Morgunblaðið - 08.12.1983, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.12.1983, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1983 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1983 17 LJtgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 250 kr. á mánuöi innanlands. j lausasölu 20 kr. eintakiö. Ný leið í launamálum Vinnuveitendasamband ís- lands vill að farin sé ný leið í launamálum, tekið sé mið af því að þjóðarkakan stækki ekki á næsta ári og þess vegna verði hugað að því hvort ekki megi skipta sneið- inni sem ætluð er launþegum með öðrum hætti en nú er gert. Vinnuveitendasamband- ið telur í stuttu máli að laun megi hækka um 4,25% með því að stytta orlof, fækka frídög- um, breyta greiðslum fyrir veikindadaga og gjöld í sjúkra- og orlofsheimilasjóði verði greidd beint með laun- um. Með því að benda á þessa leið vekur Vinnuveitenda- sambandið máls á atriðum sem nauðsynlegt er fyrir alla launþega að íhuga. Ásmundur Stefánsson, for- seti Alþýðusambands íslands, talar alls ekki fyrir munn launþega þegar hann segir í tilefni af þessari hugmynd Vinnuveitendasambandsins: „Ljóst er af okkar hálfu að fé- lagsleg réttindi verða ekki seld fyrir slíkt, enda er það degin- um ljósara að það eru einmitt Úttekt á Frá því var skýrt í Morgun- blaðinu á sínum tíma án þess að það virtist vekja sér- staka athygli, að Sverrir Her- mannsson, iðnaðarráðherra, hefði ákveðið að láta gera út- tekt á ýmsum opinberum fyrirtækjum sem undir hans ráðuneyti heyra, þeirra á með- al Rafmagnsveitum ríkisins (RARIK). I ræðu sem iðnað- arráðherra flutti hjá Félagi ís- lenskra iðnrekenda á þriðju- daginn sagði hann, að komið hefði í ljós að þessi úttekt hefði verið nauðsynleg og í Morgunblaðinu í gær er sagt frá ýmsum atriðum sem fram hafa komið varðandi rekstur RARIK. Stjórnarformaður RARIK og rafmagnsveitustjóri sendu frá sér yfirlýsingu í gær, þar sem þeir sögðu, að frétt Morg- unblaðsins væri úr lausu lofti gripin. Annað á eftir að koma í ljós, og Morgunblaðið vísar þessum staðhæfingum á bug. Eftir allar þær umræður hinir lægst launuðu, sem mest þörf hafa fyrir hin félagslegu réttindi." Asmundur Stefáns- son sýnist með þessum orðum ætla að koma í veg fyrir að hugmynd Vinnuveitendasam- bandsins verði rædd þar sem hana á að ræða: meðal laun- þega sjálfra. Verkalýðshreyfingin á við margvíslegan vanda að etja vegna togstreitu milli launa- hópa. Kröfugerð Alþýðusam- bandsins endurspeglar þessi átök. Vinnuveitendasamband- ið vill fara nýjar leiðir, sem miða að því að auka ráðstöf- unartekjur launþega án þess að reisa atvinnufyrirtækj- unum hurðarás um öxl. Þjóð- arkakan verður aðeins stækk- uð með því að auka fram- leiðslu og framleiðni. Þegar við blasir að það er ekki hægt og einnig hitt að leita verður allra leiða til að bæta hag fólksins í landinu getur forseti Alþýðusambandsins ekki af- greitt skynsamlegar tillögur um leiðir í því efni með göml- um áróðursbrögðum. RARIK sem orðið hafa um opinberan rekstur og með hliðsjón af gíf- urlegu upplýsingamagni hvað- anæva úr veröldinni um hvernig slíkur rekstur getur þróast, ætti það ekki að koma neinum á óvart að margt megi betur fara í opinberum rekstri á íslandi. Síðan í maí hefur ríkisstjórnin víða tekið til hendi