Morgunblaðið - 18.12.1983, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.12.1983, Blaðsíða 28
76 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 1983 Afmæliskveðja: Einar Sigurðsson múrarameistari Einn af kunnustu múrarameist- urum í Hafnarfirði stendur nú á tímamótum. Hann er fæddur þann 19. desember 1913 á Ertu í Sel- voginum, og hefur hann löngum verið kenndur við þann stað. Þar hefur úthafsaldan meitlað strönd- ina af miklum hagleik í gegnum tíðina. Þá hefur á þessum slóðum um aldir oft átt sér stað harmleik- ur vegna mikilla skipaskaða við bromsorfna og klettótta strönd, sem búendur fyrri tíðar í Selvog- inum höfðu veruleg kynni af. Þar má tilnefna skipið sem flutti timburfarminn og strandaði í Selvoginum. Síðan var Strand- arkirkja byggð úr timbrinu sem rak' á land. Þessi kirkja hefur um áratugi verið eftirsóttasta áheita- kirkja landsins, sem ríkulega hef- ur skilað áheitum til þeirra sem öðlast hafa traust á Strandar- kirkju, til gæfu og gengis, svo mun lengi verða. Þannig hefur hinn andlegi kraftur frá æskuslóðum Einars Sigurðssonar frá Ertu mettað hina íslensku þjóð. Þegar bændaþjóðfélagið átti sínar lífsrætur í Selvoginum, fóru þeir kaupstaðarferðir til Hafnar- fjarðar og nutu þeir þar margs konar þjónustu, svo sem vera bar. En það var háttur þeirra að koma ávallt á sama stað inn í bæinn, en við það myndaðist smám saman vegarslóð. Þetta varð til þess að þar var búin til gata, sem nefnd var Selvogsgata til heiðurs gengn- um kynslóðum. Þegar Einar var að alast upp í Selvoginum, átti það vel við hann að komast í snertingu við um- hverfi sem vakti athygli hans á náttúrunni og listaverkum sem mynduðust af hennar völdum. Umhverfi á æskuslóðum hefur oft verið mótandi fyrir unglinga og veitt þeim skilning á ákvörðun- armati til framtíðarstarfa. Það er athyglisvert hjá unglingsdreng að öðlast þá framtíðarsýn á kreppu- árum, þá 15 ára gamall, að brjót- ast áfram í því að komast í Flensborgarskóla á þeim tíma og ljúka honum. Það gerði Einar Sig- urðsson á hallæristímum. Eftir að Flensborgarskóla lauk, stóð hann á sjónarhóli framtíðar- innar og sá að allt var harla gott frá hendi skaparans, en of fáar dyr voru opnar á þeim tíma fyrir æskumenn, sem hugðust leggja fyrir sig ákveðið lífsstarf. En til- viljun ein réði úrslitum um fram- tíðaráform þeirra manna, sem þráðu að læra á þeim tíma. Þau þáttaskil urðu í tilveru Ein- ars að hann hvarf ekki til æsku- slóða aftur þar sem foreldrar hans fluttu búferlum frá Selvoginum til Hafnarfjarðar. En nú skeði það, að örlögin spunnu honum ákveðna lífslinu, þar sem honum bauðst að gerast nemi í múraraiðn, þá var hann 18 ára gamall. Hann tók þessu boði og lauk sveinsprófi á árinu 1935, þar með var framtíð hans ráðin. Einar lærði iðn sína hjá Frið- finni Stefánssyni og samstarfs- manni hans og bróður, Ingólfi Stefanssyni. Þeir voru miklir heið- ursmenn og vandaðir í viðskiptum og mikilhæfir fagmenn. Þess má geta að fljótlega gerðist Einar arftaki þeirra í nemendatöku, að fengnum meistararéttindum. Hann ól upp nýja kynslóð í iðn- inni, og hafði um 8 nemendur í gegnum tíðina, sem allir hafa bor- ið virðingu fyrir sínum læriföður. Nú hófst hinn langi vinnudagur hjá Einari í iðngreininni. En það var ekki tjaldað til einnar nætur, því nú hefur hann stundað iðn- greinina í um hálfa öld eða um 52 ár, ekki er vitað hvort aðrir hafa gert betur í þessari iðngrein. Múrskeiðin er enn í hendi hans með bros á vör til verðbólgunnar og til þeirra samtíðarmanna, sem eiga að fjarlægja hana af- vett- vangi þjóðarheildar, slíkur er boðskapur Einars á 70 ára afmæl- isdegi hans. Þegar Einar hóf lífsstarf sitt í Hafnarfirði, var íbúafjöldi