Morgunblaðið - 08.12.1983, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.12.1983, Blaðsíða 24
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1983 24_______________ Birgitta Sigríður Jónsdóttir - Minning Fædd 22. ágúst 1895 Dáin 30. nóvember 1983 Ævidagurinn er orðinn langur hjá þeim, sem farnir eru að nálg- ast nírætt. Það fólk, sem fæddist fyrir aldamót hefur upplifað tím- ana tvenna, allt frá fornum bú- skaparháttum og fátækt til vél- væðingar og velmegunar. Oft er okkur yngra fólki hollt að hafa í huga uppvaxtarár þessa fólks, þegar við kvörtum yfir því, að þurfa að neita okkur um einhvern óþarfa. Ein af þessum var Birgitta Sig- ríður Jónsdóttir frá Blönduholti í Kjós, f. 22. ágúst 1895. Hún var dóttir hjónanna Jóns Stefánsson- ar og Sigríðar Ingimundardóttur, sem þar bjuggu. Jón og Sigríður eignuðust fjögur börn, eitt dó í bernsku, en hin eru Bjarni, lengst af bóndi í Dalsmynni á Kjalarnesi, f. 1892, og Jörína, kennari, f. 1900. Þau lifa bæði systur sína. Auk þess ólu Jón og Sigríður upp fimm fósturbörn, Júlíus Jónsson, sem lifir enn í hárri elli, Hrefnu Guð- mundsdóttur, sem dó ung að ár- um, Guðjón Guðmundsson, Tryggva Guðmannsson og Svan- hvíti Ólafsdóttur, sem öll lifa upp- eldissystur sína. Birgitta ólst upp í föðurhúsum ásamt systkinum sínum og upp- eldissystkinum. Ung að árum nam hún klæðskeraiðn, sem síðan varð ævistarf hennar. Fyrstu árin stundaði hún starf sitt í Reykjavík á vetrum, en aðstoðaði foreldra sína við búskapinn á sumrin, þar til þau brugðu búi og fluttu til hennar. Hún var einhleyp alla tíð og bjó ein utan þess tíma, sem hún hafði foreldra sína hjá sér. Jón lést árið 1944. Síðustu æviár sín var Sigríður, móðir Birgittu, sjúklingur og dvaldi hún þá að vetrinum á heimili Jörínu, dóttur sinnar, þar sem hún andaðist 1952. Jón og Sigríður náðu bæði 88 ára aldri og Birgitta var einnig 88 ára er hún lést. Bigga, eins og við systurbörn hennar kölluðum hana ávallt, var mjög fær klæðskeri og saumaði aðallega kvenkápur. Ofáir eru peysufatafrakkarnir, sem hún saumaði á þær konur, er vildu skarta íslenska þjóðbúningnum. Hún stundaði klæðskeraiðn sína langt fram yfir lögboðinn ellilíf- eyrisaldur. Bigga var skarpgreind, hnyttin í tilsvörum og glaðlynd. Bráðdugleg var hún á alla lund, vön að bjarga sér sjálf og ætlaðist aldrei til neins af öðrum en sjálfri sér. Hún hélt góðri heilsu nær alla ævi, að undanskilinni sjóndepru allra síð- ustu ár. Gekk hún undir uppskurð á síðastliðnu sumri til að lagfæra sjónina og tókst það vonum fram- ar. Hún stundaði sund á hverjum degi og fór í ferðalög á sumrin fram yfir áttrætt. Er hún loks lagðist hinstu leguna, hringdi hún sjálf í lækni til að komast í sjúkrahús. Þar þurfti hún ekki að dvelja lengi og lést eftir aðeins sex daga legu. Það hefir heldur ekki átt við skapgerð Biggu að þurfa að liggja lengi veik. Við skyldfólk hennar erum forsjóninni þakklát fyrir að henni var hlíft við því. Það verður skarð fyrir skildi hjá okkur í