og upp á mörgu nýju hefur verið brotið eins og til dæmis þessari úttekt á vegum iðnaðarráðherra. Allt hefur þetta vakið mikla athygli og fjölmiðlar hafa jafnan sagt fréttir af framgangi mála þeg- ar upplýsingar hafa fengist eins og Morgunblaðið gerði af úttektinni á RARIK. Enn hefur ekki reynt á hvernig ráðherrar ætla að hrinda nýmælum í fram- kvæmd eða vinna úr upplýs- ingum sem aflað er með úttekt eins og þeirri sem hér hefur verið lýst. Það er þó fram- kvæmdin sem skiptir mestu, hvorki úttektin sjálf né fréttir af því hvað hún leiðir í ljós. Skotið yfir markið Töluverðar umræður hafa orðið í blöðum um lögregl- una í Reykjavík. Um hana var meðal annars fjallað í forystu- grein Dagblaðsins-Vísis á þriðjudag og þess meðal ann- ars krafist að lögreglustjórinn í Reykjavík segði af sér „fyrir aldurs sakir“ eins og það var orðað. Þessi krafa er glöggt dæmi um hve fjölmiðlamenn geta fljótt orðið gjörsamlega ráðvilltir. Lögreglan þarf að- hald ekki síður en aðrir og Sig- urjón Sigurðsson, lögreglu- stjóri í Reykjavík, hefur oft sýnt það á löngum og farsæl- um ferli hve honum er annt um að störf lögreglunnar séu óaðfinnanleg. Krafa Dagblaðs- ins-Vísis beinir umræðum um þessi mál inn á villigötur og er til þess eins fallin að grafa undan agavaldi lögreglustjóra, sem lögreglumenn verða auð- vitað að virða. Það væri ekki árennilegt fyrir ritstjóra Dagblaðsins-Vísis að þurfa að segja af sér í hvert sinn sem blaðamenn hjá honum hlaupa út undan sér. Forráðamenn RARIK á blaðamannafundi í gær: Uppsagnir 90— 100 manna fjar- stæðukenndar — Nemur rúmlega öllum mannskap RARIK í Reykjavík, og ætlunin er að styrkja starfsemina á landsbyggðinni „VIÐ TELJUM aö það hafi verið heppilegt að þessi athugun skyldi gerð á þessum tíma. Um það að þeir sem hér standa fyrir málum hafi ekki náð tökum á verkefninu finnst mér að sé ástæðulaust af ráðherra að láta í Ijós. Hér kemur fram að starfsmönnum hefur verið fækkað. Við gerum okkur grein fyrir því að með breytingum á verkefnum Rafmagnsveitnanna hlaut að verða samdráttur í mannafla og eðlilegt að skoða skipulag fyrirtækisins í því Ijósi. Þetta hefðum við gert sjálfír ef ekki hefði komið til utanaðkomandi aðili, sem er að vinna þetta verk. Til sönnunar á þessu segir í greinargerðinni, að þegar hafí orðið veruleg fækkun á starfsliði hjá okkur,“ sagði Pálmi Jónsson, alþingismaður og formaður stjórnar Rafmagnsveitna ríkisins, m.a. Tilefni fundarins var að afhenda fréttamönnum athugasemd<r vegna fréttar í Mbl. í gær um niðurstöður úttektar á rekstri RARIK, en at- hugasemdin er birt sérstaklega hér í blaðinu. Fundinn sátu, auk Pálma Jónssonar, þeir Kristján Jónsson rafmagnsveitustjóri og Kjartan Steinbach, formaður starfsmanna- ráðs RARIK. Ummæli Pálma hér að framan eru svör við spurningu um hvað þeir vildu segja um þau um- mæli iðnaðarráðherra, Sverris Her- mannssonar, á fundi Félags ísl. iðnrekenda á þriðjudag, sem Mbl. skýrir einnig frá í frétt sinni í gær. Þar segir iðnaðarráðherra m.a. í til- efni af niðurstöðum könnunar á rekstri RARIK, að „þeir sem að hlutunum komu hafi ekki náð þeim tökum sem þurfti. Því mun þetta að þeirra dómi líka hjálpa þeim um sinn í þröngri stöðu til þess að leysa úr feiknalega erfiðum vandamálum blaðamannafundi