Morgunblaðið - 18.12.1983, Síða 34

Morgunblaðið - 18.12.1983, Síða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 1983 Helgi Eyjólfsson fyrrum verktaki í Reykjavík á sér langan starfsferil að baki. Hann hefur reist marga tugi íbúðarhúsa víðsvegar um borgina og þrjár stórar síldar- verksmiðjur úti á landi, auk þess sem hann hefur fengist við fleiri verkefni í byggingariðnaði. Helgi var formaður Sölunefnd- ar setuliðseigna og síðar . Sölunefndar varnarliðs- eigna allt til ársins 1976. Kona hans er Guðbjörg Sigurðardóttir en börn þeirra eru Sigurður, sem er framkvæmdastjóri hjá Björgun hf., Helga, sem er gift Kristni Ziemsen viðskiptafræðingi, og Hermann, sem er kjör- sonur þeirra og starfandi lögfræðingur, kvæntur Oddnýju Jónasdóttur. Ég byrja á því að spyrja Helga út í uppvaxtarár hans og trésmíðanám. Helgi Eyjólfsson Ljósmynd Mbl. Kristján Einarsson verksmiðjur á þessum árum. — Já, árið 1934 söðlaði ég um og tók að mér að byggja síldar- verksmiðju á Djúpavík á Strönd- um. Það var hlutafélagið Alliance sem ákveðið hafði að byggja síld- arverksmiðju þar. Það var hins- vegar erfitt um lánsfé á þessum tíma, en Landsbankinn ákvað þó að lána fé til byggingarinnar ef fyrir lægi ákveðið tilboð. Var leit- að til mín um að gera tilboð í verkið og ákvað ég að taka það að mér fyrir sléttar 200 þúsund krón- ur. Þetta verk gekk alveg eftir áætlun — við byggðum verksmiðj- una að mestu leyti sumarið 1934 og tókst að fullljúka verkinu fyrir síldartima sumarið eftir. Var ekki töluvert erfitt að áætla kostnaö viö verk sem þetta og margt sem þurfti aö hafa í huga? — Þetta var eins og hvert ann- að reikningsdæmi sem þarf að ganga upp. Það var að sjálfsögðu margt sem taka þurfti með í reikninginn en ég stóð einn að þes- um útreikningi og gekk ágætlega að áætla þetta. Ég hélt svo áfram með húsbygg- ingarnar hér í Reykjavík þar til leitað var til mín um byggingu síldarverksmiðju á Hjalteyri sem Kveldúlfur hf. hafði ákveðið að byggja. Ég tók verkið að mér og fóru byggingarframkvæmdirnar að mestu leyti fram veturinn 1937. Ég byrjaði á verkinu í febrúar Eins og hvert annað reikningsdæmi sem þarf að ganga upp Ég er fæddur á Grímslæk í Ölf- usi árið 1906 en þá bjuggu foreldr- ar mínir, Eyjólfur Guðmundsson og Herdís Jónsdóttir þar, sagði Helgi. Þar var ég við sveitastörf á unglingsárum þar til ég fluttist til Reykjavíkur 18 ára gamall. Hugur minn hafði alltaf staðið til smíða og lærði ég trésmíði hjá Svein- birni Kristjánssyni byggingar- meistara. Ég þurfti ekki að vera í námi nema tvö ár vegna þess að ég hafði stundað smíðar áður og reyndar lét Sveinbjörn mig taka að mér hús seinna árið, svo mér var ekkert að vanbúnaði að hefja sjálfstæðan atvinnurekstur. Að náminu loknu vann ég svo hjá öðr- um meisturum í nokkur ár við tré- smíði og húsagerð. Hvenær hófst þú svo sjálfstæöan atvinnurekstur? — Mitt fyrsta sjálfstæða verk var þegar ég tók að mér mótagerð við elliheimilið Grund 1927. Þetta verk gekk vel og eftir það tók ég til við að byggja fyrir eigin reikning. Þá byggði ég nokkur hús við Ás- vallagötu og næstu árin þar á eftir var ég við að byggja og selja íbúðir og hús. Það voru góðir tímar þegar ég var að byrja og á árunum 1927 og ’30 voru almennt byggðar stórar íbúðir, um 100 fermetrar og þar yfir. Éftir að kreppti að um 1930 byggði ég mikið af litlum íbúðum, 2ja til 3ja herbergja, og hélt því áfram allt til 1939. Menn höfðu almennt ekki efni á að byggja stærri íbúðir. Margir bygginga- meistarar héldu samt áfram að byggja stórar íbúðir og urðu sumir eignalausir fyrir bragðið. Ástand- ið þá var svipað og það er núna og svipaðir tímar hvað fjárhag þjóð- arinnar áhrærir. Núna er það samá upp á teningnum — það er byggt of mikið af stórum íbúðum sem almenningur hefur einfald- lega ekki efni á að kaupa. Svo byggöir þú þrjár síldar- Rœtt við Helga Eyjólfsson fyrrverandi verktaka Vinnuflokkurinn sem byggöi síldarverksmiöjuna í Djúpavík sumarið 1934. Lengst til vinstri stendur Guömundur Guöjónsson, eftirlitsmaöur fri Allience hf. en verktakinn, Helgi Eyjólfsson, er næstur honum. Síldarverksmiðja Kveldúlfs hf. i Hjalteyri. en í þetta sinn lentum við í nokkr- um vanda sökum veðráttunnar, og þá sérstaklega frostanna. Verk- smiðjan átti að vera tilbúin fyrir sumarið og til þess að halda áætl- un ákvað ég að reyna að steypa með aðferð sem þá var nánast óþekkt. Hún fólst í því að við hit- uöum upp vatnið í steypuna og voru mótin svo fóðruð að utan til að einangra steypuna fyrir frost- inu. Ég man eftir því að frostið komst upp í 10 stig og þótti það nokkuð djarft að steypa í svo miklu frosti. En þegar steypan var skoðuð næstu daga kom í ljós að verkið hafði heppnast fullkom- lega. Með þessari vinnuaðferð gát- um við haldið áætlun, en miðað var við að verkinu væri að fullu lokið 20. júní og gæti verksmiðjan þá tekið til starfa. Hinn 19. juní kom fyrsta skipið með síld, sem nóg var af á þessum árum, og var verksmiðjan svo keyrð sleitulaust fram á haust. Nokkrum árum síðar, það mun hafa verið árið 1940, sá ég um byggingu síldarverksmiðju á Ing- ólfsfirði á Ströndum og gekk það verk eftir áætlun. Að öðru leyti hélt ég áfram að byggja íbúðir og selja hér í Reykjavík þar til 1939 að ég hætti allri byggingarstarf- semi. Ástæðan fyrir því var að þá lá í loftinu að styrjöld brytist út í Evrópu og sýndist mér ástandið ótryggt. Þær íbúðir sem ég átti er ég hætti að byggja seldi ég ekki og hafa þær verið í minni eign síðan. Þessar íbúðir hef ég leigt út og hef endurnýjað þær allar meira og minna á þessum tíma sem liðinn er. Hvaða verkefnum snerir þú þér svo að er þarna var komið? — Árið 1940 festi ég kaup á jörðinni Stóra-Botni í Hvalfirði og hóf þar skógrækt og laxarækt með fjölskyldu minni. Mér var efst í huga að hafa meira af tíma mín- um fyrir mig og fjölskylduna en

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.