fjölskyldunni um jólin, þegar sæti Biggu verður autt. Það var eitt, sem tilheyrði jólunum, að hafa Biggu með glaðlyndi sitt og skemmtileg tilsvör. Yngstu börnin skilja ekki, að Bigga ömmusystir láti sig vanta. En þegar þau eld- ast, munu þau eiga ljúfar minn- ingar um stóran persónuleika og indæla frænku, alveg eins og við sem eldri erum raunum minnast hennar. Björg Sigurvinsdóttir Birgitta Sigríður Jónsdóttir var fædd að Blöndholti í Kjós 22. ág- úst 1895. Voru foreldrar hennar Jón Stefánsson bóndi þar, Jóns^ sonar í Blöndholti. Kona Stefáns, móðir Birgittu, var Sigríður Ingi- mundardóttir, Björnssonar í Eyj- um í Kjós og Birgittu Sigurðar- dóttur frá Selkoti í Þingvallasveit, Þorkelssonar á Heiðarbæ. Þau hjón, Jón og Sigríður, hófu búskap á Vestra-Miðfelli á Hval- fjarðarströnd, en fluttu 1891 að Blöndholti í Kjós og bjuggu þar góðu búi til 1935. Jörðin Blöndholt er vel í sveit sett. Bærinn stendur á lágri hæð og sér af húsahlaði yfir allmikið láglendi og til fagurs fjallahrings; einnig yfir Hvalfjörð og strendur hans. Fjalllendi fylgir ei jörðinni heldur láglendi með mýrarflákum sem gefur mikil Leiðin liggur í Markaosnúsið Sigtúni 3 MARKAÐSHUSIÐ Sigtúni 3 Opiö 12—18 mánudag til fimmtudag 12—19 föstudaga 10—18 laugardaga KAFFIBAR í MIÐJU VERSLUNARHÚSINU Póstkröfur. skilyrði til ræktunar. — Nýbýli var reist á jörðinni er heitir Fell. Jóni og Sigríði búnaðist vel. Hann var dugnaðarmaður að hey- skap, góður hirðir og fór vel með sinn lifandi pening. Hún var ráð- deildarsöm og snyrtileg í allri framgöngu, og um hýbýlakost sinn. Þau hjón voru gestrisin og til þeirra var gott að koma. Lengi vel voru þau hjón leiguliðar, en eig- endur búsettir í fjarlægum sveit- um. Höfðu þau húsað jörðina að útihúsum á sinn kostnað, en þegar hún loks var föl, keyptu þau hana og reistu íbúðarhús úr steini er stendur að mestu óbreytt. Jón og Sigríður eignuðust þrjú börn, sem komust vel til manns. Bjarna bónda í Miðdal í Kjós, seinna í Dalsmynni á Kjalarnesi, kvæntan Álfdísi Helgu Jónsdótt- ur, d. 1946. Seinni kona Bjarna er Jensína Guðlaugsdóttir. Jörinu Þuríði kennara, gifta Sigurvin Einarssyni skólastjóra og alþing- ismanni. Þriðja barn þeirra var Birgitta Sigríður, sem þessi grein fjallar um. Ennfremur ólust upp í Blöndholti að miklu eða öllu leyti Júlíus Jónsson bóndi, nú. í Hvera- gerði. Hrefna Guðmundsdóttir, andaðist ung. Guðjón Guðmunds- son bifreiðasmiður, og Tryggvi Guðmannsson vélstjóri, búsettir í Reykjavík. Svanhvít Ólafsdóttir, húsfreyja á Suðureyri við Súg- andafjörð. Hefur þessu fólki vegn- að vel og komist vel áfram í lífinu. Samband þess við Blöndholtsfólk- ið hefur ekki rofnað, alltaf verið góð kynni þess á milli. Var það lengi fram eftir árum að ungl- ingar og unga fólkið gekk að vinnu í Blöndholti uns það fór að heiman til að læra það sem það hafði kosið sér að ævistarfi. Lengst dvaldi Birgitta á heimili sínu í Blöndholti og var án efa kjörin til að vera húsmóðir í sveit sem búkona, röggsöm