í gær. sem legið hafa á borðum þeirra, en þeir ekki náð tökum á“. Pálmi sagði fyrst að iðnaðarráðherra hefði upp- lýst að þarna væri ekki nákvæmlega rétt eftir honum haft í Mbl., en meginatriði þess sem fram kæmi hjá ráðherranum væri að hans mati það, að athugun þessi stæði yfir og að því loknu yrði tekin ákvörðun um það, hvort þeim tillögum sem lagðar yrðu fram, yrði fylgt eftir. Kristján og Pálmi sögðu tölurnar sem Mbl. birti í gær um uppsagnir 90—100 manna út í hött og fjar- stæðukenndar. Þeir voru þá beðnir að upplýsa hverjar hinar réttu tölur væru. Pálmi Jónsson svaraði og sagði að það væri kannski ekki hægt að svara því nákvæmlega, tillögurn- ar væru enn í vinnslu og athugun. Kristján var þá spurður hvort þeir gætu á sama tíma sagt að tölurnar væru rangar. Hann sagði að það hefði komið fram í viðræðum þeirra Ljósm. Mbl.: Kristján Einarsson. Frá blaðamannafundinum í gær. Kristján Jónsson rafmagnsveitustjóri lengst til vinstri, þá Pálmi Jónsson stjórnarformaður og Kjartan Steinbach formaður starfsmannaráðs. við Hagvang og eins næmi þessi tala rúmlega öllum mannskap RARIK í Reykjavík og ætlunin væri að styrkja starfsemina úti á lands- byggðinni samkvæmt tillögunum. Forráðamenn RARIK voru spurð- ir álits á tölunni 70 millj. kr., sem getið er í frétt Mbl. að sé nefnd sem sú tala sem spara megi í rekstri RARIK. „Það er ekki tala frá okkur," svaraði Kristján. Hann var þá spurður hvort hann vissi hvort hún væri rétt eða röng. „Ég hef ekki tekið neina afstöðu til þessarar tölu, enda er hún ekki frá okkur komin og við vitum ekki á hvaða forsendum hún er byggð,“ svaraði hann. Kristján var ennfremur spurður um fjölda bifreiða í eign RARIK, hvort talan 125 bifreiðir væri hin rétta, en því hefur verið haldið fram, eins og kom fram í frétt Mbl., að RARIK eigi á milli 160—170 bif- reiðir. Hann svaraði því til að 125 væri mjög nálægt því að vera rétt tala í dag, en tók fram að alltaf væri nokkur hreyfing á bílaeigninni. Það kom og fram í málflutningi RARIK-manna, að þeir teldu fjar- stæðukennt að selja hluta bílaflot- ans, enda væri ódýrara fyrir fyrir- tækið að eiga sína eigin bíla. Þeir voru þá spurðir, hvort Hagvangs- menn hefðu nefnt í tillögum sínum að til sölu á hluta af bílaflotanum þyrfti að koma. Kristján sagði að þeir hefðu ekki nefnt það ennþá. Spurningunni um hvernig staðið yrði að uppsögnum starfsmanna eftir áramótin svaraði Pálmi Jóns- son á þá leið að ekki lægi nú fyrir hversu mörgum þyrfti að segja upp til viðbótar þeim 46 sem þegar hefði verið sagt upp, en reynt yrði að fara að því með sæmilega mannlegum hætti eftir því sem unnt væri. Kjartan Steinbach var spurður um afstöðu starfsmanna RARIK til fyrirhugaðra uppsagna. Hann sagði starfsmenn fyrirtækisins fullkom- lega sammála um réttmæti athug- ana Hagvangs. Menn gerðu sér fyllilega grein fyrir að von væri á einhverjum breytingum. Að sjálf- sögðu væru þeir sem ættu von á uppsögnum ekkert hressir með að missa vinnuna, en starfsmannaráð myndi fjalla um þessi mál þegar þau kæmu á borðið, en enga endan- lega afstöðu væri hægt að taka fyrr en málið lægi fyrir. Aths. ritstj.: Vegna staðhæfínga Pálma Jóns- sonar á blaðamannafundi RARIK í gær þess efnis, að Morgunblaðið hafí ekki farið rétt með