Morgunblaðið - 18.12.1983, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.12.1983, Blaðsíða 18
66 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 1983 „Lífið gengur ekki fyrir sig eins og í sögu“ Rætt við Sigurð Á. Friðþjófsson, sem um þessar mundir sendir frá sér sína fjórðu bók — smásagnasafnið Sjö fréttir „Fyrir mér er það að skrifa leið til að átta mig á því sem er að gerast í kringum mig, vinna úr veruleika. Og frá því við- fangsefni er aldrei hægt að flýja - maður er alltaf að leita að einhverju til að nota í það sem maður er að fást við,“ segir Sigurður Á. Friðþjófsson, rúmlega þrítugur Hafnfirðingur, sem um þessar mundir sendir frá sér fjórða skáldverk sitt, smásagnasafnið Sjö fréttir. Einnig er væntanleg á markaðinn unglingabókin 16 dagar í september, sem Sigurður hefur þýtt, eftir dönsku hjónin Bibi og Franz Berlinger og gefur forlagið Svart á hvítu báðar bæk- urnar út. Sigurður er því „margra bóka maður“ eins og stundum er sagt, þó að hingað til hafi verið hljóð- ara um verk hans en margra annarra. Því þótti ekki úr vegi að eiga við hann spjall og kynn- ast nokkuð ferli hans og viðhorf- um. Það er líka af og frá að Sigurð- ur segi sjálfsævisögu sína í Sjö fréttum — til þess leitar hann of víða fanga í sögum sínum. Þar segir m.a. af manni, sem kemur heim frá útlöndum og lendir í annarlegum fagnaði á afskekkt- um stað, myndlistarmanni, sem ieitar fullkomnunar og finnur hana, næturþönkum einstæðrar móður, tunglsýki Úlfs Bersason- ar á Vörtu, spangóli, hrossarækt og kveðskap. Að ógleymdum Sví- anum, sem þykist illa strand á íslandi í lánlausu hjónabandi með konu, sem liggur uppdópuð í rúminu og les ástarsögur milli þess sem hún fellur í trans. Sá sænski glamrar á píanó í dansskóla og finnst hann vera staddur í mesta „nápleisi" norð- an Mundíufjalla. Fyrsta sagan í bókinni heitir Þegar sprengjan féll. Nafnið skýrir sig sjálft og þegar Sigurð- ur er spurður af hverju hann hafi valið að byrja bókina á þessu yrkisefni, segir hann: „Það var ekki hægt að setja þessa sögu aftast. Það hefði verið allt of dapurlegur endir og ég trúi því heldur ekki frekar en aðal- persóna sögunnar, að við eigum eftir að upplifa hann í raunveru- leikanum. Maðurinn hefur að vísu aldrei smíðað vopn sem hann hefur ekki notað, en á hinn bóginn hefur fólk risið upp og mótmælt þessari ógn og því von- ar maður það besta frekar en að búast við því versta." Þetta er í fyrsta sinn sem út koma smásögur eftir Sigurð en fyrri bækur hans voru ljóðabók- in Fúaveggir, sem hann gaf út sjálfur árið 1975 og var að hans sögn „afrakstur unglingsár- anna“ og skáldsögurnar „Þjóðleg reisn" sem kom út 1978 og „Heimar", sem kom út í fyrra „og týndist í jólabókaflóðinu". Lífið er of stutt... »Ég er fæddur í Hafnarfirði 1951 og uppalinn þar en fluttist til Reykjavíkur átján ára gamall og er stúdent frá Kennaraskól- anum,“ segir Sigurður. „Eftir það var ég í eitt ár við kennslu í Nesjaskóla í A-Skaftafellssýslu en fluttist síðan til Stokkhólms og hef búið þar undanfarin sjö ár. Þar var ég við nám í kvik- myndafræðum og vann auk þess fyrir mér og mínum. Ég gaf út afrakstur unglingsáranna, ljóða- bókina Fúaveggi, sumarið ’75 og hélt síðan út til Svíþjóðar með tvær hendur tómar. Við stóðum á aðaljárnbrautarstöðinni í Stokkhólmi og aleigan var sænskur þúsundkall. En margur hefur byrjað með enn minna og einhvern veginn gekk þetta allt,“ segir hann. „Næstu árin vann ég svo hin ýmsu störf og skrifaði „Þjóðlega reisn“ árið 1978. Þá vann ég í verksmiðju þar sem ég stóð upp á endann átta tíma á dag í appelsínugulum samfest- ingi innan um ódýra vinnuaflið, sem Svíar fluttu inn til þess að láta vinna skítverkin fyrir sig, mestmegnis Finna og