Morgunblaðið - 18.12.1983, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.12.1983, Blaðsíða 14
62 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 1983 Er umhyggja mömmu metin? Það er gaman að viröa fyrir sér, og lesa um ýmislegt það, sem börnin taka sér fyrir hendur, og kynnast því hvaöa augum þau líta tilveruna. í 3. bekk B í grunnskóla í Hamborg fengu nemend- ur það verkefni fyrir skömmu, aö skrifa dálítiö um mömmu eöa eins og fyrirsögnin var: „Hvers vegna mér finnst svo vænt um mömmu mína.“ Hér fara á eftir nokkur svör. Vegna þess, skrifar Carlo 9 ára gamall, aö mamma hefur allt- af veriö hjá mér frá því ég var lítill, alltaf hjálpaö mér þegar ég hef lent í erfiöleikum og aldrei brugðist mér. Mér finnst svo vænt um mömmu mína vegna þess aö hún hefur alltaf annast um mig. Þegar 'I ég kem heim úr skólanum hefur/ hún alltaf matinn tilbúinn handa^ mér, segir Elke 8 ára gömul. SSé ^OucAjL W4, Christina 9 ára gömul skrifar: Mamma mín hjálpar mér ef þaö er eitthvaö, sem ég skil ekki. Stundum skammar hun mig en lætur mig vita aö henni finnst samt vænt um mig. Mér finnst svo vænt um mömmu mína, skrifar Andreas 9 ára, vegna þess að hún býr um rúmiö, hún útbýr bæöi hádegis- og kvöldmat og hún þvær allan óhreinan þvott. Thomas 9 ára skrifar: Mér finnst vænt um mömmu mína vegna þess aö hún er svo dugleg viö aö búa til mat og er næstum alltaf til í aö leika viö mig. Á morgnana, þegar sólin skín, fæ ég oft aö horfa á sjónvarpið. Mér finnst svo vænt um mömmu mína vegna þess aö hún býr til matinn, býr um rúmin og þvær á meðan aö ég er aö leika mér. Aöeins stöku sinnum þarf hún á minni hjálp aö halda, skrlf- ar Christpher 9 ára gamall. \y’ b.i. þýddí. í Amy Carter er ordin sextán ára Litla telpan fór ekki varhluta af gríni og illkvittni, sem oft fylgir umtali, þegar þeir þekktu og voldugu eiga í hlut. Þaö var haft í flimtingum aö þaö versta sem menn gætu hugsað sér, væri aö fá Amy sem borödömu í veislum forsetans. En nú er Amy orðin sextán ára gömul friöleiksstúlka, sem í Þegar Jimmy Carter varö for- seti Bandaríkjanna, áriö 1976, var Amy dóttir hans aöeins níu ára gömul, langyngst barna þeirra hjóna. Margir vorkenndu litlu telpunni, fannst hún einmana og töldu hana kunna illa viö sig í Hvíta húsinu til aö byrja meö. Telpan dafnaöi þó vel í forsetatíö fööurins og sagt er aö þaö hafi oröiö henni mikiö áfall þegar Carter hlaut ekki endurkosningu. Þaö var oft minnst á Amy i frétt- um og frásögnum af lífinu í Hvíta húsinu, hún átti þaö til aö sitja niöursokkin í bók innan um veislugesti þar, og lét sér í léttu rúmi liggja allt tilstandiö viö tignargesti og fyrirfólk. Mynd tekin í októbermónuöi í tilefni afmæliains. haust hóf nám í einkaskóla í Suó- urríkjunum og er þar í heimavist. Hún er sögö ákveöin ung stúlka, líf hennar er lítiö frábrugöiö lífi annarra nemenda skólans og jafnaldrar hennar þekkja hana ekki einu sinni sem fyrrum for- setadóttur. Hún hefur líka breyst mikiö í útliti, í stað gleraugnanna, sem hún var komin meö, er hún nú meö linsur og freknurnar, sem voru svo áberandi í andlitinu, eru nú nær horfnar, hún þykir hin fríöasta stúlka og háriö mesta prýöi. þýö. B.l. Amy meö foreldrum sínum um það leyti sem þau fluttu í Hvíta húsið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.