Morgunblaðið - 08.12.1983, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 08.12.1983, Blaðsíða 26
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1983 26 Þóra Guðnadóttir — Minningarorð Enginn gengur ævibrautina einn og óstuddur. Við erum öll háð umhverfi og samferðarfólki. Á yngri árum eru gjarna sett háleit markmið, horft langt yfir skammt á fjarlægar hetjur vafðar dýrð- arljóma. En með árunum breytast viðhorfin. Með betri yfirsýn er léttara að greina á milli áhrifa- þátta lífsins. Betur sést hvað og hverjir höfðu raunveruleg og já- kvæð áhrif á mótun okkar, hverjir voru okkur dýrmætastir. Og þá kemur oftast í ljós að það var hvorki heimspekingurinn heims- frægi né stjórnmálaleiðtoginn mikli. Hinar fjarlægu, mannlegu hetjur hafa misst ljóma sinn. Hins vegar verða hinir nálægu sam- ferðamenn hverdagsins mikilvæg- ari í huga manns, því hvað sem háleitum veraldlegum hugsjónum líður er hversdagslífið stærsti þáttur mannlegs lífs. Því skipta þeir mestu sem deila því með okkur. í hinu daglega lífi fer lífs- baráttan fram og þar kemur best í ljós hvað í hverjum og einum býr. Lífsbaráttan á íslandi hefur ekki ávallt verið dans á rósum og er það ekki enn. Því hefur oft þurft hetjulund til að horfast í augu við vandamál hversdagsins og þegar grannt er skoðað kemur í ljós að dýrmætustu persónur eigin lífs eru hversdagshetjurnar sem kenndu okkur þá list að lifa frá degi til dags. Við, tveir systkinahópar, og móðir annars þeirra erum nú að kveðja hversdagshetjuna okkar, konu sem alla okkar ævi hefur verið fastur punktur lífs okkar. Við kveðjum hana með miklum söknuði en jafnframt með þakk- læti til hennar fyrir þau spor sem hún markaði í lífi okkar og með þakklæti til guðs almáttugs fyrir að hafa látið slíka manneskju vera til í okkar lífi. Þóra Guðnadóttir kom inn í líf þessara fjölskyldna fyrir meira en sex áratugum, þá ung, lagleg, glaðvær og elskuleg stúlka. Hún kom norðan af Svalbarðseyri á heimili afa míns að Þingholts- stræti 14 til að annast ömmu mína sjúka. Þetta gerði hún af þeirri natni og ástúð sem einkenndi öll hennar störf og athafnir. Eftir að amma dó stýrði hún heimilinu fyrir afa og dætur hans tvær og við þetta heimili batt hún tryggð sína og í þess þágu varði hún öll- um starfskröftum sínum, fyrst með afa mínum og síðan með móð- ursystur minni og hennar fjöl- skyldu. Móðir mín gerðist prests- kona og kennari í sveit og því varð nokkuð vik milli vina sem þó var sífellt brúað. Því voru tengsl mín og minna systkina við heimilið í Þingholtsstrætinu náin, sérstak- lega á meðan á skólagöngu okkar í Reykjavík stóð og þetta heimili var okkar höfn. Frændsystkinum okkar í Þing- holtsstrætinu var Þóra sem önnur móðir og það sama gilti um okkur, Reykholtskrakkana, þegar við voru í hennar nálægð. Það var ekkert auðvelt að fara að heiman 14,15 eða 16 ára gamall til náms í Reykjavík þótt búið væri á heimili nákominna, sem tóku manni sem eigin barni. En mikil ósköp létti hún Þóra manni þetta skref. Ást- úð hennar, nærfærni, bjartsýni og glaðværð var fordæmi og hratt burt áhyggjum og heimþrá. Lífsbarátta kreppu- og stríðsára var ekki alltaf auðveld í Þing- holtsstrætinu frekar en annars staðar og síðan tók við sjúkdómur og ótímabært fráfall húsbóndans á heimilinu, listamannsins Mart- eins Guðmundssonar. Eftir stóð Kristín, móðursystir mín, ekkja með fjögur börn. í þessum óblíða næðingi lífsbaráttunnar var Þóra oft burðarás heimilisins, klettur- inn sem brimalda