Morgunblaðið - 08.12.1983, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 08.12.1983, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1983 7 FRAKKAR Melka-frakki ungu mannanna á öllum aldri heitur og þægilegur Falleg sniöj meö kuldafóöri. Má þvo í þvottavél. Ótrúlega hagstætt verö FÆST í ÖLLUM HELSTU HERRAFATAVERSLUNUM LANDSINS. M CARPE7S LIMITED Member of the Richardson Smith Group of Companies. Gullfalleg handofin teppi. Persnesk og kín- versk á lager, sérpöntum einnig. Komiö og skoöiö. BYGGIR hf. Grensásvegi 16, sími 37090. Borðstofuhúsgögn, húsgögn í forstofur og hol. í bæklingi okkar er að finna 100 mismunandi hús- gögn sem eru bæði falleg og vönduð. Húsgögnin eru öll í stíl frá Tudor-tímabilinu. Eikin er sérstaklega valin, útskurð- urinn djúpur og endurspeglar hæfni útskurðarmeistaranna. Hver hlutur er hand vaxborinn. Áferðin er Tudor brún/ljós og antik. DUNA SíðumúJa 23 - Sími 84200 Jólastemmning viö Austurvöll í þann mund sem Oslóartréð er reist á Aust- urvelli taka þingmenn til við næturfundi og hugga sig viö það á síðkvöldum aö jólaleyfið sé í nánd. Um þessa jólastemmningu er fjall- að í Staksteinum í dag og einnig um niður- talninguna í einu stökki sem Tómas Árnason hefur tekiö undir sig. Að búa til tímahrak Samhliða því sem starfsmenn Keykjavíkur- borgar taka til við að koraa jólatrénu frá Osló fyrir á Austurvelli berast jafnan fréttir af því að þingmenn séu komnir í jóíaskap og teknir til við að stjórna landi og lýð með hraði og fundi nótt sem nýtan dag. Hvað sem segja má um jólaleyfi þingmanna er augljóst að þingstörfum er þannig háttað að því aðeins taka þingraenn til hendi að þeir viti af góðu fríi eftir törnina. Minna þessir starfshættir á þá aðferð skólanemenda aö líta aldr- ei í bók nema síðustu sól- arhringana fyrir próf en stunda leiki og skemmtan- ir þess á milli. Mörg mikilvæg mál bíða afgreiðslu á þingi þessa síðustu annadaga fvrir jól- in. Umræðurnar i þingsöl- um hafa hingað til snúist að verulegu leyti um auka- atriði þegar litið er til þess mikla vanda sem við þjóð- inni blasir. Til dæmis hafa verið lagðar fram þrjár til- lögur um afvopnunarmál. Tvær þeirra — frá þing- mönnum annarra flokka en Sjálfstæðisflokksins — eru greinilega sýndartillög- ur sem settar eru fram í því skyni að vera „með í um- ræöunni“. l’ndanfarna daga og vik- ur hefur drjúgur tími þing- manna farið í að ræða utanríkis- og öryggismál, bæði hugmyndir um rat- sjárstöðvar, innrás á Grenada og hvernig at- kvæði skuli falla á allsherj- arþingi Sameinuðu þjóð- anna fyrir utan afvopnun- armálin. Allt eru þetta sjálfsögð umræðu- og við- fangsefni þjóðþinga. I um það bil fimmtán ár hefur það tíðkast að utan- ríkisráðherra flytti alþingi árlega skýrslu um störf og stefnu á sínu málefnasviði. Því miður hefur oftar en ekki veríð þannig að flutn- ingi skýrslunnar staöið að hún hefur verið lögð fram á síðustu dögum þinghalds- ins og verið rædd í tíma- hraki. Það myndi áreiðan- lega spara þingmönnum mikinn tíma og ómælda orku ef þannig væri staðið að framlagningu skýrslu utanríkisráðherra og um- ræðum um hana að til þeirra væri efnt með þeim hætti að allir þingmenn gætu með skipulegum hætti og í einni lotu fengið útrás fyrir góðan vilja sinn til að endurbæta veröldina. En eins og áður segir sýnast þeir starfshættir við- urkenndir í virðulegustu stofnun íslensku þjóðar- innar að þar sé ekki unnt að vinna nein mikilsverð verkefni nema fyrst sé bú- ið til tímahrak. Slík