Morgunblaðið - 08.12.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.12.1983, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1983 Grýlukerti í Ólafsvíkurenni Ólafsvík. Björn Gudmundsson, ljósmyndari Morgunblaðsins í Ólafsvík, fann þessa myndarlegu kertaverksmiðju, sem Grýla á í hömrum Ólafsvíkurennis. Grýlukertin verða þannig til, að vatn seytlar niður bergið, sem er neðan við gamla Ennisveginn. Þar mætir það kaldri norðanátt og kertin verða til á skömmum tíma. Lítið er talað um Grýlu gömlu nú orðið og er hér með á hana minnt. Helei Samningum um sæsímanna sagt — 10—23% lækkun á talsímagjöldum til útlanda SAMNINGAR um rekstur sæsím- anna SCOTICE og ICECAN frá ís- landi, annars vegar um Færeyjar til Bretlands og hins vegar um Græn- land til Kanada, voru á sínum tíma gerðir til loka ársins 1985, með tveggja ára uppsagnarfresti. Að höfðu samráði við samgönguráð- herra tilkynnti póst- og símamála- stofnunin 1. desember sl. uppsögn framangreindra samninga frá -<g raeð 1. janúar 1986 að telja. Aðilar að þessum samnir*gum eru póst- og símamálastrfnanir Bretlands, Danmerkur og íslands auk símamálastofnunar Kanada og Mikla norræna ritsímafélags- ins. Þá hefur ennfremur í samráði við samgönguráðherra verið ákveðið að lækka talsímagjöld til útlanda. Sem dæmi um lækkunina má m.a. nefna eftirfarandi: Dan- mörk, Færeyjar, Noregur og Sví- þjóð lækkun 21%. Finnland og Holland lækkun 23%. Bretland lækkun 17%. Þýzkaland, Frakk- land, Belgía, Lúxemborg, Spánn og Sviss lækkun 19%. Austurríki, rekstur upp Grikkland, Italía og Portúgal lækkun 20%. Bandaríkin og Kan- ada lækkun 10%. Lækkanir þessar munu taka gildi um næstu helgi segir í frétt frá póst- og símamálastofnuninni, en í samtali við Mbl., sem birtist á þriðjudaginn, sagði Jón A. Skúla- son, póst- og símamálastjóri, að þessar lækkanir komu til vegna stöðugs gengis íslenzku krónunn- ar, sem þýddi að felldur yrði burt sérstakur álagsstuðull, sem hafð- ur var til tryggingar lækkandi gengi. Akureyri: Fyrirtækið Hagi hætt- ir starfsemi sinni Akureyri, 7. desember. „ÞAÐ ER rétt, að við höfum ákveðið að hætta rekstri fyrirtækisins frá og með I. mars næstkomandi," sagði Haukur Árnason, forstjóri Haga hf. á Akureyri, sem framleitt hefur eldhús- og baðherbergisinnréttingar og einnig fataskápa, allt frá árinu 1961 þegar fyrirtækið var stofnað. „Ástæðan er fyrst og fremst minnkandi markaður fyrir fram- leiðslu okkar vegna almenns sam- dráttar í byggingaframkvæmdum og þjóðfélaginu í heild. Rekstur- inn hefur ekki staðið undir sér á þessu ári enda ekki náð nema um 70% af áætlunum, sem við gerð- um í upphafi árs. Þegar svo er komið verður að grípa til ein- hverra ráðstafana og okkar ákvörðun er sú, að hætta rekstri fyrirtækisins og mun það verða auglýst til sölu og selt í einu lagi, eða tresmíðavélarnar sér og hús- næðið til annarra." Hjá Haga hf. hafa unnið 30 manns, 25 á Akureyri og 5 í Reykjavík. Á Akureyri á fyrir- tækið verslunarhúsnæði við Gler- árgötu og stórt verksmiðjuhús við Óseyri. Þá hefur það rekið versl- anir í Reykjavík, Vestmannaeyj- um og á Akureyri. Um 90% fram- leiðslunnar hefur verið flutt frá Akureyri til annarra landshluta, aðallega til höfuðborgarsvæðis- ins. Á