um 3.500, en nú um þessar mundir er GJAFAVORUVERSLUNIN Elegans • SKÓLAVÖRÐUSTÍG 42 Silfurplett, kopar og postulín. Áöur en þér veljlö hina fullkomnu áríöandi jólagjöf, þá beriö saman gæöi, verö og úrval. ViÖ erum ööruvísi. SKÓLAVÖRÐUSTÍG 42 Elegans 'Mll Hin stórkosúeea hljómplata Kristjáns JÓHÁNNSSONAR er vafatítið á jólatísta fíestra Því fer fjarri að góðar og vandaðar jóiagjafir þurfi endilega að vera dýrar. HÍjómplata Kristjáns Jóhannssonar hefur marga bestu kosti góðrar og vandaðrariólagjafar, en erpó ekkidýr. Á hljómplötu sinni syngur Kristján Jóhannsson vinsæl íslensk og ítölsk sönglög, við undirleik Lundúnasinfóníunnar. Þetta samstarf skilaði árangri, sem seint verður leikinn eftir. ISI.hVSkl BÓKAKI.ÚBBURINN Bræðraborgarstíg 7 Sími 2-90-55 hann 12.500 íbúar. Þessi vöxtur bæjarins hefur skapað mörg verk- efni hjá byggingarmönnum. Á löngum ferii Einars Sigurðssonar hefur hann tekið að sér tugi bygg- inga og verið afar virkur við upp- byggingu kaupstaðarins. Hann hefur um dagana tekið lítið frí til sólarlanda, ennfremur hefur hans ráðskona fengið litla hvíld, en svo kallar hann hrærivélina sem not- uð er við starf hans. Snemma á ævinni tók Einar þátt í viðkomandi stéttarfélagi og honum voru falin þar trúnaðar- störf, prófnefndarmaður um ára- bil og hann hefur setið á iðnþing- um. Þá hefur hann komið mikið við sögu í Iðnaðarmannafélaginu í Hafnarfirði, sem var stofnað 1928. Hann hefur verið þar mjög litrík- ur stjórnarliði, gegnt þar gjald- kerastarfi um áraraðir af miklum krafti. Hann er einkum léttur fundar- maður, alltaf tilbúinn með svör og fyndnar frásagnir sem enga meið- ir. Hann fer á kostum gleðinnar, svo að húmorinn fer um fundar- sali sem stormsveipur vegna mik- illa frásagnarhæfileika hans. Þegar iðnaðarmannafélagið fór út í húsnæðiskaup fyrir félags- heimili árið 1960 kom sér vel að hafa duglegan gjaldkera, sem Ein- ar Sigurðsson var. Á þessum tíma bjó félagið við magran sjóð, en vegna þessara framkvæmda lögðu margir iðnaðarmenn fram sjálf- boðavinnu og ýmis fyrirtæki í bænum gáfu efni. Félagsheimilið var vígt 29. febrúar 1964. Þá var blaða- mönnum boðið að koma og þeim gefinn kostur á að skoða þessi smekklegu húsakynni og hafa tal af okkur stjórnarmönnum, um þessa framkvæmd. Eftir að þeir höfðu gert það undir góðum veit- ingum spurði blaðamaður um fjárhag og um innheimtur félags- gjalda, en félagið taldi um 200 meðlimi þá. Að hætti gjaldkerans svaraði hann í léttum dúr og með húmor á vörum. Hann sagði að félagsgjöld- in hefðu ekki skilað sér nógu vel, þess vegna sagðist hann hafa tekið upp nýja innheimtuaðferð. Hann fór að reykja vindla upp á síðkast- ið á götum Hafnarfjarðar með traustvekjandi svip fjármála- manns í huga. En nú væri búið að lofa sér nýju vopni á næstunni til þess að skrúfa út úr meðlimum aura. Ætlunin var að stofna kven- félag innan iðnaðarmannafélags- ins, sem og var gert. Síðan átti að senda eiginkonurnar og hvetja mennina ef þeir verða eitthvað óþægir í fjárútlátum til félagsins. Nú hló gjaldkerinn dátt og kvaðst alltaf hafa blessað konur. Það er vitað að gjaldkerinn á til góðra fjármálamanna að telja. En forfaðir hans var fjárhaldsmaður Strandarkirkju í Selvoginum, það- an kemur hæfileikinn og húmor- inn frá æskuslóðum Einars. Um leið og ég undirritaður lýk hér með hugleiðingum mínum um lifshlaup Einars Sigurðssonar, múrarameistara, sendi ég honum og konu hans, Sigríði Jónsdóttur, mínar bestu hamingjuóskir með afmælisdaginn. Guðmundur Guðgeirsson, hárskeramcistari. ★ Einar Sigurðsson tekur á móti gestum á heimili sínu Hringbraut 35 í Hafnarfirði, í dag, á afmæli sínu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.