Morgunblaðið - 18.12.1983, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 18.12.1983, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 1983 87 VEGI æ ‘5 % 4K Oft tekist að ná höfund- um úr svartholunum Thor Vilhjálmsson rithöfundur er önnum kafinn maður. í sumar lá hann yfir því á nóttunni að þýða stórvirki rithöfundarins og bylt- ingarmannsins André Malraux, Hlutskipti manns, og las reyndar söguna í útvarpið í haust. Þessi bók er nú nýkomin í verslanir og önnur þýðing Thors, Dagleiðin langa inn í nótt, leikrit Ugene O’Neill, er væntanleg í verslanir innan tíðar. I septemberlok brá Thor sér yfir til Suður-Ameríku, tók þátt í þingi alþjóða rithöfundasamtakanna, PEN International, sem fram fór í Caracas, höfuðborg Venezuela, en Thor er forseti íslenska PEN- klúbbsins. Þaðan fór hann til Par- ísar þar sem hann sagði að sungið hafi í huga sér vísubrot frænda síns, Kristjáns Jónssonar fjalla- skálds: „Man ég þig París, minnar æsku vagga“, en Thor dvaldi lengi í París á yngri árum. Niðarós í Noregi var næsti áfangastaður. Þar las hann upp úr nýútkominni norskri útgáfu bókar sinnar Fljótt, fljótt sagði fuglinn, sem vinur hans Knut Ödegárd gerði. Sú bók kemur einnig út vestanhafs í vetur í þýðingu John Okame. Eins og sjá má af þessari lauslegu upptalningu eru engin vandkvæði á því fyrir blaðamann að finna umræðugrundvöll þegar Thor er annars vegar. Þegar við bætist að erfitt er að halda aftur af Thor þegar hann er einu sinni kominn af stað er tímaleysið eina afsökun- in fyrir því að sprengja ekki við- talið yfir margar síður blaðsins. En látum Thor vaða á súðum um það sem á daga hans hefur drifið undanfarið. Fyrst er það PEN- þingið og allrafyrst nokkur orð um samtökin sem slík: Barátta fyrir mál- og ritfrelsi „Þetta eru alþjóðasamtök rit- höfunda, sem fyrst og fremst fjalla um siðferðileg vandamál," útskýrir Thor. „PEN er ekki hags- munasamtök, heldur er megin- þátturinn i starfi samtakanna að berjast fyrir málfrelsi og ritfrelsi. Rætt við Thor Vilhjálmsson um PEN-þing í Caracas o.fl. Það getur enginn orðið meðlimur PEN nema hann skrifi undir sátt- mála þar sem hann skuldbindur sig til að berjast fyrir ritfrelsi. Og það er reyndar þessi þáttur starf- seminnar sem ég hef mestan áhuga á, mér finnst það vera drengskaparskylda íslenskra rit- höfunda að reyna að duga starfs- bræðrum sínum víða um heim sem eru sviptir frelsi til að skrifa eins og samviskan býður þeim, ofsóttir fyrir skoðanir sínar, fangelsaðir, pyntaðir og lífi þeirra jafnvel ógnað. I PEN International eru 83 klúbbar í 57 löndum og þetta eru einu alþjóðlegu rithöfundasam- tökin sem hafa það mikið áhrifa- afl, eða móralskan kraft, að geta raunverulega dugað rithöfundum sem ofsóttir eru af stjórnmála- mönnum. Málefni pólskra rithöfunda voru mikið rædd á þinginu í Caracas. Stjórnvöld þar í landi hafa sótt hart að rithöfundum sínum og ætluðu meðal annars að leysa upp PEN-klúbbinn í landinu og endur- skipuleggja hann síðan með ein- hverjum leikbrúðum sínum. Ég gat upplýst það á þinginu að Is- landsdeildin var einna fyrst til að mótmæla þessu, en við komum mótmælum okkar á framfæri áður en ég fór á þingið við pólska sendi- ráðið í Ósló, þar sem við bentum á að það er alls ekki á valdi stjórn- valda að ráðskast með PEN- klúbba. Oft hefur tekist að ná höfundum úr svartholunum í hinum og þess- um löndum og hafa forseti PEN International, Svíinn Per Wást- berg, og aðalritarinn, Alexandre Blokh, unnið geysimerkilegt starf í þvf skyni og orðið víða ágengt. Þeir hafa hvað eftir annað reynt að fá að vera við réttarhöld yfir pólskum rithöfundum sem eru meðlimir PEN, en stjórnvöld hafa ekki látið svo lítið sem hlusta á erindi þeirra. Víða annars staðar hefur þó tekist að bjarga jafnvel lífi rithöfunda. Þetta getur PEN- klúbburinn og þess vegna finnst mér svo mikið fagnaðarefni að geta lagt sinn litla skerf til þeirra hluta sem verið er að gera á því sviði." PEN á íslandi „Hér á íslandi varð til PEN- klúbbur fyrir stríð, og er meðal annars mjög skemmtileg frásögn af því í Dagleið á fjöllum eftir Halldór Laxness, þegar hann fór á alþjóðaþing PEN í Buenos Aires nokkru fyrir seinni heimsstyrjöld, en þá var verið að reyna að mynda samfylkingu gegn nasisma og fas- isma til bjargar menningunni og mannkyninu. Sú viðleitni var und- ir forystu ýmissa höfuðskálda Frakka á þeirri tíð, eins og Jules Romains, sagnaskáldsins víð- kunna, og manna eins og André Gide og André Malraux, sem reyndu að samfylkja rithöfundum