Morgunblaðið - 18.12.1983, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 1983
21
enginn sem fæst við rannsóknir á
henni að láta það úr minni líða, að
höfundur hennar ólst upp í
Njálu-lausu landi.
Leitin að uppruna Njálu hlýtur
að hefjast með sögunni sjálfri. Áð-
ur en spurt er að því, hvaðan hún
kom, er nauðsynlegt að þekkja
hana til hlítar. Ekkert atvik í sög-
unni er svo lítilfjörlegt að það geti
ekki skipt máli í þessu skyni; eng-
in setning er svo látlaus, að hana
beri að virða að vettugi. Ritskýr-
andi leysir söguna upp í frum-
þáttu sína, og af þeim þáttum ger-
ir hann sér öruggara leiðarhnoða
en fengizt gæti með öðru móti.
Rannsóknin á uppruna Njálu er að
verulegu leyti fólgin í því að bera
hana saman við aðrar bækur,
einkum þær sem menntaðir Is-
lendingar á ritunartíma hennar
kunnu að hafa lesið, hvort sem
þær voru frumsamdar eða þýddar,
íslenzkar eða norskar. Auk þeirra
rita, sem til voru á móðurmálinu
Lómagnúpur
um 1280, þá verður einnig að miða
við latínubækur þær, sem hér voru
lesnar í skólum og annars staðar.
Njálu-höfundur var fjöllesinn
maður; eins og aðrir góðir meist-
arar í ritlist, þá kinokaði hann sér
ekki við að hirða efni í smíði sína
hvaðan sem honum sýndist; helzta
reglan, sem hann hlítti um aðföng,
var sú, að þau væru nógu góð og
gætu eignazt hæfan stað í verkinu
sjálfu. Fyrir meira en hundrað ár-
um dró Þorvaldur Bjarnason at-
hygli að draum Flosa, sem hann
taldi sniðinn eftir frásögn í Díalóg-
um Gregoríusar mikla, og síðan
hefur Einar Ólafur gert því ýtar-
leg skil. Vitaskuld hefur höfundur
Njálu lesið þetta verk á latínu, og
sama máli virðist gegna um Alex-
anders sögu, sem hann hefur einn-
ig þekkt, eins og þeir Einar Ólafur
og Lars Lönnroth hafa báðir sýnt.
Eins og nýlega hefur verið bent á,
er frásögnin af Dalaferð Gunnars
á Hlíðarenda sniðin eftir kafla í
Flóres sögu og Blankiflúr. Annað
verk af útlendum toga, sem haft
hefur áhrif á Njálu, er Þiðreks saga
af Bern. í formálanum að Njálu-
útgáfunni í íslenzkum fornritum
telur Einar ólafur ýmis önnur rit,
sem höfundur virðist hafa lesið,
en við þá skrá má bæta allmörgum
titlum. Leitin að uppruna sögunn-
ar kemur þó ekki að fullu gagni
fyrr en við höfum miklu fullkomn-
ari skrá yfir bókakost höfundar en
enn hefur verið gert. En slíkt er
ekkert áhlaupaverk, þar sem einu
heimildirnar um þetta vandamál
eru fólgnar í sögunni sjálfri.
Um Njálu má segja hið sama og
gert er um ritninguna í fornum
þýðingum helgum, að sagan sjálf
er grundvöllur hennar, en hins
vegar er smíðin í heild einnig af
öðru efni. Njála rekur ekki einung-
us örlög margra íslendinga, sem
voru víslega uppi á siðara hluta
tíundu aldar og tveim fyrstu ára-
tugum hinnar elleftu, heldur lýsir
hún mikilvægum atburðum, sem
varða þjóðina í heild, svo sem
kristniboði, kristnitöku, setningu
fimmtardóms, alvarlegum átökum
á sjálfu Alþingi og Njálsbrennu,
sem getið er í annálum. Þá getur
einnig um atburði, sem urðu utan-
lands og enn er minnzt í sögubók-
um annarra þjóða, svo sem höfð-
ingjaskipti í Noregi og Brjáns-
bardaga á írlandi. Hitt er svo ann-
að mál, að lýsingar atburða og
tengsl þeirra í Njálu mun að veru-
legu leyti vera hugsmíð höfundar.
