Morgunblaðið - 08.12.1983, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 08.12.1983, Blaðsíða 32
Oá/c^úce JÓLAPAKKANN HANS ^tgisttMiiMfr Bítlaæöiö cb'OADWC * FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1983 VERÐ I LAUSASOLU 20 KR. Deilt um sel- veidilaunin — skatturinn vill fá þau gefin upp NÚ HAFA veiðzt rúmlega 4.000 selir á árinu og hafa rúmlega 2 milljónir króna verið greiddar í veiðilaun. Meirhluti selsins seinnihluta ársins, eða 150 til 200 lestir, hefur farið í loðdýrafóður. Skattstjórar Vesturlands- og Vest- fjarðaumdæmis hafa farið fram á það við hringormanefnd, að hún gefl út launaseðla á veiðilaunin, en hringormanefnd hefur ekki fallizt á það. „Hringormanefnd lítur á greiðslur fyrir selinn sem veiði- laun og þær séu því ekki fram- talsskyldar. Því getum við ekki fallizt á þessa beiðni. Okkur finnst óeðlilegt að ríkið skuli ekkert leggja af mörkum í baráttunni við hringorminn og ætli sér þess í Loðnuveiðin: 100.000 tonn komin á land ÞRJÁTÍU loðnuskip tilkynntu loðnu- nefnd um afla frá miðnætti aðfaranótt síðastliðins þriðjudags, samtals rúm- lega 14.000 lestir til miðs dags í gær. Er loðnunni nú landað allt frá Siglu- firði og austur á Reyðarfjörð. Hefur þá verið landað rúmlega 100.000 lest- um af loðnu á þessari vertíð. Bátarnir, sem tilkynntu um afla á þriðjudag voru: Harpa RE, 550, Guðmundur Ólafur ÓF, 450, Gull- berg VE, 480, Dagfari ÞH, 520, Sig- hvatur Bjarnason VE, 540, Ljósfari RE, 400, Magnús NK, 460, Þórður Jónasson EA, 100, Hrafn GK, 5 50 og Rauðsey AK 570 lestir. Frá miðnætti aðfaranætur mið- vikudags til miðs dags í gær höfðu eftirfarandi 20 skip tilkynnt um afla: Skírnir AK, 430, Hákon ÞH, 800, Albert GK, 500, Huginn VE, 500, Súlan VE, 700, Keflavík, 520, Húnaröst ÁR, 600, Erling KE, 320, Helga II RE, 140, Pétur Jónsson RE, 680, Gísli Árni RE, 420, Þórður Jónasson EA, 420, Hilmir II SU, 540, Jöfur KE, 300, Þórshamar GK, 320, Skarðsvík SH, 480, Víkurberg GK, 500, Örn KE, 400, Eldborg HF, 750 og Jón Kjartansson SU, 900 lestir. stað að skattleggja veiðarnar," sagði Björn Dagbjartsson, for- maður hringormanefndar, er blm. Morgunblaðsins innti hann álits á þessu og bað hann að rekja gang veiðanna. „Selveiðarnar hafa nú gengið svipað og í fyrra. Okkur er kunn- ugt um að drepnir hafa verið rúmlega 4.000 selir, en eitthvað er enn útistandandi hjá umboðs- mönnum. Við borgum hins vegar ekki veiðilaun fyrir selinn eftir 1. desember og eftir er að ákveða hvernig þessu verður háttað á næsta ári. Okkur reiknast til að nú hafi veiðzt töluvert meira af fullorðnum sel en í fyrra. Greidd- ar eru 10 krónur á kílóið og kemur það betur út fyrir veiðimenn en laun fyrir kjammann. Annars eru launin 300 krónur fyrir útselskóp, 100 fyrir landselskóp, 700 á land- sel og 1.000 á útsel. Ekki er hægt að fá greitt bæði fyrir kjamma og kjöt,“ sagði Björn Dagbjartsson. IBBPI SUÐUREY w ffir: m* aæ:-- '4* -V. ' ■ &**£*?<' * Loðna, sfld og björgunarbátur ÁGÆT síldveiði hefur verið hjá Eyjabátunum að undanförnu og síðustu daga hefur komið talsvert af loðnu til Eyja. Suðurey VE kom með nokkuð óvenjulegan farm í byrjun vikunnar — björgun- arbát af þýska flutningaskipinu Kampen, sem fórst austan við Vestmannaeyjar 1. nóvember sl. Báturinn hafði marað í hálfu kafi á siglingaleið síðan skipið fórst og þótti ástæða til að fjarlægja hann, svo hann væri ekki hættulegur sæfarendum. Morgunbladið/Gunnl. Sigurgeirsson FBI rann- sakar flakið af TR-RÁN RANNSÓKN á orsök þess að TF- RÁN fórst í Jökulfjördum í fyrra mánuði stendur enn í Bandaríkjun- um, m.a. hjá bandarísku alríkislög- reglunni, FBI. I gær voru sendir vestur um haf fleiri hlutir úr flaki þyrlunnar og frekari upplýsingar, sem rannsóknaraðilar óskuðu eftir. Þetta kom fram í fréttatilkynningu, sem Flugslysanefnd sendi frá sér í gær. í fréttatilkynningunni segir, að tilteknir hlutar þyrlunnar hafi áð- ur verið sendir til Bandaríkjanna, „þar sem þeir voru teknir til rann- sóknar undir eftirliti Öryggiseft- irlits samgönguráðuneytis Banda- ríkjanna, NTSB, og íslensku flugslysanefndarinnar. Rannsókn þessari er ekki lokið og rannsak- endur hafa beðið um fleiri hluti og upplýsingar. Auk sérfræðinga NTSB og Sik- orsky-verksmiðjanna hefur verið leitað aðstoðar tæknideildar bandarísku alríkislögreglunnar (FBI), sem hefur fullkomin tæki til að rannsaka skemmdir, er urðu í slysinu. „Á þessu stigi er því mið- ur enn ekki tímabært að fullyrða neitt um orsakir slyssins, né held- ur að gefa nánari upplýsingar um rannsóknina, sem enn er unnið að bæði hér heima og í Bandaríkjun- um,“ segir í tilkynningu Flug- slysanefndar. 