Morgunblaðið - 18.12.1983, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 1983
Pólýfónkórinn:
Tónleikar
í Áskirkju
í kvöld
Pólýfónkórinn heldur tón-
leika í Áskirkju í kvöld,
sunnudagskvöld, klukkan
20.30. Aðgangur að tónleikun-
um er ókeypis, en tekið verður
á móti framlögum í orgelsjóð
kirkjunnar.
Kór Kórskólans kemur til
liðs við Pólýfónkórinn á þess-
um tónleikum. Jafnframt
mun Hörður Áskelsson,
organleikari Hallgríms-
kirkju, taka þátt í tónleikun-
um auk nokkurra annarra
hljóðfæraleikara. Einsöng-
varar á tónleikunum verða
Kristinn Sigmundsson og
Una Elefsen.
Pólýfónkórinn mun flytja
upphafs- og lokakór Jólaóra-
toríu Heinrick Schutz og
jafnframt verður fjöldi fag-
urra jólasöngva fluttur af
Pólýfónkórnum og kór
Kórskólans til skiptis eða
saman og sum lögin með
þátttöku tónleikagesta. Inn á
milli verður orgelleikur og
ritningalestur. Á efnis-
skránni eru m.a. lög eftir J.S.
Bach, Schubert, Mendels-
sohn, Róbert A. Ottósson og
Sigvalda Kaldalóns.
Morgunblaöið/ ól.K.M.
Frá jólatónleikum Pólýfónkórsins í Kristskirkju á fimmtudagskvöldið.
Orvilnaður af ástar-
sorg kveikti í bíl
ÖRVILNAÐUR af ástarsorg braust tvítugur piltur fyrir
skömmu inn á heimili unnustunnar fyrrverandi og tók
ófrjálsri hendi tvö skartgripaskrín hennar; svona eins og til
minningar. Hún hafði hryggbrotið hann, fariö norður í land
og skilið hann eftir í höfuðborginni.
Piltur hélt út í vetrarnóttina
með skartgripaskrínin og kom
þar að bifreið frá því byggðar-
lagi, sem ástin hans nú dvaldi.
Hvort hann hefur viljað hefna
sín bara af því bifreiðin minnti
hann á elskuna eða talið bificið-
ina eign þess er hafði tekið hans
stað er óljóst, en hann gerði sér
lítið fyrir og kveikti í bifreiðinni,
sem er Mazda 929. Mazdan eyði-
lagðist í eldinum en í aftursæt-
inu fannst annað skartgripa-
skrínanna.
En upp komst um pilt; lögregl-
unni tókst að rekja spor hans í
snjónum til heimilis hans í um
200 metra fjarlægð. Hann hefur
viðurkennt sekt sína, en unnust-
an fyrrverandi er enn fyrir norð-
an.
MISTÖK urðu við birtingu Mbl. i gær á töflu varðandi
fiskaflann. Taflan er því birt hér aftur og beðist velvirð-
ingar á mistökunum:
Tillaga Hafrann-
Áætlaður afli 1983 þÚ8. tonn 290 68 56 119 8 27 12 sóknastofnunar um hámarksafla (dags. 9. des. ’83) 1984 þús. tonn 200 55 65 90 10 25 12 Ákvörðun um aflamark 1984 220 60 70 100-110 17 30 15 1. Þorskur 2. Ýsa 3. Ufsi 4. Karfi 5. Skarkoli 6. Grálúða 7. Steinbítur
580 457 512-522
Gert er rád fyrir, að stjórnun fiskveiða á næsta ári taki mið af
heildaraflamarki fyrir alla þessa sjö botnfiskstofna. Jafnframt er gert
ráð fyrir, að aflamark verði sett fyrir síld, loðnu, skeldýr og skelfiskst-
ofna, svo sem gert hefur verið undanfarin ár.
