Morgunblaðið - 18.12.1983, Blaðsíða 48
óoö
]<@uU &H>ílfur b/f
LVlC. W'ECil • REYK.I.W1K - S 20620
HOLLyWOOD
Opiö
Öll KVÖId
SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 1983
VERÐ í LAUSASÖLU 20 KR.
Slysið á Eyrarbakkavegi:
17 ára piltur lést
á leið í sjúkrahús
SAUTJÁN ára piltur frá Stokkseyri lést á leið í sjúkrahús eftir harðan^
árekstur á Eyrarbakkavegi um klukkan 22 á fostudagskvöld, sem skýrt var
frá í blaðinu í gær. Ekki er unnt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu.
Ung stúlka liggur mikið slösuð eftir sama árekstur, en aðrir eru minna
slasaðir. Samtals voru níu manns í bílunum tveimur, allt ungt fólk.
Að sögn Jóns Guðmundssonar,
yfirlögregluþjóns á Selfossi, er
ekki vitað nákvæmlega hvað slys-
inu olli, en svell var á veginum þar
sem bílarnir mættust og frost
hafði verið um kvöldið. Fimm
ungmenni voru í annarri bifreið-
inni en fjögur í hinni. Pilturinn
sem lést var farþegi annarrar bif-
reiðarinnar.
Hermann Pálsson prófessor:
Tengsl Njálu við eldri
rit, innlend og erlend
dagar til jóla
segir séra Karl Sigurbjörnsson sóknarprestur
„ÞAÐ VAR Ijót aðkoman hér í Hall-
grímskirkju í morgun. Brotist hafði
verið inn, allar hurðir brotnar og
hirslur opnaðar í leit að einhverju
verðmætu. Það hörraulega við þetta
er að öllum silfurmunum kirkjunnar
var stolið," sagði séra Karl Sigur-
björnsson, sóknarprestur í Hallgríms-
kirkju, í samtali við Mbl. í gær, en
aðfaranótt laugardagsins var brotist
inn í kirkjuna. Þjófarnir fóru upp á
vinnupalla á kirkjuskipinu, brutust
inn á söngloft og sigu niður í kaðli og
brutust inn í anddyrið.
„Tjónið er auðvitað mikið en í
þeim munum, sem stolið var, er
í fyrirlestri um uppruna Njálu, sem
Hermann Pálsson prófessor flutti í
vikunni við Háskóla fslands, gerði
hann meðal annars grein fyrir rann-
sóknum sínum á tengslum íslenskra
fornrita við eldri rit, ekki síst erlend. '
Nefnir hann meðal annars áhrif frá .
Þiðreks sögu af Bern á persónusköpun
í Njálssögu, svo sem sjá megi á ,
Var meö tæpt
kfló af hassi
TVENNT var handtekið í fyrrakvöld
á Keflavíkurflugvelli við komu
Flugleiðaþotu frá Luxemborg. í fór-
um konunnar, sem er um tvítugt,
fundust 920 grömm af hassi og 5
grömm af marijúana. Hún var tekin
ásamt sambýlismanni sínum og þau
færð til yfírheyrslna í Reykjavík.
Þau viðurkenndu að hafa ætlað
að smygla fíkniefnunum inn í
landið. Konan hafði tekið að sér að
flytja efnin til landins, en maður-
inn keypt þau erlendis. Hann hef-
ur áður komið við sögu hjá fíkni-
efnadeildinni og legið undir grun
um að smygla fíkniefnum til
landsins. Að loknum yfirheyrslum
var þeim sleppt í fyrrinótt. Það er
ef til vill tímanna tákn, að fíkni-
efnadeild lögreglunnar gerði ekki
kröfu um gæzluvarðhald yfir
hjónaleysunum.
Þrír menn sitja nú inni vegna
tveggja umfangsmikilla fíkniefna-
mála; Karlsefnismálsins svokall-
aða og Lagarfossmálsins. Fyrir ári
þóttu það mikil tíðindi ef lagt var
hald á kíló af hassi. En í ár hefur
lögreglu og tollgæzlu orðið svo vel
ágengt í baráttu gegn fíkniefna-
smygli, að ekki er talin ástæða til
kröfu um gæzluvarðhald.
Heita vatnið í Reykjavík hækk-
ar um 25% í ársbyrjun 1984
„Fjárhagsáætlun Ilitaveitunnar er
miðuó viö, að vatnsverð hækki um
25%, í 15,00 krónur á hvert tonn í
byrjun næsta árs. Stofngjöld munu þó
hækka minna, enda hafa þau hækkað
hlutfallslega meira en vatnsverðið á
liðnum árum, þar sem þau áhrif hafa
ekki mælst í vísitöluútreikningum,"
sagði Oavíð Oddsson, borgarstjóri, í
ræðu sinni um fjárhagsáætlun
Reykjavíkurborgar á borgarstjórnar-
fundi sl. fimmtudag.