26 þúsund atvmnuleysisdagar í nóvember: Jafngildir atvinnuleysi 1200 manna allan mánuðinn Atvinnuleysisdagar í nóv- embermánuði nýliðnum voru 26 þús- und talsins, en það jafngildir því að um 1.200 manns væru án atvinnu ailan mánuðinn eða um 1,1% vinn- andi manna hér á landi, að því er Óskar Hallgrímsson í félagsmála- ráðuneytinu tjáði blaðamanni Morg- unblaðsins í gær. Mest atvinnuleysi sagði hann vera á höfuðborgarsvæð- inu, þar voru atvinnuleysisdagar 8.500 í nóvember, næstflestir atvinnuleysisdagar voru á Norður- landi eystra, um 6.000, þá kom Vest- urland með 3.300 daga og á Suður- landi voru 3.100 atvinnuleysisdagar í nóvembermánuði. Atvinnuleysið í nóvember sagði Óskar vera mun meira en í októ- ber, en þá voru 15 þúsund atvinnu- Sverrir Hermannsson iðnaðarráðherra: Upplýsingar Morgunblaðsins ekki úr lausu lofti gripnar SVERRIR Hermannsson iðnaðarráðherra sagði í gærkvöldi, að upplýsingar Morgunblaðsins um stöðu mála hjá Rafmagnsveitum ríkisins væru ekki úr lau.su lofti gripnar og hann vildi ekki taka undir það að frétt Mbl. væri röng eða algjör fjarstæða, þar sem um þetta hefði verið rætt, eins og forráða- menn RARIK vissu fullvel. Morgunblaðið sneri sér til Sverris Hermannssonar iðnað- arráðherra í gærkvöldi og leitaði álits hans á ummælum forráða- manna RARIK og innihaldi fréttatilkynningar, sem blaða- mönnum var afhent af stjórnar- formanni og forstjóra fyrirtækis- ins á fréttamannafundi í gær, en þar segir m.a. að frétt Mbl. sé úr lausu lofti gripin. Ráðherrann sagði ennfremur að Hagvangur ynni að úttekt á fyrirtækinu og niðurstöður myndu liggja fyrir von bráðar. Hann sagðist myndu birta þessar niðurstöður við fyrsta tækifæri og stefnt væri að því að gera ráðstafanir sem fyrirtækinu væru fyrir beztu, en allt væri mál þetta á viðkvæmu stigi þar sem um atvinnu margra manna gæti verið að ræða. Þá sagði iðnaðarráðherra að ætlunin hefði verið að ræða þetta mái eftir áramót og þá með þeim hætti að nægilegur aðdragandi yrði áður en staðreyndir væru settar fram, en hann myndi reyna að finna þann flöt á málinu sem væri bestur fyrir starfsfólk fyrirtækisins og hagkvæmastur fyrir fyrirtækið sjálft, ríkið og þá sem þyrftu að nota þjónustu RARIK. Upplýsingar Mbl. væru því ekki úr lausu lofti gripnar, en hitt væri annað mál hver yrði niðurstaðan þegar upp yrði stað- Sverrir Hermannsson ið. Þá sagði hann og að forráða- menn RARIK mættu ekki taka tillögur um lagfæringar persónu- lega og bætti því við að þeir hefðu fram að þessu tekið mjög vel framkomnum ábendingum. Kannanir Hagvangs sagði iðn- aðarráðherra vera í athugun hjá sér og nauðsyn væri á skipu- lagsbreytingum innan fyrirtækis- ins, en manneskjulega yrði að þeim staðið eins og ráðherrann komst að orði. Fara þyrfti að málinu með mikilli gát og í góðu samstarfi við starfsfólkið. Um tölur Mbl. þess efnis að væntanlega yrði sagt upp á milli 90—100 starfsmönnum RARIK sagði ráðherrann að það væri há tala, enda hefði 46 manns þegar verið sagt upp störfum, sam- kvæmt því sem forráðamenn RARIK upplýstu sjálfir. Um 70 millj. kr. sparnað vildi ráðherr- ann ekkert segja ákveðið á þessu stigi málsins. Sjá: greinargerð RARIK, frá- sögn af blaðamannafundi og leiðara á miðopnu. leysisdagar á landinu, sem jafn- gildir atvinnuleysi 576 manna, og í nóvember í fyrra voru atvinnu- leysisdagar um 12 þúsund, sem samsvarar atvinnuleysi 560 manns. — Alls eru atvinnuleysis- dagar á þessu ári orðnir um 260 þúsund að sögn Óskars. Óskar sagði ekki auðvelt að bera saman atvinnuleysi í ár og í fyrra, vegna þess að þá hefði verið sjó- mannaverkfall í janúar, sem fjölg- aði mjög atvinnuleysisdögunum. Væri hins vegar miðað við 10 mánuði ársins í fyrra, febrúar til nóvember, kæmi í ljós að atvinnu- leysisdagar þá voru um 100 þús- und, en eru á sama tima í ár um 200 þúsund. Aukningin er því um 100%, en í fyrra nam atvinnuleys- ið um 0,5% af öllum vinnandi mönnum á íslandi. Nákvæmari tölur um atvinnu- leysi í nóvember sl. verða til í dag, fimmtudag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.