ummæli Sverris Hermannssonar iðnaðarráðherra á fundi Félags íslenskra iðnrekenda í fyrradag, skal tekið fram, að ummæli ráðherrans eru nákvæmlega rétt eftir höfð að því undanskildu að í stað orðs- ins „meint“ átti að standa orðið „mennt“. Athugasemd frá Rafmagnsveitum ríkisins vegna frétt- ar Morgunblaðsins í gær um úttekt á rekstri RARIK Pálmi Jónsson, alþm., stjórnarfor- maður Kafmagnsveitna ríkisins, og Kristján Jónsson, rafmagnsveitustjóri, efndu til blaðamannafundar í gær vegna fréttar Morgunblaðsins um fyrirhugaðar uppsagnir hjá fyrirtæk- inu, sölu á bflura o.fl. Á blaða- mannafundinum lögðu þeir fram eftir- farandi athugasemd: Frétt Morgunblaðsins í morgun um fyrirætlanir um uppsagnir 90— 100 starfsmanna hjá Rafmagns- veitum ríkisins eru algjörlega úr lausu lofti gripnar. Ennfremur eru fréttir um að ætlunin sé að selja bíla fyrirtækisins gjörsamlega út í bláinn, enda myndi það eitt hafa í för með sér stórkostiega aukin út- gjöld í rekstri. Þá er það einnig rangt, að fólksbílar séu 150—160. Heildarbílaeign Rafmagnsveitn- anna er 125 bílar, þ.m.t. vörubílar og bílar vinnuflokka. Síðastliðið sumar fól iðnaðar- ráðherra Hagvangi hf. að gera út- tekt á rekstri og skipulagi Raf- magnsveitnanna og hefur verið unnið að því síðan. Forráðamenn og starfsmenn Rafmagnsveitnanna hafa fúslega veitt allar upplýsingar og aðstoð í þessu máli og samstarf við Hagvang hf. hefur verið gott. Rafmagnsveitur ríkisins telja, að þetta starf sé unnið á heppilegum tíma, þar sem þegar var ljóst, að breytinga var þörf á starfsháttum og mannafla fyrirtækisins í fram- haldi af yfirtöku Landsvirkjunar á virkjunum og byggðalínum. Vegna þessara skipulagsbreytinga og sam- dráttar í verkefnum hafa Raf- magnsveiturnar sagt upp á þessu ári 46 manns. Á síðustu árum hafa orðið nokkr- ar skipulagsbreytingar hjá Raf- magnsveitunum þannig að fjölgað hefur verið svæðisskrifstofum og starfsemi rekstrarsvæðanna úti á landi verið aukin. Það má telja meg- ininntak í tillögum Hagvangs hf. að ganga lengra í þessa átt en þegar hefur verið gert og efla verkefni og sjálfstæði svæðisskrifstofanna. Þessu þyrfti að mæta með sam- drætti hjá aðalskrifstofu í Reykja- vík að sama skapi. Nú starfa svæðisskrifstofur Rafmagnsveitnanna á eftirtöldum stöðum: Stykkishólmi fyrir Vestur- land, Blönduósi fyrir Norðurland vestra, Akureyri fyrir Norðurland eystra, Egilsstöðum fyrir Austur- land og Hvolsvelli fyrir Suðurland. Það er fjarri lagi, að í tillögum Hagvangs hf. felist það, að stefnt verði að fækkun starfsliðs um 90—100 manns á næsta ári, þótt ljóst sé að um nokkra fækkun verði að ræða vegna breytinga á verk- sviði. Rétt er að taka fram, að nú starfa hjá fyrirtækinu 96 manns á skrif- stofu í Reykjavík, 49 manns á verk- stæðum og í vinnuflokkum í Reykja- vík og 210 manns á vegum svæð- isskrifstofanna úti á landi. Tillögur Hagvangs hf. eru enn til umfjöllunar hjá Rafmagnsveitum ríkisins, þær hafa verið kynntar lauslega fyrir starfsmannaráði Rafmagnsveitnanna og þær eru til athugunar hjá iðnaðarráðherra. Engar ákvarðanir hafa verið tekn- ar. Rafmagnsveitur ríkisins stefna að sjálfsögðu að sem mestri hag- kvæmni í rekstri og vilja leita allra leiða til þess að skipulag og starf- semi fyrirtækisins sé sem