Það er til að mynda dálítið
grunsamlegt, að Flosi skyldi ekki
láta sér nægja að valda Njáls-
brennu og bardaga á Alþingi held-
ur vill þessi prúði Svínfellingur
endilega fara til Irlands og berjast
þar á móti Brjáni konungi. En
Sigurður jarl í Orkneyjum neitar
að þiggja fylgd hans, svo að Flosi
geti farið til Rómar og hitt páfann
að máli. Hins vegar býður Flosi
honum fimmtán félaga sína, svo
að brennumenn geti með því móti
komizt í tæri við sögulegan atburð
fyrir sunnan haf. Og óhugsanlegt
er, að sá Njáll bóndi á Berg-
þórshvoli, sem lét líf sitt í hús-
bruna árið 1010 að tali annála,
hafi verið jafn valdamikill og
nafni hans í Njálu, sem lætur
breyta goðorðaskipan og dóms-
málum Alþingis í því skyni að
fóstursonur hans geti fengið
þeirrar konu, sem Njáll hafði valið
honum af hyggjuviti sínu. Höf-
undur Njálu er að vísu fróður um
fólk og atburði á söguöld, og hann
ræður einnig yfir mikilli kunnáttu
í fornum lögum, en hins vegar
beitir hann allri þessari þekkingu
miskunnarlaust í þágu verksins
sem hann er að skapa, enda var
hann of mikill listamaður til að
láta undan þeirri freistni að fara
rétt með lagastaf og staðreyndir,
þegar það var skylda sögumeistar-
ans að hlíta heldur kröfum
skáldskapar. Sannfræði og list eru
lítt samræmanleg í svo flóknu og
heilsteyptu verki sem Njála er.
I sögunni er getið um fjöldann
allan af fólki, sem hvergi er
minnzt annars staðar, enda leikur
ærinn efi á, að það hafi nokkurn
tíma verið til. Ekkert rit annað en
Njála minnist á þá feðga Hrapp og
Örgumleiða, og sama máli gegnir
um Þjóstólf, fóstra Hallgerðar,
Þorvald, fyrsta mann hennar, og
Kolskegg, bróður Gunnars á Hlíð-
arenda. Frændur Gunnars, þeir
Þráinn Sigfússon og bræður hans,
fyrirfinnast hvergi í skráðum
heimildum, og sama máli gegnir
um Ingjald á Keldum, þau Hös-
kuld Hvítanessgoða og Hildigunni
konu hans, og einnig þau Bergþóru
á Bergþórshvoli og öll börn þeirra
Njáls. Svo mætti lengi telja.
Hvaðan kemur allt þetta fólk, ef
það átti hvorki heima á söguöld né
í þeim fróðu ættartölum, sem
Njálu-höfundi þótti svo gaman að
nota? Vitaskuld skapar hann ekki
svona magnaðar persónur af engu
efni, og því er sjálfsagt að svipast
um eftir lýsingum og hlutverkum
hverrar einstakrar persónu í þeim
ritum, sem höfundur hennar kann
að hafa lesið. Svipuðu máli gegnir
um atburði í Njálu. Mönnum hætt-
ir til að gleyma því að leiðin frá
Njálu aftur til raunverulegra at-
burða á söguöld liggur ávallt um
rit, sem eru eldri en hún, en aldrei
milliliðalaust til atburðanna
sjálfra. Hér eins og annars staðar
gegnir sú höfuðregla við ran-
nsóknir á eðli og uppruna íslend-
ingasagna að það skiptir meira
máli hverjar bækur höfundur hef-
ur lesið en hvað fólk kann að hafa
gert sér til dundurs á söguöld.
Einn eftirminnilegasti kappi
Njálu, er Skarphéðinn, sem þó
virðist ekki hafa verið til fyrr en
óþekktur höfundur ræðst í það
stórvirki seint á þrettándu öld að
breyta sögu þjóðarinnar með því
að skrifa skáldverk, þar sem góð-
bændur á tíundu öld blanda geði
sínu við fólk af útlendum toga.
I 25. kafla Njálu er Skarphéðni
lýst á þessa lund:
Hann var mikill maður vexti
og styrkur,
vígur vel, syndur sem selur,
manna fóthvatastur, skjótráð-
ur og öruggur, gagnorður og
skjótorður, en þó löngum vel
stilltur.
Hann var jarpur á hár og svip-
ur í hárinu, eygður vel, fölleit-
ur og skarpleitur, liður á nefi
og lá hátt tanngarðurinn,
munnljótur nokkuð og þó
manna hermannlegasti.
