Morgunblaðið - 08.12.1983, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.12.1983, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1983 18 Einvígi Riblis og Smislovs: Kasparov leit inn í tíu mínútur liondon 7. de.sember. Frá Hjálmari JónsHyni, hlaðamanni VlorgunhlaÓNÍn.s. UNGVERJINN Zoltan Ribli og Sovétmaöurinn Vassily Smyslov sömdu um jafntcfli í 8. einvígisskák sinni, sem tefld var hér í London í kvöld. Sömdu þeir um jafnteflið í 41. leik eftir að Kibli hafði lent í nokkru tímahraki. Staðan í einvígi þeirra er nú 5 vinningar gegn 3 Smyslov í vil. Ribli lét bíða eftir sér í 5 mín- útur áður en hann mætti til 8. skákarinnar í einvígi sínu við Vassily Smyslov og þegar hann kom, kom hann gangandi fram úr sölum Great Eastern-hótels- ins, en ekki í gegnum hliðardyr á sviðinu eins og keppenda er vandi. Ribli, sem var tveimur vinn- ingum undir þegar fimm skák- um var ólokið, stýrði hvítu mönnunum og lék drottningar- peðinu. Hann fékk snemma verri tíma en Smyslov, notaði rúman klukkutíma á fyrstu 15 leikina, meðan Smyslov notaði aðeins 15 mínútur. Rúmlega 30 ára aldursmunur er á keppendum, Ribli rúmlega þrítugur, en Smyslov kominn á sjötugsaldurinn, en báðir eiga það sameiginlegt að vera rólegir og yfirlætislausir. Áberandi minni áhugi er fyrir einvígi þeirra en fyrir einvígi Kasparovs og Kortsnojs og einungis fáir áhorfendur að skákinni í dag. Smyslov hugsaði sig um í 45 mínútur áður en hann lék sínum 17. leik og þegar leiknir höfðu verið 20 leikir þótti mönnum staða svarts vænlegri með vel staðsettan svartreitabiskup, en uppskipti tókust á biskupunum og eftir það þótti staða hvíts betri. Tímahrak fór hinsvegar að hrjá keppendur og átti Ribli 22 mínútur til að leika síðustu 12 leikina og Smyslov 40. „Ég veit það ekki, en Ribli hef- ur góða stöðu og það fer eftir því, hvernig honum tekst upp, hver úrslitin verða," sagði stórmeistarinn John Speelmann aðspurður um stöðuna í skák þeirra Riblis og Smyslovs, þegar klukkutími var eftir af henni. „Smyslov hefur leikið mjög vel í síðustu tveimur skákum og uppskorið í samræmi við það. Hins vegar finnst mér Ribli hafa teflt mjög einkennilegar byrjan- ir, og það er eins og einhver sagði, Smyslov var farinn að leika mjög vel áður en Ribli fæddist. En ég þori ekki að spá neinu um heildarúrslitin, ég held þau fari mikið eftir úrslitunum í kvöld. Ég er áhugasamur áhorf- andi og bíð þess bara hvað verð- ur,“ sagði Speelmann ennfrem- ur. „Mér finnst Kortsnoj hafa ver- ið sjálfum sér verstur í undan- förnum tveimur skákum," sagði Speelmann aðspurður um hitt einvígið, sem einnig fer fram á Great Eastern-hótelinu. „En hann er mikill baráttumaður, eins og hann sýndi glögglega í einvígi sínu við Karpov, þegar hann var kominn undir, en tókst að jafna að nýju, þó svo að hann tapaði því einvígi. Hvort hann leikur þann leik aftur nú skal hins vegar ósagt látið," sagði Speelmann að lokum. Þegar leiknir höfðu verið 34 leikir átti Ribli 10 mínútur eftir til að leika síðustu 6 leikina, en Smyslov rúman hálftíma. Ribli lenti í miklu tímahraki en tókst að ná tímamörkunum og í 41. leik sömdu keppendur um jafn- tefli eins og áður sagði. Garrí Kasparov var í fyrsta skipti áhorfandi að skákeinvígi þeirra Smyslovs og Riblis í dag. Hann kom inn í skáksalinn um áttaleytið og dvaldi þar í rúmar 10 mínútur. Ekkert bítur á Smyslov sem nálgast óðfluga sigurinn Skák Margeir Pétursson Varnir Vassily Smyslovs, 62ja ára fyrrverandi heimsmeistara, héldu enn einu sinni í gærkvöldi er hann gerði jafntefli við Zoltan Ribli í áttundu einvígisskákinni. Smyslov heldur því enn tveggja vinninga forskoti sínu, hann hefur fimm vinninga gegn þremur vinn- ingum Riblis. Mcð hverju jafntefli nálgast Smyslov sigurinn, nú duga honum þrjú jafntefli til viðbótar. Taflmennska Smyslovs í ein- víginu hefur verið róleg og yfir- veguð. 