verkstæði Haga hafa verið framleiddar innréttingar, þ.e. í eldhús og böð, auk skápa, í að meðaltali 2'h. íbúð á dag. Fram kom hjá Hauki Árnasyni, að ljóst er að margir atvinnurek- endur á Akureyri hyggjast á næstunni draga saman seglin í rekstri sínum og jafnvel hætta ai- veg. Fulltrúar nokkurra þessara aðila gengu fyrir nokkru á fund bæjarráðs Akureyrar og atvinnu- málanefndar bæjarins og gerðu þeim grein fyrir slæmri stöðu fyrirtækja í bænum. Viðbrögð þessara aðila hafa engin verið, þannig að verði ekki breyting á afstöðu bæjaryfirvalda á Akur- eyri á næstunni til þessara mála mætti vænta alvarlegs ástands í atvinnumálum. - G.Berg. Sjólastöðin hf. í Hafnarfirði: Segir upp 65 starfs- mönnum í fiskvinnslu SJÓLASTÖÐIN hf. í Hafnarfirði, fiskvinnslufyrirtækið, hefur sagt upp 65 starfsmönnum, að því er Har- aldur Jónsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, sagði í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gær. Ástæðu uppsagnanna sagði hann vera afialeysi og þar með hráefn- isskort, en einnig að nú sigldu mjög mörg íslensk fiskiskip með afla sinn til útlanda. Sjólastöðin gerir út eitt skip, Sjóla, en afla þess sagði Haraldur hafa verið dræman undanfarið og dygði hann ekki til að halda starf- semi frystihússins gangandi. Þá kæmi það einnig tii, að vegna hrá- efnisskipta milli húsa á Suður- nesjum væri nú komið að Sjóla- stöðinni að leggja afla upp hjá öðrum, og myndi Sjóli því ekki landa hjá Sjólastöðinni úr næstu veiðiferðum. Aflaskipti þessi eða tilfærslur sagði Haraldur vera al- gengar milli frystihúsa og til þess gerðar að auka rekstraröryggið. Sjólastöðin hefði t.d. getað tryggt vinnu af og til með afla frá öðrum útgerðaraðilum. Haraldur sagði að ekki hefði þurft að segja fólki upp kaup- tryggingu í tvö ár, fyrr en nú. Vafasamt sagði hann að þessu fólki tækist að fá sér aðra vinnu, en vonandi væri að úr rættist inn- an tíðar. Eftir eru í vinnu hjá Sjólastöðinni um 20 starfsmenn. „Krydd í til- veruna“ komið út — Leifur Sveinsson lögfræðingur heið- ursgestur bókarinnar BÓKAÚTGÁFAN Vaka hefur sent frá sér annað bindi af „Kryddi í tilver- una“, sem eru íslenzkar skopsögur, en fyrsta bindið kom út fyrir jólin í fyrra. Bókina skrá Ólafur Ragnarsson og Axel Ammendrup, en þeir bjóða síðan „heiðurskryddara í bókarauka" og er hann að þessu sinni Leifur Sveinsson, lögfræðingur. Arni Elfar myndskreytir I formála útgefenda að bókinni segir að hún eigi að vera upplífgun á erfiðum tímum. Um fjórðungur bókarinnar eru sögur Leifs, og nefnist „Leifs þáttur Sveinsson- ar“. Honum er fylgt úr hlaði með svofelldum orðum: „Heiðursgestur okkar hér í öðru bindi Kryddsins er kunnur húmoristi úr Reykjavík, Leifur Sveinsson, lögfræðingur, forstjóri Timburverslunarinnar Völundar hf. Leifur er mikill hestamaður, laxveiðigarpur og stundar Sundlaugarnar i Laug- ardal af kappi (að minnsta kosti heita pottinn). Viggó Maack heyrði hann ryðja úr sér gamansögum í útiskýli lauganna og spurði þá Berg G. Gíslason, hvort hann væri heill hafsjór af sögum. „Iss, miklu meira en það,“ var svarið. Leifur segir að ein regla gildi um gamansögur: „Ef sagan er góð, þá er hún sönn“.