Morgunblaðið - 15.12.1983, Síða 3

Morgunblaðið - 15.12.1983, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1983 51 Sigmund van Amsterdam Myndlist Valtýr Pétursson Nú hefur Prenthúsið sent frá sér eitt heftið í viðbót af geðbót Sigmunds. Það mun vera í fimmta sinn, sem myndum þessa snillings er safnað saman í bók og fólk gefinn kostur á að eign- ást þær. Þetta er því orðið nokk- urt safn og ekki verður annað sagt en að um mjög skemmtilegt verk sé að ræða og að auki fróð- legt. Eins og allir lesendur Morgunblaðsins vita, er Sig- mund einn snjallasti háðfugl samtíðarinnar, en hann er einn- ig hárbeitt ádeiluafl, sem ósjald- an kemur á framfæri alvarleg- um skoðunum, sem svíður und- an. Sigmund er óþarfi að skrifa um sem teiknara. Hann hefur allt frá byrjun mótað sinn eiginn stíl og mótað sínar eigin aðferð- ir, sem daglega eru fyrir augum lesenda Morgunblaðsins. Raun- verulega eru þessar myndir Sig- munds orðnar það sterkur þátt- ur í daglegu lífi alls fjölda fólks, að án þeirra væri tilvera margra snauðari. Það eru á annað hundrað mynda í þessari nýju bok Sig- munds. Þar ber margt á góma, og væri fáránlegt að fara að tí- unda það allt hér, en flestir merkilegir atburðir ársins, sem er að líða, eru þar krufnir á þann hátt, sem Sigmund kann manna best. Nú hefur Sigmund tekið sér aðalstign að hætti Germana og kallar sig van Amsterdam eftir því gullna fari, sem enn er ekki fundið undir sandi. Þarna er gamansemi á ferð, sem ég kann vel að meta, og satt að segja hef- ur mig stundum furðað á að ekki skuli búið að yrkja í glaðværum anda með viðlaginu „Het vapen van Amsterdam". Þetta er nú Sigmund Jóhannsson auðvitað útúrdúr, en ég held, að Sigmund hafi séð í þessu nafni skemmtilega mynd af samtíð sinn ef svo mætti að orði kveða. í stuttu máli: Ég hafði mikla ánægju af því að fá þessa fimmtu bók Sigmunds í hendur, og bæði ungir og gamlir, sem hafa litið í mitt eintak skrudd- unnar, hafa brosað og haft af skemmtan. Ég held, að ég hafi skrifað um allar þessar bækur Sigmunds og verð því að vara mig á að endurtaka um of. Eitt vil ég samt endurtaka. Hér er mikill snillingur á ferð, sem ekki á sér neinn líkan í samtíð sinni. Frá Prenthúsinu barst mér önnur bók, sem ég hafði einnig ánægju af, en fjalla hér ekki um, þar sem aðrir eru mér miklu færari að kryfja. Þar á ég við, „ókunn öfl“ eftir Bandaríkja- manninn Paul Bannister í þýð- ingu Ævars R. Kvarans. Ég hafði ánægju af því riti, en Sig- mund slær samt meira á mína strengi. Ragnar Lár, Ásgeir Flóventsson og Hörður Hafsteinsson í hinu nýja Galleríi í Hafnarstræti 88. LjAsm. G.Berg. Nýtt gallerí á Akureyri: Býður upp á verk ak- ureyrskra listamanna Akureyri, 8. deaember. ÁSGEÍR Flóventsson og Hörður Hafsteinsson reka á Akureyri Skó- vinnustofu Akureyrar í Hafnarstræti 88. Þeir félagar eiga þar húsnæði allstórt, sem ekki nýtist að öllu und- ir skóvinnustofu þeirra og buðu þeir því listamönnum bæjarins það hús- næði til afnota undir sýningarsal. Að sögn Ragnars Lár, myndlist- armanns, sem verður ráðgjafi þeirra um rekstur salarins, verður þetta vettvangur akureyrskra listamanna til þess að koma á ódýran og þægilegan hátt verkum sínum á framfæri. Sýningarsalur- inn hefur þegar verið opnaður og verða þar á boðstólum á góðu verði myndir, bækur, kort og skúlptúrar. Allt eru þetta verk eftir akureyska listamenn og henta ákaflega vel til jóla- og tækifærisgjafa. G.Berg. ÞETTA er aöeins smá úrval af öllum þeim fjölda tegunda af peysum sem fást í verslunum okkar. Nýjar vörur daglega til jóla.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.