Morgunblaðið - 18.12.1983, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.12.1983, Blaðsíða 6
54 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 1983 HEIMS UM BOL Hvernig jólasálmurinn varð til Sú saga sem hér verður sögð gerðist í Hallein, smáþorpi einu í austur- rísku Ölpunum. Það var aðfanga- dagur jóla árið 1818 og kaþólski presturinn, Joseph Mohr, sat einn í bóka- herbergi sínu og las í Biblíunni. Öll börnin í þorpinu og dalnum voru full eftirvænt- ingar, því jólin voru í nánd, og þau áttu að fá að vaka til að hlusta á aftansöng í kirkj- unni. Veðrið var stillt og bornin báru log- andi kerti á leiðinni niður dalinn, svo hann var á að líta eins og gríðarstórt jólatré, þar sem hundruð kertaljósa voru á sífelldu iði. En þessi fagra sjón virtist engin áhrif hafa á unga prestinn í þorpinu. Opin Biblí- an lá á stóra eikarborðinu hans og hann var önnum kafinn við að semja ræðuna, sem hann átti að flytja við aftansönginn. Hann las aftur söguna um hirðana og eng- ilinn, sem birtist þeim og sagði: „Yður er í dag frelsari fæddur í borg Davíðs ..." — Séra Mohr var einmitt að lesa þessa setn- ingu, þegar barið var að dyrum. Þar var komin bóndakona úr sveitinni, sem færði honum þá frétt, að kona fátæks viðarkola- manns, sem bjó uppi í fjöllunum, hefði alið barn þennan sama dag. Foreldrar barnsins höfðu sent hana til þess að biðja prestinn að koma og blessa það, svo að það mætti lifa og dafna. Séra Mohr brá skjótt við og bjó sig þeg- ar til ferðar upp í fjöllin. Hann varð mjög hrærður er hann gekk inn í hrörlegan og illa lýstan kofann. Móðirin lá í rúminu, hamingjusöm á svip, með hvítvoðunginn sofandi í fanginu. Sjálfsagt hefur þessi sjón verið lítið lík þeim atburði, sem gerð- ist í borg Davíðs, en þó fannst prestinum allt í einu eins og síðustu orðin, sem hann las í Biblíunni væru töluð til sín. Þegar hann var aftur á leiðinni niður dalinn, varð hann hrifinn af því, sem fyrir augu og eyru bar. Hlíðarnar voru uppljómaðar af blysum dalbúa, sem voru á leiðinni til kirkju, og frá þorpunum hljómuðu víðs- vegar að ómar kirkjuklukknanna. Séra Mohr varð fyrir miklum jólainnblæstri er hann leit þessa sýn og þegar hann var sestur aftur í bókasafni sínu eftir aftan- sönginn, reyndi hann að færa í letur það sem hann hafði upplifað. Skömmu fyrir dagrenningu hafði prest- urinn komið hugsunum sínum og tilfinn- ingum í Ijóðform og á jóladag samdi svo vinur hans, Franz Xaver Gruber, söng- Hin mikla hátíð kristinna manna, jólin, nálgast nú óðum og má sjá þess merki í daglegu lífi fólks. Ómur- inn af jólalögunum fyllir loftið og sálmurinn „Heims um ból“ minnir okkur á fæðingu Frelsarans, en ein- mitt þess vegna höldum við hátíð á jólum. Þessi fal- legi jólasálmur var saminn fyrir meira en 160 árum og í eftirfarandi frásögn er frá því greint, hvernig hann varð til og hvernig fjögur börn urðu til að gera hann fyrst þekktan. kennarinn í þorpinu, lag við ljóð séra Mohr. Börnin í þorpinu heyrðu svo prest- inn og söngkennarann syngja lagið, en þar eð kirkjuorgelið var ekki i lagi, urðu þeir að notast við gítar, sem Gruber lék á. „Þegar öllu er á botninn hvolft," varð Gruber að orði, „mun Guð jafnt heyra til okkar þó að orgelinu sé ekki til að dreifa." — Þessa menn hefur sjálfsagt ekki órað fyrir því, að þeir höfðu skapað lag og ljóð, sem átti eftir að berast til allra landa, þar sem jól eru haldin heilög, og að fjögur börn yrðu til þess að hefja það til frægðar og frama. Börnin úr Zillerdal f Zillerdalnum í austurrísku Tyrol- Ölpunum var það á hvers manns vitorði, að fegurstu söngraddirnar þar um slóðir hefðu Strasser-börnin fjögur: Caroline, Joseph, Andreas og Amalie litla, sem var svo ung að hún gat varla beygt orðin rétt. „Þessi Strasser-börn“ voru þorpsbúar van- ir að segja, „syngja alveg eins og nætur- galar." En það var fleira líkt með þeim og næt- urgölunum, því að á hverju vori fóru börn- in fjögur norður á bóginn, til Leipzig í Saxlandi, þar sem hinar frægu, árlegu kaupstefnur voru haldnar. Það stóð þannig á því, að faðir þeirra var hanskagerðar- maður og börnin voru látin sýna og selja mjúka skinnglófana, sem voru frægir um víða veröld. Það var mikið um dýrðir í Leipzig