“ Leifur Sveinsson sagði í samtali við Morgunblaðið, að þeir Ólafur Ragnarsson og Axel Ammendrup hefðu frétt af því að hann segði og kynni skemmtilegar sögur. Þeir hefðu því farið þess á leit við sig að hann yrði heiðursgestur Kryddsins líkt og Vilhjálmur Hjálmarsson hafi verið í fyrra bindinu. Hann hafi síðan samið 50 sögur norður á Akureyri, er hann bókina. Leifur Sveinsson dvaldist þar, og aðrar 50 hér syðra, og þessar 100 sögur hafi hann sent í bókaraukann, en 71 birtist nú. Leifur kvaðst lítið hafa gert af því að skrifa sögur, fyrr en nú, þó hefði hann aðeins borið það við, þegar hann var í ritnefnd Hestsins okkar, Veiðimannsins og Húseigandans. Hins vegar kvaðst hann hafa haldið áfram eftir þetta og hafi hann nú skráð samtals 235 sögur. Myndu þær væntanlega koma út einhvern tíma síðar. Bókin „Krydd í tilveruna" er 164 blaðsíður. Brynhildur Georgía Björnsson ásamt systur sinni, Hjördísi, og afa, Sveini Björnssyni, forseta. Ný bók Steingrfms Sigurðssonar: Ellefu líf — lífssaga Bryn- hildar Björnsson-Borger „ÞETTA er fyrsta bók mín síðan 1967, en sú fimmta í röðinni frá upphafi, eins konar „come-back“ mitt í bókmenntum," sagði Steingrímur Sigurðsson listmálari og rithöfundur, er hann leit við á ritstjórn Morgunblaðsins í gær með glænýja bók sína, „Ellefu líf“. í bókinni segir Brynhildur Georgía Björnsson-Borger frá óvenjulegu lífshlaupi sínu, en útgefandi bókarinnar er Bókaútgáfa Arnar og Örlygs. Brynhildur, sem er sonardóttir forsetahjónanna Georgíu og Sveins Björnssonar, segir meðal annars frá því í bókinni er hún bjó um skeið í Argentínu, en þar um- gekkst hún meðal annars hóp Norðurlandabúa, sem voru í nánu vinfengi við Peron, þáverandi for- seta landsins. — í kynningu útgef- anda á bókinni segir svo meðal annars: „óhætt er að fullyrða að fáar íslenskar konur eiga eins stórbrot- inn og ævintýraríkan æviferil og Brynhildur Georgía Björnsson- Borger og er hún þó enn á besta aldri. Þegar á barnsárum sínum varð hún fyrir þeirri óhugnanlegu lífsreynslu að lifa og sjá stríðið eins og það var verst, en Brynhild- ur átti þá heima í Þýskalandi. Hún lifði af tvær hatramar loft- árásir sem Bandamenn gerðu á borgir í Þýskalandi þar sem hún átti heima. Terror-angriff voru þessar árásir kallaðar enda til þess að skapa ógn og lama siðferð- isþrek. Brynhildur hefur einnig komist lífs af úr tveimur sjósköðum og tívegis hefur hún lifað af ofbeldis- og morðárásir, aðra í Danmörku og hina í Argentínu. Hún á einnig að baki fjögur hjónabönd, og býr nú í því fimmta. Ellefu líf segir í raun í hnot- skurn það sem Brynhildur Georgía Björnsson-Borger hefur lifað, en með því nafni er þó engan veginn sagt það sem að baki býr. Því kynnast lesendur aðeins i magnþrunginni frásögn hennar sjálfrar. Hún hefur frá heimi að segja sem Islendingar þekkja að- eins af afspurn og munu örugglega staldra oft við og undrast í sam- fylgdinni með Brynhildi. Skrásetjari bókarinnar, Steingrímur Sigurðsson, kemst vel að orði í formála sínum þegar hann segir að Brynhildur hafi ver- ið reikunarkona hér á jörðu og skipst hafi á með ýmsum veðrum. Lífsstríð hennar hafi verið þannig að nýtt hafi tekið við eftir síðustu orrustu og hvort hún hafi sigrað eða tapað viti hún best sjálf."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.