Morgunblaðið - 18.12.1983, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 18.12.1983, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 1983 að fljúga með mig suður eftir skemmtunina, þannig að ég var nokkuð rólegur yfir þessu framan af. En eins og oft var í sumar, þá var grenjandi rigning og slagveð- ur þetta kvöld og ég sá fram á að ómar gæti engan veginn flogið í þessu veðri svo nú voru góð ráð dýr. Ég fór þá út í að útvega mér bílaleigubíl, sem hafðist á endan- um og ég fékk að sleppa rétt áður en ballið var búið til að ná, enda varð ég að fara á fjórum og hálf- um tíma til Reykjavíkur. Þetta var náttúrulega hrein ævintýramennska að ætla sér þetta, í þessu veðri og sjá ekki út fyrir 'drullu. Svo þegar ég var kominn í Borgarfjörðinn, eftir að hafa keyrt eins og brjálæðingur þarna um nóttina, var ég farinn að heyra alls konar hljóð í bílnum, sem ekki áttu að vera, en sá samt fram á að ef ekkert kæmi fyrir myndi ég hafa það. Þá kem ég aö þremur bílum sem lögreglan hafði stoppað, en það hafði verið mikið um skemmtanir þessa helgi og þeir voru svona að kanna ástandið og fara yfir þetta í rólegheitunum. Ég auðvitað iða í skinninu með að komast áfram og rek út hausinn og segi þeim að ég sé að flýta mér og sá sem verður fyrir svörum seg- ir: Já, já, það eru allir að flýta sér. Og ég segi þá við hann að þetta sé nú svolítið sérstakt hjá mér. — Já, já, þeir segja þetta allir, sagði hann og ég þurfti að bíða þarna þangað til komið var að mér. Svo loksins kemur hann til mín og spyr hvaðan ég sé að koma og ég segist vera að koma úr Sjall- anum á Akureyri. — Já, það er nefnilega það, segir hann ósköp rólega og lítur á úrið. — Og hvert ertu að fara?. Ég er að fara til Grikklands. — Já, þú ert að fara til Grikklands og ert að koma úr Sjallanum, segir hann hinn róleg- asti og horfir með föðurlegum um- hyggjusvip á þennan þreytulega VIÐTAL: SVEINN GUÐJÓNSSON Rætt við Bessa Bjarna- son um Jónas rithöfund og lífið í leik- húsinu Maður á miðjum aldri, meö alskegg, frekar sportlega klæddur, bindur trefilinn sinn viö staur. Fer síðan upp í bílinn sinn og ekur síðasta spölinn að bústaðnum. Stopp- ar, fer út og skellir bílhurðinni á eftir sér, gengur í átt að bústaðnum með ritvél í ann- arri hendi og Sturlungu undir hinni. Þetta eru fyrstu kynni okkar af Jónasi rithöfundi í kvikmyndinni „Skilaboð til Söndru“, sem byggð er á skáldsögu Jökuls Jakobssonar og frumsýnd var í Reykjavík nú um helg- ina. Bessi Bjarnason fer með hlutverk rit- höfundarins og við höfðum mælt okkur mót til að spjalla saman um kvikmyndina og sitthvað fleira af löngum og litríkum leiklistarferli Bessa. Hann tekur á móti mér á heimili sínu í Vogunum, maður á miðjum aldri, með yfirvaraskegg, frekar sportlega klæddur og gengur á undan, ör- lítið útskeifur, inn í vinnuherbergi sitt. Á skrifborðinu liggur handrit af „Góða dát- anum Svejk“ í leikgerð Bertolt Brechts. Þegar samtal okkar Bessa gekk á þrykk út höfðu engir dómar birst um myndina, en sjálfur kvaðst Bessi vera þokkalega ánægður með útkomuna. Ekki hefði þó blásið byrlega í upphafi myndatökunnar: „Þetta kom til ansi seint, að ég tók að mér hlutverkið. Ég var bú- inn að ráða mig í Sumargleðina og það var eiginlega komin upp sú staða að ég gæti þetta ekki. Eg var svo stíft bókaður, allar helgar út um land. Maður var kannski aust- ur á landi og þurfti svo að vera mættur í upptöku klukkan átta morguninn eftir. Þannig að þetta var ansi strembið og kostaði það að ég varð að fljúga á nóttunni eftir skemmtunina, og mæta svo í vinnuna lítið sofinn eða ósofinn. Þetta var svona allt sumarið meira og minna, hver mínúta skipulögð svo að segja. Það má kannski segja að þetta hafi háð mér eitthvað þvi það hefði verið meira gaman að geta unnið þetta heill og óskiptur. En ég hef séð myndina grófklippta og er bara furðu hress með útkomuna, þrátt fyrir þessa pressu. Sem dæmi um hversu tæpt þetta stóð stundum get ég nefnt Grikklandsferðina. Þar var teflt alveg á tæpasta vað. Við vorum að skemmta í Sumargleðinni norður á Akureyri og ég átti að vera mættur í flugvélina til Grikklands klukkan sex um morguninn. Ég var búinn að semja við Ómar um Við höfum báðir revnt ýmislegt... ________ jrgt Jónaa veróur tyrir iaókn eiginkonunnar Eyglóar (Róaa Ingólfadóttir). X.. Jónat prófar hatapípu. Sandra og Jónat. Hvaó var ( kittunnl7

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.