vinnu- brögð hafa aldrei þótt til fyrirmyndar, þótt þau úti- loki að vísu ekki aö stund- um náist bærilegur árang- ur — oft að vísu fyrir til- viljun. Niðurtalning í einu stökki Meðal þeirra mála sem þingmenn hafa rætt í löng- um ræðum eru bráða- birgðalög ríkisstjórnarinn- ar frá því í maí um launa- mál og fleira, en þessi lög hafa þjónað tilgangi sínum þannig að þessar löngu þingumræður snúast frem- ur um fortíð en framtíð. Tómas Árnason, fyrrum ráðherra Framsóknar- flokksins, flutti ræðu um bráðabirgöalögin í efri deild á mánudaginn var. llm tök ríkisstjórnarinnar á verðbólgunni sagði Tóm- as meðal annars: „Menn hafa deilt um það hvort hér hafi verið um leiftursókn að ræða eða niðurtalningu. Ég tel að þama haft verið um að ræða málamiðlun milli leiftursóknar og niðurtaln- ingar. Ég álít þaö. Menn hafi farið þetta í þrepum að hluta. Við vildum gera þetta á lengri tíma í Fram ' sóknarflokknum. Það er ekkert launungarmál, en Sjálfstæðisflokkurinn vildi fara öðru vísi að eins og kunnugt er. Ég tel að það hafi verið farin þarna milli- leið. (Gripið fram f: Niður- talning f einu stökki.) Já, niðurtalning í einu stökki. Það má kannski segja það.“ Ef rétt er munað var þaö Tómas Árnason sem fann það upp á sínum tíma þeg- ar framsóknarmönnum var kappsmál að fela gengis- fellingu að kalla hana gengissig í einu stökki. Nú hafa framsóknarmenn fall- ist á leiftursóknarstefnu á þeirri forsendu að hún sé niðurlalning í einu stökki. í tilefni af þessum orð- um Tómasar Árnasonar sagði Eiður Guðnason, formaður þingflokks Al- þýðuflokksins, síðar í þess- um sömu umræðum í efri deild: „Staðreyndin er auð- vitað sú að þótt Framsókn- arflokkurinn berðist harkalega gegn leiftur- sóknarstefnu Sjálfstæðis- flokksins í kosningunum 1979, þá hefur hann nú til- einkað sér þá stefnu í miklu harðari mynd en þá var um talað 1979 og geng- ið langtum lengra. Hafi það verið leiftursókn, þá er það sem við höfum upplif- að núna undanfarna mán- uði og vikur leifturstríð. Og þau voru ekki fogur orðin, sem formaður Framsókn- arflokksins valdi þessari stefnu Sjálfstæðisflokksins 1979. Það var talað um kverkatak, sem hér mundi bókstaflega leggja allt at- vinnulíf í rúst á tiltölulega skömmum tíma. En skjótt skipast veður í lofti á himni | stjómmálanna ..." ERGO-STYLE stóllinn frá DRABERJ heldur þérígóðu skapi allandaginn I Drabert siturðu rétt HALLARMÚLA 2 73(iúamazkaðuzinn i—í l '-'ý — K^ý-iettirjöta 12-18 Daihatsu Tatt Dieaol 1982 Hvítur, ekinn aðein* 9 þús. km. Sportfelgur o.fl. Verö 410 þús. Dataun Cherry GL 1983 Blásans, ekinn 20 þús. km. 5 gira, útvarp, sílsalistar, grjótgrind. Verð 265 þús. (Skípti.) BMW 315 1982 Drapplitur, ekinn 25 þús. km. Snjó- dekk o.fl. Verö 300 þús. (Skipti á ódýrari.) Nú er rétti tíminn til bíla- kaupa. Ýmis kjör koma til greina. Komiö meö gamla bílinn og skiptiö upp í nýrri og semjið um milli- gjöf. Bílar á söluskrá sem fást fyrir skuldabréf. Volvo 244 GL 1979 Grænn, ekinn 54 þús. km. Aflstýri o.ft. Fallegur bíll. Verö 255 þús. (Skipti.) Range Rover Turbo 1980 Gulur, 8 cyl. m/ turbo, eklnn 70 þús. km. Verö 680 þús. Skiptl á ódýrari. VW Golf CL 1982 Blár, ekinn 27. þús. km. Verö kr. 260 þús. BMW 320 1981 Rauöur, ekinn 39 þús. km. Snjó- og sumardekk á felgum. Teinafelgur, upphækkaöur. Verö 385 þús. Skipti á ódýrari. Daihatsu Charade XTE 1981 Bpuöur. ekinn 41 þús. km. Sparneyt inn framdrifsbíll. Verö kr. 185 þús.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.