer á kostum í þessu viðtali... Axel Clausen er þjóðsagna- persóna... Eðvarð Ingólfsson gerir sitt til að draga upp mynd þess umhverfis sem hann er sprottinn úr og gerir það laglega“. Jóhann Hjálmarsson Mbl. 6. des. '83. „...Fjölbreytni í svip viðmælenda veldur því að lesandinn fær meira út úr bókinni, hefur meira út úr lesri hennar... Hún er sönn. Því mun hún ná til þeirra sem unna íslensku alþýðlegu mannlífi". Halldór Kristjánsson. Tímlnn 28. nóv. '83. ÓIYMPÍULEIKAR að fornu og nýju í bókinni Ólympíuleikar ad fornu og nýju rekur Dr. Ingimar Jónsson sögu Ólympíuleikanna. Stórfenglegum íþróttavið- burðum og minnisstæðum atvikum er lýst. Þátttöku íslend- inga í Ólympíuleikunum eru gerð ítarleg skil. Ólympíuleikar að fornu og nýju er á þriðja hundrað bls. Hana prýða um hálft annað hundrað mynda, þar af margar litmyndir. Ólympíuleikaradfornuog nýju er ómissandi öllum íþrótta- unnendum. IngimarJóns&on ÓIYMPIUIEIKAR nýju KAPPHLAUPIÐ \frvksfvrthr Xniuinl'ivn* fil snriursknut'in* Afreksferðir Amundsens og Scotts til Suðurskautsins. xaMff Afar spennandi heimildaskáldsaga snilldarvel rituð af norska verðlaunahöfundinum Káre Holt. Þýðandinn, Sigurður Gunnarsson fv. skólastjóri las söguna í útvarpið fyrir nokkrum árum við mikla hylli. Kapphlaupið er ágeng og umdeild bók sem lætur engan ósnortinn. Æskan Laugavegi 56 — sími 17336

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.