Iðnaðarráðherra gefi yfirlýs-
ingu við afgreiðslu fjárlaga
Samkomulag stjórnarliösins eftir harðar deilur um fé til jöfnunar húshitunarkostnaðar
HARÐAR deilur hafa staðið yfir inn-
an stjórnarliðsins vegna áætlaðra
fjárveitinga á árinu 1984 til jöfnunar
húshitunarkostnaðar, sem upphafs-
menn deilnanna telja ekki nægilegar,
ef framfylgja á lögum frá 1980. Þing-
menn sem harðast gengu fram í mál-
inu hafa m.a. hótað að leita stuðnings
stjórnarandstöðunnar við flutning
breytingatillagna við þriðju umræðu
fjárlaga eftir helgi, og töldu þeir sig
hafa meirihluta á Alþingi með slfkum
Skáksamband íslands hefur ákveð-
ið að Björgvin Jónsson frá Njarðvík
verði fulltrúi íslands í Evrópukeppni
unglinga í skák, sem fram fer á næst-
unni í Groningen í Hollandi. Skák-
sambandið gekk framhjá efnilegustu
skákmönnum íslands þegar þátttak-
andi íslands var valinn, skákmönnum
eins og Karli Þorsteins og Elvari Guð-
mundssyni sem væru líklegir til að
skipa sér í fremstu röð á mótinu.
Njarðvíkurbær greiðir fargjöld
fyrir Björgvin, þannig að Skáksam-
bandið ber ekki kostnað af för hans
og þykir ýmsum sem landsliðssæti í
skák hafi verið selt. Þannig mót-
mæltu Margeir Pétursson og Ólafur
H. Ólafsson, stjórnarmenn í Skák-
sambandinu, ákvörðun sambands-
ins og töldu að gengið hefði verið
framhjá ýmsum efnilegustu skák-
mönnum landsins við valið.
„Við viljum gefa sem flestum
tækifæri til að tefla erlendis og það
er ástæða þess að við völdum
Björgvin Jónsson,“ sagði Gunnar
Gunnarsson, forseti Skáksambands
íslands, í samtali við Mbl. Hann
staðfesti að Skáksambandið bæri
ekki kostnað af för Björgvins, en
breytingatillögum. Á fimmtudag
tókst iðnaðarráðherra að ná sam-
komulagi við þingmennina, og sam-
þykkti ríkisstjórnin ■ framhaldi af því
á fundi sínum árdegis á föstudag að
heimila ráðherra að gefa út sérstaka
yfirlýsingu við þriðju umræðu fjárlag-
anna, en í henni á að felast trygging
sem umræddir þingmenn geti sætt
sig við.
Samkvæmt heimildum Mbl.
verður yfirlýsing iðnaðarráðherra
neitaði því að það hefði haft áhrif á
ákvörðun þess.
„ÞETTA er geysilega spennandi
og mun meira en við bjuggumst við
eftir aðeins tvö röll í Bretlandi,“
sagði rallkappinn Birgir Viðar
Halldórsson, í samtali við Morgun-
blaðið, en hann ásamt félaga sín-
um, Hafsteini Haukssyni, íhugar
nú tvö atvinnutilboð, sem þeim
hefur borist frá Bretlandi.
Þeir félagar hyggjast taka
þátt í Bretlandseyjameistara-
keppninni í rallakstri á næsta
ári, en eru þessa dagana að at-
huga hvaða bíl þeir vilja aka í
keppninni. „Leigufyrirtæki í
þess efnis, að hann muni leggja
fram frumvarp um orkumál strax
að loknu jólaleyfi þingmanna, en
frumvarpið á m.a. að fela í sér víð-
tækar aðgerðir á næsta ári til auk-
ins orkusparnaðar.
Deilur þessar hófust innan þing-
flokks Sjálfstæðisflokksins, og
hafa fjórir þingmenn, þeir Egill
Jónsson, Eggert Haukdal, Þorvald-
ur Garðar Kristjánsson og Halldór
Blöndal komið þar mest við sögu.
Fengu þeir síðan stuðning úr þing-
flokki framsóknar, þannig að þeir
töldu sig geta náð þingmeirihluta
með liðsinni stjórnarandstöðu.