meðan á kaupstefnunni stóð og litlu börnin frá Ziller-dalnum voru hálf- ringluð í ysi og þysi stórborgarinnar. En þá tóku þau það til bragðs, sem þau voru vön að gera heima hjá sér þegar eitthvað amaði að, — þau sungu saman. Og það, sem þau sungu oftast, var eftirlætissöngur þeirra, „Heims um ból“. Karl Mauracher, þekktur orgelsmiður í Ziller-dalnum, hafði kennt börnum þar þennan söng. Hann hafði eitt sinn verið beðinn að gera við orgel í nágrannaþorp- inu og er hann hafði lokið viðgerðinni bað hann orgelleikarann að reyna hljóðfærið. Orgelleikarinn var enginn annar en Franz Gruber og af tilviljun lék hann lagið, sem hann hafði samið á jólunum við sálminn eftir séra Mohr. „Ég hef aldrei heyrt þetta lag áður,“ sagði orgelsmiðurinn, sem var gagntekinn af fegurð ljóðs og lags og hann bað höfundinn um leyfi til að flytja verkið heima hjá sér. „Ég er sannfærður um að fólkið heima verður hrifið af því,“ sagði hann. Gruber bauð honum að skrifa nót- urnar að laginu fyrir hann, en Mauracher sagði að það væri óþarfi, hann kynni hundruð laga utan að og hann gæti vel bætt við sig einu enn. Mauracher kenndi síðan fólkinu í Ziller-dal lagið og ljóðið og varð þessi sálmur brátt mjög vinsæll í þorpinu og gekk almennt undir nafninu „Söngur af himni". Orgelsmiðnum var þá ekki ljóst, fremur en öðrum, hvílíkt meist- araverk hann var með í höndunum, sem allur heimurinn átti eftir að njóta. í Leipzig urðu börnin þess vör, að töfrar þessa fagra sálms höfðu mikil áhrif. Þeir sem áttu leið framhjá, stönsuðu og hlust- uðu hrifnir á hina hljómfögru tóna lags- ins. Dag nokkurn kom aldraður herramað- ur til þeirra og kynnti sig sem herra Pohl- enz, hljómlistarstjóra konungsríkisins Saxlands. Hann gaf þeim aðgöngumiða að hljómleikum, sem hann stjórnaði sjálfur í Gewandhaus, hinni fornu gildishöll klæðskerameistaranna í Leipzig. Börnin urðu himinlifandi yfir þessu rausnarlega boði. Þegar þau komu til hallarinnar, sem var uppljómuð og full af fínum mönnum með silkihatta og konum í glæsilegum litskrúð- ugum kjólum, urðu þau feimin innan um alla þessa dýrð og jafnframt fegin, þegar þeim var vísað til sætis, þar sem lítið bar á þeim rétt fyrir framan leiksviðið. Þau voru enn utan við sig af hrifningu er skelfingin dundi yfir. Hljómleikunum var lokið og herra Pohlenz kom fram á sviðið og til- kynnti að viðstödd væru fjögur börn, sem hefðu þær fegurstu söngraddir, sem hann hefði heyrt um margra ára skeið. Hann sagði ennfremur, að ef til vill væri hægt að fá þau til að syngja fyrir hinar konunglegu hátignir, konunginn og drottninguna af Saxlandi, sem þarna voru viðstödd, og aðra áheyrendur. Vesalings börnin urðu sem steini lostin við þessa tilkynningu og ekki bætti úr skák er áheyrendur tóku að klappa af miklum ákafa. „Við skulum bara loka augunum og láta sem við séum að syngja heima hjá okkur," hvíslaði Amalie litla til hinna systkinanna. Fyrsta lagið sem þau sungu var „Heims um ból“ og þegar lagið var á enda var dauðaþögn í salnum eitt andartak, næst- um því lotningarfull þögn, áður en fagnað- arlætin hófust. Þau sungu öll lögin, sem þau kunnu og síðan sungu þau aftur „Heims um ból“. Fagnaðarlátunum ætlaði aldrei að linna og áheyrendur voru enn að biðja um meira þegar herramaður í ein- kennisbúningi steig upp á leiksviðið og sagði, að hátignirnar óskuðu eftir að taka á móti söngvurunum. „Þetta var sannar- lega fallegur söngur," sagði konungurinn, er börnin höfðu verið kynnt fyrir honum. „Vér höfum aldrei heyrt þennan jólasálm áður. Hvaðan er hann eiginlega?" „Þetta er týrólskur þjóðsöngur, yðar hátign," svaraði Joseph. „Viljið þið ekki koma til konungshallarinnar og syngja þar á jólun- um?“, spurði drottningin. „Börnunum okkar mun þykja gaman að því.“ Þannig atvikaðist það, að á jólanótt árið 1832, sungu Strasser-börnin í hinni kon- unglegu saxnesku hirðkapellu í Pleissen- borgar-höll: „Heims um ból, helg eru jól... “ , og á þessari jólanótt fyrir 150 árum lagði þessi fallegi jólasálmur af stað út í heiminn og hvar sem hann kemur og hvert sem hann fer vekur hann alltaf jafn mikinn fögnuð og unað. (Byggt á frásögn llertha Pauli/SamantektuSv.tí.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.