„Þrátt fyrir þessa hækkun mun
kostnaður við húshitun frá Hita-
veitu Reykjavíkur ekki verða nema
sem svarar 22% af kostnaði við
olíukyndingu. Hækkandi gjaldskrár
koma við pyngju þeirra, sem
orkuna greiða en miklu meiri hags-
munir eru í húfi, að Hitaveitunni sé
gert kleift að veita nauðsynlega
þjónustu,“ sagði Davíð Oddsson
ennfremur.
Davíð Oddsson sagði, að fram-
kvæmdum Hitaveitunnar væri
einkum ætlað að konia í veg fyrir
vatnsskort næstu árin með stækkun
kyndistöðvarinnar í Árbæ og fjölg-
un borhola á borgarsvæðinu og
ennfremur að undirbúa jarðhita-
virkjun fyrir lengri framtíð. „Þá er
einnig gert ráð fyrir því að leggja
dreifikerfi í allar nýjar byggðir á
hitaveitusvæðinu."
„Reksturinn einkennist af því, að
margar gamlar og lasburða götu-
æðar í dreifikerfinu verða endur-
nýjaðar. Þessar aðgerðir munu
íþyngja rekstrinum umfram venju-
legar þarfir næstu árin. Kostnaður-
inn mun og hækka vegna aukinnar
rafmagns- og olíunotkunar," sagði
Davíð Oddssón.
Davíð Oddsson, borgarstjóri, gat
þess í ræðu sinni, að Hitaveitan
hefði verið svelt í sambandi við
verðhækkanir á orku undanfarin
ár. „Á síðustu þremur árum var
gjaldskrá veitunnar aðeins rúmlega
helmingur þess sem hún var um
1970, þegar verðstöðvunartímabilið
svokallaða hófst, og er þá miðað við
hækkun á byggingarkostnaði, Á
þessu ári hefur orðið veruleg breyt-
ing á þessari afstöðu ríkisvaldsins
og er það í samræmi við stefnuyfir- j
lýsingu núverandi ríkisstjórnar um, :
að sveitarfélögin ákveði sjálf
gjaldskrár þjónustufyrirtækja
sinna.“
Strokufangi
gómaður
ANNAR fanginn, sem strauk úr
Hegningarhúsinu á Skólavörðustíg á
föstudagskvöldið, hefur náðst en hinn
gekk ennþá laus í gær.
fólgið mikið tilfinningalegt og
listrænt gildi. Silfurkrossi eftir
Leif Kaldal, sem stóð á altari kirkj-
unnar, var stolið. Jónas frá Hriflu
gaf krossinn í minningu konu sinn-
ar, Guðrúnar Stefánsdóttur. Þá var
öðrum krossi stolið og tveimur silf-
urkaleikum. Raunar öllu altaris-
silfri kirkjunnar — silfurvín-
könnum og litlum silfurbikurum,
80 til 100 talsins. Allt eru þetta
minningargjafir — gefnar með
góðum hug í minningu um gott
fólk.
Svo langt var gengið að silfur-
helgimynd í ramma var stolið.
Ramminn var brotinn og silfrið
plokkað úr rammanum. Það er sárt
að vita þessa hluti i ræningjahönd-
um. Ég vil hvetja þá sem þarna
voru að verki að skila þessum mun-
um aftur, en um leið alla þá, sem
kunna að búa yfir upplýsingum, að
láta okkur vita,“ sagði séra Karl
Sigurbjörnsson.
Skarphéðni Njálssyni. Hér er bæði um
að ræða nýjar athuganir Hermanns og
framhald rannsókna sem Einar Ólafur
Sveinsson, Þorvaldur Bjarnason, Lars
Lönnroth og fleiri hafa gert.
í fyrirlestri sínum sagði Hermann
meðal annars: „Njálu-höfundur var
fjöllesinn maður; eins og aðrir góðir
meistarar í ritlist, þá kinokaði hann
sér ekki við að hirða efni í smlði
sína hvaðan sem honum sýndist;
heizta reglan, sem hann hlítti um
aðföng var sú, að þau væru nógu góð
og gætu eignazt hæfan stað í
verkinu sjálfu." Bendir Hermann á
að í formála að Njálu-útgáfunni í
íslenzkum fornritum bendi Einar
Ólafur á ýmis rit sem höfundur
Njálu virðist hafa lesið, og við þá
skrá megi bæta allmörgum ritum.
Njálu telur Hermann að verulegu
leyti vera hugsmíð höfundar, en þó
komi við söguna menn sem víslega
hafi verið uppi og sagt er frá mörg-
um atburðum er gerðust hér á landi
sem erlendis.
að vita þessa
hjá ræningjum
Morgunblaðiö/ Júlíus.
Sárt
hluti
Séra Karl Sigurbjörnsson med rammann sem silfurhelgimynd var plokkud ur.
Silfurmunum Hallgrímskirkju stolið:
Sjá fyrirlestur Hermanns
Pálssonar bls. 20 og 21.