virkast. Þó ber að hafa í huga, að allar skipulagsbreytingar og tilfærslur á mannafla og verkefnum þurfa að skoðast vandlega og geta ekki gerzt í einni svipan, heldur er óhjákvæmi- legt að um nokkurn aðlögunartíma sé að ræða. Meðan athuganir af þessu tagi standa yfir eru rangar eða villandi fréttir í fjölmiðlum síður en svo lag- aðar til þess að greiða fyrir farsælli niðurstöðu. Reykjavík, 7. desember 1983, Kristján Jónsson, rafmagnsveitustjóri, Pálmi Jónsson, stjórnarformaðu r. Vegagerðin fylgist með hugsanlegu jakahlaupi Skeiðará gæti haldið áfram að vaxa í hálfan mánuð: — sem gæti valdið tjóni á brúm og vegum á sandinum STARFSMENN Vegagerðar ríkisins eru við öllu búnir á Skeiðarársandi ef svo færi að verulegur vöxtur kæmi í Skeiðarárhlaupió, sem hófst í gær- morgun. Er fylgst vel með brúnum á sandinum því ef hlaupið vex skyndi- lega gætu jakar brotnað úr jöklinum, borist niður á sandinn og valdið skeramdum á brúnum, að því er Sigur- jón Rist, vatnamælingamaður, sagði í samtali við blaðamann Mbl. í gær. „Enn sem komið er er hlaupið lít- ið og það fer hægt vaxandi eins og venja er. Það er þó orðið nokkuð drjúgt eða vel eins og sumarvatn," sagði Sigurjón. „Það er stutt, eða ekki nema 23 mánuðir, síðan síðast kom hlaup úr Grímsvötnum. En þá hljóp ekki fullkomlega úr vötnun- um; þegar hlaupinu var lokið í febrúar 1982 stóð vatnsborðið 50 metrum hærra en venjulega eftir hlaup. Það má því búast við breyt- ingum á hlaupinu á næstu dögum þótt rétt sé að minna á, að á undan- förnum árum og áratugum hefur það tekið ána allt upp undir hálfan mánuð að ná fullum vexti." Sigurjón Rist sagði að Skeiðar- árhlaupið núna kæmi alls ekki á óvart, aðdragandi þess hefði verið langur. „Það mátti búast við þessu — það er ekki lengra síðan en í vor að það var eldvirkni í Grímsvötnum. En þá var svo lágt í þeim, að vatnið hefur ekki brotist út fyrr en núna,“ sagði Sigurjón. Hann bætti því við, að jökulfýla af hlaupinu væri ívið minni nú en undanfarnar vikur, hún hefði fundist af og til síðan í októ- ber. Það væri einnig til vitnis um það hlaup, sem nú er hafið. Fréttatilkynning RLR vegna rannsóknar á kæru Skafta Jónssonar Rannsóknarlögreglustjóri ríkisins sendi í gær eftirfarandi fréttatil- kynningu: Hinn 28. f.m. sendi lögreglustjór- inn í Reykjavík rannsóknarlögreglu ríkisins til meðferðar kærugögn af hálfu Skafta Jónssonar, blaða- manns, Víðimel 19, Reykjavík, fyrir meint harðræði af hálfu lögreglunn- ar í Reykjavík aðfaranótt sunnu- dagsins 27. f.m. Var af hálfu Skafta gerð sú krafa, að rannsakað yrði hvort lögreglumenn hefðu gerzt brotlegir með refsiverðum hætti við handtöku aðfaranótt 27. f.m. Lokið er nú frumrannsókn þessa máls af hálfu rannsóknarlögreglu ríkisins, og verða rannsóknargögn send ríkissaksóknara til ákvörð- unar. Vegna þess, sem fram hefir komið á vettvangi fjölmiðla um málið, þykir rétt að taka eftirfar- andi fram: Starfsfólk Leikhúskjallara hefir lýst ástæðum þess, að lögreglan var kvödd þangað til aðstoðar að- faranótt 27. f.m. Voru ástæðurnar viðbrögð og hegðan Skafta er yfir- höfn hans fannst ekki þegar við fatahengið. Var hann með illyrði og hótanir í garð þess auk þess, sem hann réðst að einum dyra- varðanna, reif föt hans og veitti honum áverka. Hafi