Morgunblaðið - 18.12.1983, Síða 46

Morgunblaðið - 18.12.1983, Síða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 1983 ^ g hef haft Eómælt gaman af því að skrifa Pottarím fyrir Morgun- blaðið. Það hefur verið mjög ánægjulegt að hitta fólk sem þakkar mér þessi skrif; ég tala nú ekki um ef það kemur í ljós að þau hafa breytt viðhorfum þess til mat- argerðar, og orðið til þess að fjölskyldan hefur farið að sinna henni í sameiningu, slíkt hljóm- ar sem ljúfasta músík í mínum eyrum.“ Það er Sigrún Davíðsdóttir sem hefur orðið. Lesendur þekkja hana væntanlega best af Pottarími, þætti um matargerð, sem birst hefur í Sunnudagsblaði Mbl. í tæp fimm ár, en að auki hefur hún gefið út bækur um matreiðslu og sinnt kennslu í ís- lensku og rannsóknum á fornbók- menntum okkar. Nú hefur Sigrún ákveðið að hætta matargerðarskrif- um sínum til að geta helgað sig bók- menntarannsóknum, og er engum blöðum um það að fletta að margir munu sakna pistla hennar, svo per- sónulegir sem þeir hafá verið og rík- ir af hugsjónum og heilbrigðri skyn- semi. Ég fór á fund Sigrúnar í síð- ustu viku til að spjalla svolítið við hana um Pottarím, matargerð og ís- lendingasögur, og hitti hana að máli á heimili hennar í sambýlishúsi í Hlíðunum, en þar býr hún ásamt manni sínum, dr. Helga Guðmunds- syni dósent, og tveimur sonum þeirra. Davíð, sem er sex ára, og Ingvari, sem er á fjórða ári. Fyrst forvitnaðist ég um upptök þess að hún fór að skrifa í Morgunblaðið. Alltaf þótt gott að borða „Hugmyndin að Pottarími er kom- in frá Morgunblaðinu," segir Sigrún. „Ég var beðin að skrifa pistla um matargerð, og mér þótti verkefnið spennandi og var strax til f það. Haustið 1978 sendi ég frá mér bók- ina matreiðslubók handa ungu fólki á ölium aldri; byrjaði svo að skrifa í Morgunblaðið í mars 1979, og hef gert það vikulega síðan." Hvenær vaknaði áhugi þinn á matargerð? „Mér hefur nú alltaf þótt voðalega gott að borða! Ég er vön góðum mat að heiman, en þótti framan af ekkert sérstaklega áhugasamur eða efni- legur kokkur. Þetta breyttist eftir að ég kom í menntaskóla og fór að bjóða heim vinum og kunningjum. Ég vildi gjarnan sjá um matseldina sjálf við slík tækifæri, og með því að yfirleitt var þetta sama fólkið sem heimsótti mig og ég vildi ekki bjóða alltaf upp á sömu réttina, fór ég að þreifa mig áfram og kynna mér mat- argerð betur. Svo þegar ég fór að búa tók ég að mér eldamennskuna og mér þótti það afspyrnu skemmtilegt. Ég eldaði af kappi og lagði mig alla fram. Oft fóru heilu kvöldin í matar- stússið því ég byrjaði kannski ekki að undirbúa matinn fyrr en um kvöldmatarleytið og var að elda fram eftir kvöldi. Það var ekki laust við að nokkuð skorti á fyrirhyggj- una.“ Að elda og að skrifa um matseld er tvennt ólíkt, ekki satt? „Jú, matarskrifin eru allt annar handleggur. Fyrsta matreiðslubókin mín varð til upp úr hugleiðingum um hvernig ég gæti aflað tekna með námi mínu í isiensku í Háskólanum. Ég gat ekki hugsað mér að festa mig neins staðar í vinnu, og þegar kunn- ingi okkar Helga sagðist vera að þýða skákrit datt mér í hug að ef til vill væru þýðingar starf við mitt hæfi. Að vísu hvarflaði ekki að mér að þýða skáldverk, til þess hrukku ekki hæfileikarnir, heldur fræðiverk af einhverju tagi. Þá stakk Helgi