Lítill vafi er á hvert höfundur
Njálu sótti þessa mannlýsingu og
það var ekki þegið úr fjúksögum
austan úr Landeyjum. I Þiðreks
sögu af Bern er Herbrandi, kappa
Þiðreks konungs, lýst á þessa
lund:
Herbrandur hinn víðförli er
jarpur á hárslit og hrokkinhár
og dökklitaður og þó föllitaður,
skarpleitur og liður á nefi ...
augu snör, og eigi er hann
vænn, ok eigi er hans andlit
fagurt og er þó harðlegt og
grimmilegt, mikill maður vexti
.. og sterkur ... fagurorður,
harðmæltur, djarfur ... o.s.frv.
Nú er það eftirtektarvert um
ytri lýsingu Skarphéðins, að þegar
höfðingjar á alþingi eftir víg
Höskuldar Hvítaness-goða lýsa
Skarphéðni, þá klifa þeir á þeim
einkennum, sem eru sameiginleg
með þeim Skarphéðni og Her-
brandi: „fölleitur, harðlegur,
skarpleitur, jarpur á hár, mikill
vöxtum".
Nafn Skarphéðins var mjög
sjaldgæft að fornu, og mun fyrri
hluti þess upphaflega hafa verið
eins konar viðurnefni. Orðið héð-
inn merkti ‘skinn’ eða ‘feld’, og
tíðkaðist það einungis í tveim öðr-
um mannaheitum, auk Skarphéð-
ins; og eru það heitin Bjarnhéðinn
og Úlfhéðinn, þar sem fyrri hlutinn
er dýrsnafn. Nú er eftirtektarvert,
að í Þiðreks sögu er Sigurði sveini
lýst á þessa lund: „Hans hörund er
svo hart sem sigg villigaltar eða
horn, og einskis konar vopn mátti
á festa nema milli herðanna."
Þessi fornkappi má því teljast
sannur skarphéðinn. Þegar lík
Skarphéðins Njálssonar finnst í
brunarústum á Bergþórshvoli,
fundu menn tvo díla á honum,
annan meðal herðanna, en annan
á brjóstinu, og var hvortveggi
brenndur í kross, og ætluðu menn,
að hann mundi sig sjálfur brennt
hafa.
Þiðreks saga af Bern mun hafa
verið tekin saman í Noregi
skömmu fyrir miðja þrettándu
öld, og segir svo um uppruna
hennar í formála: „Þessi saga er
saman sett eftir sögu þýzkra
manna, en sumt af þeirra kvæð-
um, er skemmta skal ríkum
mönnum og fornort voru þegar
eftir tíðindum, sem segir í þessari
sögu, og þó að þú takir einn mann
úr hverri borg um allt Saxland, þá
munu þessa sögu allir á eina leið
segja, en því valda þeirra hin
fornu kvæði." Eins og ég hef þegar
gefið í skyn, þá er Skarphéðinn
Njálsson ekki að öllu leyti upp-
runninn í Landeyjum, heldur er
hægt að rekja mannlýsingu hans
til Noregs, og þaðan suður til
Saxlands. Þess má minnast hér
lauslega, að Þiðreks saga barst
snemma hingað og hafði ýmiss
k<jnar áhrif á Njálu eins og Einar
01. Sveinsson, Lars Lönnroth og
Mundt hafa rökstutt.
Ummæli Einars Ólafs og annarra
fræðimanna um áhrif útlendra
bóka á Njálu eru skref í rétta átt,
en þessi skref eru of fá og of stutt,
enda verður miklum mun auðveld-
ara að fást við þetta vandamál,
þegar fræðimenn hætta að miða
við þá fáránlegu hugmynd, að at-
burðir Njálu hafi yfirleitt gerzt og
síðan alið af sér munnlegar arf-
sagnir, og svo hafi þjóðin lagt öll
þessi ósköp á minnið um nokkrar
aldir, þangað til skrifari á þrett-
ándu öld létti þungri byrði af því
fólki, sem var að sligast undir oki
munnlegra arfsagna.