hegðan Skafta verið slík, að óhjákvæmi- legt hafi verið að kalla á lögreglu til aðstoðar. Lðgreglumenn þeir er fóru á vettvang bera og, að fram- koma Skafta hafi verið þess eðlis, að ekki hafi verið hægt að fá skýr- ingar hjá honum á málavöxtum. Hann hafi sýnt tilburði til þess að ráðast á dyravörðinn aftur, og hafi þeir orðið að handjárna hann og færa í lögreglubíl. Mótþrói mannsins við það hafi leitt til þess að hann féll á gólf bílsins og sé ekki útilokað að hann hafi þá hlot- ið áverka. Lögreglumennirnir segja að maðurinn hafi legið á maganum á gólfinu handjárnaður fyrir aftan bak, og vegna stöðugs mótþróa hans hafi einn lögreglu- maður orðið að halda honum. Lögreglumennirnir neita þvf al- farið allir að þeir hafi viljandi meitt manninn og í bílnum hafi aldrei verið tekið um eða þrifið í höfuð hans og það keyrt í gólf bíis- ins. Vinkona eiginkonu mannsins sem sat við hlið eiginkonunnar í bílnum hefur borið að hún hafi ekki séð neitt slíkt gerast. Eftir komu á lögreglustöð var maðurinn um klukkustund í haldi en ekki er ástæða til að rekja hér það sem þar gerðist. f læknisvottorði kemur fram að maðurinn hafi komið á slysadeild í hádeginu á sunnudag 27. nóvem- ber. I vottorðinu segir um áverka á landliti mannsins: „Nef er mikið bólgið og glóðarauga á vinstra auga. Ekki greinist skekkja á nefi, nasir virðast báðar opnar. Á enni er — miðju enninu — 3 cm löng grönn rispa, einnig er önnur rispa lítil vinstra megin á enni.“ Síðar í vottorðinu segir: „Roði og smá- mar eru í hársverði á hnakka- svæði. Rtg.mynd var tekin af nef- beinum, þessi rtg.mynd sýndi brot á nefbeininu án teljandi tilfærslu á brotflöskum." Af hálfu Skafta er því haldið fram, að upphafið megi rekja til samskipta hans við starfsfólk Leikhúskjallara sem hafi verið byggt á misskilningi fyrst og fremst. Ágreiningur og átök hafi síðan fylgt og enda þótt upphaf þess mætti að hans sögn rekja til framkomu starfsfólksins, hafi komið að því að hann var færður burt af staðnum af lögreglu, hand- járnaður og með valdi. Hann held- ur því fram að í lögreglubílnum hafi sér verið misþyrmt af einum lögreglumanni með því, að sá hafi ítrekað þrifið í hár hans og keyrt höfuð niður í gólf bílsins. Vegna þessa hafi hann meðal annars nefbrotnað og hlotið aðra áverka á höfði. Því er og haldið fram af honum og eiginkonu hans sem jafnframt var í bílnum, að þetta hafi maðurinn margsinnis gert, enda þótt þau hafi beðið hann að láta af því. Við rannsókn þessa máls hafa — auk lögreglumanna og Skafta Jónssonar —, sex starfsmenn Leikhúskjallara verið yfirheyrðir og fleiri vitni, alls 20 manns. RLR dregur upp einhliða mynd af atburðarásinni — Segir Skafti Jónsson, blaðamaður „Þessi fréttatilkynning Rann- sóknarlögreglu ríkisins er mér gersamlega óskiljanleg. Sá vitnis- burður sem er lögreglumönnunum og dyravörðum í Þjóðleikhúskjallar- anum í hag, er dreginn fram í dags- Ijósið í tilkynningu RLR og kemur fram í fullyrðingu, en minn vitnis- burður er gerður léttvægur og orð- aður „hann heldur því fram ... “ og „að hans sögn ... “ . Þá er hvergi getið um vitnisburð annarra vitna í þessu máli, sem ég fullyrði að gefur aðra og réttari mynd af málinu," sagði Skafti Jónsson, blaðamaður, sem fyrir nokkru krafðist rannsókn- ar