Morgunblaðið - 15.12.1983, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.12.1983, Blaðsíða 4
52 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1983 Fjárveitinganefnd ásamt ritara nefndarinnar. Efri röA frá vinstri talið: Kristín S. Kvaran Bandalagi jafnaðarmanna, Pálmi Jónsson SjálfsUeðisflokki, Árni Jobnsen Sjálfstaeðisflokki, Geir Gunnarsson Alþýðubandalagi, Kristín Halldórsdóttir Kvennalista, Karvel Pálmason Alþýðuflokki. Fremri röð frá vinstrí: Friðjón Þórðarson Sjálfsteðisflokki, Þorsteinn Steinsson ritari nefndarinnar, Lárus Jónsson formaður, Guðmundur Bjarnason Framsóknarflokki og Þórarinn Sigurjónsson einnig frá Framsóknarflokki. Myndina tók RAX af nefndarmönnum í húsakynnum fjárveitinganefndar í Þórshamri, en vegginn prýða málverk af gengnum landsfeðrum, þeim Gísla Sveinssyni til vinstri og Jóni Magnússyni til hægri. Fjárlagaafgreiðsla sem markar þáttaskil Rætt við Lárus Jónsson formann fjárveitinganefndar um störf nefndarinnar og fjárlagaafgreiðslu Alþingis ÖNNUR umræða um fjár- iagafrumvarpið fyrir árið 1984 fór fram í sameinuöu Alþingi á þriðjudag. Árdegis sama dag ákvað ríkisstjórnin að breyta forsendum fjár- lagafrumvarpsins, þannig að í stað þess að reikna með 6% launahækkunum í upphaf- legri gerð frumvarpsins verði það endurreiknað með töl- unni 4% á milli 2. og 3. um- ræðu. Þetta þýðir að sögn Lárusar Jónssonar formanns fjárveitinganefndar að tekju- hlið frumvarpsins lækkar um rúmlega 200 millj. kr. og út- gjaldahliðin um 180 millj. kr. Niðurstöðutala fjárlagafrum- varpsins var upphaflega um 17,4 milljaröur kr., en hún hækkaöi í meðfórum fjárveit- inganefndar á milli fyrstu og annarrar umræðu um 166 millj. kr., eða rúmlega 1%. Stefnt er að þriðju umræðu á laugardag, en ákvörðun ríkis- stjórnar um breyttar forsend- ur kalla á umfangsmikla vinnu fjárveitinganefndar og starfsliðs Alþingis þannig að þriðja og síöasta umræða gæti dregist fram á mánu- dag. Fjárveitinganefnd Alþingis hef- ur unnið mikið starf síðustu vikur. Fundir hafa iðulega hafist klukk- an átta að morgni og staðið fram á kvöld, jafnt virka daga sem um helgar. Fjárveitinganefnd hefur nokkra sérstöðu á Alþingi hvað varðar vinnubrögð. I henni eiga nú sæti 10 þingmenn, en þeim var fjölgað í haust um einn til þess að allir stjórnarandstöðuþingflokk- arnir gætu átt þar fulltrúa. Mbl. ræddi við Lárus Jónsson formann nefndarinnar sl. þriðjudag um fjárlagafrumvarpið og störf fjár- veitinganefndar. Lárus er 2. þing- maður Norðurlandskjördæmis eystra. Hann situr nú sitt fimm- tánda löggjafarþing fyrir Sjálf- stæðisflokkinn og er einn aðaltals- maður flokksins í efnahagsmálum. Um 230 aðilar komið á fundi Lárus var fyrst spurður hvernig störf nefndarinnar hefðu gengið að þessu sinni. Hann svaraði: Þetta hefur verið heldur erfiðara starf hjá fjárveitinganefnd heldur en oft áður. Um 230 aðilar hafa komið á fundi nefndarinnar frá í haust, en nefndin hóf ekki störf fyrr en tíu dögum eftir að þing kom saman, þannig að hún hefur starfað i tæplega tvo mánuði. Þetta hefur því verið mjög anna- samt. Síðustu ár hefur nefndin oftast talað við sveitarstjórnar- menn áður en þing kemur saman, en það var ekki hægt í ár þar sem nefndin var ekki til fyrr en hún var kosin á fyrstu dögum Alþingis. Það sem fyrst og fremst er við að glíma við vinnslu fjárlaganna er að skatttekjur ríkissjóðs drag- ast feiknalega mikið saman, bæði vegna beinna skattalækkana sem ákveðnar hafa verið og eins vegna þess að þegar eyðslan minnkar í þjóðfélaginu þá dregur úr tekjum af óbeinu sköttunum. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að innheimtar skatttekjur ríkissjóðs á næsta ári verði 2.200 millj. kr. minni heldur en ef sama hlutfall af þjóðar- framleiðslu færi til ríkissjóðs eins og gerðist í raun 1982. Á móti þessu hefur þegar verið gert ráð fyrir verulega miklum niðurskurði í frumvarpinu sjálfu, en þar er fyrst og fremst stefnt að því að leiðrétta tölur miðað við betri vitneskju nú heldur en þegar frumvarpið var samið um ýmis- konar rekstrarliði. Gífurleg vinna er fólgin í skiptingu fjárfest- ingarliða. Það er ekki gert ráð fyrir að breyta þeim að neinu marki í meðförum nefndarinnar, í mesta lagi um örfáar milljónir. Þá er og stefnan að gæta þess aðhalds sem fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir. Eðlilegt að ákvörðunin komi minnihlutanum í opna skjöldu Ríkisstjórnin ákvað að morgni þriðjudags að breyta forsendum fjárlagafrumvarpsins. Þessi ákvörðun virtist koma stjórnar- andstöðunni, a.m.k. minnihluta fjárveitinganefndar, í opna skjöldu. Var ekki ástæða til að þessi ákvörðun lægi fyrir, áður en nefndin afgreiddi fjárlagafrum- varpið til 2. umræðu? Það er auðvitað eðiilegt að ákvörðunin sem slík komi minni- hluta fjárveitinganefndar í opna skjöldu, því þetta er ríkisstjórnar- ákvörðun, en það þarf ekki að koma neinum í opna skjöldu, að þegar fjárlagafrumvarpið var samið þá var gert ráð fyrir mun meiri afla og meiri þjóðatekjum heldur en horfur eru á að verði á næsta ári samkvæmt mati fiski- fræðinga. Þess vegna er einfald- lega minna til skipta í þjóðar- búinu í raunverulegum verðmæt- um heldur en gert var ráð fyrir þegar fjárlagafrumvarpið var samið. Nú hafa stjórnarliðar, m.a. ráðherrar, lýst því yfir að 6% launaforsendan sé brostin sam- kvæmt nýrri þjóðhagsspá, hún sé í raun komin niður í núll. Ákvörð- unin um þessi 4%, þýðir hún að þið séuð ekki að stíga skrefið til fulls? Þarf meira til að koma svo fjárlögin verði raunhæf? Það má segja, að þegar þjóðar- tekjur halda áfram að dragast saman þá sé svigrúm til launa- hækkana minna en ekki neitt. En þannig hefur þetta bara yfirleitt ekki gengið fyrir sig. Launabreyt- ingar hafa orðið þrátt fyrir það að þjóðartekjur hafi dregist saman. Það er einnig svo að margir telja að það þurfi að stokka upp í launa- málunum, lagfæra betur laun hinna lægst launuðu. Það verður tæpast gert með því að lækka beinlínis laun til þeirra sem fá hærri laun og hækka laun hinna. Hér er því verið að tala um að launahækkun geti orðið þrátt fyrir minnkandi þjóðartekjur og samt sé hægt að stefna að því að verðbólgan haldi áfram að hjaðna á árinu 1984 og þolanlegur jöfnuð- ur náist í viðskiptum þjóðarinnar við útlönd. En ef farið væri í 6% eða þaðan af meiri launahækkun þá er ljóst að gengisforsendur og verðlagsforsendur standast ekki lengur. Hér er í rauninni gengið út frá því að verðmæti sjávarafla verði nokkru minna en gert var ráð fyrir í þjóðhagsspánni sem byggt var á þegar fjárlagafrum- varpið var samið. En það má kannski segja að þetta sé lág- marksskref og byggt á nokkurri bjartsýni miðað við svörtustu spár. Frumvarp í járnum — En þýðir þetta ekki að til að ná endum saman samkvæmt nýj- ustu þjóðhagsspá þyrfti í raun meiri niðurskurð? Til að ná endum saman í ríkis- rekstrinum á næsta ári þyrfti meiri niðurskurð. Minni afli þýðir minni eftirspurn og þar með minni veltu, minni innflutning og þar af leiðandi enn minni skatt- tekjur en reiknað er með. Það má segja að frumvarpið sé í járnum, en að stefna að slíkum niðurskurði er mjög mikill línudans. Ef slíkur niðurskurður kemur niður á fram- kvæmdum verður að gera ráð fyrir að til viðbótar við þau áhrif sem