upp á því að ég þýddi matreiðslubók. Ég hugsaði málið, leit í nokkrar erlend- ar matreiðslubækur, en fann enga að mínu skapi. Ég betrumbætti því hugmyndina og ákvað að skrifa bók- ina sjálf. Það tók mig síðan ár að vinna bókina, og ég las mikið af er- lendum bókum og tímaritum um mat og matreiðslu á meðan á því verki stóð. Þekkingin var ekki sér- Fræðimaðurinn: „Þegar fólk er orðið fast í nútímabókmenntahefðum, þar sem einbvers konar yfirborðsraunsæi, skinraunsæi, er helst uppi, þá eru Islendingasögur í besta falli framandlegar, í versta falli ballærislegar og óskiljanlegar. Eg vil menningar- leg matarskrif Guðmundur Magnússon rœðir við Sigrúnu Davíðsdóttur um mat og matargerð, uppeldi barna og fornbókmenntir Islendinga lega djúptæk í upphafi ... Einkum og sér í lagi voru þetta þó réttir sem ég hafði sjálf kynnst og mótað að eigin smekk. I bókinni var nánast að finna allt sem ég kunni fyrir mér í matargerð á þessum tíma! Þeir hjá Almenna bókafélaginu tóku mér mjög vel, miðað við að þeir gátu varla vitað hvort ég kynni að sjóða egg, hvað þá meira, höfðu reyndar verið að svipast um eftir svona bókmenntum um hríð. Ég hef reyndar þá kenningu að þegar ég gekk á fund Brynjólfs Bjarnasonar framkvæmdastjóra AB og sagðist vera með bók, hafi brugðið fyrir skelfingarglampa í augum hans, sem svo hvarf þegar ég sagði þetta vera matreiðslubók, ekki Ijóðabók. Hann hefur vísast haldið að hér væri kom- ið enn eitt draumhuga ungmennið með æskuverk ..." Andvaraleysi gagnvart mat og hollustu Tveimur árum seinna sendirðu frá þér aðra matreiðslubók, Matur, sumar, vetur, vor og haust. í báðum þessum bókum koma fram ákveðin viðhorf til matargerðar. „Já, það er rétt. I fyrsta lagi eru bækurnar skrifaðar með það í huga að allir geti haft not af uppskriftun- um, hvort sem þeir hafa mikla reynslu í matargerð eða hafa svo að segja aldrei litið pott augum. Ég reyndi að hafa leiðbeiningarnar sem skýrastar og einfaldastar. í annan stað má segja að i bókunum komi fram ákveðin „heimspeki". { mínum huga er heimili ekki staður þar sem heimilisfólk hittist af tilviljun, held- ur vinnur saman, gerir eitthvað saman. Þar er matargerðin ágætis viðfangsefni, því þar getur fólk á öll- um aldri fundið viðfangsefni við sitt hæfi og henni þarf ekki aðeins að sinna við vandfundin tækifæri. Svo er annað. Ég held nefnilega að það sé gríðarlega hollt fyrir jafnt börn sem fullorðna að sjá eitthvað verða til. Ég er hikandi við að nota orð eins og firring, en finn ekkert betra. Það fylgir því ákveðin firring að kaupa mat sem er næstum alveg tilbúinn, bara setja hann í pottinn og svo á diskinn. Það er ekki sam- boðið mannlegri greind að sjá aðeins niðurstöðurnar, aldrei frumefnin og forsendurnar. Matargerð er því góð leið til að finna sér fótfestu í heimi, þar sem við sjáum eintómar niður- stöður, sjaldnast neina sköpun." Þú ert ekki hrifin af aukaefnum í mat? „Nei, ég legg áherslu á hollan mat og einfaldan, vil nota hráefni sem inniheldur ekki litarefni, geymslu- efni eða önnur aukaefni. Hráefni, sem eru sem allra minnst meðhöndl- uð áður en þau koma í okkar hendur. Með þeim hætti erum við líka örugg- ust með innihaldið." Pælir fólk nóg í þessum hlutum? „Nei, mér virðast samlandar mínir ógnarlega andvaralausir gagnvart