Með lögum frá 1980 var ákveðið
að bæta 1,5% ofan á söluskatts-
stofn, sem ganga skyldi til jöfnun-
ar húshitunarkostnaðar. Þessari
upphæð hefur þó aldrei verið skilað
að fullu til upprunalegs ætlunar-
Glasgow sem heitir Nicholson
Sport hefur boðist til að kaupa
Talbot lotus-verksmiðjurallbíl
frá Spáni til afnota fyrir okkur,
en einn forsvarsmanna þess
dvaldi hér á landi í Ljómarall-
inu,“ sagði Birgir. „Bíll þessi var
undir stjórn Spánverjans Anton-
io Zanini á sl. ári og varð hann
Spánarmeistari á honum og
jafnframt framarlega í Evrópu-
meistarakeppninni í rallakstri.
Hinn möguleikinn sem við erum
að athuga er sá að aka okkar
eigin bíl í fyrsta rallinu í febrú-
ar, en síðan hefur atvinnuöku-
verks síns og barðist þingflokkur
sjálfstæðismanna harðri baráttu í
tíð síðustu ríkisstjórnar til að fá
þessa upphæð í heild á fjárlög og
flutti m.a. um það sérstaka tillögu
á Alþingi. Þá gerði Sjálfstæðis-
flokkurinn máli þessu sérstök skil í
kosningastefnuskrá sinni í þá veru
að framfylgja ætti lögunum frá
1980. Nú munu samtals áætlaðar
um 290 millj. kr. á tveimur liðum
til þessa I fjárlagafrumvarpi, en
þingmennirnir hafa látið reikna út
að 1,5% söluskattsstig samsvari
420—470 millj. kr.
Samkomulag iðnaðarráðherra
við samherja sína felst eins og áður
segir í því að hann gefi út fyrr-
nefnda yfirlýsingu við 3. umræðu
fjárlaga. Fjárveitingar á fjárlögum
verða því ekki hækkaðar, en loforð
gefið um að húshitunarkostnaður
verði jafnaður eftir öðrum leiðum.
maður Ford Malcom Wilson boð-
ið okkur Escort á góðum leigu-
kjörum, sem hann hefur verið að
smíða í vetur. Sá bíll varð sigur
vegari í RAC-rallinu ’79 undi
stjórn núverandi heimsmeistara,
Finnans Hannu Mikkola.
Birgir kvað þá einnig hafa
fengið boð um að aka Talbot
Samba, framdrifnum rallbíl,
sem nú er nýkominn á markað-
inn, en þeir hefðu ekki hug á
slíkum bíl. Auk þess að aka í
Bretlandi hyggjast Hafsteinn og
Birgir keppa hérlendis á Escort
Hálfskugga-
myrkvi á
tungli á morgun
Hálfskuggamyrkvi á tungli á
að sjást á raorgun, 19. desember,
að því er segir í Alraanaki Þjóð-
vinafélagsins. Byrjar hálfskugg-
inn að færast yfir tunglið klukk-
an 23.46 og þegar myrkvinn verð-
ur mestur, klukkan 1.49 aðfara-
nótt þriðjudags, 20. deseraber,
mun skugginn hylja 91% af þver-
máli tunglsins.
Tungl er hátt á lofti á suður-
himni í Reykjavík meðan á
myrkvanum stendur, en hálf-
skugginn er mjög daufur og
myrkvar af þessu tagi því mun
tilkomuminni en alskuggamyrkv-
RS, sem þeir hafa ekið til þessa í
keppni. í Bretlandi hafa þeir
þegar ákveðið að aka í þremur
röllum, í National Breakdown í
febrúar, Welska í maí og Skoska
alþjóðarallinu í júní, en í því síð-
astnefnda náðu þeir mjög góðum
árangri í júní sl. Þess má geta að
lokum, að virtasta bílablað Bret-
lands, Autosport, hafði eftir
Malcolm Wilson að íslending-
arnir ækju hans bíl á næsta ári
og sýnir það vel hve áhugasamur
hann er að komast yfir þá fé-
laga.
G.R.
Evrópumeistaramót unglinga í skák:
Gengið framhjá efni-
legustu skákmönnunum
Hafsteinn og Birgir fá
atvinnutilboð í rallakstri