á ýmsum vettvangi gegn fasisma. En þessi gamli íslenski PEN- klúbbur burtsafnaðist með ein- hverjum hætti og var svo endur- vakinn nokkrum árum eftir lok seinni heimsstyrjaldarinnar af þeim Tómasi Guðmundssyni og Gunnari Gunnarssyni. Gunnar varð fyrsti forseti hins endurvakta PEN-klúbbs, en Tómas tók við af honum, síðan Kristján Karlsson, en ég leysti hann af fyrir tæpu ári Það er nú unnið að því að endur- skipuleggja klúbbinn og lögð meg- ináhersla á að í honum séu skap- andi rithöfundar. Ég hef hina ágætustu menn með mér í stjórn- inni, þá Þorstein Gylfason, Hrafn Gunnlaugsson og Sigurð Pálsson og við höfum mikinn áhuga á því að klúbburinn geti framvegis verið Thor Vilhjálmsson rithöfundur Morj'unhlaðrt FriAþjórur. virkt afl hér heima og tekið þátt í þessu alþjóðasamstarfi sem ég drap á áðan, auk þess að stuðla að kynnum við menn sem eru að fást við lík vandamál, bæði heimafyrir og á erlendum vettvangi." Á sífelldu flakki „Já, það hefur verið mikið flakk á mér undanfarið. Þegar þinginu lauk í Caracas náði ég sambandi við dýrlegt fólk úr leikflokknum Rajatabla, sem kom hingað á listahátíð. Þetta fólk tók mig upp á sína arma og leysti mig út úr því mikla völundarhúsi þar sem við vorum vistuð á meðan á ráðstefn- unni stóð, sem var annað af tveim- ur Hilton-hótelum í borginni. Það er allt of stórt og miðað við það að menn geti lifað þar góðu lífi lang- tímum saman án þess að leita nokkurn tíma út fyrir hótelið. Þarna var gnótt verslana og veit- ingastaða og ef maður villtist inn á góðan restúrant gat það tekið marga daga að finna hann aftur. En þetta ágæta fólk kom mér fyrir í húsi í fjallsslakka, sem var helgað rannsóknum í leiklistar- fræðum og alls konar tilraunaleik- starfsemi, en jafnframt gistiheim- ili fyrir listamenn. Þaðan fór ég til Parisar og upp- götvaði mér til mikillar gleði að sá staður er ennþá allsherjarstefnu- mót andans, þar sem menn koma hvaðanæva úr heiminum, lista- menn og hugsuðir, og hafa með sér formlegt eða óformlegt stefnumót. Tvær nætur í lest komu mér síðan yfir til Noregs, þar sem ég dvaldi í Niðarósi og las úr þýðingu á verki mínu Fljótt fljótt sagði fuglinn. Mér þykir sérlega vænt um að svo gott skáld sem Knut Ödegárd skyldi þýða bókina." Hlutskipti manns „En mig langar til að segja fáéin orð um Hlutskipti manns, eina af merkustu bókum aldarinnar að minni hyggju, ásamt skáldsögu Malraux úr borgarastyrjöldinni á Spáni, L’Espoir, eða Vonin. En Hlutskipti manns segir frá mikl- um átökum í Kina árið 1926 og var fyrst gefin út 1933, en síðan í endurskoðaðri útgáfu 1946, sem er sú útgáfa sem ég hélt mig við. Þeg- ar þeir stórhuga hugsjónamenn sem reka forlagið Svart á hvítu mæltust til þess við mig að ég þýddi bókina fannst mér ófært að skorast undan og lagði nótt við dag á meðan á þýðingunni stóð. Þessi saga, Hlutskipti manns, er sérkennileg á ýmsan hátt. Hún er bæði gífurlega spennandi og eins bók af því tagi sem hægt er að lesa aftur og aftur. Það er svo mikið í henni." GPA Haukur Dór myndlistarmaður meðal listmuna sinna I Listmunahúsinu. Morgunblaðið/ÓI.K.M. stuttum stans Rætt við Hauk Dór myndlistarmann „Ég er hér í stuttum stans til að reyna að hafa fé af landanum. Annars er ég á forum til Danmerk- ur, þar sem við hjónin eigum 200 ira gamalan bóndabæ, sem við hyggjumst reka sem íslenskan matsölustað,” sagði Haukur Dór myndlistarmaður þegar blm. hitti bann að máli í Listmunahúsinu í vikunni, þar sem hann sýnir leir- muni og teikningar. Reyndar er síðasti sýningardagur í dag og er opið frá tvö til sex. Haukur Dór hefur hvorki setið auðum hðndum eða lengi kyrr á sama stað í lifshlaupi sínu hingað til. Eftir myndlistarnám hér á landi fór hann ti Edinborg- ar í framhaldsnám, þaðan til Kaupmannahafnar þar sem hann var nokkra hríð, en kom- aftur heim frá Höfn 1967 og setti upp verslunina Kúnígúnd ásamt konu sinni. Eftir þrjú ár hér heima þótti honum tími til kom- inn að hressa aðeins upp á anda- giftina, eins og hann orðaði það, og brá sér þá yfir til Banda- ríkjanna þar sem hann var um tveggja ára skeið. Þaðan fór hann svo aftur til Danmerkur og er nú sem sagt hér í stuttum stans. Um leirlist sina segir Haukur Dór: „Ég hef töluverða fótfestu í málverkinu og leirmunir mínir draga óneitanlega dám af því, sérstaklega í seinni tíð. Þeir hafa þróast út í það að verða myndrænir. Annars er ég að hugsa um að hvíla mig á leirnum um stund að snúa mér aftur að málverki og teikningum.”

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.