mat og hollustu. Ef minnst er á skaðsemi aukaefna, þá er gjarnan sagt: Er þetta ekki eitthvað sem þarf að borða kíló af á dag í 99 ár, áður en manni verður hugsanlega meint af? Auðvitað er þetta hrapallegur mis- skilningui;. Tökum til samanburðar dæmi úr annarri átt. Mundum við bóna bílinn okkar með bóni, sem við vissum að gæti hugsanlega skemmt lakkið á honum innan fimm ára? Mundum við mála húsið okkar með málningu sem okkur væri sagt að gæti e.t.v. flagnað af eftir fáein ár? Eða mundum við byggja hús úr efni sem væri þannig samsett að líkur væru á því að húsið gæti hrunið? Nei, auðvitað ekki. Aftur á móti sjá menn ekkert því til fyrirstöðu að neyta matar sem getur á einhvern hátt skemmt líkama okkar, matar sem maður getur orðið lasinn af. Við vitum líka lítið um hvað gerist þegar mörg svona efni koma saman, um áhrif streitu o.s.frv." Finnst þér að einhver breyting hafi orðið á viðhorfum fólks til mat- væla og matargerðar á síðustu ár- um? „Já, ég held að viðhorf margra hafi breyst, en betur má ef duga skal. Auk áðurnefndra hollustumála finnst mér við vera sein að nýta okkur það fjölbreytta hráefni sem er allt í kringum okkur. Við erum t.d. rög við að nýta fiskinn okkar, villi- sveppi, söl, ýmislegt jurtakyns. Ég hef stundum verið að gera að því skóna bæði í gamni og alvöru að við getum varla verið ættuð úr norskum fjörðum úr því við kunnum ekki að nýta fiskinn betur en raun ber vitni. Við erum eins og þjóð sem kemur innan úr landi. Þetta er þó ekki sagt til stuðnings Herúlakenningunni eða öðrum ámóta um uppruna íslend- inga! Skyndimatur af ýmsu tagi verður æ vinsælli hér á landi. Er það ekki gremjulegt? „Jú, þarna skiptir alveg í tvö horn. Annars vegar er hópur fólks sem leggur rækt við að huga að fjöl- breyttum og hollum mat, og hins vegar er hópur sem leiðir hugann aldrei að þessum efnum, og kaupir sem mest tilbúið. í rauninni er það grátlegt að horfa upp á vinsældir skyndimatarins og alls kyns tilbúins og hálftilbúins matar. Þessi matur er ekki aðeins óhollur, heldur líka miklu dýrari en hinn. Fólk borgar offjár fyrir fylliefni, fyrir sykur og vatn, og fyrir ýmis aukaefni sem bætt er í til að maturinn haldi áferð sinni og bragði." Ferðu oft út að borða? „Nei, ég fer mjög sjaldan út að borða, en les matseðlana I veitinga- húsaauglýsingunum með athygli. Það freistar mín ekkert óskaplega að fara á veitingastaði, þótt það geti verið gaman. Þar er ég auðvitað ekki aðeins að borga fyrir matinn heldur einnig fyrir umhverfi og þjónustu. En ég hef nú mestan áhuga á matn- um, og þegar upp er staðið verður mér oft hugsað til þess hvað ég gæti sjálf búið til og keypt gott vín fyrir sömu upphæð. Eg leyni því ekkert að ég er gagnrýnin á matstaði hér. Það skortir yfirleitt um of á einfaldleika. En það hafa bæst við nýir staðir sem ég þekki ekki, en er nokkuð spennt að prófa. Veitingamenn segja að fólk vilji bara hitt og þetta, þeir ráði minnstu þar um. En líkt og sagt er að þjóðir fái þá stjórnvitringa yfir sig sem þær eigi skilið, þá fá veit- ingahús þá viðskiptavini sem þeim hæfa. Best að bæta því við að ég lít alls ekki á mig sem sælkera. Ég vil bara borða góðan og fremur hollan mat, en legg lítið upp úr fáfengilegheitum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.