Morgunblaðið - 18.12.1983, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 18.12.1983, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 1983 67 að til að maður kemst inn á hana og veit hvar það sem sóst er eft- ir, er að finna. Það er auðvitað ýmislegt um að vera í menning- arlífinu en það er svolítið bundið við Svíþjóð og misjafnlega áhugavert fyrir aðra en Svía sjálfa.“ En hvað um „sænsku áhrifin" margumtöluðu á íslandi? Eru þau jafn mikil og sumir vilja vera láta? „Ég fæ nú ekki séð það,“ segir hann. „Auðvitað eru vissir ein- staklingar, sem hafa menntast í Svíþjóð meira áberandi en aðrir, en á móti koma aðrir, sem hafa sótt sína menntun til annarra landa og ég held að „sænska slagsíðan" sé úr sögunni, hafi hún einhvern tímann verið til staðar.“ Nú fjallar ein sagan í Sjö fréttum um Svía, sem er heldur vansæll á íslandi. „Ég ákvað að snúa hlutunum við, tók sænskan kunningja minn og stakk honum niður á íslandi. Ég held nefnilega að þó að það geti verið erfitt að vera (Ljósm. Mbl. KÖE.) íslendingur i útlöndum, sé ör- ugglega erfiðara að vera útlend- ingur á íslandi — gagnstætt því sem margir fslendingar virðast halda." Listamaðurinn sem leitar að fullkomnun í „sjálfsmynd", leit- ar hennar á afskaplega mörgum sviðum, trúarlegum, heimspeki- legum, stjórnmálalegum o.s.frv. Eru þetta eitthvað svipaðar leið- ir og þú sjálfur hefur farið? „Ég er auðvitað leitandi sjálf- ur, að innblæstri og einhverju til að byggja á. Og listamaður, sem er að fást við sína samtíð kemst ekki hjá því að taka mið af því á hverju hún byggir, m.a. ákveð- inni kristinni siðferðisvitund," segir Sigurður og lætur því næst í ljós áhyggjur af því að nú sé hann að verða allt of hátíðlegur. í tveimur af „Sjö fréttum" tal- ar höfundur fyrir munn kvenna. — „Mér þykir gaman að fást við konur," segir hann. „Ég held að þær upplifi veröldina allt öðru- vísi en karlmenn og það er erfitt að setja sig inn f hugarheim þeirra. Ég stend mig oft að því Sigurður Á. Friðþjófsson að gleyma mér og fara að hugsa aftur eins og karlmaður, þegar ég er að reyna að setja mig í spor konu. En ég skrifa oftast í gegn- um persónur," bætir hann við, „og fullvinn yfirleitt jafnóðum. Ég er ekki einn af þeim sem skrifa í belg og biðu og strika svo helminginn út.“ „Strindberg svo skemmtilega brjálaður“ „Smásagan lýtur öðrum lög- málum en skáldsagan. Hún gerir aðrar kröfur — það þarf að þjappa textanum meira saman og fyrir mér liggur þetta form einhvers staðar milli ljóðs og skáldsögu. En sama hvað formið er þá er maður alltaf að leita að hinni „réttu" lýsingu á því sem fram fer. Lífið gengur ekki fyrir sig eins og í sögu — hlutirnir gerast ekki eins hratt í raun- veruleikanum og ef til vill er það blekking að halda að maður átti sig betur á tilverunni með því að skrifa," segir Sigurður. „En þannig horfir það nú samt við fyrir mér. Auk þess er það þjálfun hug- ans að skrifa. Því miður hætta allt of margir að nota þetta frá- bæra verkfæri, sem hugurinn er, þegar þeir eru komnir á vissan aldur, hættir í skóla, komnir í fasta vinnu o.s.frv. En það er endalaust hægt að byggja sjálf- an sig upp. Ég held mikið upp á Axel Sandemose og einnig Strindberg," segir Sigurður, að- spurður um uppáhaldsrithöfund- ana, en í „Sjö fréttum" er ein- mitt að finna tilvitnun í bók Sandemoses „Flóttamaður á eig- in krossgötum". Sandemose var fæddur í Danmörku en skrifaði á norsku og það var hann sem setti fram „Jante-lögmálið“ sem oft er vitn- að í — þegar verið er að gefa mannlegu eðli neikvæðar ein- kunnir; þú skalt ekki halda að þú sért neitt, þú skalt ekki halda að þú sért betri en við hin, o.s.frv. Og hvað tekur svo við eftir „Sjö fréttir"? „Það er margt sem sækir að — hvað það verður, kemur í ljós.“ HHS ÚRVALLJÓSA Rafkaup Suðurlandsbraut 4 - Sími 81518 Jólagjöf til skólabarna í E1 Salvador BÖRN fátækra bænda og verka- manna á svonefndum frelsuðum svæðum El Salvador, gefst nú í fyrsta sinn tækifæri til að ganga í skóla. Svo segir í fréttatilkynningu frá El Salvador-nefndinni á Islandi. Þar segir og, að í uppbygg- ingarstarfi, sem þar fer fram, skorti tækjabúnað og aðstoð varð- andi matvælaframleiðslu, læknis- þjónustu og kennslugögn, og muni E1 Salvador-nefndin á Islandi því efna til fjársöfnunar fyrir börn á frelsuðu svæðunum. Orðrétt segir í tilkynningunni: „Verður öllu fé sem safnast varið til kaupa á bók- um og ritföngum til að hjálpa þessum börnum að læra að lesa og skrifa." Ennfremur segir að fyrsti þátt- ur söfnunarinnar sé hafinn og fari hann fram meðal skólakennara víðsvegar um landið. Safnað verði á götum úti fyrir jólin og framlög megi leggja inn á bankareikning 303—25—59957 í öllum bönkum, merkt: Jólagjöf til skólabarna á frelsuðu svæðunum. METSÖLUBÓKIN SKRIFAÐ í SKÝIN 2. bindi Endurminningar jóhannesar R. Snorrasonar flugstjóra BEAMSCOPE Nú geta allir notið þeinar ánœgju að horía á stœrri mynd í sjónvarpinu. Sérstakui skermur sem settur er íyrir íraman sjónvarpið og stœkkar myndina verulega. Petta gerir t.d. sjóndöpru íólki auóveldara að íylgjast með mynd og texta. Beamscope er til í þremur mismunandi stœrðum. Komið og kynnist þessari írá- bœru nýj'ung írá Japan. Útsölustaðir um landið: Póllina Ísaíirði StudiovaL Akranesi Húsið, Stykkishólmi Rafeind. Vestmannaeyjum Hljómvei, Akuieyri Rafsjá, Sauðárkróki Húsprýði, Borgarnesi Versl. Sigurðar Pálmasonar Ennco. Neskaupstað Hvammstanga Studio. Keflavík Versl. Sveins Guðmundssonar Egilsstöðum Giímur og Árni. Húsavík j SENDUMÍ I PÓSTKRÖFU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.