Um Gunnar á Hlíðarenda leikur
þvílík birta, að jafnvel í haugi
hans ber hvergi skugga á. Maður-
inn var þó síður en svo hreinrækt-
aður Rangæingur, því að lýsingin
á honum er að verulegu leyti snið-
in eftir Hildibrandi í Þiðreks sögu,
sem var dubbaður til riddara tólf
vetra að aldri. Þó eru sumir þættir
í fari Gunnars sóttir í Flóres sögu
og Blankiflúr, sem er norsk þýðing
á franskri ljóðsögu. Það má heita
eitthvert undarlegasta tiltæki
þessa siðfágaða bónda úr Fljóts-
hlíð að fara austur í Eystrasalt til
að brytja niður víkinga, í stað þess
að verja tímanum suður í Frakk-
landi í því skyni að fullkomna sig í
kurteisi.
Þótt sagan sjálf megi teljast
grundvöllur Njálu, þá er einsætt,
að höfundur hennar tekst ekki
einungis á hendur að lýsa atburð-
um, sem gerðust eða áttu að hafa
gerzt á söguöld, heldur virðist
honum ekki síður hafa verið í mun
að fjalla um mannleg verðmæti og
mannleg vandamál yfirleitt. Við
gerum glöggan mun á atburðum,
eins og til að mynda hofsbrenn-
unni í Noregi, og mati á atburðum
eða hugmyndum, eins og þeim sem
koma fram í viðræðum þeirra
Guðbrands og Hákonar, sem ég
gat um í upphafi. Með öðrum orð-
um, þá er annars vegar um að
ræða sagnfræðilega merkingu
Njálu, og í því sambandi skiptir
litlu máli hvort verið sé að lýsa
raunverulegum atburðum eða
ekki, og á hir.n bóginn siðfræði-
legan tilgang. Sagnfræðilega hlið-
in veit vitaskuld að fortíðinni, en
hin siðfræðilega að samtíð höf-
undar, og að því leyti er hún
hvatning til sjálfsþekkingar. En
það eru einmitt hinir almennu
þættir Njáiu, fremur en sagnfræð-
in, sem veldur því hve ungleg hún
er eftir sjö hundruð ár.
I því skyni að skýra nokkuð
hvað ég á við með orðunum sið-
fræðilegt gildi Njálu, þykir mér rétt
að hverfa til hennar sjálfrar, þangað
sem þeir Guðbrandur og jarlinn
hnípa yfír brunnum húsarústum og
nöktum goðum. Þeir fara brátt að
leita Hrapps, en hann bregður undir
sig fæti og hleypur niður að Hlöðum,
þar sem þeir Njálssynir bíða búnir
til hafs og Þráinn Sigfússon á öðru
skipi. Hrappur biður Njálssyni að
bjarga sér, þar sem jarlinn vilji hann
feigan, en Helga lízt illa á manninn
og neitar að hjálpa honum. Þá biður
Hrappur Þráin ásjár, en hann neitar
fyrst, enda hafði jarlinn reynzt Þráni
einkar vel; þeir voru auk þess
bundnir vináttuböndum. Þvf næst
reynir Hrappur að múta Þráni með
gripunum, sem hann hafði stolið í
hofínu, en Þráinn lætur þó engan
bilbug á sér finna. Þá segir Hrappur:
Hér mun ég nema staðar,
og skal mig hér drepa fyrir aug-
um þér,
og munt þú þá bíða af hvers
manns ámæli.“
Þá tekur Þráinn ioks við Hrappi,
og tekst honum að fela manninn svo
vel, að jarl getur aldrei fundið hann,
þegar hann kemur að leita. Fer þá
svo, að Þráinn sleppur út á haf með
Hrapp innanborðs. En áður en það
verður, biður jarlinn þá Njálssonu
að segja til Hrapps. Helgi fær því
ráðið að þeir nefna ekki Þráin, „þar
eð líf hans liggur við“.
Almennt gildi þessarar frásagnar
er meðal annars í því fólgið að hún
bregður nokkru Ijósi yfír hugmyndir
miðalda um þá skyldu manns að
forða þeim frá dauða sem leita sér
líknar. I einu riti sem snarað var úr
latínu á þrettándu öld er vitnað til
Orðskviða ritningarinnar skyld-
unni til stuðnings: „Oss er boðið að
frelsa þá er til dauða eru dæmdir,
og hafa eigi vangeymslu við að
hjálpa þeim er til höggs eru leidd-
ir.“ Hér lenda líf tveggja manna i
bráðri hættu, og verður Þráinn til
að bjarga illmenninu Hrappi, en
með því móti hefur hann fyrirgert
SJÁ BLS. 28