Morgunblaðið - 08.12.1983, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 08.12.1983, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1983 30 „MÉR LÍST vel á þetta, alveg sár- staklega vel,“ sagðí Helgi Oaní- elsson, formaður landsliösnefnd- ar KSÍ, er Morgunblaðið innti hann álits á drættinum í heims- meistarakeppninni. „Ég hefði nú frekar viljaö lenda < fimm liöa riðli, en maöur getur ekki farið fram á allt.“ „Ég sé ekki annaö en þarna fari flest allt saman sem maöur gæti hugsaö sér. Þetta eru góö liö, til- tölulega ódýrar feröir á þessa staöi miöaö viö þaö sem gat oröið, fólk hér á landi hefur mikinn áhuga á liöum eins og Skotlandi og Wales, því í þeim eru leikmenn sem viö erum meö inni í stofu hjá okkur um hverja helgi, og síöast en ekki síst • Helgi Daníelsson Helgi Daníeisson, formaóur landsliðsnefndar: „Líst sérstak- lega vel á þetta tel ég okkur eiga möguleika gegn þessum liöum," sagöi Helgi. Helduröu að við eigum ein- hverja möguleika á að komast í úrslitakeppnina? „Sko, viö veröum aö vera raunsæ- ir. Viö berjumst auövitaö alltaf til sigurs, og ef hlutirnir ganga upp hjá okkur getur allt gerst. Ég hef sagt þaö áöur og segi þaö enn aö ef viö erum með alla okkar þestu menn og hlutirnir ganga upp eig- um viö ekki aö þurfa aö hræöast eina einustu þjóö í Evrópu. Viö höfum sýnt aö viö getum ýmislegt, og viö erum alltaf aö eignast fleiri og fleiri leikmenn meö mikla og góöa reynslu. Þaö er hugur í mönnum — bæöi leikmönnum og stjórnarmönnum KSl — og nú tel ég að viö eigum aö taka stefnuna á Oskabók íþróttamannsins! í bókinni Ólympíuleikar að fornu og nýju rekur Dr. Ingim- ar Jónsson sögu Ólympíul- eikanna. Stórfenglegum íþróttaviðburðum og minnis- stæðum atvikum er lyst. Þátt- töku íslendinga í Ólympíul- eikunum eru gerð ítarleg skil. Ólympíulcikar að jornu og nýju er á þriðja hundrað bls. Hana prýða um hálft annað hundrað mynda, þar af marg- ar litmyndir Ólympíuleikar að fornu og nýju er ómissandi öllum iþróttaunnendum. Æskan Laugavegi 56 sími 17336 Mexíkó 1986. Ég hef alltaf veriö á móti taii um aö gera þetta og gera hitt en nú tel ég raunhæft aö stefna aö þessu. Ekki síst vegna þess aö enginn býst viö miklu af okkur," sagöi Helgi Daníelsson. — SH. ísland gegn Spáni, Wales og Skotlandi: Óheppni að lenda í fjögurra liða riðli ÍSLENDINGAR leika í riöli með Spánverjum, Skotum og Wales-búum í undankeppni heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu, en dregið var í ZUrich í Sviss í gær og verður að teljast nokkur óheppni að lenda í fjögurra liða riöli. Liöin leika í 7. riðli keppninnar. íslendingar léku gegn Spánverjum í undankeppni Evrópukeppninnar og í undankeppni síðustu heimsmeistarakeppni lák liðið í riöli með Wales, og náði þá jafntefli, 2:2, í Swansea í eftirminnilegum leik. Enginn skyldi því útiloka möguleika Islands á að standa sig vel. Skv. upplýsingum frá Sviss voru flestir forystumenn stærstu knattspyrnuþjóöanna nokkuö ánægöir meö dráttinn. „Ég tel möguleika bresku liöanna góöa á því aö komast í úrslitakeppnina í Mexíkó," sagöi Ted Croker, ritari enska knattspyrnusambandsins. Juilito Couthino, forseti brasilíska knattspyrnusambandsins, sagöist vera bjartsýnn á framhaldiö hjá sínum mönnum eftir dráttinn, þrátt fyrir að þeir þyrftu aö leika gegn Paraguay og Bólivíu í 4.000 metra hæö yfir sjávarmáli. Drátturinn í Evrópuriölunum lítur þannig út: 1. riðill: Pólland, Belgía, Grikkland og Alb- anía. 2. riðill: Vestur-Þýskaland, Tékkóslóvakía, Svíþjóö, Portúgal og Malta. 3. riðill: England, Noröur-írland, Rúmenía, Tyrkland og Finnland. 4. riðill: Frakkland, Júgóslavía, Þýskaland, Búlgaría og borg. 5. riöill: Austurríki, Ungverjaland, Holland og Kýpur. Austur- Lúxem- Spurs áfram Fré Bob Honnossy, fréttamanni Morgunblaösins í Englandi. MARK FALCO tryggöi Tottenham sæti í undanúrslitum UEFA- keppninnar er hann skoraði þremur mínútum fyrir lok frá- bærs leiks gegn Bayern MUnchen < London í gærkvöldi. Spurs vann, 2:0, en Steve Archibald skoraði fyrra markið. Mark Falco átti skot í þverslá á 10. mín. og Dremmler komst einn í gegn hinum megin rétt fyrir hlé en Clemence bjargaöi vei meö út- 67.000 manns á Parkhead HVORKI fleiri né færri en 67.000 áhorfendur komu á Parkhead, leikvöll Celtic í Glasgow í gær- kvöldi, til að fylgjast meö viður- eigninni viö Nottingham Forest ( UEFA-keppninni. Forest gerði sér lítiö fyrir og vann, 