Morgunblaðið - 08.12.1983, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1983
ópavogsbúáí
athugíð!
Við bjóðum alla almenna hársnyrtingu svo sem:
’ermanent, klippingu, lagningu, hárþvott, litun,
ilástur, stripur, skol, djúpnæringu o.s.frv.
Opið fra kl. 9—18 á virkum dögum
og kl. 9—12 á laugardögum.
Pantanir teknar í síma 40369.
HÁRGREIÐSLUSTOFAN
ÞINGHÓLSBRAUT 19.
Gjöfin handa
drengjunum í ár:
Vandaðar v-þýskargufuvélar frá WILESCO í
mörgum gerðum og verðflokkum ásamt úr-
vali fylgihluta.
Við bjóðum ennfremur geysilegt úrval afleik-
föngum fyrir stráka og stelpur á öllum aldri,
ásamt fjarstýrðum bílum og flugmódelum í
öllum gerðum og verðflokkum.
Nýjar vörur teknar upp daglega.
Góð aðkeyrsla og bílastæði.
Sendum gegn póstkröfu um land allt.
TÓmSTUnDfiHÚSID HF
Laugauegi 164-Reufciauik & 21901
SAMTRYGGING
PRESSUJÓNA
— eftir Einar
Bjarnason
Flestir blaðamenn eru ágætis
menn. Ég þekki allmarga þeirra
sem ég veit að hafa sannleikann að
leiðarljósi. Marga sem vilja allt
misrétti bæta. Menn sem vita að
hlutlaus, þó gagnrýnin, en umfram
allt sönn fréttaþjónusta er senni-
lega allra nauðsynlegasti horn-
steinninn undir sjálfu lýðræðinu.
Því miður er örfáum annan veg
farið. Þó virði ég stéttina. Hvern
einasta dag og flestar nætur
hringja margir fréttamenn á lög-
reglustöðina og spyrja tiðinda. Til
að greiða fyrir þeirra starfi veita
menn úr viðkomandi deildum um-
beðnar upplýsingar nema ætla
megi að þær spilli málsrannsókn.
Nafnleyndar sakborninga er að
sjálfsögðu gætt. Þessir tengiliðir
sem fréttamenn eiga hér starfa við
allar deildir embættisins. Ein-
hverjir þeirra ætíð á vakt. Engum
þeirra ber skylda til að annast
fréttaþjónustu. Þeir gætu vísað á
þá tvo yfirlögregluþjóna sem til
þess starfa eru settir. Þá yrði nær
ókleift að fá fréttir héðan nema á
skrifstofutíma.
Því miður kemur fyrir að frétta-
menn misþyrma þeim trúnaði sem
við sýnum þeim. Viðkvæm mál ýkt
og afbökuð, þeim slegið upp af al-
geru miskunnarleysi. Engu skeytt
um sorgir og sviða þeirra sem sak-
lausir eru.
Blöðin þarf að selja
Vegna þessara manna hefur sú
hugmynd stundum skotið upp kolli
að við meðaljónarnir hættum að
þjóna fréttamönnum. Vísum að-
eins á þá sem til starfans eru sett-
ir. Þessi hugmynd hefur ætíð verið
kveðin niður og mun aldrei fá
hljómgrunn. Þótt við þekkjum
ýkju- eða ósannindafólk er ekki
réttmætt að gera heilli stétt erfitt
fyrir.
Minnstu þess í skrifum þfnum
ágæti fréttamaður, þó finnirðu
laufblað fölnað eitt, er ekki bara
heimska heldur tröllheimska að
fordæma allan skóginn.
Það er alltaf hryggilegt þegar
fólk meiðist. Mínar kröfur til míns
fólks og minna félaga eru meiri en
þær sem ég geri til annarra. Þess
vegna finnst mér stórum hryggi-
legra en ella ef meiðsli fólks verða
rakin til átaka við lögregluna.
Meiðsli Skafta Jónassonar eru
allri minni stétt mikið harmsefni.
Við vonum innilega að hann verði
jafngóður sem fyrst.
Ég leyfi mer ekki að láta í ljósi
skoðun um aðdraganda þeirra
meiðsla. Málsskjöl varðandi kær-
una hefi ég ekki fengið að sjá, enda
hlutlaus aðili sem rannsóknina
annast.