minni afli hefur á atvinnu bætist það að opinberar framkvæmdir dragist verulega saman. Þannig getur það markmið að ná saman endum í ríkisfjármálunum á erfið- um tímum sem þessum stangast á við það markmið að halda uppi fullri atvinnu. Þess vegna geri ég ekki ráð fyrir því að það verði horfið að því ráði að skera frekar niður, a.m.k. ekki á sviði framkvæmda, til þess að mæta þessum verri horfum. — Kallar þessi ákvörðun ríkis- stjórnarinnar á þessu stigi ekki á gífurlega vinnu fjárveitinganefnd- ar á næstu dögum? Ef á að breyta þessu þannig að hverjum einasta lið verði breytt í meðförum þingsins þá verður þarna um mjög viðamiklar breyt-# ingatillögur að ræða, sennilega nokkur hundruð. Mér hefur skilist að það gæti komið til greina að fara einfaldari leið, það er að segja að gefa ákveðin fyrirmæli í breytingatillögum um hvernig reikna skuli launaliði og aðra til- heyrandi. Þetta er í athugun. Fyrri leiðin er tímafrekari og erf- iðari en sennilega óumdeildari. — Margir nýir þingmenn sitja nú í fjárveitinganefnd. Hefur það háð störfum nefndarinnar í vetur? Nei síðut en svo. Fjárveitinga- nefnd hefur nokkra sérstöðu sem þingnefnd. Sú hefð hefur skapast að þar hafa menn unnið mjög vei saman. Menn greinir auðvitað á um meginstefnu, en hafa reynt að vinna sameiginlega að sem allra flestu. Það fólk sem átt hefur sæti í fjárveitinganefnd hefur yfirleitt verið varkárt í því að gera tillögur um veruleg útgjöld fyrir ríkissjóð. Satt að segja hefur mér fundist að fjárveitinganefnd og viðkomandi ríkisstjórnir hefðu stundum átt að skipta um hlutverk hvað varðar ráðstöfun ríkisfjár. Óneitanlega stundum flogist á um takmarkaða fjármuni — Kjördæmapotið svonefnda. Er það ekki hvað mest ríkjandi á Alþingi í störfum fjárveitinga- nefndar? Jú, því er ekki að neita að það er oft ákveðið kjördæmapot í fjár- veitinganefnd, en þó er það kannski minna en menn utan nefndarinnar halda. Það er reynt að ná ákveðnu samkomulagi og jafnvægi í fjárveitingum milli kjördæma. Þetta á fyrst og fremst við um framkvæmdaliði sem fjár- veitinganefnd skiptir. Það er óneitanlega stundum flogist á um þá takmörkuðu fjármuni sem eru til skiptanna og þá gilda oftast ákveðin kjördæmasjónarmið. — Frumvarp til lánsfjárlaga er einnig til meðferðar á Alþingi. Tekst að afgreiða lánsfjárlög fyrir jólaleyfi úr því sem komið er? Það kann að vera að það náist ekki. Það eru mörg mál sem ríkis- stjórnin óskar eftir að verði af- greidd fyrir jól. Undanfarin ár hefur ekki tekist að afgreiða þau fyrr en á vorin og sl. ár lá engin lánsfjáráætlun fyrir. Þetta er mjög bagalegt. Lánsfjáráætlun er mikilvægt stjórntæki og það segir sig sjálft að þegar lánsfjáráætlun ligpir ekki fyrir fyrr en hálft ár er liðið þá er lítil viðspyrna fyrir rík- isstjórn varðandi erlendar lántök- ur. Þess vegna er miWvægt að Al- þingi fjalli samtímis um fjárlög og lánsfjárlög, einnig að lánsfjárlög séu samþykkt sem allra fyrst. Sama nefnd ætti að fjalla um fjárlög og lánsfjárlög — Fjallið þið um lánsfjáráætl- un í fjárveitinganefnd? Nei, það eru fjárhags- og við- skiptanefndir beggja deilda sem afgreiða frumvarpið um lánsfjár- lög. Það er þáttur í starfsskipulagi Alþingis sem ég tel að ætti að endurskoða. Ég tel að sama nefnd, hvað sem hún héti, ætti að fjalla um fjárlög og lánsfjárlög. Þetta eru mjög tengd og hliðstæð mál, a.m.k. að því er varðar ríkissjóð. Þó fjárlög séu víðtækari en lánsfjárlög eru þau ekki síður stefnumarkandi. — Svonefnd undirnefnd fjár- veitinganefndar. Hvert er hennar verksvið og hvernig starfar hún?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.