lífsins brotnaði á og sem veitti öðrum skjól. Okkur öllum varð hún ímynd hinna sönnu mannkosta, dugnaðar, ósér- hlífni, þrautseigju, fórnfýsi og kærleika. Þóra gaf öllum allt, líf sitt, ástúð sína og óbilandi trú á að guð mundi færa allt til betri veg- ar. Þetta er út af fyrir sig nægi- legt veganesti fyrir flesta sem leggja á ólgusjó lífsins. En Þóru var endurgoldið með ást og virð- ingu heimilisfólks, sérstaklega barnanna og allra seitf hana þekktu, því var hún hamingjusöm manneskja. Nú er komið að kveðjustund að sinni. Við, Reykholtsbörnin, vott- um frændsystkinum okkar dýpstu samúð því þeirra missir er mestur en minningar einnig bestar. Frá okkur fylgja Þóru fyrirbænir og endalaust þakklæti á þeirri leið sem hún nú gengur á lífsins braut og við þökkum guði fyrir að hafa gefið okkur hana. Enginn efast um þær móttökur sem hún hefur fengið í bjartari heimi, því enginn getur átt greiðari aðgang að guðs- ríki en hún Þóra. Þar mun sá sem allt gaf verða auðugastur allra. Bjarni Einarsson Ein af mínum fyrstu bernsku- minningum er frá 17. júní 1944. Lýðveldishátíðin var þá haldin á Þingvöllum, og þangað fóru flestir fullorðnir á heimili mínu og eldri börnin líka. Við frændsystkinin, sem þóttum of ung til ferðar, urð- um eftir heima í Reykholti í umsjá Þóru Guðnadóttur. Þetta fannst okkur gott hlutskipti, og við vor- um ekki svikin um neitt, því að hjá Þóru var alltaf hátíð, eða svo fannst mér og ég held flestum börnum sem nutu samvista við hana fyrr og síðar. Þóra Guðnadóttir fæddist í Sigluvík á Svalbarðsströnd 24. september 1899. Foreldrar hennar voru Indíana Kristjánsdóttir og Guðni Bjarnason. Snemma fékk hún áhuga á líknarstörfum og langaði til þess að læra hjúkrun. Af því varð þó ekki, enda erfiðleik- um bundið að komast í slíkt nám á þeim árum. Víða var þó verk að vinna við hjúkrun og umönnun aldraðra og sjúkra. Sem ungl- ingsstúlka var Þóra um tíma á heimili Matthíasar Jochumssonar á Akureyri, og það var meðal ann- ars 1 hennar verkahring að fara með þjóðskáldinu í gönguferðir um bæinn. Hann var þá orðinn aldraður og sjóndapur, og þurfti Þóra að leiðbeina honum um það, hverjum hann ætti að heilsa. Tókst það að sögn Þóru oftast bærilega, en fyrir kom þó að hann tók ofan fyrir ijósastaurum, sem hann taldi vera sóknarbörn sín. Um tvítugt fluttist Þóra til Reykjavíkur og hóf störf á heimili afa míns, Bjarna Sæmundssonar fiskifræðings, að Þingholtsstræti 14. Hún var ráðin þangað til þess að hjúkra húsmóðurinni, sem var illa haldin af bæklunarsjúkdómi. Þóra annaðist hana af umhyggju og nærfærni þar til yfir lauk árið 1928. Varð þá að ráði, að Þóra gerðist ráðskona Bjarna Sæ- mundssonar, og eftir lát hans var hún áfram hjá Kristínu Bjarna- dóttur og manni hennar, Marteini Guðmundssyni myndhöggvara. Síðast var Þóra hjá nöfnu sinni, dóttur Kristínar og Marteins, og varð Þingholtsstræti 14 því heim- ili hennar í meira en 60 ár. Á stríðsárunum dvaldist fjöl- skyldan úr Þingholtsstræti 14 löngum á sumrin í Reykholti í nábýli við foreldra mína. Sam- bandið milli fjölskyldnanna varð mjög náið; öll vorum við þarna saman í einu húsi, ekki ýkja stóru. Þóra var börnum Kristínar og Marteins eins og önnur móðir, og ekki var laust við, að við hin öf- unduðum þau af því að eiga þær tvær. En við fengum líka stundum að njóta umhyggju hennar eins og fram kom í byrjun. Við fengum líka að kynnast Þóru fyrir sunnan, í Þingholts- strætinu og suður í Merkinesi í Höfnum, þar sem Marteinn