Það mun hinsvegar vekja furðu
mína ef lögreglumaður sem á löng-
um starfsferli er þekktur að sér-
stakri gætni hefur allt í einu
tryllst og framið fáheyrt níðings-
verk. Ef öll sagan er sönn mun
stéttarfélagið ekki liðsinna „sín-
um“ manni. Því má trúa.
Hitt mega menn líka reiða sig á
að sé fólk úr Lögreglufélagi
Reykjavíkur borið röngum sakar-
giftum veður hendi ekki af því
sleppt. Fyrr má drjúgum frjósa.
Hamfarir pressunnar gegn lög-
reglunni hafa verið með hreinum
ódæmum nú undanfarið. Ég þori
að segja að aldrei hafi nokkur ís-
lensk stétt fengið þvílfka meðferð.
Sum þessi hatursskrif hefðu að
skaðlausu mátt bíða þar til báðir
aðilar máttu svara fyrir sig. Þótt
sumar þessara greina séu ljótar
eru þær allar einhverra svara
verðar, utan sú sem Dagfarafyrir-
brigðið dreit á pappír í gær. Ég
samhryggist fjölskyldu þess.
Stundum vefst það ögn fyrir mér
að skilja fréttamat sumra „frétta-
manna“. Það skyldi þó ekki skipta
máli hvort fjallað er um miðl-
ungsjón eða sérajón. Gilda kannski
sérstakar reglur um hinn dýrðlega
Pressujón?
Meistarar þessara greina hafa
flestir áhyggjur af öryggi borgara
þegar vitað er að stétt stórhættu-
Íegra lögreglumanna gengur ennþá
laus. Ég harma innilega og alger-
lega refjalaust öll þau tilvik þegar
mín stétt hefur orsakað meiðsli
eða valdið öðru tjóni. Því miður
erum við afskaplega ófullkomnir.
Hvorki betri né verri en önnur
mannanna bðrn.
Samt eru tvær hliðar á flestum
málum. Ef einhver vill vita þá er
auðsannað að mun fleiri lögreglu-
menn meiðast í átökum við borgar-
ana en hið gagnstæða. Þetta hefur
þó aldrei verið frétt. Hversvegna
ekki, Pressujón?
Það skyldi þó ekki vera að nota-
legt þyki að níða stétt sem bundin
er þagnareiði og má ekki nota þau
vopn sem hún þó hefur í hendi.
Hversu margir stéttarbræðra
minna hafa brugðist sínu heiti?
Svaraðu því, Pressjón.
Allt frá því að Danakonungur
lét stofna opinbera löggæslu hér á
landi og þar til fyrir örfáum árum
var talið sjálfsagt að lögreglumenn
sættu sig bótalaust við bæði
kjaftshögg og kárínur. Jafnvel höf-
uðkúpubrot eftir bareflishögg
óbótamanns get ég fært sönnur á
að lögreglumenn hafa mátt þola án
allra miskabóta.
Þessu erum við loks á leið með
að breyta. Síðasta félagsstjórn lét
á því herrans ári 1981 reka miska-
bótamál. Hið fyrsta í allri sögu fé-
lagsins. Lögmaður okkar rekur nú
sex eða sjö skaðabótamál vegna
meiðsla sem lögreglumenn hafa
hlotið af völdum misyndismanna
nú síðustu mánuði. Handarbrot,
tvö nefbrot, spörk í kynfæri, rif-
brot, brotnar tennur, ljótur skurð-
ur í andlit. Þú vissir um þetta allt,
kæri Pressujón. Aðeins tvö þess-
ara mála urðu þér að fréttum.
Reyndar smáum fréttum. Voru
löggurnar ekki nógu vel ættaðar?
Voru þetta bara meðaljónar?
Viðurkennt skal að þú vissir ekki
um þegar ég varð fyir árás sem olli
miklum og varanlegum heyrnar-
skemmdum. Ég sagði þér ekki frá
því. Síðan eru líka átján eða nítján
ár og þá hluti starfsins sem ekki
þýddi um að fást. Ég hef heldur
aldrei unnið við Tímann.
Manstu nokkuð hvað lögreglu-
maðurinn (nú ennfremur útvarps-
maðurinn), Ragnheiður Davíðs-
dóttir, hafði til saka unnið þegar
maður sparkaði í andlit hennar og
nefbraut hana? Var hann í sjálfs-
vörn? Var hún kannske að mis-
þyrma honum? Pressan vissi um
þetta mál. Ékki fréttist neitt um
úrbræddar ritvélar. Kannski ekki
von, ekki er ólafur Þorsteinsson
mágur hennar.