og vel gerð. Hún hafði hneigð til saumaskap- ar, en á þessum árum var mikið um það að stúlkur færu til Reykjavíkur að læra karlmanna- fatasaum, þótti það góður lær- dómur er þær stofnuðu heimili og skyldu sauma klæði manna. A sveitaheimilum áður fyrr var oft ofin voð í fatnað handa heimilis- fólki. Svo var í Blöndholti að Jón bóndi sló vefinn. Birgitta fór suður á saumanám- skeið og lærði ennfremur að sauma út og baldýra. Hún kom síðar á Saúmastofu Sigurðar Guð- mundssonar sem var þá helsti dömuklæðskeri í Reykjavík. Var Sigurður mikill hagleiksmaður í Eleseus Marís Sölvason - Minning Eleseus Marís Sölvason er far- inn á fund forfeðra sinna. Mér og öllum vinum hans til óblandinnar sorgar. Hann var fæddur í Lónsnesi, Auðkúluhreppi 25. september 1915. Þaðan fluttist hann ungur að Steinanesi við Arnarfjörð og tók ástfóstri við þann stað. Síðast í sumar fór hann þangað, og tók heim með sér stein þaðan til að minna sig á æskustöðvar sínar, sem voru honum svo kærar. Hann átti ekki nógu sterk orð til að lýsa þeim góðu móttökum sem hann fékk frá ættingjum og göml- um vinum fyrir vestan. Það þyrmdi yfir mig þegar ég hringdi í vin minn Ella og bróðir hans svar- aði í símann og tjáði mér að hann væri allur. Ég gat ekki trúað að það væri satt, en það var stað- reynd. Elli hafði hvatt þetta líf. Maðurinn með ljáinn lætur ekki sitt eftir liggja. Eleseus reyndist mér traustur vinur í blíðu og stríðu. Mörg spor átti ég upp á Njálsgötu 34, mér til gleði og ánægju, aldrei fór ég bónleiður til baka. Hann gladdi mig á góðri stund, og huggaði mig á raunastund. Elli gat ekki hugsað sér lífið án þess að eiga bát, því það var hans líf og yndi að dytta að, lagfæra og hafa allt í lagi, öryggisbúnað og veið- arfæri. Allir hans mörgu bátar báru þess merki að hann hafði farið um þá sínum nærfærnu höndum. Ég var þeirrar ánægju aðnjót- andi að fá að fara með í nokkra róðra í sumar, þá sá ég það strax hversu mikill sjómaður hann var. Enda stýrði hann skipum sínum ávallt heilum til hafnar. Nú er Elli kominn til hinstu hafnar. Guð blessi minningu hans og veiti vinum hans huggun. Nánustu aðstandendum votta ég mína dýpstu samúð. Gísli Rit um fornleifarann- sóknir á Norðurlöndum Fyrsta bókin sem Þjóðminjasafnið gefur út Þjóðminjasafn Islands hefur gefið út bókina „Hus, gárd och bebyggelse", sem hefur að geyma 25 greinar um merkar fornleifa- rannsóknir á Norðurlöndum. Greinarnar byggjast allar á er- indum sem flutt voru á ráðstefnu norrænna fornleifafræðinga á Laugarvatni í ágúst 1982, og eru allar skrifaðar á norsku, sænsku og dönsku. M.a. er sagt frá niður- stöðum fornleifarannsókna í Reykjavík árin 1971—1975, byggðarannsóknum á Holti í Eyjafjallasveit og byggingum frá fyrstu öldum íslandsbyggðar. Bókin er 270 bls. að stærð og prýdd miklum fjölda mynda og skýringarteikninga. Þetta er fyrsta bókin sem Þjóðminjasafnið gefur út, og sá Guðmundur. ólafs- son safnvörður um útgáfuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.