á meintu harðræði lögreglunnar þann 27. nóvember síðastliðinn þeg- ar hann var handtekinn, svo sem skýrt var frá í Mbl. Mbl. leitaði eftir því við viðkom- andi lögreglumenn, að þeir tjáðu sig um málið, en því var hafnað að svo stöddu. „í tilkynningunni er vitnað til þeirra fjögurra vitna, sem voru mér mjög í óhag, en sleppt vitnis- burði annarrar stúlkunnar sem var inni í fatahenginu og bar mér að vísu ekki góða sögu en sagði að ég hefði fengið heimild til þess að fara inn í fatahengið. Ég hef það á tilfinningunni að lögreglan sé að hefna sín á mér fyrir að hafa farið með þetta mál í blöðin — fréttatilkynning Rann- sóknarlögreglu rikisins dregur upp ákaflega einhliða mynd af at- burðarásinni. Það er umhugsunar- efni hvort RLR hefur heimild til þess að skella fram fullyrðingum í fréttatilkynningu eftir frum- rannsókn máls, þar sem svo mikið ber í milli,“ sagði Skafti Jónsson. Hann vildi ekki tjá sig frekar að svo stöddu — sagðist gera það síð- ar. „Framganga lögreglu hin harkalegasta“ — segir í yfirlýsingu frá Ástu Svavarsdóttur MBL. barst í gærkvöldi yfirlýsing frá Ástu Svavarsdóttur, sem var í lögreglubifreiðinni þegar Skafta Jónssyni var sýnt meint harðræði í bifreiðinni, en í tilkynningu RLR er vitnað í Ástu: „Það er illt til þess að vita, að Rannsóknarlögregla ríkisins sem á að heita hlutlaus rannsóknarað- ili í kærumáli Skafta Jónssonar, sendi frá sér fréttatilkynningu sem svo augljóslega er skekkt öðr- um málsaðila í hag, meðal annars með því að tilgreina alls ekki framburð sjónarvotta að hand- töku. Minn framburður er til að mynda slitinn úr samhengi — augljóst dæmi um það hvernig nota má tilvitnanir þannig að merking nánast snúist í andhverfu sína. Það er að vísu rétt, að ég sá ekki nema lítinn hluta þess sem fram fór í lögreglubílnum en mað- urinn hefur fleiri skilningarvit en sjónina, þar á meðal heyrn. Og þótt þess hafi ekki verið getið í umræddri fréttatilkynningu, bar ég í yfirheyrslu hjá Rannsóknar- lögreglunni, að utan við lögreglu- bílinn heyrði ég dynki eða högg innan úr honum en þar var þá að minnsta kosti einn lögreglumaður auk Skafta. Þegar inn í bílinn kom sá ég Skafta liggjandi á maganum og handjárnaðan fyrir aftan bak og yfir honum lögreglumann, sem hélt honum niðri. Á leiðinni var hins vegar skuggsýnt í bílnum og auk þess skyggði sætisbakið á höf- uð Skafta og efri hluta líkamans. Ég sá því ekki það sem fram fór. Aftur á móti heyrði ég að í hvert sinn sem Skafti reyndi að reisa upp höfuðið í átt til konu sinnar. sem einnig reyndi að teygja sig í átt til hans og sá því betur en ég það sem fram fór, keyrði lögreglu- maðurinn hann niður aftur. Þessa vitnisburðar er að engu getið í fréttatilkynningu Rannsóknar- lögreglunnar. Oll framganga lög- reglunnar í þessu máli var hin harkalegasta og bar þess vott að hún mat ekki aðstæður sjálfstætt í upphafi og missti bæði stjórn á þeim og sjálfum sér — með því er ekkert sagt um meðvitaðar lík- amsmeiðingar. En er það eðlilegt að maður sem er fullkomlega rólegur þegar hann gengur frá manni, sé handtekinn formálalítið og komi tveim tímum seinna stór- lega meiddur eftir viðskipti sín við lögregluna?" Ásta Svavarsdóttir, 7. desember 1983.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.