Arnþrúður Karlsdóttir, núver-
andi útvarpsmaður, starfaði sem
lögreglumaður um árabil. Eitt sinn
þegar hún sat undir stýri lögreglu-
bifreiðar var ráðist á hana þannig
að hún lá eftir meðvitundarlaus.
AÐALFUNDUR Hins íslenzka bók-
menntafélags veeður haldinn laug-
ardaginn 10. desember kl. 14.00 í
Lögbergi, húsi lagadeildar háskól-
ans.
Að loknum venjulegum aðal-
fundarstörfum flytur Þorsteinn
Gylfason erindi sem nefnist Mál og
sál.
Sú er ein helzta hugmynd í
heimspeki og málvísindum á 20.
öld að mannlegt sálarlíf — þar
„Hamfarir pressunn-
ar gegn lögreglunni
hafa verið með hreinum
ódæmum nú undanfar-
ið. Ég þori að segja að
aldrei hafi nokkur ís-
lensk stétt fengið því-
líka meðferð. Sum þessi
hatursskrif hefðu að
skaðlausu mátt bíða þar
til báðir aðilar máttu
svara fyrir sig.“
Ég man ekki hvort fjölmiðlarnir
fréttu þetta. Hún átti heldur ekki
maka við Dagblaðið.
Arnþrúður var góður lögreglu-
maður. Eitt sinn gekk hún venju
fremur hart fram enda mannslíf
þá í veði. Við það handleggsbrotn-
aði hún svo illa að fullur bati fæst
aldrei. Hvernig slóstu þeirri frétt
upp, virðulegi Pressujón? Nú var
það. Þetta var líka lftið efni. Eng-
inn starfsmaður útvarpsins var
mágur hennar.
Eitt sinn sem oftar stöðvai hún
ölvaðan ökumann. Hann ók
skyndilega af stað aftur með Arn-
þrúði, þáverandi lögreglumann,
fasta við bílinn. Sem alþjóð veit
slapp Arnþrúður lifandi. Hún
þakkar það góðri líkamsþjálfun.
Var á þeim árum landsþekktur
íþróttamaður. Marin var hún þó,
bólgin og tognuð. f næstu spurn-
ingu minni er enginn broddur og
ég treysti þvf að einhver góður
fréttamaður svari henni.
Myndu fjölmiðlar gera því áþekk
skil ef Arnþrúður útvarpsmaður
lenti nú í þvf sama?
Jónas Kristjánsson lætur sér
sæma að senda lögreglustjóranum
í Reykjavík brigslyrði. Þ.á m. að
hann nálgist nú endamörk opin-
berrar þjónustu. Langt er seilst að
telja fólki það til ávirðingar að eld-
ast. Það er vissulega ekki mitt að
taka upp hanskann fyrir þann sem
veldur honum fullvel sjálfur. Gam-
an væri þó að vita hvar í röðinni
J.K. stóð þegar Drottinn úthlutaði
réttsýninni.
í röðum lögreglumanna má
finna þverskurð þjóðfélagsins. Hjá
okkur starfa kennarar og mjög
margir aðrir prýðilega menntaðir
menn. Hér eru fyrrverandi iðnað-
armenn, verkamenn, sjómenn og
bændur. Svo mætti lengi telja.
Þessu fólk sendir Jónas Krist-
jánsson þá kveðju að búast megi
við að lögreglumenn ljúgi hver um
annan þveran.
Mér flýgur í hug málshátturinn
gamli: Margur hyggur mann af
sér.
Alténd er löngu tímabært að
vernda sannleikann fyrir Jónasi
Kristjánssyni.
Einar Bjarnason er formaður Lög-
reglufélags Reykjavíkur.
með allt vitsmunalíf — ráðist að
mestu af mannlegu máli. f lestrin-
um mun Þorsteinn fjalla um þessa
hugmynd með sérstöku tilliti til
nýyrðasmíðar á íslenzku og reifa
þá tilgátu að nýyrðasmíð sem slík
varpi mikilsverðu ljósi á eðli
mannlegs máls.
Félagsmönnum er heimilt að
taka með sér gesti, segir í frétt
sem Morgunblaðinu hefur borizt
frá Bókmenntafélaginu.
MÁL OG SÁL
— erindi Þorsteins Gylfasonar á
aðalfundi Bókmenntafélagsins