Tyrki. Fæst af þessu fólki talaði sænsku og við bjuggum í út- hverfi og þekktum engan í borg- inni. Ég fór því að skrifa í og með til þess að eyða kvöldunum en hafði auk þess alltaf langað til að fá útrás fyrir „rithöfund- arkomplexinn" — að búa til sög- ur sem hafa upphaf og endi,“ segir Sigurður og bætir því við að lífið sé allt of stutt til þess að gera ekki eitthvað sem maður hefur gaman af. »Ég var að visu kominn með bakteríuna löngu áður en þetta var — held hún hafi kviknað þegar ég hafði stutta viðdvöl í Menntaskólanum á Laugarvatni á sínum tíma. Þá fór ég að hafa áhuga á rímuðum vísum, mínum og annarra. Ég spurði mig aldrei hvort ég hefði hæfileika, enda tjá margir sig skriflega á þess- um aldri í þeim tilgangi, fyrst og fremst, að átta sig á sjálfum sér. „Þjóðleg reisn“ gerist í náinni framtíð og segir þar af því hvað gerist þegar holræsakerfi Reykjavíkur stíflast. Verkamenn eru í yfirvinnubanni og það skapast neyðarástand, sem verð- ur til þess að allir innviðir þjóð- félagsins bresta og við tekur ein- ræði. Sögunni lýkur á Lækjar- torgi þar sem nýjum valdhöfum er fagnað. Þeir sem skrifuðu um bókina voru ekki alveg sáttir við hana, m.a. á þeim forsendum að á íslandi gæti aldrei orðið til grundvöllur fyrir svona atburð- um, en það sem gerist í skáldsög- um þarf ekki endilega að eiga sér hliðstæðu í raunveruleikanum, eða hvað,“ segir Sigurður og bætir því við að næstu skáld- sögu, sem hann skrifaði, hafi hvorki hann né útgefendur verið ánægðir með og sé hann því fegnastur að hún skyldi ekki koma út á sínum tíma. „AÖ koma heim“ „í fyrra gaf Skuggsjá síðan út skáldsöguna „Heima". Hana skrifaði ég eiginlega til þess að undirbúa eigin heimkomu og hún er sambland af skáldsögu og sjálfsævisögu. „Heimar" fjalla um mann á mínu reki, sem býr í útlöndum, kemur heim til þess að vera við jarðarför móður sinnar og finnst hann vera í hálfgerðu tómarúmi — finnur sér ekki samastað í tilverunni, hvorki hér heima né úti.“ Það liggur beint við að spyrja Sigurð hvernig honum sjálfum hafi þótt heimkoman eftir sjö ára vist í ríki Svía. „Því er oftast þannig farið að fólk fer allslaust út og kemur allslaust heirn," segir hann. „Þannig var það í okkar tilfelli og við tókum auðvitað þessi sí- gildu hlaup undan verðbólgu- skriðunni. Mín kynslóð er alin upp við það viðhorf í foreldra- húsum, að menntun sé það sem gildi. Nú er þetta fólk að koma heim með háskólagráður upp á vasann og fær jafnvel ekkert að gera,“ segir Sigurður, sem sjálf- ur vinnur á bókasafni Hafnar- fjarðarbæjar. „Þeir sem eitthvað fá að gera, fá lúsarlaun og neyð- ast til þess að fara á snurvoð út á Faxaflóa eða í virkjanir upp á hálendi til þess að endar nái saman. Þetta skapar auðvitað visst vonleysi hjá ungu fólki. Á hinn bóginn veitir það vissa lífsfyllingu að þurfa að vera svona stöðugt að og þrýstingur- inn verður ef til vill til þess að manni verður meira úr verki en ella. Svo má heldur ekki gleyma því hvað íslensku fjölskylduböndin eru sterk. í þau sækir fólk bæði siðferðislegan og fjárhagslegan styrk en í Svíþjóð þjónar kerfið hlutverki fjölskyldunnar. Sjálfur hef ég haft mjög gam- an af því að koma heim. Það hef- ur verið eins og að fá víta- mínsprautu því hér er svo margt á seiði. Það er að vísu ekki allt jafn merkilegt en það er hreyf- ing á hlutunum og mikið að ger- ast. Svo sér maður líka lítið sam- félag í miklu skýrara ljósi. Það segir ákveðna sögu þegar fólk er farið að lesa þingfréttir í stað teiknimyndasagna. „Gaman að fást við konur“ „Annars er sama streðið í Sví- þjóð og hér og Stokkhólmur er afar „dauð“ borg að búa í, þang- flóin JÍmn FLÖIN floin FLÓIN vesturgötu4 s:19260

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.