2:1, og kemst því áfram. Fyrri leikurinn fór 0:0. Steve Hodge (53.) og Colin Walsh (74.) skoruöu fyrir Forest en Murdo MacLeod skoraöi eina mark Celtic skömmu fyrir leikslok. Inter úr leik INTER Milan varð aö sætta sig við jafntefli á heimavelli í UEFA- keppninni i gærkvöldi gegn Ástría Vín og er þar með úr leik. Leikurinn endaði 1:1 en Austur- rfkismennirnir unnu fyrri leikinn 2:1. Magyar skoraöi á 73. mín. fyrir Ástría en Bagni jafnaöi á 80. mín. hlaupi. Fyrra markiö kom á 52. mínútu. Hoddle tók aukaspyrnu og lyfti inn á teig, Graham Roberts skallaöi niöur til Archibald sem þrumaöi í netið. Á 88. mín. splundraöi Glenn Hoddle Bayern- vörninni eins og honum einum er lagiö. Hann fékk knöttinn, sneri baki í markið, en vippaöi engu aö síöur boltanum beint á tærnar á Falco sem skoraöi meö vinstri fæti. Bæöi liö léku frábærlega vel — boltinn gekk marka á milli og 41.977 áhorfendur skemmtu sér konunglega. Besta færi leiksins fékk Michael Rummenigge skömmu áöur en Falco skoraöi síöara mark Spurs. Danny Thomas missti boltann framhjá sér eftir fyrirgjöf og Michael stóö fyrir opnu marki. Skot hans fór framhjá. Spurs: Ctemence, Hughton (O’Reilley), Thom- as, Roberts, Stevens. Perryman, Cooke, Archibald, Falco, Hoddle, Dick (Brooke). Bayern: Pfaff, Dremmler, Durnberger, Gorbe, Augenthaler, Lerby, Pflueger, Kraus. Höness, Michael Rummenigge, Karl-Heinz Rummen- igge. Dómari var Alain Delmer frá Frakklandi. Greef kom Anderlecht í undanúrslit Anderlecht tryggði sár sæti < undanúrslítum UEFA-keppninnar með 1:0 sigri á franska liðinu Lens < Brussel i gærkvöldi. Fyrri leikurinn endaöi með 1:1 jafntefli, en þaö var de Greef sem skoraöi eina markiö á 39. mín. • Jean-Marie Pfaff þurfti tvívegis aö hiröa knöttinn úr netinu hjá sár ( gærkvöldi. Hár berst hann við Archibald og Roberts. Mikil kös fyrir framan mark Bayern. Morgunblaðiö/Símamynd AP 6. riðill: Sovétríkin, Danmörk, írland, Sviss og Noregur. 7. riðill: Spánn, Skotland, Wales og Island. Vestur-Þjóöverjinn Hermann Neuberger, forseti vestur-þýska sambandsins, var ekki mjög ánægöur. „Viö erum í mjög erfiö- um riöli. 2. riöillinn er sá allra erfiö- asti: Tékkóslóvakía, Svíþjóö, Port- úgal og Malta eru allt mjög erfiö liö," sagöi Neuberger. Frakkinn Ferdinand Sastre, forseti franska sambandsins, var ánægöari en Þjóöverjinn. „Ég er mjög ánægöur og tel möguleika okkar góöa á því aö komast áfram," sagöi hann. róttir eru á sex síðum í dag: 28, 29, 30, 31, 60 og 62. ísland síðast úr pottinum Frá önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morugnblaósina í Sviaa. NAFN íslands var það síöasta sem dregiö var úr pottinum í gær í Zúrich er dregiö var í riðla HM. Það var ellefu ára drengur sem dró úr pottinum en Joseph Blatt- er, aðalframkvæmdastjóri FIFA, sem las af miðunum. Sjónvarpaö var frá þessum merkisatburði til 25 landa. Svissneski þulurinn var farinn að óska sár að island lenti < riðli með Sviss þegar jsland og Noregur voru einu löndin eftir < pottínum, en ísland lát bíða eftir sér og var dregiö síöast, 120. landið sem dregíð var. Leipzig vann — en komst ekki áfram StURM Graz frá Austumki komst í undanúrslit UEFA-keppninnar þrátt fyrir tap, 0:1, í Austur- Þýskalandi fyrir 1. FC Lokomotiv Leipzig þar sem liðið vann fyrri leikinn 2:0. Um 20.000 áhorfendur voru á Rudolf Plache-vellinum í Berlln og þeir sáu Uwe Zötsche skora eina mark leiksins meö skoti af 20 metra færi á 12. mínútu. Austur- Þjóöverjarnir sóttu látlaust allan leikinn en tókst ekki aö bæta viö mörkum. Austurríkismennirnir léku stífan varnarleik, eins og oft tíðk- ast í útileikjum Evrópukeppna, og þá varöi markvöröurinn Walter Saria af stakri prýöi. Svíinn Ulf Eriksson dæmdi leikinn. Split áfram HADJUK Split komst áfram í gærkvöldi í UEFA-keppninni er liðið sigraði Radnicki Nis 2:0 (0:0) í Split, en bæöi liðin eru frá Júgó- slaviu. Hadjuk vann útileikinn einnig 2:0. Zlatko Vujovic skoraði bæði mörkin — á 61. og 71. min. Áhorfendur voru 25.000. Muller í bann Vestur-Þjóðverjinn Hansi MOIIer, sem leikur meö Inter Milan á ftal- iú, var < gær dæmdur í þriggja leikja bann í ítölsku deildinni fyrir að slá mótherja < andlitiö um helgina. Forráöamenn Inter segja allar líkur á því að þeir sekti hann um háa fjárhæð fyrir framkom- una. Hann mun missa af leikjum gegn Fiorentina, Juventus og Vorona.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.