'Með hvítu hefur hann unnið þrjár skákir af fjórum og með svörtu lætur hann sér nægja að tefla til jafnteflis. Þetta hefur tekist frá því í ann- arri skákinni, en þá vann Ribli sinn eina sigur. í dag tefla þeir Korchnoi og Kasparov áttundu einvígisskák sína og verður fróðlegt að sjá hvort Korchnoi nær að hrista af sér slenið eftir tvo slæma daga í röð, en hann hefur hvítt í dag. Á morgun tefla síðan Smyslov og Ribli sína níundu skák. Hvítt: Zoltan Ribli Svart: Vassily Smyslov Slavnesk vörn I. d4 — d5, 2. c4 — c6, 3. Rc3 — Rf6, 4. e3 — g6 Schlechter-afbrigðið. Því beitti Smyslov einnig í sjöttu skákinni, sem lauk með jafntefli. 5. Rf3 — Bg7, 6. Bd3 — 0-0, 7. <W) — Bg4, 8. he — Bxf3, 9. Dxf3 — He8 í sjöttu skákinni lék Smyslov 9. — e6 sem reyndist fullhæg- fara. 10. Hdl — Dd6 Svartur ætlar að leika 11. — Rbd7 og 12. — e5. Ribli verður fyrri til að taka af skarið á mið- borðinu. II. e4 — dxe4, 12. Bxe4 — Rbd7, 13. a3 — Rxe4, 14-. Rxe4 Hér hafði Ribli notað klukku- stund, en Smyslov aðeins stund- arfjórðung. 14. — De6, 15. b3 — b5! Smyslov teflir af sömu rökvís- inni og fyrr í einvíginu. Með þessari hliðarárás á hvíta mið- borðið tryggir hann sér jafnt tafl. 16. cxb5 — cxb5, 17. a4 — Dd5, 18. axb5 — Dxb5, 19. Bf4 — Rb6, 20. Hacl — Had8 Smyslov ætlar sér að vinna staka peðið á d4, en nú nær Ribli frumkvæðinu með snjallri vend- ingu. Eftir 20. — Had8 hefði svartur staðið sízt lakar, því 21. Rc5?! leyfir 20. — Bxd4. 21. Be5! — Bxe5, 22. Hc5 — Db4, 23. Hxe5 — Rd7, 24. Hd5 — Kg7, 25. h4! — Rf6 Smyslov viðurkennir að sér hafi orðið á mistök og tekur á sig stöðu sem greinilega er lakari, en þó traust. 26. Rxf6 — exf6, 27. Hxd8 — Hxd8, 28. h5 — Dd6 Smyslov er auðvitað ekki ginnkeyptur fyrir 28. — Hxd4?, 29. h6+! o.s.frv. 29. De3 — gxh5 Svarta kóngsstaðan er í tætl- um og umframpeðið skiptir auð- vitað engu máli. Ribli á því ákveðna möguleika í stöðunni, en hann var kominn í tímaþröng auk þess sem Smyslov er fastur fyrir í vörninni. 30. d5 — Hd7, 31. Dh3 — Kh6!, 32. b4 — He7, 33. Dc3 — Hc7, 34. De3+ - Kg7, 35. Df3 Nú nær Smyslov mótspili sem tryggir honum jafntefli, en 35. Dd4 — De5, hefði heldur ekki skilað árangri. 35. — Hc4!, 36. b5 — Hg4, 37. De3 — h4, 38. Hd4 — h5! Smyslov notfærir sér tíma- hrak andstæðingsins til hins ýtrasta 39. Hxg4+ — hxg4, 40. Dd4 — g3, 41. Dxh4. Jafntefli, því uppskipti á flestum peðanna eru fyrir- sjáanleg. Guðlaug Tinna Grétarsdóttir dreg- ur vinningsnúmerin Dregið í happdrætti SÁÁ Stefnt er að því að vigja hina nýju sjúkrastöð SÁÁ sunnudaginn 18. desember nk. Þá verður til- kynnt um nafn stöðvarinnar, sem borizt hafa yfir 10 þúsund tillögur um nafn. Dregið hefur verið í happ- drætti SÁÁ. Vinningarnir, 10 Saab-bifreiðir komu á eftirtalin númer: 104897, 178021, 198343, 219952, 271660, 276116, 286191, 299384 og 307043. (Birt án ábyrgðar.) „Vonin“ sýnd í Regnboganum Kvikmyndaklúbbur Alliance francais í Reykjavík sýnir í dag, fimmtudaginn 8. desember, mynd- ina „Von“, sem er frönsk-spænsk mynd gerð árin 1938 til 1939 af André Malraux eftir samnefndri skáldsögu hans. Sýningin verður endurtekin miðvikudaginn 14. des- ember og aftur fimmtudaginn 15. desember. Myndin fjallar um borgara- styrjöldina á Spáni og er styrjöld- in séð með augum Malraux, sem barðist í fjallahéruðum Spánar gegn herjum Francos. Hluti myndarinnar er tekinn á meðan á loftárásum stóð. Kvikmyndin er sýnd í E-sal Regnbogans alla dagana klukkan 20.30. Sýnir 37 myndir Mishermt var í frétt af mál- verkasýningu Benedikts Gunnars- sonar í safnaðarheimili Kárs- nessóknar í Kópavogi fjöldi mynd- anna, sem er á sýningunni. Bene- dikt sýnir þar 37 málverk og teikningar. Hlutaðeigendur eru beðnir velvirðingar á þessum mis- tökum. Jóla-bingo Hiö árlega jóla-bingó Framsóknarfélags Reykjavíkur veröur haldiö í Sigtúni í kvöld fimmtudagskvöld, 8. desember, og hefst kl. 20.30. Húsiö opnað kl. 19.30. Glæsilegir ferðavinningar M.a. ferðir til London og Amsterdam. Margir eigulegir munir. Ur og tölvur, nýjustu jólabækurnar, snyrtivörur, stórglæsilegar matarkörfur, heilir kjúkl- ingakassar og margt fleira. Aðgangur ókeypis. Verð á spjaldi kr. 100.- Spilaðar verða 18 umferðir. Stjórnandi Baldur Hólmgeirsson FRAMSÓKNARFÉLAG REYKJAVÍKUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.