og Kristín áttu land og stunduðu garðrækt. Mér er minnisstætt, hvernig Þóra stjórnaði krakka- skaranum þar við grisjun og hreinsun í görðunum. Við þetta sem annað hafði hún lag á að gera starf að leik. í Þingholtsstrætinu var afar gestkvæmt, og þangað var alltaf gott að koma. Heimilishald hvíldi að mestu leyti á Þóru, því að Kristín stundaði vinnu sem tón- listarkennari og síðar bókavörður. Fólk var ekki alltaf að gera boð á undan sér, en jafnan gat Þóra bor- ið fram veitingar, hvernig sem á stóð. Hún var snillingur í að gera mikið úr litlu. Ef lýsa á eðliskostum Þóru Guðnadóttur, kemur orðið óeig- ingirni fyrst upp í hugann. Ævi- starf hennar var unnið í þágu ann- arra, og hún hirti litt um eiginn hag. Því fór þó víðs fjarri, að hún ? Liós J a leiði Sími 23944 t Móöir okkar, SIGURLAUG SVEINSDÓTTIR frá Hlíð í Höröudal, Lillageröi 3, Reykjavík, andaöist 6. desember sl. á Vífilsstaðaspítala. Börnin. t Kæri fööurbróöir minn, ÁRNI SIGURÐSSON frá Vindási, Kolhreppi, Samtúni 30, Reykjavík, lést aöfaranótt 26. nóvember í Borgarspítalanum. Bálför hans hefur farið fram í kyrrþey aö ósk hins látna. Þökkum auösýnda samúö. Fyrir hönd bræöra hans og annarra aðstandenda, Siguröur H. Gíslason. t Ástkær eiginkona mín, móöir okkar, tengdamóöir og amma, JÓHANNA KRISTJÁNSDÓTTIR, Miövangi 41, Hafnarfiröi, lést á gjörgæsludeild Borgarspítalans þriöjudaginn 6. desember. Guöni Þórarinsson, Ólöf Guðnadóttir, Benedikt Björnsson, Viöar Guönason, Guðríður Ólafsdóttir og barnabörn. t Eiginmaður minn, GÍSLI GESTSSON, Skólageröi 65, Kópavogi, lést þriöjudaginn 6. desember. Stefanía Bjarnadóttir. t Móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, AÐALHEIÐUR ALBERTSDÓTTIR, Glaöheimum 14A, Reykjavfk, veröur jarösungin frá Langholtskirkju, föstudaginn 9. desember kl. 10.30. Fyrir hönd vandamanna, Hjördís Þórhallsdóttir, Ragnheiður Þórhallsdóttír Morr. t Eiginkona mín, tengdamóöir og amma, ÞÓRLEIF EIRÍKSDÓTTIR frá Dagsbrún, Neskaupstaö, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju, föstudaginn 9. desember kl. 15.00. Siguröur Sigfinnsson, Guöný Valtýsdóttir, Paul R. Smith, Valgeröur Eiríksdóttir, Þór Eiríksson. t Systir okkar, JENNÝ GUÐBRANDSDÓTTIR, Lönguhlíð 3, veröur jarösungin frá Dómkirkjunni föstudaginn 9. desember nk. kl. 13.30. Blóm eru vinsamlegast afþökkuö en þeim sem vilja minnast henn- ar er bent á Krabbameinsfélag fslands. Siguröur Guöbrandsson, Guörún Guöbrandsdóttir, András Guöbrandsson, Sigríöur Guöbrandsdóttir, Stefanfa Guöbrandsdóttir, Halldóra Guöbrandsdóttir, Ólöf Guóbrandsdóttir, Hrefna Guðbrandsdóttir. t Eiginmaöur minn, faöir, fósturfaöir, tengdafaöir, afi og langafi, SVEINN GUÐNASON, Ijósmyndari frá Eskifiröi, Mávahlíö 39, Reykjavík, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 9. desember kl. 13.30. Geröa Kristjánsdóttir, Hildigunnur Sveinsdóttir, Guömundur Björgvinsson, Geir M. Jónsson, Marfa Gestsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaöur minn og faöir okkar, GUNNAR THORARENSEN, Hafnarstræti 6, Akureyri, sem lést 4. desember, veröur jarösunginn frá Akureyrarkirkju laugardaginn 10. desember kl. 13.30. Þeim sem vildu heiöra minningu hans er bent á Krabbameinsfélag islands. Hólmfríöur Thorarensen, Anna Thorarensen, Þóröur Th. Gunnarsson, Hannes Thorarensen, Gunnar Th. Gunnarsson, Laufey Thorarensen, Ólafur Thorarensen, Þóra Thorarensen, Kristfn Thorarensen, Jóhann Thorarensen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.